Morgunblaðið - 01.11.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 01.11.2005, Síða 4
 JAKOB Sigurðsson, körfuknatt- leiksmaður hjá Bayern Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni, gerði 10 stig fyrir lið sitt þegar það tapaði á heimavelli fyrir Karlsruhe 89:92.  LOGI Gunnarsson, sem leikur með Bayreuth í 2. deild suður í Þýskalandi, gerði 18 stig fyrir liðið sem vann Breitengüssbach 93:75.  NORÐMAÐURINN Ståle Sol- bakken hefur verið ráðinn sem þjálf- ari danska úrvalsdeildarliðsins FC Kaupmannahöfn og tekur hann við af Hans Backe um næstu áramót. Solbakken sem er 37 ára gamall lék á sínum tíma með liðinu en varð að hætta sem atvinnumaður árið 2001 vegna hjartagalla. Solbakken hefur þjálfað norska liðið Ham/Kam frá árinu 2002 en liðið hélt sæti sínu í norsku úrvalsdeildinni í ár.  FORSVARSMENN þýska knatt- spyrnuliðsins Schalke boðuðu leik- menn liðsins á fund með stjórn og þjálfara liðsins eftir 1:0 tap liðsins gegn Hamburger SV í deildinni um helgina en þetta var annar tapleikur liðsins í röð en Frankfurt gjörsigraði Schalke, 6:0, í þýsku bikarkeppninni í liðinni viku. Fundurinn stóð yfir í 3 tíma en Schalke er nú 10 stigum á eftir Bayern München sem er í efsta sæti deildarinn og mæti Schalke tyrkneska liðinu Fenerbache í Meistaradeild Evrópu í þessari viku.  FORRÁÐAMENN spænska knatt- spyrnu liðsins Athletic Bilbao hafa sagt Jose Luis Mendilibar, þjálfara liðsins, upp störfum og ráðið Javier Clemente, fyrrverandi landsliðs- þjálfara Spánar, í hans stað. Liðið er í neðsta sæti spænsku deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið einn leik af 10 til þessa í deildarkeppninni.  BANDARÍSKI kylfingurinn Casey Martin sem er 33 ára gamall segir að hann sé hættur að eltast við atvinnu- mennskuna eftir að hann komst ekki í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir PGA-mótaröðina. Martin var mikið í fréttum fyrir nokkrum miss- erum er hann fór í mál við PGA- mótaröðina þar sem honum var meinað að nota golfbifreið í keppn- um á þeirra vegum en Martin er með sjúkdóm sem gerir það að verkum að blóðrásarkerfið í öðrum fæti hans virkar ekki sem skyldi.  HANN á því erfitt með gang og þreytist fljótt en forsvarsmenn PGA vildu ekki veita honum undanþágu í keppnum á sínum vegum. Martin lék á PGA-mótaröðinni árið 2000 og náði hann 23. sæti á einu móti sem var hans besti árangur. Í 29 mótum á því tímabili náði hann aðeins að „öngla saman“ 8,7 millj. kr. en það dugði ekki til þess að hann fengi áfram- haldandi keppnisrétt á mótaröðinni. FÓLK Þetta gæti orðið góð skemmtisagaog ég hef ekkert á móti konum sem hafa það að atvinnu að leika golf, en það sem er að gerast er í raun og veru farsakennt,“ sagði Van de Velde áður en keppni hófst á lokamóti Evrópumótaraðarinnar á Valderama- vellinum á Spáni. „Það er mitt mat að það eigi að draga mörkin með skýrum hætti. Ef konur geta tekið þátt á karlamótaröð- inni þá eigum við að geta tekið þátt á kvennamótaröðinni. Ég ætla mér að sækja um þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu fyrir konur en til þess þarf ég að fara í gegnum úrtöku- mót á þeirra vegum. Ef ég fæ leyfi til þess að taka þátt þá mun ég raka hár- in af fótleggjunum á mér og leika í Skotapilsi. Ég skil bara ekki hvað er í gangi þegar konur fá tækifæri á karlamótum og ég mun fara eins langt með málið og ég get ef ég fæ ekki svör vegna umsóknar minnar um Opna breska meistaramótið í kvenna- flokki. Ég er að vekja athygli á þessu máli og er ekki að taka afstöðu í bar- áttu kvenna fyrir jafnrétti. Það skipt- ir meira máli að þeir sem stjórna at- vinnumótaröðum víðsvegar um heim komi sér saman um reglur hvað varð- ar langa púttera og kanni hvort kylfur sem kylfingar nota á mótum séu inn- an þeirra marka sem reglugerðir kveða á um,“ segir franski kylfingur- inn en hann vakti heimsathygli árið 1999 á Opna breska meistaramótinu á Carnoustie vellinum þar sem hann missti niður þriggja högga forskot á lokaholunni og tapaði síðan í bráða- bana gegn Paul Lawrie. Opna breska meistaramótið í kvennaflokki fer fram á Royal Lytham-vellinum 3.