Morgunblaðið - 24.10.2005, Síða 17

Morgunblaðið - 24.10.2005, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2005 17 DAGLEGT LÍF | HEILSA YFIRMENN og samstarfsmenn hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að því að hughreysta fólk sem hefur lent í áfalli eins og ástvinamissi. Í Svenska Dagbladet kemur fram að maður þarf ekki að búa yfir sömu þekkingu og sálfræðingur eða prestur til að hughreysta samstarfsmenn. Hughreysting þarf ekki að fylgja ákveðnum reglum. Það versta sem samstarfsfólk gerir er að forðast viðkomandi, frekar á það að þora að nefna sorgar- atburðinn, að því er fram kemur í nýrri bók eftir Cecilia Wikström, sem vitnað er til í SvD. Leiðtogahæfileikar yfirmanna gangast undir próf þegar starfs- maður lendir í áfalli. Ef yfirmað- ur leyfir sorginni ekki að koma fram og taka sinn tíma hjá starfs- manninum, lengir hann bara sorgartímabilið enn frekar. Að sögn Wikström þarf ekki að vera svo erfitt að ræða sorg- aratburð og hjálpa samstarfs- manni í áfalli. Fyrr eða síðar verða allir vinnustaðir fyrir ein- hvers konar áfalli, t.d. að starfs- maður deyr eða fremur sjálfs- morð, eða að einhver starfsmanna verður fyrir persónulegu áfalli. Samstarfsmenn ættu að vera til staðar fyrir þann sem verður fyr- ir persónulegu áfalli og sýna það með snertingu og orðum. Einnig að vera tilbúnir að hlusta þegar samstarfsmaðurin hefur þörf fyrir það og spyrja hvernig þeir geta hjálpað. Morgunblaðið/Ásdís Vinnufélagar eiga að hughreysta  SORG NIÐURSTÖÐUR nýlegrar ís- lenskrar rannsóknar benda til að fæðingarstærð barna tengist lýs- isneyslu kvenna á fyrri hluta með- göngu. Rannsóknin leiddi í ljós að þær konur, sem tóku fljótandi lýsi á fyrstu 15 vikum meðgöngunnar, fæddu stærri börn en þær sem ekki tóku lýsi og þær voru ellefu sinnum líklegri til að eignast börn, sem vógu 4.500 g eða meira. Meðalfæðingarþyngd á Íslandi er mjög há eða um 3.800 g, en ís- lenskar rannsóknir benda til þess að hærri fæðingarþyngd geti dregið úr líkunum á þróun ýmissa sjúkdóma svo sem háþrýstingi og insúlínónæmi síðar á ævinni. Lýs- isneysla móður við upphaf með- göngu getur því hugsanlega haft jákvæð áhrif á heilsufar barnsins á lífsleiðinni. Magn A-vítamíns var lengi vel það hátt í íslensku lýsi að barnshafandi konum var frekar ráðið frá neyslu þess, en of mikið A-vítamín getur hugsanlega skað- að fóstrið. Nú hefur A-vítam- ínstyrkurinn verið lækkaður í þorskalýsi þannig að ekki er ástæða til að forðast lýsið af þeim sökum. Öðru máli gegnir með ufsalýsi, sem enn inniheldur of mikið A-vítamín fyrir barnshaf- andi konur. Nauðsynlegt er að rannsaka samband fæðing- arstærðar og lýsisneyslu frekar, að mati rannsakenda, en um var að ræða samvinnuverkefni Lýð- heilsustöðvar, Lífeðlisfræðistofn- unar, Háskóla Íslands og Mið- stöðvar Mæðraverndar. Verkefnið var styrkt af Rannís, Rann- sóknasjóði HÍ, Heilsugæslunni í Reykjavík og Áfengis- og vímu- efnavarnarráði. Þátttakendur í rannsókninni voru 549 konur sem komu í mæðraskoðun í Miðstöð Mæðra- verndar á árunum 1999–2001 og frá niðurstöðunum hefur verið greint í ýmsum fagtímaritum er- lendis. Fæðingar- stærð barna tengd lýs- isneyslu  RANNSÓKNIR Morgunblaðið/Ásdís TENGLAR .............................................. www.lydheilsustod.is NÝ bandarísk rannsókn stað- festir að fólk sem borðar fisk a.m.k. einu sinni í viku á síð- ur á hættu að fá ýmis ein- kenni elli sem leggjast á heil- ann en þeir sem ekki borða fisk. Einnig sýndi rannsóknin fram á að offita eykur hætt- una á elliglöpum, að því er fram kemur á vef Berlingske Tidende. Fiskur er góð heilafæða  RANNSÓKN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.