Tíminn - 07.04.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.04.1970, Blaðsíða 8
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. apríl 1970. TÍMINN Maysie Greig ÁST Á VORI 10 East Grirjst-ead. Þar brann eldur í eldstæSinu og rak á flótta n.ap- urlcika morgunsins. Christopher, sem hafði ekið, rétti hendurnar í átt að log-un- um og leit ánægjulega í kringum sig. —■ Hvergi er jafn gott að borða morgunver'ð í öllum heiminum, og á gamalli enskri krá, sa.gði hann glaðlega. — Vel má vera, að ensk mátreiðsla sé ekki sú bezta í heiminum, en hvað sem þvi líð- ur, þá er morgunmaturinn hvergi betri. Maður getur pantað ná- kvæmlega -það sama í Bandaríkj- unum, en einhvern veginn smakk- ast það ekki mærri eins vel. Þegar svo morgunverðurinn hafði vei’ið borinn á borð, var hann fullkomlega eins og Christ opher hafði vænzt. Fyrst var hafragrautur, svo síld og egg og beikon, heit rúnstytoki með smjöri. Oxford niarmelaði og ilm- andi toaffi. Christopher borðaði af beztu lyst, en Tom snerti varla á matnum. Hann hafði verið ann- ars hugar og utan við sig alla vik- una, og Beth vissi um hvað hann var að hugsa. Það hlýtur að vera undarlegt og nœstum setja fólk eins og Tom úr jafnvægi að upp- igötva allt í einu, að það á dóttur, sem komin er nær tvítugu, dóttur, sem er að hálfu leyti af öðrum kyn stofni og alin upp í ókunnu landi. Frásögn Christophers af afstöðu Itodijónanna hafði gert málið enii flóknara. Stúlkan Michiko hafði greinilega neitað að tala við Christoipher, vegna þess að hann var Bandat-íkjamaður. Hún hafði, að sögn hjónanna, hafnað föður sínum. þar sem hún leit svo á. að hann hefði fiekað móður hennar. Beth óskaði þess, að hún gæti talað við stúlkuna og fengið hana til þess að skilja, hversu yndis- legur maður, faðir hennar væri. Það var ekki hans sök, að hann hafði ekki fengið að kvænast móð ur hennar. Hún óskaði þess, að Tom talaði um þetta við hana. Það særði hana ekki svo lítið, að siðan um kvöldið á Savoy hafði hann alls ekki reyní að trúa henni fyrir fleira. Þau komu til Alfriston. þessa undarlega gamla Sussex-þoi-ps, sem eitt sinn hafði verið vígi smyglara, skömmu fyrir hádegið. Prestssetrið, með bláleita tígul- steinaþaikiuu, var í útjaðri þorps- ins. Það var L-laga, og allt um kring var illa hirtur garður, en þrátt fyrir allt, blómstruðu þar og skinu í allri sinni litadýrð gular narsissur. Ohristopher. ók bílnum inn á heimakstursbrautina og flautaði ofsalega. Dyrnar opnuðust, og aldraður maður með prestakraga, x gráum buxum og sportjakka, kom kjagandi út. Hann var góð- legur, en fremur tómlætislegur á svipinn. Grátt hárið var heldur þunnt ofan á höfðinu. Christop- her stökk út úr bílnum til þess að heilsa honum. Séra Charles Tiswell, sem var töluvert lægri í loftinu heldur en frændi hans. teygði sig upp til þess að geta Iklappað honum vingjarnlega á öxl ina. Beth heyrði að hann sagði. — Það er gaman að sjá þig aft- ur, elsku drengurinn minn. Hversu langt er síðan þú komst til okkar siðast. Að minnsta kosti tvö ár, ef ég man rétt. Christopher hló - Það eru tvö ár, og bremnr betur, frændi. Hvernig hefur Jessie frænka það? — Gott, gott, svaraði frændi hans, og strauk hendinni yfir þunnt hárið. — Svolítið 'péttvaxn- ari, en