Morgunblaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞINGFLOKKSFORMAÐUR Vinstri grænna, Ög- mundur Jónasson, reynir að gera stefnu Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum tor- tryggilega í grein í Morgunblaðinu 21. október sl. Hann fer rangt með hugtök og segir að Samfylk- ingin vilji einkavæð- ingu í heilbrigðiskerf- inu. Þetta er ein- faldlega rangt. Ögmundur ruglar saman hugtökunum einkarekstur og einkavæðing. Sjálfstæður rekstur en ekki einkavæðing Samfylkingin hafnar alfarið einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Samfylkingin vill hins vegar auka sjálfstæðan rekstur í heilbrigð- iskerfinu. Það er grundvallar- munur á einkarekstri og einka- væðingu. Í einkarekstri eða í sjálfstæðum rekstri veitir einka- aðili þjónustuna en hið opinbera greiðir hins vegar fyrir hana. Í einkavæðingu er það hins vegar einkaaðili sem bæði veitir þjón- ustuna og greiðir fyrir hana. Á þessu er vitaskuld grundvall- armunur, þar sem önnur leiðin leggur til almannaþjónustu á kostnað ríkisins en hin felur í sér greiðsluþátttöku almennings. Einkarekstur er nú þegar víða í íslensku heilbrigðiskerfi. Nánast hvert einasta hjúkrunarheimili og elliheimili í landinu er í einka- rekstri. Sama má segja um þjón- ustu sérfræðilækna út um allan bæ. Þetta er þjónusta sem einka- aðilar eða sjálfseignarstofnanir veita en hið opinbera greiðir fyrir. Skipbrot hugmyndafræði Ögmundar Þegar glasafrjóvg- unardeildin var færð út af Landspítalanum og yfir í sjálfstæðan rekstur stórbatnaði þjónustan og ánægja með starfsemina jókst til muna. Hagkvæmni sjálfstæðs reksturs hefur ítrekað sannað sig. Læknafélag Ís- lands og Félag ís- lenskra hjúkrunar- fræðinga hafa hvatt til meiri fjölbreytni í rekstrarformum. Á hinum Norð- urlöndum má finna talsvert meira af sjálfstæðum rekstri í heilbrigð- iskerfinu en er til staðar hér- lendis. Þetta ætti Ögmundur Jónasson að þekkja. Hugmyndafræði Ögmundar Jónassonar sést hins vegar vel þegar hann segir í grein sinni að „… einkarekstur sé dýrari fyrir skattborgarann og óhagkvæmari á flesta lund en samfélagslega rekin starfsemi …“ Samkvæmt þessari speki væri það ódýrara og hag- kvæmara að ríkið tæki að sér að reka matvörubúðir, bifreiðaverk- stæði, veitingastaði, prentsmiðjur o.s.frv. Þetta er hugmyndafræði sem hefur einfaldlega beðið skip- brot um allan heim. Aðgengið óháð efnahag Enginn íslenskur stjórnmála- flokkur hefur lagt í jafnmikla vinnu og Samfylkingin við stefnu- mótun í heilbrigðismálum. Í tveggja ára langri fundarherferð hélt Samfylkingin tugi funda og ráðstefna um heilbrigðismál þar sem að komu fjölmargir aðilar, bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúk- lingar, ásamt almenningi og flokksfólki. Í fyrri grein minni í Morgunblaðinu frá 29. september sl. sem Ögmundur vitnar til rakti ég stefnu Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum. Að mínu mati á hið opinbera að vera virkur þátttakandi í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Á meðan tryggt er að hið opinbera greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu þá á það ekki að skipta máli hver veitir hana. Það er einnig rétt að hafa í huga að sjálfstæður rekstur getur hentað misvel í heilbrigðiskerfinu og ber að skoða hvert tilvik fyrir sig. Forsendur Samfylkingar í heil- brigðismálum eru mjög skýrar. Þær forsendur lúta að því að að- gengi allra landsmanna að heil- brigðiskerfinu verði óháð efnahag og öðrum félagslegum aðstæðum. Sömuleiðis að þjónustan við sjúk- linga fari batnandi og að beinn kostnaður sjúklinga aukist ekki. Einnig er sett sem skilyrði að fjármunir hins opinbera nýtist vel. Séu þessar forsendur uppfylltar eigum við ekki að vera hrædd við að skoða ólík rekstrarform. Ögmundur fer rangt með hugtök Ágúst Ólafur Ágústsson svarar grein Ögmundar Jónassonar ’Á þessu er vitaskuldgrundvallarmunur, þar sem önnur leiðin leggur til almannaþjónustu á kostnað ríkisins en hin felur í sér greiðsluþátt- töku almennings.