Tíminn - 08.04.1970, Blaðsíða 9
MTÐVTKITDAGUK 8. apríl 1970.
TIMINN
9
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar-
skrifstofur i Edduhúsinu. simar 18300—18306. Skrifstofur
Bankastræti 7 — Afgreíöslusími: 12323 Auglýsingasími: 19523.
Aðrar sikrifstofur sími 18300. Áskrifargjald kr. 165.00 á mán-
uði, innamlands — f lausasölu kr. 10.00 eint. Prentsm Edda hf.
Viðræðurnar um
Loftleiðir
í þessari viku hefjast í Reykjavík framhaldsviðræður
milli fulltrúa íslands og SAS-landanna svonefndu um
Norðurlandaflug Loftleiða. Þeim viðræðum verður veitt
mikil athygli á íslandi.
í sambandi við þær er ekki úr vegi að benda á nokkr-
ar staðreyndir:
1. Hlutur Loftleiða í farþegaflugi milli Bandaríkj-
anna og Norðurlanda hefur farið síminnkandi. Árið 1963
var hann 32%, en árið 1969 10%.
2. Ef flugrekstur Loftleiða til og frá Norðurlöndum
verður lagður niður, mun nokkuð á annað hundrað
manns í Reykjavík og Keflavík missa atvinnu sína af
þeim ástæðum einum saman.
3. Ef Loftleiðir yrðu að hætta Norðurlandafluginu
gæti allri starfsemi þeirra orðið hætt.
4. Þýðingu Loftleiða fyrir íslenzkt atvinnu- og efna-
hagslíf má ráða af eftirfarandi: Hinn 1. júlí 1969 voru
starfsmenn Loftleiða á íslandi 844, en á íslenzku togur-
unum öllum voru þá 600—700 manns. Árið 1968 nam
aflaverðmæti togaranna 480 millj kr., en Loftleiðir öfluðu
þá þrefalt meiri tekna eða 1.398 millj. kr. Á árunum
1964—69 skiluðu Loftleiðir íslenzkum bönkum erlend-
um gjaldeyri — umfram allar greiðslur í útlendu fé —
um 2.5 milljarða ísl. króna.
5. Verzlunarjöfnuður íslands gagnvart SAS-löndun-
um svonefndu, hefur verið íslandi mjög óhagstæður.
Síðustu 10 árin hefur hann verið íslandi óhagstæður um
6 milljarða íslenzkra króna. Þetta ætti að vera SAS-lönd-
um hvatning til að bæta hlut íslands á öðrum sviðum.
íslendingar hafa verið og vilja vera virkir þátttak-
endur í norrænni samvinnu. En norræn samvinna verð-
ur, þegar á reynir, að vera meira en orðin ein. í þessu
máli er um að ræða tilveru eins stærsta og mikilvæg-
asta atvinnufyrirtækis, sem íslendingar eiga. Því er nú
fáum málum veitt meiri athygli á íslandi en viðræðun-
um um framtíð Loftleiða, sem munu fara fram í Reykja-
vík í þessari viku.
Þrátt fyrir Gylfa
og Jóhannes
Gylfi Þ. Gíslason og Jóhannes Nordal efndu til skop-
leiks á föstudaginn var. Á vegum Seðlabankans var efnt
til hádegisverðar fyrir ýmsa tignarmenn. Þar birtust
þeir á sviði Gylfi og Jóhannes og hældu hvor öðrum fyr-
ir batann, sem hefði orðið í efnahagslífinu á síðastl. ári.
Þegar þeir höfðu leikið þennan leik drjúga stund, reis
upp einn elzti maður samkvæmisins, Jón Axel Pétursson.
Hann kvaðst einnig ætla að halda þakkarræðu. Hann
vildi sérstaklega þakka sjómönnunum, verkamönnum og
öðrum vinnandi stéttum, sem hefðu lagt á sig mikið erf-
iði, þrátt fyrir kjaraskerðingu, og þannig átt höfuðþátt 1
bættri efnahagsstöðu landsins.
