Morgunblaðið - 29.10.2005, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.10.2005, Qupperneq 3
Af um 200 stelpum sem sóttusteftir að fá að taka þátt í þessumikla Nylon-ævintýri voru aðeins 4 valdar. Ástæðan fyrir því að einmitt Alma, Emilía, Klara og Steinunn urðu fyrir valinu voru ekki eingöngu sönghæfileikar þeirra. Þær hafa gífurlega mikla útgeislun og eru einstaklega einlægar í fram- komu og þar af leiðandi góðar fyr- irmyndir. Það er óhætt að segja að stelp- urnar hafi slegið í gegn nánast á einni nóttu á sínum tíma og dreymir margar ungar stelpur um að feta í þeirra fótspor. Við hvetjum alla krakka til að vera duglegir að æfa sig í því sem þeir vilja leggja fyrir sig því það skilar án efa árangri. Til dæmis æfði Klara sig tímunum sam- an ein inni í herbergi og það hjálpaði henni örugglega að ná þeim árangri sem hún hefur náð í dag. Nylon-stelpurnar Morgunblaðið/Signý Nylon-stelpurnar eru allar góðar vinkonur og þess vegna gengur þeim svo vel að vinna saman. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 B 3 börn REGN ROK SKÝ SNJÓR SÓL VEÐUR VINDUR ÞRUMA Skúraský Á Íslandi fáum við að kynnast alls konar veðri sem þið ættuð að þekkja ansi vel. Getið þið fundið þessi orð sem eru tengd veðri. Orðin eru falin ýmist lóðrétt, lárétt eða á ská. Felumynd Litaðu svæði merkt bókstaf en hafðu svæðin merkt tölustaf ólituð. Hvað skyldi leynast á myndinni? 2 A C 7 1A3 2 Kötturinn með höttinn er búinn að týna fallega hattinum sínum. Hann er afskaplega leiður. Get- urðu hjálpað honum að finna hann? Hvar er hatturinn minn? hann, einmitt á sama fótinn og svifdiskurinn hafði lent á. Hann rak upp stríðsöskur. Nýju nágrannarnir komu hlaupandi að girðingunni til að sjá hvað hafði gerst. Ég og Lísa bárum grillið af fætinum á pabba og litum á hann. Það var stór bólga á hnénu og hann var með fullt af marblettum. Pabbi lá eldrauður í grasinu, með gleraugun skökk á sér og bölvaði. Þegar hann sá glitta í nágrann- ana hoppaði hann upp. En nei. Pabbi er ekki þannig. Um leið og hann hoppaði upp, fann hann svo mikið til í meidda fætinum að hann rann á rassinn. ,,Eh, pabbi,“ sagði ég. ,,Já,“ urraði hann. ,,Ég hef víst gleymt að hreinsa hundaskítinn í síðustu viku eftir hundinn hans Jónasar frænda.“ Pabbi stóð upp með erfiðis- munum, með bakið í nágrannana. Og nágrannarnir byrjuðu að hlæja. Við Lísa kíktum hvað væri svona fyndið. Pabbi hafði verið í hvítum bol. Hann var hvítur að framan, en brúnn að aftan. Og rauðu stuttbuxurnar voru sömuleiðis brúnar. ,,Falleg föt,“ kallaði einhver af nágrönnunum. Pabbi reyndi að brosa framan í þau. Hann gekk til þeirra. F yrri hluti: Þetta gerðist í júlí, eða 15. júlí á afmæl- isdegi litlu systur minnar. Hún var að verða 5 ára og við vorum að undirbúa veisluna. Mamma og pabbi höfðu ákveð- ið að halda veisluna úti. Í fyrra rústuðu nefnilega allir gestirnir húsinu. Allt brothætt brotnaði. En nú átti allt að verða full- komið. Pabbi ætlaði að grilla pylsur og mamma að baka kökur. Lísa, litla systir mín, hafði boðið 7 krökkum úr hverfinu og auk þess kæmu nokkrir ættingjar. Pabbi hafði pantað risastóran hoppkastala og látið setja hann í miðjan garðinn. Þau héldu að allt væri orðið fullkomið – en þá komu þau. Nýju nágrannarnir. Þau höfðu flutt inn í gær og sátu nú úti. Konan lá í sólbaði, karlinn var að klippa runnana sem liggja að girðingunni okkar, og krakkarnir voru í fótbolta, strákur og stelpa. Kannski 10 ára. Ég og Lísa vorum að kasta svifdiski milli okkar. Lísa kann ekki enn að láta hann svífa heldur þrusar honum í áttina að mér. Ég stóð við endann á húsinu, en Lísa við hoppkastalann. Lísa tók svifdiskinn og þrusaði honum hátt upp í loftið í átt að mér. Ég vildi að sjálfsögðu ekki fá hann í mig, svo ég beygði mig nið- ur. En pabbi. Hann er svo hrikalega óhepp- inn. Auðvitað þurfti hann að birtast fyrir aftan mig með nýja gasgrill- ið. Um leið og hann sá svifdiskinn, koma í átt að sér, lyfti hann grill- inu til að skýla hausnum á sér. En hann hafði gleymt að hann væri í stuttbuxum. Í staðinn fékk hann diskinn beint í hnéð. ,,ÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! Hann öskraði og sparkaði í diskinn, með þeim afleiðingum að hann brotnaði í tvennt. Hann hefði ekki átt að gera það. Því að grillið hrundi þá á ,,Góðan dag,“ sagði hann og rétti fram höndina. Enginn tók í hana, hún var út- ötuð í hundaskít. Pabbi lagaði gleraugun sín. ,,Ég heiti Jón,“ sagði hann svo. ,,Og þetta eru dætur mínar, Lísa og Anna.“ Hann benti á mig og Lísu. ,,Ég heiti Friðrik,“ sagði karl- inn. ,,Þetta er konan mín, Fríða, og tvíburarnir okkar, Fanney og Fúsi.“ Hann brosti framan í pabba, gervibrosi. Pabbi benti á tjaldvagn sem var úti í garðinum þeirra. ,,Fallegur vagn,“ sagði hann. ,,Þessi?“ spurði Friðrik hneykslaður. ,,Þetta er vagn Fanneyjar og Fúsa. Við notum hann bara í garðin- um. Hann er bara með litlu sjónvarpi og DVD.“ ,,Lísa mín er 5 ára í dag. Ykkur er velkomið að koma klukkan fimm,“ sagði pabbi og reyndi að virðast eiga fullt af tjaldvögnum. Lísa sparkaði í sköflunginn á pabba. Hann gretti sig. ,,Ég ætla að þrífa mig,“ sagði hann með skrækri röddu og haltraði inn. Framhald í næsta blaði. Afmælið Eftir Anítu Vestmann, 12 ára. 12 litlar kanínur fóru að leika sér í Öskjuhlíðinni. 5 þeirra eru systur og eru alveg eins. Finndu þær og litaðu. Lausn aftast. Fimm eins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.