Morgunblaðið - 16.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.2005, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN NÆTURVAKTIN KIRINONATSUO SELDIST Í MILLJÓNAUPPLAGI Í JAPAN JAPÖNSKU GLÆPASAGNAVERÐLAUNIN JAPÖNSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN TILNEFND TIL BANDARÍSKU EDGAR-VERÐLAUNANNA ÓVISSA er í mjólkurframleiðslunni um þessar mundir og hefur fram- leiðslan ekki gengið sem skyldi síð- ustu mánuði, að sögn Þórólfs Sveinssonar, formanns Landssam- bands kúabænda. Hefur sambandið gripið til þess óvenjulega ráðs að beina því til kúabænda að kaupa ekki greiðslumark á næstunni. Þórólfur bendir á að greiðslu- markið var aukið verulega fyrir yf- irstandandi verðlagsár eða um 5 milljónir lítra. „Því miður var sum- arið ekki upp á sitt besta og sept- embermánuður slæmur, þannig að mjólkurframleiðslan hefur ekki gengið sem skyldi síðustu mánuði. Kerfið er bara þannig hjá okkur, að það fær enginn neitt fyrir ekki neitt. Ef þeir sem hafa greiðslu- markið ná ekki að fylla það færist stuðningurinn til þeirra sem eru að framleiða yfir greiðslumarki. Þessi staða núna gæti farið yfir í að við næðum ekki að framleiða upp í greiðslumarkið og þá verður miklu meira borgað fyrir umfram- mjólkina en menn hafa áður séð. Við viljum því að málin skýrist áður en menn taka svona stórar ákvarð- anir. Það er svo mikil óvissa í kringum framleiðslumynstrið. Þess vegna settum við fram þessa óvenjulegu ábendingu. Við höfum ekki upplifað þessar aðstæður áð- ur,“ segir Þórólfur. Vantar 1,6 milljónir lítra til að ná fullu greiðslumarki Fjallað var um þá stöðu sem upp er komin á haustfundi Landssam- bands kúabænda í fyrrakvöld en þar kom fram að í byrjun október fengu 792 aðilar A-hluta bein- greiðslna greiddan. 33 aðilar eru hins vegar með óvirkt greiðslu- mark, þ.e. eiga greiðslumark en framleiða ekki mjólk og fá því ekki A-hluta beingreiðslnanna. Samtals nemur óvirkt magn greiðslumarks- ins 1,6 milljónum lítra „sem þýðir í raun að þeir sem eru að framleiða mjólk í dag eru einungis með 109,4 milljóna lítra greiðslumark. Með hliðsjón af framansögðu hafa forsendur verðs á greiðslu- marki til mjólkurframleiðslu gjör- breyst á stuttum tíma, enda má sjá fram á að ef innvigtun verður minni en sem nemur greiðslumarkinu gæti greiðsla fyrir umframmjólkina orðið allt að 60 krónur fyrir lítr- ann,“ segir í frétt á vefsíðu Lands- sambands kúabænda þar sem því er beint til bænda að kaupa ekki greiðslumark fyrr en innvigtun mjólkur á næstu mánuðum liggur fyrir. „Ég verð að viðurkenna að það er svolítill skrekkur í mér. Samt sem áður vona ég að okkur takist að ná framleiðslunni upp.“ Mjólkurframleiðsla ekki gengið sem skyldi undanfarið Kúabændur kaupi ekki greiðslumark í bili TILFINNANLEGUR skortur er á rannsóknum hérlendis um það hvort og hvers konar ofbeldi börn verða fyrir á heimilum sínum. Margt bendir þó til þess að tals- verðar breytingar hafi orðið á af- stöðu fólks til þess hvort eðlilegt sé að foreldrar beiti börn sín lík- amlegum refsingum. Fyrr á öldum þótti sjálfsagt að hýða og hirta börn og í tilskipun um húsaga frá árinu 1746 var beinlínis kveðið á um að foreldrum bæri skylda til að aga börn sín og refsa. Þetta kom fram í erindi sem Jónína Einars- dóttir, lektor í mannfræði við Há- skóla Íslands, flutti á málþingi um kyn og ofbeldi sem Rannís stóð fyrir sl. fimmtudag. Sagði hún gagnrýnisraddir gagnvart ofbeldi á börnum hafa byrjað að heyrast í upphafi 19. aldar og vísaði þar til skrifa Guðmundar Hjaltasonar uppeldisfrömuðaar á árunum 1913–14 þar sem hann minnti á að börn væru ekki eign foreldra sinna og sagði að varast bæri líkamlegar refsingar. Í skrifum sínum gerði hann andlegt ofbeldi í formi t.d. kaldra og særandi aðfinnsla og fyrirlitningarorð sérstaklega að umtalsefni og taldi það verra form ofbeldis