‘ Ágúst Ólafur Ágústsson Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. BULLANDI hækkun íslensku krónunnar undanfarna mánuði og misvægi í efnahagslífinu hefur enn og aftur leitt athyglina að þeirri byrði sem krónan er á íslensku atvinnulífi. Forráða- menn íslensks iðnaðar og margir hagfræð- ingar hafa lengi bent á þennan veikleika og nú hafa forystumenn í sjávarútvegi blandað sér í umræðuna. Ljóst er að hið háa gengi krónunnar fer mjög illa með íslensk fyr- irtæki í útflutningi og ferðaþjónustu. Það er því ábyrgðarhluti hjá íslenskum stjórnmálamönnum að skoða ekki þann möguleika að ganga í Evrópu- sambandið og taka upp evru. Ann- að er örugg leið að lakari lífs- kjörum fyrir almenning í landinu. Í rannsóknum sem dr. Þórarinn Pétursson hagfræðingur hefur gert, og segir frá í mjög áhugverðri grein í síðara hefti Fjármálatíðinda árið 2004, bendir hann á þá stað- reynd að umræðan á Íslandi um hugsanlega ESB-aðild hefur fram að þessu takmarkast mikið við af- leiðingar fyrir innlendan sjávar- útveg, spurninguna um hvort Ís- land fengi styrki eða þyrfti að borga til sambandsins og samband innlendrar hagsveiflu við þá evr- ópsku. Þetta sé ólíkt umræðunni í öðrum löndum en þar hafi áhrifin á utanríkisviðskipti viðkomandi lands ekki verið síður mikilvæg í um- ræðunni. Í rannsóknum Þórarins kemur fram að viðskipti við evru- lönd myndu aukast um 60% ef við myndum taka upp evruna. Þar að auki myndi hlutfall utanríkis- viðskipta hækka um 12% sem myndi leiða til um 4% aukningu landsfram- leiðslu. Það munar um minna! Hörður Arnarson forstjóri Marels hf. hefur bent á hve hækkun íslensku krón- unnar kemur hart nið- ur á útflutningsfyr- irtækjunum. Fimm prósent hækkun krón- unnar sé sambærileg við að fyrirtækin þurfi að greiða 15,8% hærri laun og ef hækkunin er 15% nemur kostnaðaraukinn 47,4%. Væri ekki skynsamlegra fyr- ir alla aðila ef við hefðum stöðugan gjaldmiðil og fyrirtækin gætu þá jafnvel greitt hærri laun í staðinn? Í öllum samningaviðræðum er mun skynsamlegra að semja þegar staðan er góð. Það er kraftur í mörgum þáttum íslensks efnahags- lífs um þessar mundir þrátt fyrir þetta háa gengi íslensku krón- unnar. Evrópusambandið er hins vegar í pólitískri lægð eftir höfnun kjósenda í Frakklandi og Hollandi síðasta sumar á drögum að stjórn- arskrá og vandamála varðandi samningaviðræður við Tyrkland. Það væri því pólitískt sterkur leik- ur hjá Íslendingum að sækja um aðild núna því slíkri umsókn yrði tekið með miklum fögnuði í mörg- um ESB-löndum. Ástæðan er sú að við erum með hlutfallslega sterkt efnahagslíf sem yrði ekki byrði á fjármálum sambandsins. Íslend- ingar gætu einnig komið með fersk- ar hugmyndir varðandi fisk- veiðistjórnun, nýsköpun í efna- hagslífinu og félagslega sterkt atvinnulíf. Ef íslenskir stjórnmálamenn kjósa hins vegar að bíða með þessa ákvörðun gætum við staðið frammi fyrir niðursveiflu í íslensku atvinnu- lífi og þá væri einnig erfiðara að ná góðum samningum við ESB vegna stækkunar sambandsins. Staðan er því sú að íslenskir stjórnmálamenn eiga þess kost að hefja samninga- viðræður við ESB um aðild að EMU sem myndu auka efnahags- lega hagsæld þjóðarinnar eða halda í krónuna og bera þannig ábyrgð á lakari lífskjörum en ella á Íslandi í framtíðinni. Höldum krónunni og tryggjum lakari lífskjör Eftir Andrés Pétursson ’… að hefja samninga-viðræður við ESB um aðild að EMU sem myndu auka efnahags- lega hagsæld þjóð- arinnar eða halda í krónuna og bera þannig ábyrgð á lakari lífs- kjörum …‘ Andrés Pétursson Höfundur er formaður Evrópusamtakanna og býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi. Prófkjör Kópavogur Í TILEFNI af kvennafrídeg- inum 24. október og að einungis eru 7 mánuðir til næstu sveitar- stjórnarkosninga þykir mér við hæfi að skoða stöðu kvenna í stjórnmálum á Íslandi. Þegar ég fyrst kynntist stjórn- málum sem sveitarstjórnarmaður árið 1998, var ég þess fullviss að á sveitarstjórnarstiginu sem og annars staðar í sam- félaginu þætti það sjálfsagt mál að hlut- ur kvenna væri jafn og hlutur karla. Ég komst fljótt að því að þannig var það ekki og veit nú að þannig er það ekki enn. Það þarf ekki annað en að spyrja sig eftirfar- andi spurninga til þess að sjá að enn hefur jafnrétti kynjanna ekki náðst í reynd: Af hverju þykir það yfir höfuð