Eftir ræðu Jóns, urðu þeir Gylfi og Jóhannes talsvert
hljóðlátari, en samkvæmisgestum varð ljósara, að
batinn hafði náðst þrátt fyrir Gylfa og Jóhannes, sökum
þess að alþýðustéttirnar höfðu sætt sig við kjaraskerð-
ingu, aflabrögð verið hagstæð og verðlag hækkað á
útflutningsvörum. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Willi Stoph - hann þykir lík-
legastur eftirmaður Ulbrichts
ÞjóSverjum fellur vel framkoma hans
KOSYGIN og WILLI STOPH
ÞÓTT Walter Ulbricht hafi
jafnan verið umdeildur, verð-
ur ekki um það deilt, að eng-
inn kommúnistaleiðtogi utan
Sovétríkjanna og Kína hefur
náð jafnmiklum árangri og
hann. Austur-Þýzkaland var í
rústum, þegar hann tók við
forustu þar, og við það bætt-
ust miklar stríðsskaðabætur. í
dag er Austur-Þýzkaland 9. eða
10. mesta iðnaðarríki heimsins.
Á vissum sviðum félagsmála og
skólamála hefur margt verið
gert, sem teljast má til fyrir-
myndar, t. d. varðandi trygg-
ingar igamalmenna og a'ðbúnað
sjúklinga og munaðarlausra
barna. Þá hefur verið komið
þar á námslaunakerfi, sem
sennilega er fullkomnara en
annars staðar í Evrópu. Komið
hefur verið á fimm daga vinnu-
viku í iðnaðinum. Lífskjörin
eru stórum betri þar en annars
staðar í Austur-Evrópu. Senni-
lega er ekki mikill munur á
kjörum verkamanna og bænda
þar og í Vestur-Þýzkalandi, en
hins végar búa millistéttir og
tæknimenntað fólk við mun
betri kjör í Vestur-Þýzkalandi.
Þess vegna myndi verulegur
fólksflótti hefjast til Vestur-
Þýzkalands að óbreyttum
ástæðum, ef Berlínarmúrinn
væri lagður niður.
Skuggahliðar á valdakerfi
Ulbricht er fólginn í hinni and-
legu einokun. Öll áróðurstæki
eru í höndum stjórnarinnar og
nciuð í þágu hennar. Menn
hafa ekki frelsi til að tjá sig,
ef það gengur í berhögg við
stjórnina. Ulbricht og félagar
hans geta hins vegar bent á þá
staöreynd, að Austur-Þýzkaland
er eina kommúnistalandið í
Austur-Evrópu, sem hefur
sloppið við stórfeUdar „hreins-
anir“, er endað hafa með fang-
elsisdómum og aftökum sumra
leiðtoganna. Ulbricht hefur
stjómað samfleytt lengur en
nokkur annar leiðtogi komm-
únista, sem nú er uppi í Evr-
ópu.
Þess ber að gæta, að Ulbricht
og félagar hans bera ekOd ein-
ir ábyrgð á hinni andlegu ein-
ofcun. Fjölmennt rússneskt her-
lið er í landinu og valdhafarn-
ir í Moskvu myndu þola það cnn
síður í Austur-Þýzkalandi en
Tékkóslóvakíu, ef nokkuð veru
lega yrði slakað á henni.
EINS OG áður segir, hefur
Ulbricht verið umdeildur, bæði
heima fyrir og erlendis. Þó hef-
ur þetta breytzt talsvert á síð-
ari árum. Heima fyrir hefur
það álit skapazt, að Ulbricht sé
ekki slikur þjónn Rússa og álit-
ið var áður, heldur myndu ekki
aðrir hafa náð lllu betri ár-
angri í samskiptum við þá en
Ulbricht hafi gert, eins og
kringumstæðurnar voru. Er-
Ludis viðurkenna menn, að
þótt margt megi gagnrýna í ríki
Ulbrichts, hafi á mörgum svið-
um náðst ótrúlega mikill ár-
angur.
