Morgunblaðið - 16.10.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.10.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 2005 61 Á MORGUN kemur út hjá Senu, þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Ampop. Platan sem ber nafnið My Delusion hefur verið í þrjú ár í bígerð en sveitin hefur á tímabilinu farið í gegnum þó nokkrar breytingar, bæði hvað mannauð og tónlistarlegar áherslur varðar. Birgir Hilmarsson, einn þriggja meðlima sveitarinnar (hinir eru Kjartan F. Ólafsson og Jón Geir Jó- hannsson), segir að aðalbreytingin hafi verið sú að hljómsveitin hafi fjar- lægst frá því rafræna poppi sem hún var hvað þekktust fyrir, út í að vinna meira með hljóðfærin sjálf. „Við byggðum okkur hljóðver í Hlíðunum og fjárfestum í alls kyns græjum og hljóðfærum. Svo fór í hönd langt til- raunaferli þar sem við þróuðum vinn- una nær hefðbundinni hljómsveita- vinnu og fengum meðal annars til liðs við okkur trommara.“ Trommuskipanin átti þó eitthvað eftir að breytast á þessum tíma og eftir tvo trommuleikara réð Jón Geir Jóhannsson sig loks til sveitarinnar og segir Birgir að Jón Geir sé í raun fyrsti fasti hljóðfæraleikarinn sem hljómsveitin hafi fengið til liðs við sig. Hann leggur þó áherslu á það, að þrátt fyrir að hin rafræna hlið hljóm- sveitarinnar hafi vikið fyrir raunveru- legum hljóðfærum sé „ambient“- þáttur sveitarinnar enn til staðar. „Þetta hefur þróast út í popp-rokk- tónlist þó ambient-áhrifanna gæti enn.“ Að sögn Birgis er fyrsta smáskífan af plötunni „My Delusions / Youth“ er væntanleg til útgáfu á Bretlands- eyjum 31. október. Útgefandinn er Stimulus records / Outcaste, sem er systurútgáfa Relentless Records, sem hefur meðal annars gefið út hljómlistarmenn á borð við Josh Stone og KT Tunstall. „Samning- urinn sem við gerðum við Relentless er tveggja laga smáskífusamningur og ef þeim gengur vel að dreifa lög- unum er áhugi fyrir að semja aftur og þá um plötu. Þessi háttur er algengur í þessari tegund tónlistar og KT Tun- stall sem er núna að toppa alla lista, gerði svipaðan samning á sínum tíma. Hins vegar erum við í sambandi við önnur plötufyrirtæki á meginlandinu og það er ekki hægt að slá neinu föstu í þessum efnum.“ Ampop leikur á laugardagskvöldi Iceland Airwaves en í nóvember verður lagt upp í litla tónleikaferð um Bretlandseyjar til að kynna smáskífu sveitarinnar. Tónlist | Ampop sendir frá sér plötuna My Delusion Nýtt Ampop(p) Hljómsveitin Ampop hefur lengi verið fremsta rafpoppsveit Íslands. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is ANÍTA Briem, sem undanfarið hef- ur starfað sem leikkona í London við góðan orðstír, er nú stödd vestur í Kanada við undirbúning nýs saka- málaþáttar sem bandaríska sjón- varpsstöðin ABC framleiðir. Þætt- irnir, sem kallast The Evidence, verða af svipuðum toga og saka- málaþættirnir CSI sem sýndir hafa verið í sjónvarpi hér á landi. Aníta segir að persóna hennar í þáttunum heiti Emily Stevens, hún sé af ensku bergi brotin og starfi sem réttarmeinafræðingur á rann- sóknarstofu lögreglunnar í San Fransisco. „Upphaflega var hlut- verkið skrifað fyrir fertuga konu en eins og framleiðendurnir sögðu sjálf- ir þá þótti ég nægilega skrýtin til að teljast trúverðug í hlutverkinu.