Tíminn - 01.04.1970, Page 14

Tíminn - 01.04.1970, Page 14
14 TÍMINN Innbrot og stys Eramhald af bls. 1 braut. Þar var bíl okið á IJösa- staur og slasaðist ö'kumaður tals- vert. í kvöl’d um kl. sjö rákust bílar samau á Nóatúni, og slas- fet ökumaður annars alvarlega. Einhver tíma yfir páskana, var hrotdzt inn í skartgripaverzlun Kornilíusar á Skólavörðustíg. Var stoldð þar nokkrum úrum, bæði úr verzluninni og á skrifstofu. Þá var farið inn á gullsmíðaverkslæði sem er á hæðinni yfir verzluninni. Ekki var hægt að sjá að neinu hafi verið stolið þar. Brotizt var inn í leikfangverzlun nok'kuð ofar við Skólavörðustíginn. Var rofi'5 gat á húsvegginn og farið þar inn. Stolið var 500 krónum úr peninga- kassa. Víðar var brotizt inn, en fengur ekki mikill. Aðfaranótt skírdags kom upp eldur í húsinu nr. 74 við Hverfis- igötu, Var eldur í herbergi ein- hleyps manns, og lá hann sof- andi í rúmi sínu þegar lögreglan kom á vettvang. Brutust lögreglu- þjónar inn til mannsins og náðu honum út og jafnaði hann sig fljót lega. Eldurinn var slökktur áður en hann náði að breiðast út um húsið. — PÓSTSENDUM — Á laugardag slasaðist maður, er fhann féll í lest í Hofsjökli. Féll ;maðurinn ofan um lestarop á neðra dekki, en þar var myrkt, og sá maðurinn ekki að lestin var opin. Tveir menn urðu varir við þegar maðurinn féll niður, hlupu þeir til og féll annar þessarra manna einnig niður í lestina. Fallið er um 5 metrar. Sá maðurinn sem fyrr féll, slasaðist talsvert og ligg ur á sjúkrahúsi, en sá sem síðar féll niður í lestina slasaðist lítils- háttar. Hungurvaka Franhald af bls. 2. færi til að starfa að framkvæimd íslenzkra verkefna meðal fátæku þj'óðanna. 4. Að allt verði gert, sem unnt er, til að tryggja, að öll veitt að- stoð komi að tilœtluðum notum, en lendi ekki í höndum óhlutvandr ar yfirstéttar. 5. Að hætt verði rányrkju þeirra náltúruauðlinda, sem eru undirstaða matvælaöflunar og nú viðgengst, m.a. í fisfcveiðum ís- lendinga, enda geti framlhald á henni orðið til þess að ógerningur verði að vinna bug á hungri í Iheiminum. Jafnframt beri að stuðla að beztri nýtingu slíkra hrá efna til manneldis. Þátttakendur hungurvökunnar vefcja að lokum athygli á því, >að vestrænar þjóðir eiga í ýmsum greinum sök á skorti fátæku þjóð anna með margra alda arðráni og leggja áherzlu á, að því verði hætt, 'annars muni aldrei takast að vinna bug á fátækt þessar.a þj'óða." Útför eiginmanns mms, föSur, tengdaföður og afa okkar, Þorsteins Árnasonar, vélstjóra, Túngötu 43, fer fram frá Dómkirkiunni í Reykjavík, í dag 1. april kl. 3 e. h. Blóm eru afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna, er vin- samlegast bent á líknarstofnanir. Ásta Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Faðir minn, afi okkar og bróðir Baldvin Bjarnarson, málari andaðist aðfaranótt laugardagsins 28. marz. Steinunn Bjarnarson og dætur Björn Bjarnarson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eigin- manns míns, Jóns Elíassonar frá Vaðli. F. h. móður og barnanna, Sigríður Þorgrímsdóttir. j Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og iarðarför, Björns Kolbeinssonar, sem lézt 12. marz s. 1. Fjölskylda hins Iátr*a. Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma, Ósk Kristjánsdóttir, Öldu, Blesugróf, lézt að Vífilsstöðum 28 marz. Jarðarförin fer fram frá Possvogs- kirkju, föstudaginn 3. apríl kl. 1.30 Gunnar Einarsson, Kristján Steinar Kristjánsson, Björg Sigurvinsdóttir og börn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, afa og tengdaföður, Jóhanns Sigurðssonar, Úlfsstöðum. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, börn, barnabörn og tengdabörn. Hafísinn Framhald af' bls. 16 mjög saltur sjór á yfirborði liafsins hefur sokklð og heitari sjór og saltminui flotið upp. Líklegt er að haldi ísinn áfram að bráðna geti það haft áhrif á veðráttu hér á landi næsta ár, þannig að veður verði mildara og að minni hætta verður á að ís verði landfastur við ísland. Flóinn sem my-ndazt hefur í ísinn kom fram á myndum sem teknar voru úr gerfihnetti og eins hafa brezkir ískönnuðir komizt að sömu niðurstöðu. ís- inn sem er að bráðna er allt ís sem myndazt hefur á hafínu á á þessum vetri. Er hann allt að 2ja metra þykkur. ísbrúnin er nú komin að skilum eldri og þykkarri íss sem bráðnar mun seinna en nýrri ís. Yfirborðssjórinn á íshafinu er mun saltari en á meira dýpi. Stafar það af því, að þegar sjórinn frýs skilar ísi-nn tals- verðu af saltinu í sjóinn aftur. Þegar svo þessi salti yfirborðs sjór kólnar míkið sekkur hann en heitari sjór stígur úr djúp- inu upp á yfirborðið. Ef þessi bráðnuin heldur á- fram getur það valdi'5 því að veðurlag hlýni nokkuð hér á landi. í dag var farið ískönnunar- flug á vegum Landhelgisgæzl- unnar. í ljós kom að á siglinga- leið frá Horni fyrir Skagatá að Eyjafirði eru dreifðir jakar og spangir, vel greiðfært. Á sigi- ingaledð frá Eyjafirði að Rauða núp eru dreifðar ísspang-ir 1— 3/10 að þéttleika. Undan Slétlu er 2 tH 3 sjóm. ísbelti við landið og er þéttleiki þess 7—9/10. Utan við þetta ís- beltj er þéttleikinn 1—3/10- Á Þistilfirði eru dreifðir jakar og spangir 1—3/10 að þéttleika. Is 7—9/10 að þéttleika er 45 sjóm. undan Barða. 31 sjóm. undan Straumnesi, 18 sjóm. undan Kögri, 18 sjóm. undan Horni, 36 sjóm. undan Skaga, 16 sjóm. undan Grímsey og 30 sjóm- undan Sléttu, ís 4— 6/10 að þéttleika er 12 sjóm. NV af Rauðanúp og 7 sjóm. NA af Hraunhafnartanga. Isinn sem kannaður var er þunnur 1 árs ís, nema á djúp- miðum fyrir N.-landi þar sem talsvert er af nýmynduðum fe. Veður til ískönnunar var frekar slæmt, snjókoma og skyggni lélegt. LÉTT Á FÆTl EKKI RÁL audveld í umhirdu Fást sem venjuleg stígvél og sem reidstigvél i öllum betri skóbudum Vatnssala Framhald af bls. 1 því, að engin hreinsun af einu eða öðru tagi e5a klórhlöndivn eigi sér stað. Ávinningurinn af þess- ari sölu vatns fyrir Reykjavíkur- borg er mikill. Við lögðum áherzlu á það, að helmingurinn af vatns- magninu samkvæmt þessum fyrsta samningi yrði greiddur fyrirfram og þegar í stað. Þetta fé er nú til .reiðu og mun koma sér vel næstu tvo mán-uði, því fyrirhug- aðar eru alveg sérstaklega miklar framkvæmdir á vegum Reykjavík urborgar í apríl og maí mánuði og búizt við að unni-5 verð. dag og nótt. Telja sérfræði..jar, að það sé eina leiðin til að útrýma atvinnuleysinu í Reykjavík. Svo koma þarna r. 'klar og óvæntar tekjur til Sundahafnarinnar. Ut- litið var orðið svart. Mikið fjár- magn hefur verið fest í mann- virkjum þar, en fyrirsjáanlegt var orðið, að tekjur hafnarinnar yrðu litlar sem engar á næstu árum. Þetta gjörbreytir viðihorfunum og á eftir að sanna, að ráðizt var í gerð Sundahafnarinnar á réttum tíma. — En hvað um fyrirsjáanlegan vatnsskort í Reykjavik af þessum sökum, borgarstjóri? — Það eru ekki allar höfuðborg ir, sem skartað geta slíkum perl- um sem Elliðaárnar eru og þær munu fullnægja vatnsþörf borgar- búa um ófyrirsjáanlega framtíð, þótt Reykjavikurborg verði enn stærri útflutningsaðili vatns í fram tíðinni. Þá sneri blaðið sér til Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. — Þetta mál allt kemur mjög á óvart forsætisráðherra? _ — Já, við komum oft á óvart. Ég vil sem minnst um betta segja á þessu stigi. Það á eftir að und- irrita samninga og það verður boð- að til blaðamannafundar og gefin út ítarleg fréttatilkynning um málið og sjálfsagt hefur sjónvarp- ið viðtal við Mr. A1 T. Igamni, sem er maður samningalipur. Ég vil aðeins segja það að lokum, að þetta mál kemur á réttum tíma. Þetta kveður niður gagnrýni, því að þetta sannar svo að ekki verð- ur um deilt, að Jóhai.nes er af- burðamaður. Það er Seðlabankinn sem hefur haft frumkvæði í mál- inu. ísafjörður Framhald af bls. 3. í bænum. Á föstudag og laugar- dag var veður fremur þungbúið, en skíðafólkið lét það engan veg- inn há sér. Á páskadagsmorgun var síðan komin ófærð svo ekki var unnt að koonast á bílum upp