ég verð nú að segja, að mér finnst það miklu kiæðilegra fyrir konu á hennar aldri. Ég veit, að það er mjög í tízku að halda í við sig í mat, er. ég er því ekki hlynntur, sér í lagi ekki, þegar fólk er farið að eldast. Það tísti í honum, og Beth sá kátínu- glampa í daufbláum augunum. Christopher kynnti Belh og Tom. Hann bauð þau velkomin á sama óákveðna háttinn, og hann hafði heilsað Christopher. — Jessica biður ykkur að af- saka, að hún skuli ekki vera hér til þess að hitta ykkur. Hún er á einum af þessum hræðilegu nefndarfundum — það myndi engum detta í liug, að þær héldu þá á sunnudagsmorgnum, eða hvað haldið þið? En það er einmitt gert til þess að ná í skottið á þessum auðugu helgargestum, sem eru hérna í héraðinu. Hún hittir ykkur við hádegisverð- arborðið. Leyfið mér nú að vísa ykkur á herbergin ytkkar. Beth fékk stórt, skemmtilegt svefnherhergi með fallegum gluggatjöldum og rúmi með fjór- um súium. í herberginu var auk þess töluvert af fallegum göml- um húsgögnum. Gólfið var úr gljá fægðri eik, og á því voru heklað- ar mottur, og úr glugganum var dásamlegt útsýni yfir sveitirnar í kring með eyðimelana í fjarska. B: th þvoði sér í stóra gamal- dags baðherber,inii, sem auð- sýnilega var eina baðherbergið í húsinu, og fór svo í tvíd-pils og stutterma þunna uliarpeysu, sem móðir hennar hafði prjónað handa henni. Eftir að hún hafði rennt greiðunni í gegn um hári'ð, gekk hún niður í setustofuna, þar sem Tom og Christopher voru að tala við gestgjafann. Þrátt fyrir sólskinið úti fyrir vai heldur kalt í stofunni. t>ar var enginn arinn, en í eldstæð- imi hafði verið komið fyrir potta- plöntum á skemmtilegan hátt. j Christopher útskýrði síðar fyrif 1 henni hlæjandi, að 1. apríl væri i hætt að kynda á prestssetrinu og I .oitablóm færð í eldstæðið. — Mikið hefur verið kalt hér í april sagði hann, og það fór hrollur um hann. — Tiswell sagðist þaurfa að bregða sér frá í smáheimsóknir, sem hann þyrfti að fara í núna. — Kannski vildirðu koma með mér Christopher? sagði hann í spurnartón. Ur því þú minntir mig á, hver'su langt er síðan þú komst hér síðast, þá finnst mér ég þurfa að tala svo rnikið við þig, um allt, sem á dagana hefur drifið, og hvað þú hefur verið að gera. — Ég hefði mikla ánægju af að koma með þér frændi, sagði Christopher þegar I stað, og brosti til gamLa mannsins. — Þér er ekki á móti skapi að aka í gamila Austinbílnum? spurði hr. Tiswell hálfupphurðar lítill. Hann þyrfti sannarlega á viðgerð að halda, en mér finnst ég aldrei geti verið án hans nógu lengi ti'l þess að þýði að fara með hann á verkstæðið. — Kannski oú væri rétti tlm- inn, á meðan við erurn hérna, að þér látið gera við bilinn, sagði Tom. Ég er viss um, að Chris þætti bara gaman að aka utn með yður í Bentleynum. — Þetta er sannarlega vin- gjarnlega boðið af yður, sagði Hr Tiswell þakklátur. Ég hringi strax á verkstæðið. Ég er viss um, að þeir taka bílinn fyrir mig, þótt nú sé helgi framundan. Ég hef aðeins einu sinni ekið í Bent- ley, bætti hann við, og það vott- aði fyrir öfund í röddinni. Þann | bíl átti eitt af hinum ríku sóknar- börnum mínurn. Því miður er konan nú orðin rómVersk- kaþólskrar trúar, og fer út að aka með nýja prestinum sínum. Hann