Morgunblaðið - 29.10.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.10.2005, Qupperneq 1
Laugardagur 29. október 2005 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Hvað ertu nú gamall, Tommi minn?“ „Níu.“ „Og hvað ætlarðu svo að verða?“ „Tíu.“ Einn góður … Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst 10 ára? Ég var alltaf á þessum tíma að hlusta á Rokklingana. Ég átti plötuna þeirra og horfði tímunum saman á umslagið og öf- undaði krakkana og lét mig dreyma um að vera á umslaginu með þeim. Stjórnin var líka í miklu uppáhaldi. Hvað ertu að hlusta á í dag? Það er mjög fjölbreytt og fer allt eftir hvernig skapi ég er í. En ég er samt mikið að hlusta á nýja tónlist til að fylgjast með hvað er að að gerast. Hver var fyrirmyndin þín þegar þú varst 10 ára? Á þessum tíma fór ég reglulega í sumarbúðir og þá voru foringjarnir þar, sem voru þá eldri stelpur, þvílíkar fyrir- myndir, ég leit mjög mik- ið upp til þeirra. Og svo voru að sjálfsögðu systkini mín og foreldrar miklar fyrir- myndir. Varstu hrædd við eitthvað þegar þú varst barn? Ég var alveg rosalega veiklynd og hafði áhyggjur af öllu. Ég veit ekki af hverju en þetta háði mér mjög. Ég átti að heita Vaka og það hefði átt mjög vel við því ég átti mjög erfitt með að sofa og vakti mjög mik- ið. Varstu prakkarastelpa? Ég og æskuvinkona mín gerðum nokk- ur prakkarastrik saman. Við settum t.d. vatn í Sprite flöskur og seldum nágrönn- um okkar sem Sprite á 10 kr. og við héld- um að þá grunaði ekki neitt. Við fórum líka einu sinni í hárgreiðsluleik og ég klippti hárið á vinkonu minni og þorði ekki að segja frá því. Hvað fannst þér skemmtilegast að gera þegar þú varst 10 ára? Við fórum oft út á tún nálægt heimilinu mínu og spiluðum fótbolta. Ég og besta vinkona mín stofnuðum líka skóla í bíl- skúrnum. Við ljósrituðum reikningsdæmi og eldri krakkarnir komu eftir skóla í skól- ann okkar og þar var stíf kennsla. Við opn- uðum líka hárgreiðslustofu í kjallaranum hjá vinkonu minni og þar var hár þvegið í bala. Við brölluðum svo mikið og þetta er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Alma Morgunblaðið/Ásdís Ölmu Guðmundsdóttur gekk frekar erfiðlega að sofna þegar hún var lítil og var nauðsynlegt fyrir hana að hafa þetta skemmtilega tuskudýr. Alma var í Hofs- staðaskóla og var í mjög samrýndum og skemmtilegum bekk. Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst 10 ára? Barnabrosplöturnar voru í miklu uppáhaldi, ég söng með þeim öllum stundum og kunni öll lögin. Svo var auð- vitað Stjórnin líka í uppáhaldi. Það var á þessum tíma sem ég var að uppgötva Celine Dion og Mariah Carey, en þær voru síðan í uppáhaldi í mörg ár. Hvað ertu að hlusta á í dag? Núna er ég að hlusta nýjan disk frá söngkonu sem ég held mikið upp á og heitir Imogen Heap. Svo er nýi diskurinn frá James Blunt frábær. Og svo að sjálfsögðu nýju Nylon- plötuna sem kemur í búðir 8. nóvember. Hver var fyrirmynd- in þín þegar þú varst 10 ára? Þær voru allar og engin. Ég átti eiginlega ekki neina eina! Ég tók mér frekar til fyrirmyndar vissa hluti í fari hverrar og einnar. Hvað fannst þér skemmtilegast að gera þegar þú varst 10 ára? Ég var alltaf að syngja inn á kasettur og var fyrir framan spegilinn með míkra- fón, ekta eða ímyndaðan. Ég lokaði mig þá af inni í herbergi og söng, dansaði með og lét sem ég væri að koma fram fyrir fjölda fólks á risatónleikum þar sem ég var fræg söngkona. Varstu hrædd við eitthvað þegar þú varst barn? Ég var stundum svolítið myrkfælin, en annars var ég við lítið smeyk og oftast mjög hugrökk. Varstu prakkarastelpa? Nei, ég var voðalega stillt og góð. Við vinkonurnar vorum samt mjög uppá- tækjasamar og vorum duglegar að finna upp á hlutverkaleikjum. Yfirleitt breytt- ust blokkirnar okkar í hallir eða lög- reglustöðvar, ruslakompur í hella eða fangelsi. Löggu- og bófaleikirnir voru vinsælastir. Fannst þér eitthvað leiðinlegt þegar þú varst 10 ára? Já, fullt, eins og að fara snemma að sofa, að þurfa að borða slátur, að fara til tannlæknis (reyndar var gaman að fá verðlaunin). En mér fannst líka allt ann- að skemmtilegt. Klara Morgunblaðið/Signý Klara Ósk Elíasdóttir með litla sæta Mára. Klara var í Hvaleyr- arskóla. Henni leið mjög vel þar og á all- ar sínar bestu vin- konur þaðan. Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst 10 ára? Ég var voðalega hrifin af Stjórninni og Siggu Beinteins. Mér fannst líka Michael Jackson mjög skemmtilegur. Hvað ertu að hlusta á í dag? Ég hlusta á allt og meira að segja gæti ég farið að hlusta á Spice Girls ef ég er í þannig stuði. Núna er ég samt aðallega að hlusta á nýju Nylon-plötuna. Hver var fyrirmyndin þín þegar þú varst 10 ára? Systur mínar. Mér fannst allt sem þær gerðu alveg geggjað. Þær eru 7 og 9 árum eldri en ég og ég gerði allt alveg eins og þær. Hvað fannst þér skemmtilegast að gera þegar þú varst 10 ára? Að fara á hestbak og finnst enn. Svo fannst mér gaman að fara út að leika og vera í dúkkuleik. Ég var líka mjög mikið í Barbie. Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt? Það er bangsi sem mamma gaf mér og hann er það mikið uppáhald að það má helst enginn vera með hann nema ég enn í dag. Varstu hrædd við eitthvað þegar þú varst barn? Já, ég var mjög myrkfælin og er það pínulítið ennþá í dag. Ég þurfti alltaf að hafa ljós þegar ég fór að sofa. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert með Nylon? Það er allt skemmtilegt en verkefnið fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna stendur án efa upp úr. Það er svo gaman að geta gefið til baka og við finn- um fyrir miklu þakklæti. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestar og hundar. Ég hef átt þrjá hunda og í dag á ég lítinn hnoðra hund sem heitir Mía. Varst þú prakkarastelpa? Nei, ég var alltaf svo stillt og prúð og gerði allt sem ég átti að gera en ég var reyndar svolítið ákveðin. Emilía Morgunblaðið/Signý Mamma Emilíu Bjargar Óskarsdóttur gaf henni þennan sæta hund sem er enn í uppáhaldi. Emilía var í Sel- ásskóla og fannst mjög gaman í skól- anum. Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst 10 ára? Ég á tvær eldri systur og mér fannst mjög flott að hlusta á allt sem þær voru að hlusta á og var það m.a. Michael Jackson. Ég var svo líka mjög ung þegar ég var farin að þróa með mér minn eigin tónlist- arsmekk. Hvað er í uppáhaldi í dag? Það eru að sjálfsögðu öll lögin á Nylon- plötunni. Hver var fyrirmyndin þín þegar þú varst 10 ára? Vigdís Finnbogadóttir, og mér finnst hún enn þann dag í dag mjög merkileg kona. Þá ekki eingöngu fyrir að hafa gegnt embætti for- seta og stöðu leikhús- stjóra heldur líka fyrir að vera góð fyrirmynd ungra kvenna og mikill kvenskörungur. Hvað fannst þér skemmtilegast að gera þegar þú varst 10 ára? Að dansa, ég dansaði mjög mikið. Á 50 ára afmæli lýðveldisins dansaði ég á Hótel Sögu fyrir allt kónga- fólkið og það fannst mér alveg ótrúlega skemmtilegt og það má eiginlega segja að ég lifi ennþá á því. Hvað var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst 10 ára? Ég var alltaf að hjóla og fannst það mjög skemmtilegt en í mestu uppáhaldi var lítill hundur sem ég átti. Mig langaði svo í hund þegar ég var lítil og mamma og pabbi gáfu mér bangsahund, svo fékk ég lifandi hund þegar ég var 10 ára. Varstu hrædd við eitthvað? Ég var alltaf svo hrædd við sjó og er enn. Samt sem áður er ég algjört vatna- dýr og finnst gaman að vera í vatni og vil helst synda allan daginn. Svo var ég líka svolítið myrkfælin. Varstu prakkarastelpa? Já, ég var rosalegur prakkari og stofn- aði prakkarafélag með vinkonum mínum- .Við lituðum t.d. einu sinni á okkur hárið bleikt og það var ekki mjög vinsælt hjá foreldrunum. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert með Nylon? Það hefur allt verið svo skemmtilegt og allir tekið okkur svo vel en það sem hefur gefið mér mest er vinna okkar fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Tónleikarnir í Smáralind í fyrra voru líka alveg rosalega skemmtilegir. Steinunn Morgunblaðið/Ásdís Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir með hundinn sinn hana Ísabellu. Steinunn var í Snæ- landsskóla og henni fannst það mjög skemmtilegur skóli. NYLON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.