Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 4
4 B LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ börn Kalvin & Hobbes Jakarí og hvíti vísundur ÞEIR ELTA OKKUR LITLA ÞRUMA! VARAÐU ÞIG! HA HA! ÉG ÆTLA AÐ BLEYTA ÞIG SVO RÆKILEGA AÐ ÞÚ... AÐ ÞÚ... KOMDU HÉRNA, FÉLAGI.. NÚ SKALTU PASSA ÞIG SKÍTUGI LÚSABLESI! ERTU AÐ REYNA AÐ HAFA TIL NÝJA BLÖÐRU? ÞAÐ ER UM SEINAN KARLINN!! HVAÐ ER AÐ? AF HVERJU VIRKAR SLANGAN EKKI? ÉG ÞURFTI AÐ TAKA ÞENNAN ENDA AF KRANANUM TIL AÐ FYLLA UH - OH! ÉG HLAKKA TIL AÐ BYRJA AFTUR Í SKÓLANUM Söngskóli Maríu Bjarkar hóf starfsemi sína úti á landi í fyrsta sinn á þessu ári. Skólinn starfaði í sumar í Nes- kaupstað, á Eg- ilsstöðum, Ak- ureyri og Húsa- vík. Marga hæfi- leikaríka krakka var að finna á landsbyggðinni og ákvað söngskólinn að vinna plötu með frábærum, ungum og efni- legum söngvurum. Þeir heita Há- kon, Snæþór og Guðjón og eru 11 og 12 ára gamlir. Hákon er frá Ak- ureyri, Snæþór frá Eskifirði og Guðjón er úr Reykjavík. María Björk og Regína Ósk eru þekktar söngkonur og völdu þær til flutnings strákalög sem allir þekkja. Strákarnir skelltu sér af mikilli alvöru í hljóðver og tóku upp 11 laga disk. Lögin eru endurútsett og sungin með íslenskum textum. Meðal laga eru þekkt lög frá hljómsveitum eins og Bon Jovi, Queen, U2, Europe, Sálinni, Bubba o.fl. Strákarnir kalla sig SPARK en þeir eru líka miklir knattspyrnu- áhugamenn. Diskurinn þeirra heitir „Lífið er leikur“ og kemur hann út 5. nóvember. Upprennandi söngstjörnur SPARK Kanínurnar sem eru eins eru númer 1, 2, 4, 8 og 11. Lausnir Hvort sem ykkur langar til að verða söngvarar, at- vinnumenn í íþróttum, skáksnillingar, líffræðingar eða eitthvað annað, er um að gera að fylgja áhuga sínum eftir og stefna hátt. Það verða samt allir krakkar að gera ráð fyrir því að misstíga sig á leið- inni á toppinn og það getur verið gott að gera mistök, því af þeim lærum við. Gangi ykkur vel, krakkar, í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur. Getið þið fundið slökkvi- liðsmanninn, kvikmynda- stjörnuna, lækninn, garð- yrkjubóndann, körfuboltamanninn, kenn- arann og listmálarann á síð- um Barnablaðsins? Hvað ætlið þið að gera þegar þið verðið fullorðin?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.