–6. ágúst á næsta ári og er í umsjón breska kvennagolf- sambandsins. Í reglugerð um mótið kemur fram að aðeins konur geti tek- ið þátt í því og ef grunur leiki á um að keppandi sé ekki af réttu kyni verði sá að sanna kynferði sitt með því að gangast undir skoðun hjá lækni. „Það er ekki hægt að breyta regl- unum aðeins með þeim hætti að þær virki í aðra áttina. Ég var nálægt því að sigra á Opna breska meistara- mótinu og í keppni gegn konum þá tel ég mig eiga góða möguleika þar sem að teighöggin hjá körlum eru lengri en hjá konum. Það er kannski tími til komin að keppt verði í opnum flokki í frjálsíþróttum, í 100 metra hlaupi eða að Mike Tyson fari í hnefaleika gegn konu,“ bætti hann við en van de Velde er afar ósáttur við að fimm efstu kylf- ingar á stórmótunum fjórum á ári hverju í kvennaflokki fái tækifæri til þess að taka þátt á úrtökumótum fyr- ir Opna breska meistaramótið. „Ég er alls ekki að gera lítið úr kylfingum á borð við Anniku Sören- stam eða Michelle Wie. Ég tel einfald- lega ekki rétt að konum sé boðið að taka þátt í karlamótum.“ Franski kylfingurinn Jean van de Velde segir að hann ætli sér að taka þátt á Opna breska meistaramótinu fyrir konur „Í Skota- pilsi og rakaðir fætur“ FRANSKI kylfingurinn Jean van de Velde segir að hann ætli sér að taka þátt á Opna breska meistaramótinu fyrir konur og mótmæla með þeim hætti að konum sé leyft að taka þátt í mótum á karlamótaröðunum í Evrópu og Bandaríkjunum. Reuters Jean van de Velde vakti mikla athygli, þegar hann reyndi að slá kúlu sína upp úr vatni á Opna breska meistaramótinu 1999. KYLFINGURINN Sean Fister sló lengsta upphafshöggið á heimsmeistaramóti þar sem keppt var um hvaða kylfingur gat slegið lengst allra í upphafs- höggi. Fister náði að láta boltann enda í 345,5 metra fjarlægð frá sér eftir höggið og fékk hann rúmlega 6 millj. kr. í sinn hlut. Annar varð Danny Luirette en hann náði 338 metra löngu höggi. Í kvennaflokki sigraði Stacey Shinnick með 285 metra löngu höggi og í keppni eldri kylfinga sigraði Gerry James en hann náði að slá boltann 334,5 metra. Í elsta keppnisflokknum sigraði Steve Griffith en með 292,5 metra löngu höggi. Í keppninni nota kylfingar mjög sérhæfðar kylfur, drævera, sem eru með lengra skafti en venjulegar kylfur og oftar en ekki er fláinn eða hallinn á kylfu- hausnum 4–6 gráður, en á venju- legum dræverum er fláinn eða hallinn á bilinu 8,5–11,5 gráður. Lengsta högg sem mælst hefur hjá Fister er 405 metrar og var hann því nokkuð langt frá sínu besta. Fister er högglengstur ins. Hann hefur aðeins einu sinni sigrað á Evrópumótaröðinni, árið 2002, í Portúgal en á því móti gátu keppendur aðeins leikið 36 holur vegna votviðris. Pettersson, sem er 28 ára, er þriðji sænski kylfingurinn sem sigrar á PGA-mótaröðinn en Jesp- er Parnevik og Gabriel Hjertstedt hafa einnig sigrað. Parnevik hefur reyndar ekki sigrað frá árinu 2001. Hidemichi Tanaka frá Japan varð þriðji ásamt Bandaríkjamönn- unum Stewart Cink, Bo Van Pelt, Tag Ridings, Tim Herron, Tom Pernice og Steve Lowery. Sá síð- astnefndi var í efsta sæti mótsins fyrstu þrjá keppnisdagana en hann lék á 75 höggum á lokadeginum og átti því ekki möguleika á sigri. SÆNSKI kylfingurinn Carl Pett- ersson sigraði með minnsta mun á Chrysler-mótinu í golfi á PGA- mótaröðinni á sunnudagskvöld er hann lék lokahringinn á pari vall- ar, 71 höggi, en þetta er í fyrsta sinn sem Pettersson sigrar á PGA- mótaröðinni. Hann lauk keppni á 9 höggum undir pari og var einu höggi betri en Bandaríkjamað- urinn Chad Campbell sem var á 8 höggum undir pari vallar. Besti ár- angur Pettersson fyrir mótið var 2. sætið á Buick-mótinu árið 2003. „Mér líður stórkostlega en ég er varla búinn að átta mig á hlut- unum. Þetta er ótrúlegt, mjög sér- stakur dagur, ég er hræðrur og veit varla hvað ég á að segja,“ sagði Pettersson eftir að hann hafði fengið afhent verðlaun móts- Loks fagnaði Pettersson Reuters Carl Pettersson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.