flýtti sér fram í ganginn að símanum og hringdi á verk- stæðið. Tom sneri sér að Beth. —Eigum við að fara út að ganga? Það er gott fyrir okkur að rétta svolítið úr fótunum eftír ökuferðina hingað? — Ég ætla að hlaupa upp og ná mér í peysu utan yfir mig og skipta um skó, sagði hún hros- andi. Ég kem eins og öi-skot aftur. Hún hlak'kaði til þessarar gönguferðar. Allt frá því fcvöldið á Savoy hafði hún fundið ein- hverja óþægilega spennu í loft- inu milli þeirra. Beth og Tom gengu í kring um húsið, í gegn um grænmetis- garðinn og út um bakhliðið .Þau lögðu af 'stað yfir akrana í átt að malarhæðunum. Akrarnir voru grænir og andrúmsloftið var ótrúlega tært. — Mér fannst það nokkuð undarlegt, þegar ég kom til þessa lands fyrst, að melarnir yikkar eru hæ'ðir, sagði Tom. Sunxs staðar verða þeir næstum því fjöll, og þar er etoki eitt ein- asta tré eða runni. En nekt þeirra eykur mjög á fjölbreytni lands- lagsins. — Ég elska melana, sagði Beth. Mig ihefur alltaf langað til þess að eyða fníi hérna. En venjuleg- ast hef ég svo fai'ið til þess að heimsækja skyldmenni mömmu í Gloucesterhire. Hún brosti tvi- ræðu brosi. Svo mikið af lífi okkar virðist fara i að framkvæma hluti, sem okkur finnst vera skylda okkar, að framkvæma. Væri ekki lifið dásamlegt, ef við er þriðjucJagur 7. apríl — Hegesippus Tungl í hásúðri kL 14.35. Árdegisliáflæði í Rvík kl. 7.95. HEILSUGÆZLA SLÖKKVILBÐIÐ og sjúkrabifreiðli SJÚKRABIFREEÐ t HafnarflrlR síma 51336. fýrir Reykjavík og Kópavog Slmj 11100. SLYS AV ARÐSTOF AN I Borgar spftalannm er opln allan sólar hringlnn. Aðeins móttaka «la» aðra. Sfm) 81212- Kópavogs-Apótek og Keflavikui Apótek eru opin virka daga kL 3—19 laugardaga kL 9—14 helga daga kl. 13—15. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu í borginni eru gefnar 1 símsvara Læknafélags Reykjavik ur, sími 18888- Fæðingarheimilið í Kópavogi, Hlíðarvegi 40, sími 42644. Kvöld- og helgidagavörzlu apó- teka í Reykjavík vitouna 4—11. aprR annast Laugarvegs-apótek og Ho’ts-apótek. Kópavogs-apótek og Keflavikur —19 laugai'daga kl. 9—14, helgi- daga M. 13—15. Apótek Hafnarfjai'ðar er opið alla virka daga firá kl. 9—7 á laug ardögum kl. 9—2 og í sunnudög am og öðrum helgidögum er op- ið trá kl. 2—4 Taunlæknavakt er í Heilsuvernd arstöðinn; (þar sem slysavarðstoí- an var'! og er opio laugardaga og sunnudaga ki. 5 — 6 e.h. Sími 22411. Næturvöraki í Kefilavik 7.4. ann ast Guðjóo Kilemeuseoin. FLUGÁÆTLANIR Flugfélag íslands h. f. MilDlandaflug. Gullfiaxi er væntamlegur til Rvk kl. 02.55 í nótt firó Glasg. VéHin fer til Giasg. og Kaupm-h. kl. 08. 30 firá Rvik. Innanlandsflug í dag er áætlað að fijúga ti'l Ak- ureyrar (2 ferðir) til Vestmanna- eyja, Hú.savíkur, ísafjarðar, Pat- reksfjarðar, Egilsstaða, Hornaf jarð ar, Norðfjarðar og Sauðárfcróks. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) til Rauf- arhafuar, Þórshafnar, Vestmanna eyja, ísafjarðar og Fagurhólsmýr- ar. SIGLINGAR Skipadeild SÍS. Arnarfteli er væntanltegt til Freder ikshavn í dag, fer þaðan til Svend borgar, Rotterdam og HulL. Jökulfedl fór 1. þ. m. frá Phila- delhpia til Rvk. Disarfell fer í dag frá Hornarfirði tiL Gdynia, Ventspils, Norrköping og Svend- borgar. Litlafell fer á morgun frá Svendborg til Rvk. Helgafell er væntanlegt til Rvk í dag. Stapafell losar á Austfjörðum. MælifelL fer Vao Ghent til Rvk. Crystal Scan lesta-r á Breiðafjarðarhöfinum. Madeleine er væntanlegt til Fá- skrúðsfjarðar 14. þ. m. FEl.AGSLlF Kvenfélag Lágafellssóknar. Fundur a'ð Hlégarði fimmtudag inn 9- apríL kl. 8-30. Eggert Ás- grímsson framkv.stj. Rauða Kross ísl-andis flytuir erindi um starf- semi Rauða Kross íslands og svar ar fyrirspurnum. Tónahær, Tónabær, Tónabær. Félagestarf eldri borgara. Miðvikudaginn 8. aprí'l verður op ið hús frá kl. 1,30—kl. 5,30 e.h. Aúk venjulegra dagetorárliða verð ur kvikmyndasýning. Vestfirðiugafélagið í Reykjavík: Hefur ákveðið að hafa skemmti- kvöld í Tónabæ (óður Lidó), fimmtudaginn 9. aprfl, kl. 20,30. Félagið býður sérstaklega Vest- firðingum 70 ára og eldri, en allir Vestfirðingar og gestir þeirra eru veikomnir, meðan húsrúm leyfir. Kvenfélag I.ágafellssóknar. Næsti fundur verður að Hlégarði, fimantudagkin 9. apríl kl. 8.30- At hugið breyttan fundardag. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund i Sjómannaskól aiium, þriðjudaginn 7. apríl kl. 8-30- Skemmtiatriði litskuggamyndir. Stjórnin. Dansk Kvindeklub- Vi mödes í heimiUsiönaðarfélagið Hafnarstræti 3. tirsdag 7. aprfl kl. 20.30. Bestyrelsen. Kvenfélag líáteigssóknar heldur fund í Sjómannaskólanum, Skemmtiatriði litskuggamyindir. Stjómtn. Kvenfélag Lágafellssóknar. Næsti fundur verður að Hlégarði, fimmtudaginn 9. aprll M. 8.30. At hugið breyttan fuindardag. SÖFN OG SÝNINGAR íslenzka dýrasafnið er opið alla stwmudega frá kL 2— 5. Ásgirímasafn, Bergstaðastræti 74, enn er opið sunmidaga, þriðjudaga og fimmtudaga fró M. 1.30 — M. 4. ORÐSENDING Minningarspjöld Kvenfélagsins Hvítabandið fást hjá: Arndísi Þorvaldsdóttur, Vesturgötu 10 (umb. Happdr. Háskólams) Helgu Þorgilsdóttur, Víðimel 37, Jóruoni Guðnadóttur, Nökkvavogi 27, Þua-fði Þorvaldsdóttur, Öldu- götu 55, Skartgripaverzlun Jóns Sigmundssonar, Laugavegi 8. Minnlngarspjöld Hátelgsklrkju eru afgreidd hjá Guðrúnu Þorsteins dóttur, Stangarholtl 32, sfmi 22501. Gróu Guðjónsdóttur, Háaleitisbraut 47. gíml 31339. Guðrúnu Karjsdóttur, SögahHð 4, stml 32249. Stgrfðl Benónýsdóttur. Stigahllð 49, slml 82959. Enmfremur l bókabúðinmi HHðar. Miklubraut 68. Minningarspjöld MinnL.garsjóðs Maríu Jónsdóttur flugfr. fást á eftirtöldum stöðumn Verzl. Okulus. Austurstræti 7 Rvík. Verzl. Lýsing, Hverfisgötu 64, Rvfk Snyrtistofunni Valhöll, Laugav. 25 og hjá Maríu Olafsdóttur, Dverga- steini. Reyðarfirði. Minningarspjöld: Menningar- og minningarspjöM kvenma fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu sjóðsins, Hallveigarstöð um Túngötu 14, Bókahúð Braga Brynjólfssonar Hafnarstræti 22, hjá Önnu Þorsteinsdóttur, Safa mýri 56, Valgerði Gísladóttur Rauðalæk 24 og Guðnýju Helga dóttur Samtúni 16. : ■ ■ P? « M Lái'étt: 1 Vondar 6 Hestur 8 Fóta búnað 9 Öðlast 10 Gúðs 11 Strák 12 Blaut 13 Borg 15 Andaða- Krossgáta Nr. 535 Lóðrélt: 2 Ófríðari 3 Kusk 4 Von um arfahlut 5 Boxi 7 Yggld 14 Hreyfing. Ráðning á gátu nr. 536. Lárétt: 1 Dakar 66 Nál 8 Önd 9 Dár 10 Vor 11 Uma 12 Akk 13 Náð 15 Valan. Lóðrétt: 2 Andvania 3 Ká 4 Aldraða 5 Sögur 7 Hrekk 14 Ál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.