Tíminn - 01.04.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.04.1970, Blaðsíða 16
Lærbrotinn piltur komst tii læknis eftir sólarhring PE-HvoíSvelli, þriðjudag. Að venju dvaldi fólk í skálun- um í Tindfjöllusn uim pás'kana. og var þarna níu manna hópur að þessu sinni. Á páskadag, laust Félagsmálaskólinn Á fundi Félagsmálaskólans í kvöld flytur Jóhannes Elíasson, bankastjóri, framsöguerindi um bankakerfið. Fundurinn er haldinn að Hring- braut 30, og hefst kl. 20.30. Allir eru velkomnir á fundi Félagsmála- skólans. Keflvíkingar Félag ungra Framsóknarmanna i Keflavík heldur almennan fund um atvinnumál mánudaginn 6. apríl kl. 8,30 e. h. í Aðalveri. Ræðumenn verða Tómas Karlsson, og Steingrimur Hermannsson. — Stjórn FUF í Keflavík. eftir hádegið, vildi það óhapp til, að lö ára piltur, sem var að renna sér á snjóþo'tu, lærbrotnaði, og komst ihann ekki undir læknis- hendiir fyrr en eftir rúman sólar- hring. Pilturinn bar fyrir sig annan fótinn, með þeim afleiðingum, að hann lærbrotnaði. Var strax send- ur maður á skíðuim til byggða, til að sækja hjálp. Sex manna hópur úr iflugbjörgun'argveitinni undir Austur-Eyjafjöll'jm, fór af stað titn klukkan þrjú á páskadag, og var ætlunin, að flytja piltinn til byggða á snjóbil sveitarinnar, sem farið hafði verið með uppeftir um páskana. Þegar til átti að taka, reyndist snjóbíllinn bilaður, en björgunarmönnum tókst að gera við hann, en bfllinn bilaði aftur. Var þá farið á fjórhjóladrifsbílum eins langt og komizt varð, en á leiðinni urðu björgunarmenn að halda kyrru fyrir í um 5 tíma vegna veðurofsans, sem þarna var. Munu þeir þá hafa verið í um 1200 metra hæð, en Tind- fjöllin eru hæst um 1460 metrar. Þegar björgunarmenn komust ekki lengra á bílum sínum, gengu þeir það sem eftir var að skálan- um til piltsins. Þeir höfðu útbúið sleða, sem þeir festu sjúkrakörf- una á, og þannig var pilturinn fluttur niður að bílnum, sem kom honum síðan á sjúkrabíl, er flutti hann til Reykjavíkur. 'Rómuðu björgunaitnenn mjög fraimmistöð'U piltsins, sem allan tímann var mjög rólegur. Ofan af Tindfjöll- um komu björgunanmenn um há- degið á annan páskadag, og leið því rúmur sólarhringur frá því hann lærbrotnaði, þar lil hann var kominn undir læknishendur. Aðalfundur Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hefst að Hótel Sögu í Reykjavík föstu- daginn 3. aprí. kl. 13.30. Mikill ís bráðnar norður af landinu Getur va/cííð hlýn- andi vebráttu OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Geysilegt ísmagn norður af íslandi hefur bráðnað undan- farna daga. Fyrir rúmri viku veittu veðurfræðingar því athygli, að komin var greini- leg geil í ísinn norðaustur af Jan Mayen. Myndaðist þar flói sem fer stækkandi. Hefur nú bráðnað ís á svæði sem er þrisvar sinnum stærra en Is- land að flatarmáli. Samkvæmt upplýsingum Páls Bergþórsson ar, veðurfræðings, bráðnar ísinn af því, að kaldur og Framhald á bls. 14 Sveinn M. Friðvinsson Stefán B. Pedersen Guðión Ingimundarson Marteinn Friðriksson Stefán Guðmundsson Kristján Hansen FRAMBOÐSLISTINN A SAUÐARKROKI Framboðslisti Framsóknarmanna við bæjarstjórnarkosningarnar á Sauðárkróki 31. maí næstk omandi hefur verið lagður.fram. Á listan- um eru þessir menn: 1. Guðjón Ingimundarson kennari, 2. Marteinn Friðriksson fram- kvæmdastjóri. 3. Stefán Guðmundsson bygginga- meistari. 4. Kristján Hansen bifreiðastjóri. 5. Stefán B. Pedersen ijósmynd- ari. 6. Sveinn M. Friðvinsson bifvéla- virki. 7. Sæmundur Á. Hermannsson sjúkrahúsráðsmaður. 8. Dóra Magnúsdóttir frú. 9. Magnús Sigurjónsson deildar- stjóri. 10. Ingimar Antonsson vélvirki. 11. Pálína Skarphéðinsdóttir fi'ó- 12. Pálmi Sighvatsson verkamaður. 13. Egill Helgason verkamaður. 14. Guttormur Óskarsson gjaldb- Jónas Gestsson Sigu rbergur Þórarinn Sigurðsson Ingibjörg Sveinsdóttir Njáll Gunnarsson / FRAMBOÐSLISTINN I EYRARSVEIT Birtur hefur verið framboðslisti Framsóknarmanna og óháðra við sveitarstjórnarkosningarnar í Eyr- arsveit 31. mai næst komandi. Á listanum eru eftirtaldir menn: 1. Jónas Gestsson, bankaútibú- stjóri 2. Sigurberg Árnason, trésmiður. 3. Þórarinn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri. 4. Ingibjörg Sveinsdóttir, húsfrú. 5. Njáll Gunnarsson, bóndi. 6. Hjáimar Gunnarss., skipstj. 7. Þórður Sveinbjörnsson, verka- maður. 8. Jón Hansson, verkamaður. 9. Þórunn Jénssen, húsfrú. 10. Arnór Kristjánsson, bóndi. Ti: sýslunefndar: Aðalmaður: Hjálmar Gunnarsson. skipstjóri. Varamaður: Þórólfur Guðjónsson verzlunarmaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.