í Seljalandsdal. Ekki var heldur hægt að komast til Hnífsdals nema á stærstu bílum, og var dansleik, sem þar átti að hefj'ast eftir mið- nætti á páskadag, frestað af þeim sökum. Margir létu hvorki veður né ófærð aftra sér frá skíðaiðkun um og leituðu uppi skíðabrekkur nær kaupstaðnum, en nú var eng- in lyfta, svo klífa varð upp brekk- ur upp á gamla móðinn. Margt var um a'5 vera í bænum vegna skiðavikunnar,, barna- skemmtun, kirkjutónleikar, kvöld- vaka í Skíðheimum, og dansleik- ir eftir miðnætti aðfaranótt annars í páskum. Ýmsir sóttu þessar sam komur og var ekki sízt gerður góður rómur að kirkjukvöldinu í ísafjarðarkirkju. Leikfélag Flat- eyrar hélt einnig sýningu á Rjúk- and: ráð, á laugardagskvöld. Aðkomufólki á ísafirði þótti gæf an heldur hafa snúið við sér baki hvað skíðaíþróttina snerti á páskadag og um nóttina greip unga fólkið til þess ráðs að létta sér upp á dansleikjum, sem stóðu til fjögur um morguninn með miklu fjöri. En viti menn, á ann- an í páskum var veðrið orðið MIÐVIKUDAGUR 1. apríl 197«. n m □ n mm Gettu Fjórir ganga fimm hanga, einn dingtar aftan við, aldrei kemst hann fram fyrir. Bandprjónar jafnvei enn betra en á skírdag, glampandi sól og hiti, og fljótlega var lokið við að ryðja veginn upp td skíðalandsins. Tveir af fim® páskafrídögum urðu dýrlegir hvað veður snerti svo dumbungur hinna og snjó'koma gleymdust al- veg. Eftir langan dag lét Gull- foss síðan frá bi'yggju á ísafirði kl. 11 aið kvöldi annans páskadags en hinir glaðlyndu og hjálpsömu bæjarbúar kvöddu gesti sína með því að fjölmenna á bryggju á bif- reiðum með fullum ljósum og þeyta flautur í ákafa, en farþeg- ar þökkuðu gestrisni með faguað- arópum til heimamanna. Uir. borð í Gullfossi var ýmis- legt til skemmtunar. Kvöldvökur voru haldnar, dansað, sungið og spilað á spil. Sérstök ástæða er til að geta frá’bærrar þjónustu starfsfólks skipsins, sem allt virt- ist samhuga um að sýna ferðafólk inu ýtrustu hjálpsemi og alúðlegt viðmót. Þátttakendur í páskaferð Gub foss voru á öllum aldri, en þó sennilega meira um fjölskyldur með börn en í fyrra. Margir létu í Ijósi þá skoðun, a'ð rétt . æri að Eimskipafélagið beindi í næstu ferðum þeim tilmælum til fólks, að það sendi börn sín í rúmið eða til klefa á einhverjum ákveðnum tíma á kvöldin, t. d. kl. 9 eða 10. Einnig vakti það nokkra furðu að jafnvel ungum börnum var leyft að vera við bar skipsins og kaupa gosdrykki ’á þeim tímum dags, sem áfengi var framreitt. Óliöpp, sem sum vöktu kátínu. Ýmsir hlutu að vonum hyltur og marbletti í skiðabrekkunum, e° til allrar hamingju urðu engio alvarleg meiðsli á þátttakendum í ferðinni. Þó meiddist ung kona lítið eitt á fæti. Ýmsir höfðu einkabifreiðar sínar með í ferð- inni. en Eimskipafélagið hafði tvo stærri bíla til að flytja farþega til og frá Seljalandsdals. Með í för voru einnig tveir snjósleðar, sem reyndust þó nokkúð heilsu- veilir. Lenti annar í sjónum milb skips og bryggju, en eigandanum tókst á síðustu stundu að henda sér út úr honum, og varð ekki meint af. Ilafði benzíngjöf stað- ið á sér og valdið óförunum. Ann- ar maður var á hinum snjósleðan- um í humátt á eftir þeim fyrn, og varð ökumanni svo um, er hann sá ófarir hins fyrri, að hann fylg" hans fordæmi, og henti sér líka ut á bryggjuna. Sleði hans stöðaðist hius vegar. Varð af þessu mikm gaman. Hófust nú rökræður um hvort nokkur lög væru til u® árekstra skips og snjósleða. Toks innan skamms að ná fyrri sleðun- um upp úr sjónum. Næsta na= bilaði síðari snjósleðinn UPP 1 fjalli, og varð uigandinn að sku.m hann eftir. Þá varð einnig mmnu háttar óhapp, er vérið var & flytja bíl eins farþegans. u°r' stein Jónssonar, flugmanns, ut skipið að einhver útbúnaður sli aði og bifreiðin féll að nokki niður á þilfarið og skemmdist. En mest var um vert að a aivarleg áföll eða slys ur°u?(.0” amenn ánægja ríkti með fer r og ferðalangar í sólskinsskapi e páskaleyfið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.