“ Aníta segist ekki vita nákvæmlega hvað skrýtin merki í þessu sambandi en líklega hafi þeir átt við að hún væri öðruvísi en hinn venjulegi Bandaríkjamaður. „Persónan er mikill karakter, sérvitur og sérstök og ég hlýt að hafa náð þeim eig- inleikum vel í prufunni.“ Anítu var upphaflega flogið út til Hollywood til að fara í prufu fyrir sjónvarpsþátt sem síðar var hætt við að framleiða. „Yfirmenn ABC lýstu samt miklum áhuga á að starfa með mér í öðrum verkefnum og þannig kom þetta til.“ Þáttaröðin The Evidence er fram- leidd af kvikmyndafyrirtækinu War- ner Brothers og á að gerast í San Fransisco en tökur fara fram þar og í Vancouver í Kanada. „Formlega erum við að taka prufuþáttinn upp aftur því að sumir leikarar sem léku í honum fengu ekki hlutverkið á endanum. Síðan verður væntanlega farið beint í að taka upp næstu sex þætti í þessari þáttaröð.“ Aníta segist ekki viss um hvenær þættirnir komi til með að vera sýndir í sjónvarpi en það verði líklega á næsta ári, ef allt gengur samkvæmt áætlun. „Satt að segja gerast hlutirnir hérna á svo miklum hraða að ég á fullt í fangi með að fylgjast með. Ég vona bara að þetta gangi allt saman vel.“ Fólk | Aníta Briem leikur í bandarískum sakamálaþáttum Þótti nægilega skrýtin Leikkonan Aníta Briem hefur starfað sem leikkona á West End í London en leikur nú í sakamálaþætti í Bandaríkjunum. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is KRINGLANÁLFABAKKI Skelltu þér á alvöru mynd. Það er alltaf hægt að þek- kja myndir sem eiga eftir að keppa um Óskarinn. R.H.R / MÁLIÐ Óskarsverðlaunahafarnir Russell Crowe og Renée Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins. Upplifðu stórkostlegustu endurkomu allra tíma. Mynd eftir Ron Howard (“A Beautiful Mind”). TOPPMYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster. TOPPMYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster. Kalli og sælgætisgerðin ATH! Á undan myndinn er stuttmyndin “Madagascar Mörgæsirnar halda í jólaleiðangur sýnd. Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna OG FRÁ FRAMLEIÐENDUM SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA FRÁ FRAMLEIÐENDUM THE PROFESSIONAL OG LA FEMME NIKITA FLIGHT PLAN kl. 6.05 - 8.15 - 10.30 B.i. 12 ára. FLIGHT PLAN VIP kl. 1.40 - 3.45 - 6.05 - 8.15 - 10.30 WALLACE & GROMIT m/Ísl. tali kl. 1.50 - 4 - 6.05 WALLACE & GROMIT m/ensku tali kl. 6.05 - 8.15 - 10.30 CINDERELLA MAN kl. 5 - 8 - 10.50 B.i. 14 ára. THE 40 YEAR OLD VIRGIN kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. GOAL kl. 8.15 - 10.30 VALIANT m/Ísl tali kl. 1.50 - 3.40 SKY HIGH kl. 1.40 - 3.50 CHARLIE AND THE CHOCOLATE... kl. 1.40 - 3.45 RACING STRIPES m/Ísl tali kl. 2 TRANSPORTER 2 kl. 6.15 - 8.15 - 10.15 B.i. 16 ára. FLIGHT PLAN kl. 8.15 - 10.30 B.i. 12 ára. WALLACE & GROMIT m/Ísl talI kl. 1.50 - 4 - 6 MUST LOVE DOGS kl. 6.15 - 8.15 - 10.30 VALIANT m/Ísl tali kl. 12 - 2.15 - 4.10 SKY HIGH kl. 12 - 2.05 - 4.10 CHARLIE AND THE... kl. 12 AR MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI  V.J.V. TOPP5.IS ROGER EBERT Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty” SÉRHVER DRAUMUR Á SÉR UPPHAF Vinsælasta myndin í USA og á BRETLANDI Í dag. Kvikmyndir.com  H.J. / MBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.