Morgunblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI Gautur Arason, markvörður norska meistaraliðsins Vålerenga, fékk 5,31 að meðaltali í einkunn hjá norska dagblaðinu Verdens Gang í þeim 26 leikjum sem Árni lék og dugði það íslenska landsliðsmarkverðinum í 18. sæti. Alex Valencia leikmaður Start frá Kristiansand, sem varð í öðru sæti í deildinni, varð efstur með 5,73 að meðaltali en Start átti tvo efstu leikmennina en Bård Borgesen varð annar með 5,6 að meðaltali í einkunn. Stefán Gíslason, leikmaður Lyn, fær 4,84 í einkunn hjá VG og er í 60. sæti og Haraldur Freyr Guðmundsson hjá Aalesund er í 76. sæti með 4,68 að meðaltali. Jóhannes Harðarson úr Start er í 81. sæti með 4,65 að með- altali og Kristján Örn Sigurðsson úr Brann er í 135. sæti með 3,81 að með- altali en hann er neðstur þeirra leik- manna sem komust inn á lista VG en aðeins þeir sem léku 60% eða meira af leikjum síns liðs komust inn á aðallista VG. Alls komust 305 leikmenn við sögu í einkunnagjöf VG og er allur listinn er skoðaður er Kristján í 272. sæti á þeim lista. Hannes Þ. Sigurðsson, fyrrum leik- maður Viking frá Stafangri, og Ólafur Örn Bjarnason úr Brann komast ekki á aðallista VG en Ólafur fékk að með- altali 4,18 í einkunn í þeim 17 leikjum sem hann lék en hann meiddist á hné um mitt tímabil og fór í aðgerð í kjöl- farið. Hannes kom við sögu í 14 leikj- um hjá Viking og fékk að meðaltali 4,82 í einkunn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Árni Gautur Arason Árni Gautur í 18. sæti á lista Verdens Gang Í E-riðlinum er mikil spenna en þartrónar AC Milan í efsta sætinu með 5 stig, Fenerbache og PSV Eindhoven eru með 4 stig og Schalke 2. AC Milan sækir PSV heim í kvöld og í Þýskalandi eigast við Schalke og Fenerbache. Það verður líklega á brattann að sækja fyrir AC Milan því PSV er gríð- arlega erfitt heim að sækja og er tap- laust á heimavelli í Meistaradeildinni í síðustu 13 leikjum. Í fyrra hafði PSV betur, 3:1, í rimmu liðanna á heimavelli í undanúrslitum keppninnar. Hins veg- ar hefur Milan gengið vel á útivelli í Meistaradeildinni og aðeins tapað þremur af síðustu 14 leikjum sínum. Schalke verður að leggja Tyrkina að velli til að eygja möguleika á að komast áfram og ef tölfræðin er skoðuð ættu Þjóðverjarnir að eiga góða möguleika á sigri því Fenerbache hefur aðeins unnið einn af 17 útileikjum sínum í Meist- aradeildinni. Lyon dugar jafntefli gegn Olympia- kos í Grikklandi í kvöld til að bóka sæti sitt í 16 liða úrslitunum, að því gefnu að Real Madrid tapi ekki fyrir Rosenborg í Þrándheimi. Real Madrid er öruggt áfram í 16 liða úrslitin takist liðinu að leggja Rosenborg að velli ef Olympia- kos vinnur ekki Lyon. Lyon hefur skorað 35 mörk í 13 leikj- um í Meistaradeildinni og margir hafa spáð því að lærisveinar Gerard Houllier geti farið langt í keppninni í ár. Real Madrid hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö útileikjum sínum í Meist- aradeildinni en Rosenborg, sem tekur á móti stjörnuliði Real Madrid, hefur ekki unnið síðustu sjö heimaleiki sína. Evrópumeistarar Liverpool og Eng- landsmeistarar Chelsea standa vel að vígi í G-riðlinum og með sigri á and- stæðingum sínum í kvöld eru liðin örugg áfram í 16 liða úrslitin. Liverpool og Chelsea hafa bæði 7 stig, Real Betis Frank Lampard hefur fagnað mörgum mörkum með Chelsea í vetur. Hér f Lokaspretturinn í riðlakeppni Meistarad Chelsea og í 16 liða FJÓRÐA umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld með átta leikjum. Frönsku meistararnir í Lyon, spænsku ris- arnir í Real Madrid, Englandsmeistarar Chelsea og Evrópumeistarar Liv- erpool geta öll tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. Árni Gautur Ara-son, mark- vörður íslenska landsliðsins, leikur með Vålerenga og var þetta í fimmta sinn sem hann fagn- ar sigri í norsku deildinni en áður hafði Árni verið fjórum sinnum meistari með Ros- enborg. „Það er þannig með þjálfara að þeir ganga aldrei að neinu vísu, stundum er samningum þeirra sagt upp, önnur lið kaupa upp samninga þeirra og stundum eru þeir einfaldlega reknir,“ sagði Rekdal í gær við norska dagblaðið, Verdens Gang. Rekdal hefur hug á því að reyna fyrir sér erlendis sem þjálfari en hann lék lengi með Herthu Berlín í Þýskalandi í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég hef alltaf sagt að það væri stefn- an hjá mér að komast að hjá liði erlendis, en ég er aðeins 36 ára og þarf því að læra meira og fá meiri reynslu,“ sagði Rekdal en hann býst við einhverj- um breytingum á leikmannahópi liðsins. „Ég á ekki von á því að Stef- fen Iversen verði áfram hjá okkur, vonandi fær hann það sem hann ósk- aði eftir, 3–4 ára samning hjá góðu liði.