Morgunblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 B 3 BALDUR Ingimar Aðalsteinsson knattspyrnumaður sem leikið hefur með Val undanfarin tvö ár heldur ut- an til Belgíu á morgun þar sem hann mun verða til skoðunar hjá belgíska 1. deildar liðinu FC Brüssels. Baldur mun dvelja við æfingar hjá liðinu í vikutíma og spila einn leik með liðinu. Fleiri félög hafa sýnt áhuga á að skoða Húsvíkinginn, þar á meðal belgíska 1. deildar liðið og hollenska liðið Willem og hyggjast útsendarar frá þessum félögum fylgjast með Baldri í leiknum með Brüssels sem er í níunda sæti í belgísku 1. deildinni. Baldur, sem tryggði Val sigurinn á Fram í bikarúrslitaleiknum í haust með því að skora eina mark leiksins, fékk sig nýlega lausan undan samn- ingi við Val sem hann var samnings- bundinn til loka árs 2006. ,,Ég ætla að freista þess að reyna að komast á samning erlendis og því tók ég þá ákvörðun að fá mig lausan undan samningnum við Val. Ég mun byrja á því að fara til FC Brüssels og síðan kemur bara í ljós hvert fram- haldið verður,“ sagði Baldur Ingimar við Morgunblaðið í gær. Baldur, sem er sem er 25 ára gamall og hefur tví- vegis leikið með íslenska A-landslið- inu, er uppalinn Húsvíkingur og hóf feril sinn í meistaraflokki með Völsungi. Þaðan lá leiðin til ÍA og síðan í Val. FC Brüssels og Willem skoða Baldur Ingimar Baldur Ingimar Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is  STEFÁN Gíslason, landsliðsmað- ur í knattspyrnu og leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Lyn, var útnefndur besti leikmaðurinn í loka- umferð norsku úrvalsdeildarinnar af norska netmiðlinum Nettavisen. Stefán þótti bera af öllum á vellinum þegar Lyn burstaði Bodö/Glimt, 6:0. Hann fékk 8 í einkunn fyrir frammi- stöðu sína og var eini leikmaðurinn sem fékk þá einkunn af öllum leik- mönnum sem komu við sögu í loka- umferðinni. Stefán var að sjálfsögðu valinn í lið umferðarinnar hjá Nettavisen.  „ÞETTA var draumadráttur fyrir okkur,“ sagði Felix Magath, þjálfari bikarmeistara Bayern München og fyrrverandi leikmaður með Ham- burgr SV, þegar ljóst var að Bayern myndi leika heima gegn Hamburger í 16 liða úrslitum þýsku bikarkeppn- innar. „Þetta er góð jólagjöf fyrir stuðningsmenn okkar,“ sagði Mag- ath, en leikurinn fer fram 21. eða 22. desember.  WOFGANG Wolf, þjálfari Nürn- berg, var látinn taka poka sinn í gær – eftir að liðið tapaði stórt fyrir Mainz í þýsku 1. deildarkeppninni á sunnudag.  JEAN Tigana, fyrrum landsliðs- maður Frakka í knattspyrnu, var í gær ráðinn nýr þjálfari tyrkneska liðsins Besiktas. Tigana var knatt- spyrnustjóri Fulham í þrjú ár og stýrði liðinu upp í úrvalsdeildina en hætti störfum hjá félaginu fyrir tveimur árum. Tigana tekur við starfinu af Riza Calimbay sem tók við þegar Spánverjanum Vicente de Bosque, fyrrv. þjálfari Real Madrid.  BESIKTAS er eitt af þremur stærstu félögunum í Tyrklandi og varð Eyjólfur Sverrisson, nýskipað- ur landsliðsþjálfari, meistari með því fyrir allmörgum árum. Liðinu hefur ekki gengið sem skyldi á yfirstand- andi leiktíð en liðið er í sjöunda sæti eftir tíu umferðir.  