en líkamlegar meiðingar. Mæður beita ívið oftar ofbeldi Í erindi sínu benti Jónína á að lítið sé vitað um ofbeldi foreldra gagnvart börnum á Íslandi langt fram eftir öldum. Fyrsta raun- verulega rannsóknin á þessum málaflokki hafi birst í doktorsrit- gerð Sigrúnar Júlíusdóttur, pró- fessors í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, frá árinu 1987, en þar kom m.a. í ljós að 10% foreldra töldu líkamlegar refsingar réttlæt- anlegar. Enginn aðspurðra í rann- sókninni sagðist hafa notað lík- amlegra refsingu oft, en 45% foreldra sögðust hafa beitt ein- hvers konar ofbeldi, hvort heldur það væru rassskellingar eða að hrista barnið til. Benti Jónína í þessu samhengi á að erlendar rannsóknir hafi sýnt að mæður hafi ívið oftar beitt börn ofbeldi heldur en feður, en þegar kemur að grófu og alvarlegu ofbeldi er miklu algengara að það séu feður sem beiti því. Jónína gerði umfangsmikla sænska rannsókn sérstaklega að umtalsefni. Í þeirri könnun var fylgst með 212 börnum fæddum á árabilinu 1955–58 frá því þau voru eins árs og fram að 36 ára aldri. Rannsóknin leiddi í ljós að ofbeldið var algengast þegar börnin voru á aldrinum 18 mánaða til 6 ára ald- urs og mest við 4 ára aldur, en endurtekið ofbeldi algengast við 18 mánaða aldur. Benti Jónína á að aldurinn væri menningarbundinn og brýnt að fá til þess fjármagn hérlendis til þess að láta rannsaka hvernig málum er fyrir komið hér- lendis, enda lykilatriði að vita hve- nær börn eru í hvað mestri hættu á því að verða fyrir ofbeldi. Skortur á rann- sóknum hérlendis Í umræðum að erindi Jónínu loknu benti Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, á þá staðreynd að Svíar væri eina Norðurlandaþjóðin sem um nokk- urra áratuga skeið hefði með reglubundum hætti kannað viðhorf foreldra til líkamlegra refsinga. Samkvæmt þeim rannsóknum hefði átt sér gríðarleg viðhorfs- breyting meðal foreldra þar í landi á sl. 30 árum og væri nú svo komið að aðeins 2% sænskra foreldra tjá að þau beiti börn sín líkamlegum refsingum eða hafi trú á árangri þeirra. Á sama tíma sýna rann- sóknir að 80–90% foreldra í Bandaríkjunum telja líkamlegar refsingar gagnvart börnum rétt- mætar og að þær beri árangur. Bragi velti upp þeirri spurningu hvort heimfæra mætti sænsku töl- urnar upp á Ísland og svaraði Jón- ína því til að erfitt væri að svara því þar sem mikill skortur væri á rannsóknum á þessu sviði hérlend- is sem helgast fyrst og fremst af fjárskorti. Eins var þeirri spurn- ingu velt upp hvort drengir væru líklegri til þess að verða beittir lík- amlegum refsingum í uppeldi sínu sem svo aftur leiði til þess að drengir læri með þeim hætti að eðlilegt sé að aga þá sem maður elskar og að þeir séu því líklegir til að endurtaka þessa hegðun í öðr- um samböndum sínum síðar á lífs- leiðinni. 67% þolenda undir 25 ára aldri Í framsögu sinni ræddi Guðrún Agnarsdóttir, yfirlæknir á Neyð- armóttöku vegna nauðgunar, um starfsemi móttökunnar og átaldi stjórnvöld fyrir að hafa á síðasta ári séð ástæðu til að skerða þá þjónustu sem þar væri veitt. Minnti hún á að ofbeldi gegn kon- um er af mörgum helstu mann- úðarsamtökum heims álitið al- gengasta mannréttindabrot í heiminum í dag. Vitnaði hún þar m.a. til Nordvold, norrænnar rannsóknar, þar sem fram kom að fimmta hver kona á Norðurlönd- unum verður fyrir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni og helmingur kvenna sem koma á kvensjúk- dómadeild hafa orðið fyrir ofbeldi. Tölur fyrir Ísland sýna að 33% ís- lenska kvenna hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, en 96% nor- rænna kvenna sögðu ekki kven- sjúkdómalækni frá þessu ofbeldi. Sökum þess hversu algeng ofbeldi í garð kvenna virðist vera segir Guðrún full ástæða til þess þegar sjúkrasaga sjúklings er tekin að spyrja hvort viðkomandi hafi verið beittur ofbeldi í