“ Vålerenga notaði um 800 millj. kr. til þess að fá leikmenn í sínar raðir fyrir tímabilið og þar af kostaði Tore Andre Flo um 400 millj. kr. en hann var keyptur frá ítalska liðinu Siena. Flo kostaði meira en allt Start-liðið sem varð í öðru sæti í deildinni. Flo kostaði meira en allt Start-liðið KJETIL Rekdal, þjálfari norska knattspyrnuliðsins Vålerenga, sem fagnaði sigri í úrvalsdeildinni sl. laugardag segir að hann hafi ekki hugmynd um hvort hann verði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili en samningur hans við félagið rennur út í lok ársins 2006. Tore Andre Flo DÓMSTÓLL Körfuknattleiks- sambands Íslands hefur úr- skurðað að Skallagrímur hafi tapað 20:0 í leik gegn Njarðvík sem fram fór 13. október 2005 í Iceland Express deild karla. Njarðvíkingar unnu leikinn, sem var í fyrstu umferð deild- arinnar, 96:91 en ákváðu engu að síður að kæra Skallagríms- menn þar sem Dimitar Kaz- adzovski lék með liðinu án þess að hafa til þess leikheim- ild. Skallagrímsmenn eru ekki sáttir við að Kazadzovski skuli ekki hafa fengið leikheimild fyrr, en um einhvern misskiln- ing var að ræða milli forráða- manna félagsins og KKÍ og barst skrifstofu sambandsins ekki beiðni um leikheimild fyrr en seint og varð Kaz- adzovski ekki löglegur fyrr en á laugardaginn var. Keflvíkingar kærðu Skalla- grím einnig fyrir að nota Kaz- adzovski í leik liðanna þar sem það var ekki tækt til með- ferðar, en Keflvíkingum var gefinn þriggja daga frestur til að skjóta málinu aftur til dóm- stólsins. Leikur liðanna var í annarri umferð deildarinnar og hafði Keflavík betur, 105:96. Körfuknattleiksdeild Skallagríms var einnig gert að greiða 15.000 krónur í sekt til KKÍ. Njarðvík- ingum dæmdur 20:0-sigur KNATTSPYRNA England Manchester City - Aston Villa.................3:1 Darius Vassell 4., 25., Andy Cole 82. – Liam Ridgewell 64. - 42.069. Þýskaland Þessi lið mætast í 16 liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar: Frankfurt - Nürnberg, Bayern München - Hamburger SV, Biele- feld - Unterhaching, Freiburg -1860 Münc- hen, Hannover - Werder Bremen, St. Pauli - Hertha Berlín, Hansa Rostock - Offen- bach og Kaiserslautern - Mainz. KÖRFUKNATTLEIKUR Hópbílabikarkeppnin, 8 liða úrslit kvenna, fyrri leikur: ÍR - ÍS.....................................................37:86 ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Kennaraháskólin: ÍS – Reynir S. ..............19 Hópbílabikarkeppni kvenna, 8 liða úrslit, fyrrileikur: DHL-höllin: KR – UMFG ....................19.15 Í KVÖLD DOUG Ellis, aðaleigandi enska fé- lagsins Aston Villa, segist vera í við- ræðum um sölu á meirihlutaeign sinni. Hann segir samt að viðræð- urnar séu ekki langt á veg komnar en sér lítist vel á það sem komið sé. Tilboðið sem liggur á borðinu er frá Michael Neville, sem hefur alla tíð verið stuðningsmaður Villa. Tal- ið er að hann sé milliliður fyrir írsku bræðurna Luke og Brian Comer, sem eru viðskiptajöfrar á Írlandi og eigendur Comer Homes Group. Í yfirlýsingu frá stjórn Villa í gær segir að tilboð í félagið hafi borist en ekki hafi verið rætt við aðra en Neville um það og enn sé óljóst hvort viðkomandi aðilar hafi nægi- legt fjármagn til að standa við til- boðið. Samkvæmt fréttum í enskum miðlum í gær hljóðar tilboðið upp á 64,5 milljónir punda eða um 7 millj- arða króna. Þá er verið að tala um að kaupa 58% hlut Ellis og Jack Petchy, sem áður var stjórn- arformaður Watford. Ellis á 39% hlut og með aðgang að öðrum 12%. Ellis hafði sagst tilbúinn að selja sinn hlut á 64 milljónir punda og nú er komið tilboð sem er ríflega sú upphæð og vonast hinn 81 árs gamli stjórnarformaður eftir að fá um 20 milljónir punda í sinn hlut. Séu fréttir af þessu réttar er hug- mynd Comer-bræðra sú að Neville taki við sem stjórnarformaður en Ellis verði heiðursstjórnarformaður og eigi sæti í stjórn félagsins. Ellis, sem hefur verið stjórn- arformaður Villa síðan 1982, hafn- aði 47 milljón punda tilboði í félagið í júlí. Hann segir að peningar séu ekki endilega stærsta málið í sam- bandi við söluna, heldur vilji hann fyrst og fremst tryggja að fjárhagur félagsins sé tryggður til langs tíma litið. Viðræður um sölu á Aston Villa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.