Tíminn - 01.04.1970, Qupperneq 8

Tíminn - 01.04.1970, Qupperneq 8
 TIMINN ---------- MIÐVIKUDAGUR 1. aprfl 1970. 99 Heíma gerist slíkt aðeins á gamlárskvöld4 i Sumir vinir hennar hér á landi kalla hana Úu. En þótt hún sé ef til vill svo- iiriS dularfull eins og Úa S Kristnihaldi undir Jökli, virðast þær ekki eiga margt sameiginlegt- Þessi Úa, sem heitir réttilega Úrsúla Baum Hansen, er mjög elskuleg og glaðlynd, og virðist við fyrstu kynni eiga til lítið af dyntum nöfnu sinnar. Úa hefur fengið ást á íslandi og hef- ur komið hér fimm eða sex sinnum til lengri eða skemmri dvalar. Hún hef- ur ferðazt um landið og sungið vinsæla tónlist. Nú býr hún á Hótel Loftleið- um og þýðir smásögur og annað efni í dönsk viku- blöð og rómana fyrir ýmis útgáfufyrirtæki í Kaup- mannahöfn. Við hittum Úu að máli í rúmgóðu og vist- legu hótelherbergi hennar og spurðum hana að henn- ar högum. í eimu horninu stendur rifvélin á borði og verkefni liggja hjá. Úa hefur starfað sem sjálf- stæður þýðandi „,free lance“, í 11 ár. Aður var hún ritstjórn arfulltrúi hjá blöðunum Tem- pó og Flittige hænder, vann þar að þýðingum, sá um bréfa- dálka o.sv.frv. Hún er fædd í Berlín, en flutti í stríðsbyrj un tii Danmerkur. Hún er jafnvíg að þýða úr frönsku, þýzku, ensku og sænsku. Úrsúla vinnur venjulega 3— 4 tíma á dag en einbeitir sér mjög að starfinu á meðan. A3 sjálfsögðu getur hún unnið, þegar hún vill, og tekið frí ef henni sýnist. Hún vinnur alveg eins um helgar og aðra daga, ef svo ber undir. Eins og að vinna í happdrættinu — Núna er ég að þýða skáldsögu, sem verður 105 síð- ur lítið eitt stytt úr frummál- inu. Fyrir hana fæ ég 850 danskar 'krónur (tæpar 10.000 ísl. kr.) og ég er 8—9 daga að þýða hana með undirbún ingsvinnu. En það er eins og að vinna í happdrættinu, þeg- ar ég fæ svona bunka, segir Ua, og hampar um 20 blöðum af myndasögu, sem ber nafnið Bamse og birtist í Sþndags BT. Fyrir hvert lítið blað, eða þá stærð sem kemur í hverju blaði, fær hún 31 d. kr. (364,00 kr.), en er aðeins 10—15 mín- útur að þýða það. Auk S0n- dags BT þýðir Úa m.s. fyrir Tempo og fréttastofuna PIB, sem annast dreifingu blaða efnis. — Mér finnst skemmtileg ast a<5 þýða myndasögur, seg- ir Úa. Þær eru venjulega á talmáli, sem auðvelt er að koma á eðlilega dönsku. Sumar skáldsögur geta hins vegar verið erfiðar, ef þær fjalla m.a. um manni fjarlæg efni, eins og t.d. klæðaburð austurlenzkra kvenna, hallir og þess háttar. — Stundum eru þetta góðar sögur, segir Úa, þegar ég spyr hana hvort henni finnist ekki 'stundum ergilegt og þreytandi að þýða þessa „eldhúsreyfara". —• Þetta er auðvitað hvorki Rifbjerg né Hemingway, segir hún kímileit. — En oft er í sögunum heilmikið af heil- brigðri skynsemi, og þær greina frá mannlegum hugsun um, tilfinningum og viðbrögð- um. Sumar eru afar spennandi. — „Fyrir kemur, að ég hugsa: Óttalegt rusl er þetta og verð að bíta á jaxlinn til að geta háldið áfram. Þú spyrð hvort mér finnist ekki stundum mið- ur að leggja hönd á plóginn við útgáfu lesefnis sem er for- heimskandi. Ja, ég held það sé eins með mig og leikara, sem taka hlutverk í lélegum kvikmyndum. Maður hugsar. ég þarf að borga skatta, húsa leigu og þar fram eftir götun- um. En þó kemur fyrir áð ég endursendi handrit, ef mér finnst þau of leiðinleg og vit- laus. — Ég veit að þýðingar eru Bifreiðaeigendur ATHUGlÐ Nú er rétti tíminn til að panta tíma og láta þétta rúður og hurðir. 1. fl. efni og vönduð vinna. Upplýsingar í síma 51383, eftir kl. 7 á kvöldin og um helgar. illa launað starf á íslandi, en eins og þú sérð er þessu öfugt farið heima. Það er mikilvægt að þetta starf geri mér kleift að ferðast, ekki sízt dvelja hér Ég er einnig sjálfs mín herra og get sofið fram eftir á morgnana, ef mér sýnist. Þýð- ingar eru öruggt starf, sem maður fær strax greitt fyrir. Starf söngkonu er ekki eins hagstætt að þessu leyti. En þó langar mig til að byrja aftur að syngja. Það er synd að hætta alveg við svo hugfólgið viðfangsefni. Lærði söng hjá Stefáni íslandi — Hér á landi söng ég vegum Péturs Péturssonar, bæði