Morgunblaðið - 16.10.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.10.2005, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ stjóri Verzlunarskólans í hans stað. Dr. Jón var með doktorspróf í klass- ískum fræðum frá Þýskalandi og hafði mikinn áhuga á tungumálum og hugvísindum almennt. Á sama tíma og dr. Jón hlúði að menntun og þroska nemenda undirbjó skóla- nefnd stækkun skólans. Árið 1960 var hafist handa við að byggja nýtt húsnæði á lóð skólans vestan við hús- næðið við Grundarstíg. Tveimur ár- um síðar var nýja skólahúsnæðið, sem jafnan gekk undir nafninu „Nýi skólinn“, tekið í notkun og batnaði aðstaða nemenda þá til muna. Árið 1966 eignaðist skólinn svo þriðja húsið sitt, vélritunarhúsið við Hellu- sund. Þá voru nemendur í skólanum orðnir 483 talsins og 33 kennarar störfuðu við skólann. Unglingamenningin setur svip sinn á skólalífið Samhliða því sem námið varð betra og meira krefjandi efldist fé- lagslíf nemenda. Dansleikir voru vel sóttir og haldin voru skemmtikvöld, nýnemakvöld, málfundir og íþrótta- keppnir með reglulegu millibili. Óhætt er að segja að góður andi hafi ríkt í skólanum og Verzlunarskóla- nemar litu á sig sem eina heild. Margir fyrrverandi nemendur hafa haft á orði að í Verzlunarskólanum ríki ekki hefðbundinn stéttaskipting heldur séu nemendur teknir inn í stóran vinahóp um leið og þeir hefja nám í skólanum. Friður, hippar og hamingja Á eftir fínpússuðum skóm, hvítum skyrtum og piltum sem gengu um skólagangana raulandi fyrir munni sér laglínuna: „Love love me do, you know I love you“ tóku við síðar mussur og útvíðar buxur. Edda Andrésdóttir fréttamaður sem stundaði nám í Verzlunarskólanum í byrjun 8. áratugarins segir svo frá í viðtali við Verzlunarskólablaðið: „Það voru auðvitað allir með sítt hár, það fylgdi, en maður var ekki alveg búinn að gera það upp við sig hvort það væri smartara að vera fínn í tauinu eða druslulegur. En satt best að segja man ég ekki til þess að við krakkarnir dirfðumst nokkru sinni að vera í gallabuxum í skólanum. Ég held að flauelsbuxur hafi verið það djarfasta. ... Svo voru náttúrulega alltaf einhverjir inn á milli sem vildu vera öðruvísi en aðrir. Jóhann Páll [Valdimarsson útgefandi] var sá rót- tækasti, líklegast mesti hippinn af okkur öllum. Við sátum nú samt oft á Tröð sem var róttækt kaffihús í þá daga, innan um síðhærða stráka og stelpur sem reyktu pípur. En ljúfari stundir man ég þó frá Hressó. Það varð að vana að rölta þangað eftir skóla á laugardögum nokkur saman og sitja þar eitthvað fram eftir yfir kaffi og vínarbrauði.“ Aukin réttindi og auknar kröfur Það var ekki aðeins tískan og ung- lingamenningin sem tóku stórstígum breytingum á þessum árum. Menntakerfið breyttist líka. Eftir að landsprófið lagðist af í byrjun 8. ára- tugarins var ákveðið að leggja niður 1. og 2. bekk í Verzlunarskólanum og taka nemendur beint inn í 3. bekk að loknu grunnskólaprófi. Árið 1970 var brautaskipting tekin upp í fyrsta skipti í Verzlunarskólanum en þá var lærdómsdeild skipt í hagfræðideild og máladeild. Stærðfræðideild bætt- ist svo við árið 1984. Á árunum 1966–1970 brautskráð- ust 167 stúdentar frá Verzlunarskól- anum. Flestir þeirra, eða um 75% út- skrifaðra nemenda, hófu háskóla- nám. Langflestir skráðu sig í lögfræði eða viðskiptafræði í Há- skóla Íslands, en einnig var töluvert um að stúlkur sem útskrifast höfðu með stúdentspróf frá Verzló færu í heimspekideild HÍ eða í Kennara- skólann. Þótt flestir sættu sig við þessa kynjaskiptingu voru ekki allir tilbúnir að fella líf sitt að henni. Í byrjun 8. áratugarins fóru náms- menn í auknum mæli að krefjast aukinna réttinda og gæta hagsmuna snna. Innan Verzlunarskólans birtist þetta í stofnun hagsmunaráðs og síð- ar skólaráðs sem gerði ráð fyrir því að nemendur gætu haft áhrif á mót- un skólastarfs og námsframboðs. 