Morgunblaðið - 01.11.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.11.2005, Qupperneq 1
2005  ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A BALDUR INGIMAR AÐALSTEINSSON TIL BELGÍU / B3 ARNAR Grétarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem leikur með Lokeren í Belgíu, þarf að gangast undir uppskurð vegna meiðsla. Arnar fer undir hníf- inn á fimmtudag, þar sem fjarlægja þarf kalk sem myndast hefur við bein og hásinarfestingar. ,,Þetta hefur verið að angra mig í nokkrar vikur og ég taldi best að fara í aðgerðina sem fyrst. Það kem- ur ekki í ljós hversu mikið þetta er fyrr en ég fer í aðgerðina. Ef það er bara kalk sem þarf að fjarlægja þá verð ég frá í tvo mánuði en ef eitthvað þarf að eiga við hásinina þá verð ég lengur frá og í versta lagi í sex mánuði,“ sagði Arnar við Morgunblaðið í gær Þetta er í annað sinn sem Arnar þarf að fara í upp- skurð frá því hann gekk til liðs við Lokeren frá gríska liðinu AEK Aþena sumarið 2000. Fyrir tveimur árum þurfti hann að fara í aðgerð vegna meiðsla í nára. Arnar Grétars- son í uppskurð ÞÓRÐUR Guðjónsson knatt- spyrnumaður ætlar að gera upp hug sinn í þessari viku þess efnis hvort hann leiki með Íslandsmeist- araliði FH eða ÍA á næstu leiktíð. Þórður sagði í gær við Morgun- blaðið að hann væri með samn- ingsdrög frá FH og ÍA í hönd- unum og önnur lið væru ekki inni í myndinni. „Valið er ekki auðvelt en ég ætla mér að ljúka við þetta mál áður en ég held til Englands um næstu helgi,“ sagði Þórður í gær en hann er væntanlegur til landsins í dag. Þórður, er 32 ára gamall, og hefur verið á mála hjá Stoke City frá því byrjun ársins 2004 en hefur lítið fengið að spreyta sig með liðinu. Hann lék síðast með ÍA er hann lék hér á landi árið 1993 en það tímabil skoraði hann 19 mörk og gerði í kjölfarið samning við þýska félag- ið Bochum. Árið 1997 samdi hann við Genk í Belgíu og var seldur til Las Palmas á Spáni árið 2000. Hann lék sem lánsmaður hjá ensku liðunum Derby og Preston á meðan hann var á mála hjá spænska liðinu en árið 2002 samdi hann á ný við Bochum. Þórður hefur leikið 58 landsleiki og skorað 13 mörk í þeim. Þórður til ÍA eða FH FRAMKVÆMDASTJÓRI sænska knattspyrnuliðsins Öster segir á heimasíðu félagsins að Öster hafi áhuga á að fá Helga Val Daníelsson til liðs við sig en Helgi Valur, sem nýlega fram- lengdi samning sinn við Fylki, var til skoðunar hjá liðinu um helgina. Öster, sem varð í öðru sæti í 1. deildinni á nýliðnu tíma- bili og leikur því í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, hyggst styrkja liðið með fimm til sex leik- mönnum og er Helgi Valur einn þeirra sem koma til greina. ,,Það er mikill karakter og stórt hjarta í íslenskum knattspyrnumönnum og það kom berlega fram þegar 21 árs lið Íslendinga tók það sænska í bakaríið,“ segir Leif Widén, framkvæmdastjóri Öster. ,,Ég veit að Helgi er fjölhæfur leikmaður. Hann getur spilað á miðjunni og eins í stöðu bakvarð- ar,“ segir Lasse Jacobsson, þjálf- ari Öster, á heimasíðu félagsins. Öster spennt fyrir Helga Reuters Darius Vassell fagnaði tveimur mörkum sem hann skoraði fyrir Manchester City gegn Aston Villa á City of Manchester Stadium í gærkvöldi, þar sem leikmenn City fögnuðu sigri, 3:1. Óðinn hefur verið atkvæðamestileikmaður liðsins með 21,3 stig að meðaltali í Iceland Express- deildinni í þeim fjórum leikjum sem hann hefur leikið. Að auki hefur hann tekið tæplega 7 fráköst í leik. Það var skammt eftir af leik Þórs og Njarðvíkur á sunnudaginn er at- vikið átti sér stað en Óðinn var að leggja af stað í sókn er hásinin gaf sig. „Ég tók frákast undir eigin körfu og ætlaði að fara af stað með bolt- ann þegar ég heyrði smell og fannst eins og einhver hefði sparkað aftan í fótinn á mér. Sársaukinn var gríð- arlegur og ég vissi að eitthvað alvar- legt hefði gerst,“ sagði Óðinn við Morgunblaðið í gær. „Þetta eru að sjálfsögðu mikil vonbrigði enda í fyrsta sinn sem ég meiðist alvarlega á mínum ferli en ég ætla mér að koma sterkur til leiks á næstu leiktíð,“ bætti Óðinn við. Að sögn lækna verður Óðinn í allt að 6 mánuði að ná sér að fullu eftir þessi meiðsli en hann er í sér- stakri spelku á fætinum. „Mér er sagt að hásinin geti gróið saman án þess að ég fari í aðgerð og von- andi verður það raunin,“ sagði hinn 26 ára gamli miðherji og kenn- aranemi, Óðinn Ásgeirsson. Bandaríski leikmaðurinn Mario Myles meiddist einnig í leiknum og var hann fluttur á sjúkrahús í fyrri hálfleik en hann reyndist hafa farið úr tálið og verður hann frá keppni og æfingum í 10–14 daga. Einar Valbergsson, liðsstjóri Þórs, sagði í gær við Morgunblaðið að líklega myndi stjórn félagsins taka ákvörðun um að sækjast eftir liðsstyrk þar sem að brotthvarf Óð- ins væri liðinu mikið áfall enda lyk- ilmaður liðsins. Þórsarar hafa auga- stað á leikmönnum frá Evrópu en ólíklegt er að Marion Myles verði látinn fara frá liðinu þrátt fyrir breyttar aðstæður. Óðinn úr leik út tímabilið ÓÐINN Ásgeirsson, leikmaður úrvalsdeildarliðs Þórs frá Akureyri í körfuknattleik karla, sleit hásin í leik gegn Njarðvík á sunnudaginn og verður Óðinn ekkert með Þórsliðinu það sem eftir er keppnis- tímabilsins. Bandaríski leikmaðurinn Mario Myles sem leikur með Þórsurum meiddist einnig í leiknum og verður frá í 10–14 daga. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Óðinn Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.