á Akureyri, ísafirði, Nes- kaupstað og víðar. Ég var eitt sinn nemandi hjá Stefáni íslandi og einnig Edit Oldrup, óperusöngkonu. Um tíma söng ég í kór leik húsanna, Det ny teater og Ny skala og kom fram sem ein- söngvari við guðsþjónustur hjá Finn Videró í Trinitatis kirkju í Kaupmannahöfn. Einnig hef ég sungið á veitingastöðum og með danshljómsveitum. Ég met kirkjutónlist mest sígildra verka, einkum Bach. Af léttmeti hef ég mest dá læti á góðum gömlum amerísk um lögum, „Evergreens", og lögum úr söngleikjum svo sem ikvikmyndinni „Sound og Muc- ic“ og fleiri. —í fyrsta sinn, sem ég kom hingað til íslands, var ég i hópferð erlendra „túrista“, Landið hreif mig þegar í stað mjög. Hér í Reykjavík er t.d. hægt áð njóta borgarlífs en einnig gæða frjálsrar náttúru. Öll þessi sól, himinn og fjöll eru dýrleg. — Ég hef eignast hér góða vini, og þeir laða mig að, seg ir Úa glaðlega, enda kem ég aftur og aftur. — íslendingar eru svo óþvingaðir og fullir af lífsfjöri. Glaðværðin og „stemningin“, sem ríkir á veit ingahúsunum, t.d. Hótel Sö"u og Loftleiðum, á föstudags- og laugardagskvöldum er alveg sérstök. Heima þekkist slíkur gáski aðeins á gamlárskvöld. Þið kunnið að sikemmta ykk ur, en talið og hugsið um mál efni, sem einhverju skipta. ís- lendingar eru svo fullir af í myndunarafli. Mér finnst svo gam^n, að hér vitna menn oft í kvæði, þegar verið að gera sér glaðan dag. Þjóðin er al mennt gædd því sem ég mundl helzt nefna „músíkalskt“ skap- lyndi. Svo eru íslendingar hjátrúar fullir, það er skemmtilegt. Hugsaðu þér, ég var í heim sókn hjá vinum mínum um daginn og þá allt í einu tók einn af skarið og allur hóp- urinn fór til spákonu kl. 11 að kvöldi í rigningu og versta veðri. Ég tel ekki rétt að tala um þjóðir, sem eina heild, hváð þessa eiginleika varðar, vitan lega er fól'k misjafnt. En mér finnst landar mínir nokkuð takmarkaðir, þeir vilja láta sér líða vel og eru dálítið hrædd- ir að tala saman um mikilvæg á miál. — Þegar ég sit á veitinga húsi í Danmörku þá segi ég oft við þá, sem með mér eru, „þið ættuð að koma á veitinga húsin á íslandi og kynnast líf- inu þar“. Ég er raunar eins konar einkamenningarfull trúi fyrir fsland, þegar ég er heima. Ég er alltaf að segja frá. Mig langar til að skrifa greinar um ísland, ef mér gefst tóm til. Ua verður hér að þessu sinni fram 1 apríllok. En í maí hitt- ist fjölskyldan í Berlín á af mæli föðurbróður hennar. Ætt ingjarnir koma víða að, móðir hennar er kjötútflytjandi í Kaupmannahöfn, aðrir koma frá Tel Aviv og París. Tveir frændur hennar starfa við kvik- myndagerð í París, annast út vegun alls, sem til kvikmynda þarf þar, allt frá leikurum, til byggingarefnis og frumskóga- dýra. Annar beirra sá t.d. um slíkar útréttingar vegna frönsku myndarinnar Belle de jour, sem hér hefur verið sýnd. Það er sem sé alþjóðlegur blær yfir fjölskyldunni. Tungumála kunnáttu sína á Úa líka ekki sízt að þakka ferðalögum í æsku, en faðir hennar var út- flytjandi og verzlunarmaður. Út um herbergisgluggann a Hótel Loftleiðum er gott út- sýni, sjór og haí blasa við handan flugbrautanna og við horfum á síðustu geisla sólar þessa dags. Ég spyr hvort Úa hafi ekki séð sólmyrkvann vei héðan um daginn. En hún var þá ekki heima. — Ég var sjá'.í formyrkvuð. og missti af þessu, ég var reið við mann segir Úa, en úr svipnuin má lesa að hún er það ekki long- ur. Ef til vill er það einhver sérstakur, sem veldur því að Úa sér land okkar og Þjóð í svo fögru ljósi. SJ. FERMINGAUR Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag Mvada ©niii JUpina. OMEGA PIEHPOnT Magnús E. Baldvinsson Laugavcgi 12 * Simi 22804 fe Véiritunar- og hraðritunarskóli Notið frístundirnar: Vélritun — blindskrift, uppsetning og frágangur verzlunarbVéfa, samninga o. fl. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og innritun í síma 21768. HILDIGUNNUR EGGERTSDÓTTIR — Stórholti 27 —SÍMI 21768 Ursula Baum Hansen: „Þýðingastarfið gerir mér kleift að koma til íslands, ferðast og sofa út á morgnana." Mynd SJ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.