sambandi við kyn- líf eða verið þvingaður til gera eitthvað sem viðkomandi vildi ekki gera. Áréttaði hún þó að ekki væri nóg að spyrja, læknirinn þyrfti einnig að hlusta eftir því sem sagt væri og hafa viðmót sem fái sjúk- linginn til að treysta sér og trúa því að læknirinn vilji eitthvað fyrir sig gera. Guðrún gerði í framsögu sinni grein fyrir mismunandi heilbrigð- isþjónustu milli Norðurlandanna til handa þolendum kynferðislegs ofbeldis. Benti hún á að fleiri leiti á opnar þverfaglegar stofnanir eins og Neyðarmóttakan hérlendis er, bæði þeir sem ætla að kæra og þeir sem ekki kæra, þolendur al- varlegs ofbeldis og þolendur væg- ara ofbeldis. Sagði Guðrún það af- ar jákvætt því það þýddi að fleiri fengju þá aðstoð og þann stuðning sem þeir þyrftu til þess að jafna sig á áfallinu sem slíkri árás fylgir. Í máli Guðrúnar kom fram að þó aldursdreifing þeirra sem koma á Neyðarmóttökuna sé breið, þ.e. frá 12-80 ára, þá sé 67% þeirra sem þangað leitað undir 25 ára aldri, en 37% þolenda sem leita til Neyð- armóttökunnar eru 12-18 ára. Sagði hún fleiri þolendur leita til Neyðarmóttökunnar hérlendis en á hinum Norðurlöndunum og sagði að sennilega mætti fyrst og fremst skýra það með því annars vegar hversu ung þjóðin sé og hins vegar hversu gott aðgengið að þjónust- unni væri hérlendis. Endurtekið ofbeldi hefst oftast við 18 mánaða aldur Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is RÚMLEGA 67% Svía telja í lagi að eiginkona slái maka sinn. Aðeins færri konur en karlmenn voru hins vegar samþykkar þessari fullyrð- ingu. Mun fleiri aðspurðra töldu í lagi að eiginmaður lemdi konu sína og þegar svörin voru greind eftir kynjum kom í ljós að nánast jafn- margar konur og karlar voru sam- mála fullyrðingunni. 15% Svía telja að stundum geti verið réttlætanlegt að rassskella barn, en rúmlega helmingi færri konur en karlar voru þessu sammála. Þess má geta að í alþjóðlegum samanburði eru Svíar síst fylgjandi því að börn séu lamin. 35% Svía telja í lagi að löðrunga ungling, en heldur færri konur en karlar voru samþykkar þessari fullyrðingu. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í nýrri alþjóðlegri rannsókn sem Peter Edward Gill, prófessor í upp- eldisfræði við Háskólann í Gävle í Svíþjóð, kynnti á málþingi um kyn og ofbeldi sem Rannís stóð fyrir nú í vikunni í tilefni af nýútkominni lokaskýrslu í norrænu rannsókn- arverkefni um kynbundið ofbeldi. Var rannsóknin sem Gill kynnti ein þeirra 29 rannsókna sem Norræna rannsóknaráætlunin styrkti í tengslum við verkefnið, en alls fengu 16 samstarfsverkefni styrk auk þess sem fjármögnuð voru 13 rannsóknarverkefni, en alls bárust 78 umsóknir. Samtals voru veittar 18 milljónir danskra króna til verk- efnisins, sem samsvarar rúmum 177 milljónum íslenskra króna. Náði til 30 landa Rannsóknin sem Gill kynnti náði til rúmlega þrjátíu landa, en Gill kynnti aðeins tölur fyrir Svíþjóð ásamt samanburði. Benti hann á að samanborið við önnur lönd væri mjög lítið ofbeldi í sænska sam- félaginu og nær undantekning- arlaust lenti Svíþjóð neðst á listan- um í alþjóðlega samanburðinum með besta skorið. Sænski hluti rannsóknarinnar var fram- kvæmdur meðal háskólanema í Gävle og náði til tæplega níuhundr- uð nema, var meðaaldur þeirra 25 ár og höfðu nemendur að meðaltali verið 22 mánuði í sambandi. Að- spurður sagðist tæplega fimmt- ungur háskólanemanna hafa á sl. tólf mánuðum ráðist á einstakling sem þeir hafi verið á stefnumóti með og svöruðu nánast jafn margar konur spurningunni játandi og karlar. Þegar skoðað var hverjir ættu upptökin að minni háttar of- beldi í parsambandi kom fram að í 4% tilvika sögðust karlmenn sjálfir hafa átt upptökin en að í 9% tilvika hefði makinn slegið fyrst. 18,6% hafa ráðist á ein- stakling á stefnumóti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.