IVAN Campo, hinn hárprúði varn- armaður Bolton, leyfir ekki hverjum sem er að klippa sig. Hann treystir greinilega ekki hárskerum í Bolton og fer þriðju hverja viku til Spánar og lætur klippa sig þar. Á vefsíðu Eurosport er reiknað út hvað þetta kostar kappann að láta snyrta á sér hárið. Munurinn á að fara á fínustu stofuna í Bolton og að fljúga til Spánar í klippingu er um 80.000 krónur.  JAVIER Clemente tók í gær við starfi þjálfara hjá Athletic Bilbao á Spáni þriðja sinn. Jose Luis Mend- ilibar var rekinn frá félaginu í gær enda hefur hvorki gengið né rekið hjá því og Bilbao er neðst í spænsku úrvalsdeildinni. Clemente, 55 ára, var landsliðsþjálfari Spánar 1992 til 1998. Hann hefur tvívegis verið við stjórnvölinn hjá Bilbao og gerði fé- lagið að meisturum vorið 1984. FÓLK Keppendur frá Austur-Þýska-landi settu 105 heimsmet á sín- um tíma, 5 Evrópumet og 16 heims- met í ýmsum aldursflokkum. Í dag standa enn fjögur heimsmet sem sett voru af keppendum frá A-Þýskalandi, Jürgen Schult á heimsmet í kringlukasti karla frá árinu 1986, og í kvennaflokki í sömu grein á Gabriele Reinsch met frá árinu 1988. Marita Koch á enn heimsmet í 400 metra hlaupi kvenna og kvennasveit A-Þýskalands á enn heimsmetið í 4x100 metra boðhlaupi. Hansen segir að þessi met séu dapurlegir minnisvarðar um að eitt- hvað óhreint hafi verið í pokahorni A-Þjóðverja á þessum tíma og legg- ur Hansen til að IAAF, Alþjóðalega frjálsíþróttasambandið, geri hreint fyrir sínum dyrum með róttækum aðgerðum. „Fyrir tveimur árum sagði ég á þingi IAAF að það væri nauðsynlegt að gera upp gamlar sakir og of flókið væri að fara í gegnum öll mót frá fyrri árum og dæma íþróttafólk úr leik á gögnum sem eru til staðar frá A-Þýskalandi. Málið er mun flókn- ara og mun fleiri þjóðir liggja undir grun um að hafa notfært sér slakt lyfjaeftirlit á árum áður og hvatt sína keppendur til þess að nota ólögleg lyf. Ég legg til að IAAF taki þá ákvörðun að árið 2010 verði nýtt upphaf í sögu frjálsíþrótta og öll heims – og Evrópumet verði þurrk- uð út í lok ársins 2009. Með þeim hætti geta keppendur í frjálsíþrótt- um barist um ný met á jafnréttis- grundvelli þar sem að lyfjaeftirlit er mun betra í dag en var á árum áður, segir Hansen og bætir því við að taka eigi sýni úr öllum keppendum á stórmótum og þau eigi að geyma í 5– 10 ár. „Það á að vera hægt að skoða sýnin löngu eftir að mótunum er lok- ið og sjá þar með hvort ný tækni á hverjum tíma komi upp um svindl á þessu sviði,“ segir Hansen. Formaður norska frjálsíþróttasam- bandsins vill þurrka út öll Evrópu- og heimsmet árið 2010 Dapurleg- ir minnis- varðar SVEIN Arne Hansen, formaður norska frjálsþíþróttasambandsins, segir í viðtali við dagblaðið Aftenposten í heimalandi sínu að á næstu misserum muni koma í ljós hve umfangsmikil lyfjamisnotkun átti sér stað á meðal keppenda frá Austur-Þýskalandi, DDR, á sínum tíma. Hansen segir að hann hafi fengið upplýsingar frá aðilum sem hafi far- ið í gegnum leyniskjöl frá STASI, sem var leyniþjónusta landsins á dögum kalda stríðsins, og í þeim skjölum komi fram að íþrótta- yfirvöld í Austur-Þýskalandi hafi beitt öllum brögðum til þess að keppendur frá þeirra landi gæti sigrað og sett met í frjálsíþróttum. SÆNSKA karlalandsliðið í hand- knattleik er greinilega að rísa upp úr öskustónni og eftir sigur í