merki- legt árið 1998 þrjár konur sitja í bæj- arráði sveitarfélags á Íslandi með rúmlega 2.000 íbúa, svo merkilegt að blaðamenn sjá ástæðu til þess að taka sér ferð á hendur til þess að taka af því ljós- mynd og birta um það frétt? Af hverju eru konur en ekki karlar sem taka þátt í stjórn- málum spurðar að því hvernig starf þeirra samræmist fjöl- skyldulífinu; hvernig sé hægt að komast yfir hvoru tveggja? Af hverju svörum við konur svona spurningum alltaf sam- viskusamlega? Af hverju þagnar samkoma upp- lýstra manna og kvenna frá öllum löndum þegar þeir hitta ungan kvenkyns forsvarsmann sveitarfé- lags? Af hverju vilja allt of margar konur helst ekki heyra á það minnst að sitja ofarlega á fram- boðslista? Af hverju þarf í pólitísku starfi að færa sterk og sannfærandi rök fyrir því að halda kynjakvóta á framboðslistum, í nefndum, ráðum og vinnuhópum? Af hverju er það ríkjandi við- horf að flestir karlar séu sjálf- krafa hæfir til pólitískra starfa en að það þurfi að finna hæfar konur til þess að gefa sig fram? Af hverju erum við alltaf að fá konur til þess að tala um konur og stjórnmál? Getum við ekki bráð- um farið að tala um eitthvað ann- að? Við öllum þessum spurningum er í sjálfu sér ekkert annað svar en að jafnrétti kynjanna er ekki lengra komið. Ef lengra væri kom- ið mætti gera ráð fyrir að haldið væri upp á kvennafrídaginn með öðrum formerkjum en gert er í ár? Þó vil ég leyfa mér að fullyrða að við erum komin svo langt í um- ræðunni um jöfnun á hlut kynjanna í stjórnmálum að nú þurfum við ekki lengur að útskýra og færa rök fyrir því, af hverju konur eiga jafn mikið erindi í stjórnmál og karlar. Hins vegar sýna tölur Hagstofu Íslands um þátttöku kvenna í stjórnmálum okkur annað: Árið 1950 voru konur 1% sveit- arstjórnarmanna en í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2002 voru konur 31%. Konur eru framkvæmdastjórar í um 20% sveitarfélaga. Á 40 ára tímabili, frá 1963 til 2003, hefur konum í framboði til alþingiskosninga fjölgað úr því að vera 8% frambjóðenda í að vera 42%. Þegar kem- ur að kjörnum full- trúum til alþingis voru konur 2% árið 1963 en eru nú 30%. Þegar rýnt er í tölur sem sýna fjölda kvenna og karla í stjórnum, nefndum og ráðum ríkisins virðist hægt þokast í jafnréttisátt. Árið 1970 var hlutur kvenna 3% en rúmlega 30 árum síðar var hlutfall kvenna 29%. En þessar tölur segja ekki alla söguna. Ef framboðslistar flokk- anna fyrir síðustu alþingiskosn- ingar eru skoðaðir betur, kemur í ljós að flestir flokkarnir reyna að hafa þar jafnt hlutfall karla og kvenna. En þegar tölurnar yfir kjörna fulltrúa hvers flokks fyrir sig eru skoðaðar, sést að konur hafa ekki endilega verið þær sem náðu kjöri, það þýðir að þær voru greinilega ekki í þeim sætum sem líklegt þótti að næðu kjöri í sem flestum kjördæmum. Þessar tölur sýna að lítið þarf út af að bera til þess að myndin skekkist enn frekar og að hlut- föllin verði konum enn meira í óhag. Tölurnar minna okkur á að jafnréttisvaktin er eilífðarverk- efni. Verkefni sem hver stjórn- málaflokkur verður að taka alvar- lega, því það er í gegnum þá sem konur og karlar komast í pólitísk- ar fulltrúastöður. Flokkarnir þurfa því fyrst og fremst að við- urkenna misréttið og einnig að viðurkenna að misréttið þurfi að leiðrétta. Það gerist m.a. með fræðslu fyrir bæði kynin, stöðugri umræðu og sértækum aðgerðum. Það er skylda okkar allra, bæði karla og kvenna, að við með öllum tiltækum ráðum, tökum höndum saman og einbeitum okkur að því að fjölga konum í stjórnmálum. Á þann hátt komum við vonandi í veg fyrir að dætur okkar og synir haldi að 30/70 skipting kynjanna í stjórnmálum sé náttúrulögmál. Er 30/70 skipting- in náttúrulögmál? Ingileif Ástvaldsdóttir skrifar um hlut kvenna í stjórnmálum Ingileif Ástvaldsdóttir ’… jafnrétt-isvaktin er ei- lífðarverkefni.‘ Höfundur er skólastjóri, hefur setið í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar og er um þessar mundir nemi í stjórnun menntastofnana við framhaldsdeild KHÍ.                       WWW.NOWFOODS.COM Góð heilsa gulli betri Innihaldið skiptir máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.