1979–2005 Tími mikilla breytinga Dr. Jón Gíslason lét af störfum 1979 og við skólastjórastöðunni tók Þorvarður Elíasson. Þorvarður var á þessum tíma framkvæmdastjóri Verslunarráðs. Hann var með próf í viðskiptafræðum frá Háskóla Ís- lands og hafði lítið komið nálægt skólastarfi. Þótt margir væru undr- andi og jafnvel reiðir yfir því í fyrstu að maður sem enga reynslu hefði af kennslustörfum skyldi ráðinn í starf skólastjóra lægði öldurnar fljótlega og góð sátt náðist um skipan Þor- varðar og stöðu hans innan skólans. Það kom einnig fljótlega í ljós að stjórnunarhæfileikar hans og við- skiptamenntun nýttust vel í starfi. Með Þorvarði tóku við mikil upp- byggingarár í sögu skólans, bæði er varðaði nám og aðbúnað. Skóli fyrir alls konar fólk Í byrjun 9. áratugarins var mikið að gerast í félagslífi Verzlunarskóla- nema. Hann var ekki lengur aðeins skóli viðskiptafræðinga og lögfræð- inga. Þangað fylktust einnig nem- endur sem ætluðu sér að feta lista- brautina en vildu jafnframt afla sér hagnýtrar undirstöðuþekkingar í viðskiptagreinum og góðrar al- mennrar menntunar. Fjölmargir listamenn, bæði tónlistarmenn, leikarar og rithöfundar stunduðu nám í Verzlunarskólanum í byrjun 9. áratugarins og áttu sinn þátt í að breyta ímynd Verzlunarskólans í þá átt að vera skóli sem hentaði fólki með ólík áhugamál og fjölbreytt gild- ismat. Nýr skóli við Ofanleiti Þorvarður Elíasson hafði unnið að því allt frá því er hann tók við stöðu skólastjóra árið 1979 að leysa hús- næðisvanda skólans. Vorið 1983 var fyrsta skóflustungan tekin að nýju skólahúsnæði í „nýja miðbænum“ og í byrjun janúar árið 1986 flutti skól- inn úr gömlu húsunum í Þingholt- unum í nýja og sérhannaða skóla- byggingu við Ofanleiti. Skólahúsið við Ofanleiti skapaði algjörlega nýja umgjörð utan um skólalífið. Aðstaða til kennslu batn- aði til muna og unnt var að hafa skól- ann einsetinn. Þá gekk bókasafn skólans í endurnýjun lífdaga en í nýja skólahúsinu var bjart og fallegt bókasafn með góðri lesaðstöðu fyrir nemendur. Með nýja skólahúsnæðinu við Of- anleiti gafst tækifæri til að byggja og bæta það nám sem skólinn bauð upp á. Mikil áhersla hefur verið lögð á það á síðustu árum að tengja saman viðskiptanám, tölvunám og nám er lýtur að alþjóðasamskiptum. Einnig er mikið lagt upp úr alþjóðasam- starfi og hafa nemendur og kennarar farið í fjölda námsferða erlendis, meðal annars til Póllands, Japans og Ítalíu og tekið á móti erlendum gest- um á móti. Verzlunarskólinn hefur á síðustu tveimur áratugum lagt sífellt meiri áherslu á að veita góða alhliða menntun sem sé góður undirbúning- ur undir hvaða háskólanám sem er og nýtist jafnframt vel á vinnumark- aði. Í janúar 2005 var svo farið að bjóða upp verslunarfagnám í Verzl- unarskólanum en það er sérhæft nám fyrir verslunarfólk. Námið mið- ar einkum að því að auka færni versl- unarfólks á vinnumarkaði og gera því kleift að bæta stöðu sína. Með verslunarfagnáminu er skólinn að vissu leyti að líta til baka til þeirra markmiða sem leiddu til stofnunar hans fyrir 100 árum og leggja rækt við þau. Sjálfseignastofnun Verslunarráðs Íslands um viðskiptamenntun, skammstafað SVÍV, sér nú um rekstur Verzlunarskólans og skipar skólanefnd sem tekur ákvarðanir um öll helstu mál er varða skólann. Þor- varður Elíasson lét af störfum skóla- stjóra í júní 2005 og er Sölvi Sveins- son nú skólastjóri Verzlunarskólans. Á þeim hundrað árum sem liðin eru frá stofnun skólans hefur margt breyst. Nemendafjöldinn hefur margfaldast og námsframboðið orðið fjölbreyttara með hverjum áratugn- um sem liðið hefur. Þó má segja að Verzlunarskólinn hafi á þessum hundrað árum viðhaldið þeim sér- kennum sínum að vera framsækinn skóli sem jafnan hefur leitast við að bjóða upp á fjölbreytt nám sem svar- ar kröfum síns tíma. Allar upplýsingar í greininni og beinar til- vitnanir eru fengnar úr nýútkominni bók Lýðs Björnssonar og Sigrúnar Sigurðardóttur: Vor unga stétt. Verzlunarskólinn í 100 ár. Verzl- unarskólinn, 2005. Höfundur er menningarfræðingur. sigruns@verslo.is Frá og með 1949 fóru stúdentar úr Verzlunarskólanum í útskriftarferðir til Norðurlandanna og síðar einnig til Evrópu. Voru þessar ferðir jafnan góð blanda af menningarupplifunum og skemmtun en þróuðust smám saman í hefðbundnar sólarlandaferðir. Hér má sjá Verzlunarskólastúdenta í útskriftarferð á Spáni 1976. Tölvutækni varð snemma eðlilegur hluti af námi Verzlunarskólanema. Fyrsta tölvan kom í skólann haustið 1977 en fram að því hafði skólinn haft aðgang að tölvu Verslunarbankans. Kennsla í tölvufræði hófst haustið 1979 og lærðu nemendur undirstöðuatriði í forritun og tölvunotkun. Þessi mynd er tekin snemma á 9. áratugnum. Óvenjufáar stúlkur voru í neðri deild Verzlunarskólans veturinn 1906–1907. Hér má sjá bekkjarmynd af hópnum sem varðveitt er í mannamyndasafni Þjóðminjasafnsins. Efri röð: Theodór Árnason, Björgúlfur Stefánsson, Kristmundur Guð- jónsson, Skúli Thorarensen, Þorbjörn Þorvaldsson og Friðrik Magnússon. Neðri röð: Guðmundur Eiríksson, Kjartan Magn- ússon, Marta Indriðadóttir og Sigurjón Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.