risabikarkeppninni, Super-Cup, í Þýskalandi um helgina sér þjálf- ari Svía, Ingimar Linéll, fram á bjarta tíma. Hann er að móta nýtt lið sem hann segir verða tilbúið að mæta þeim bestu á HM í Þýskalandi á næsta ári. Ný kynslóð er tekin við for- ystuhlutverkum í liði Svía þó svo að gamlir refir séu enn til staðar eins og markvörðurinn Thomas Svensson, miðjumaðurinn knái Ljubomir Vrjanjes og stór- skyttan Stefan Lövgren. Hinir ungu, Kim Andersson, leikmaður Kiel í Þýskalandi, og Jonas Lar- holm fóru mikinn með liði Svía á mótinu en Larholm, sem leikur með Sävehof, er mjög eftirsóttur af liðum á Spáni og Þýskalandi. Svíar margaldir heims- og Evrópumeistarar, máttu sætta sig við að hafna í 11. sæti á heimsmeistaramótinu í Túnis í byrjun árs og í sumar töpuðu þeir í einvígi gegn Pólverjum um sæti í úrslitakeppni EM. ,,Ég held að við séum komnir til baka og getum farið að bera okkur saman við þá bestu á ný,“ segir Linell. Svíar þurfa að fara í undankeppni á leið sinni til að komast á HM í Þýskalandi á næsta ári og eru í riðli með Hvít- Rússum, Tyrkjum og Belgum. Svíar að vakna til lífsins 3 en Anderlecht er án stiga. Liverpool fær Anderlecht í heimsókn á Anfield og Chelsea sækir Real Betis heim til Spán- ar en Englandsmeistarar unnu stórsig- ur, 4:0, á Real Betis á Stamford í síð- asta mánuði. Mourinho fór með 22 leikmenn ,,Við erum ekki búnir að gefast upp og við stefnum að því að leggja Chelsea að velli. Það verður gríðarlega erfitt enda er Chelsea með feiknalega gott lið,“ segir Lorenzo Serra Ferrer, þjálf- ari Real Betis. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, fór með 22 leikmenn til Spán- ar. Í þeim hópi var Eiður Smári Guð- johnsen og Damien Duff, sem ekkert hefur leikið síðan Chelsea lagði Liver- pool í úrvalsdeildinni 2. október vegna meiðsla. Hins vegar er Argentínumað- urinn Hernan Crespo ekki í hópnum vegna meiðsla né bakvörðurinn Glenn Johnson. Tíu tapleikir í röð hjá Anderlect Rafel Benítez, knattspyrnustjóri Liv- erpool , er bjartsýnn á að hans menn sigri Anderlecht og komist í 16 liða úr- slitin. Anderlecht hefur tapað tíu leikj- um í röð í Meistaradeildinni og hefur enn ekki tekist að skora í keppninni í ár. ,,Við gerðum vel þegar við lögðum Anderlecht í Brüssel og einhvern veg- inn hefur liðið náð betur saman í Meist- aradeildinni en í deildinni. Þó svo að úr- valsdeildin sé í okkar augum mikilvægari en Meistaradeildin þá stefnum við að því að komast alla leið og upplifa sömu stemningu og á síðustu leiktíð,“ segir Benítez. Leikið fyrir luktum dyrum Í H-riðlinum er allt opið upp á gátt. Inter er efst með 6 stig, Artmedia og Rangers eru með 4 og Porto 3. Skot- landsmeistarar Rangers mæta Art- media á útivelli í Slóvakíu í kvöld og á San Síró í Mílanó leiða Inter og Porto saman hesta sína. Þar verða engir áhorfendur en eftir ólæti áhorfenda á leik Mílanóliðanna Inter og AC Milan í 8 liða úrslitunum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð var Inter dæmt til að spila fjóra leiki fyrir luktum dyrum. Reuters fagnar hann einu þeirra ásamt Didier Drogba og Eiði Smára Guðjohnsen. deildar Evrópu í knattspyrnu að hefjast g Liverpool úrslitin? ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.