Ulbricht er nú kominn hátt á
áttræðisaldur og stjórnar því
sennilega ekki lengi úr þessu.
Þess vegna hefur á síðari árum
verið mjög um það rætt, hver
taki við af honum, sem hinn
sterki maður Austur-Þýzka-
lands. Tveir menn hafa einkum
verið tilnefndir, Willi Stoph,
forsætisráðherra, og Erich
Honecker, sem gegnir valda-
mesta embættinu í kommún-
istaflobknum, næst á eftir XJl-
bricht. Honecker er að ýmsu
leyti talinn hafa valdameiri
aðstöðu, en raunar er þó erfitt
að dæma um það fyrir aðra en
þá, sem þebkja til að tjalda-
bafci, og þeir eru eins og lokuð
bók um þetta efni. Hitt er hins
vagar staðreynd, að Willi Stoph
hefur verið kynntur miklu
meira heima fyrir. Myndir af
honum og Ulbricht eru hlið við
hlið á skrifstofum og vinnu-
stöðum. Hann kemur miklu
Aieira fram opinberlega en
Honnecker, enda fylgir það
stöðu hans.
Þá álíta ýmsir, sem til þekkja,
að það treysti aðstöðu Stophs,
að hann sé í góðu áliti hjá vald
höfunum í Moskvu, og að hon-
um hafi tekizt að vinna tiltrú
þeirra. Sagt er, að þeir þefcki
Honnecfcer minna. Um þetta er
vitanlega erfitt að dæma, en
hitt er líklegt, að valdihafarnir
í Moskvu hafi áhrif á það hver
eftirmaður Ulbrich^s verður.
WILLI STOPH er 55 ára
gamall, fæddur 9. júlí 1914.
Hann er Berlínarbúi að upp-
runa, kominn af verkamanna-
ættum. Hann gekk í æskulýðs-
samtök kommúnista, þegar
hann var 14 ára, og í kommún-
istaflokkinn þremur árum síð-
ar. Nazistar létu hann þó ebki
gjalda þessa, þegar þeir komu
til valda. Hann gegndi herþjón
ustu 1935—37, og var svo kall-
aður í herinn 1940, barðist á
ýmsum vígstöðvum og hlaut
undirforingjanafnbót. Vestræn
ir fréttamenn hafa ekki getað
rakið feril hans í hernum eftir
1942. Gizkað er á, að hann hafi
þá verið tekinn til fanga af
Rússum og verið í Sovétríkjun-
um til stríðsloka. Það styrkir
þessa skoðun, að fljótlcga eftir
stríðslokin birtist hann á sjón-
arsviðinu sem einkafulltrúi Ul-
brichts, sem hafði varið í Sovét
ríkjunum. Stoph hefur jafnan
síðan verið einn nánasti sam-
verkamaður Ulbrichts. Fyrsta
sérstaka verkefnið, sem Ul-
bricht fól honum, var að skipu-
leggja öryggiskerfi flokksins,
en síðar var honum falin stjórn
á fjármálum flokksins. Ul-
bricht virðist hafa líkað þessi
störf hans vel, því að Stoph
fékk sæti í miðstjórn flokks-
ins 1950 og í framkvæmda-
stjórn flokksins 1953, en þar
hefur hann átt sæti síðan. Árið w
1952 varð hann innanríkisráð-
herra, en lögreglumálin heyra
undir það embætti. Fjórum ár-
um síðar varð hann varnarmála
ráðherra og gegndi hann þvi
til 1960. í framhaldi af því
varð hann aðstoðarforsætisráð-
herra og svo forsætisráðherra
1964, er Otto Grotewohl lézt.
Grotewohl hafði þá lengi ver-
ið sjúkur maður og Stoph því
í reynd gegnt forsætisráðherra-
embættinu.
STOPH er maður hægur og
hlédrægur í framkomu, en er
sagður þægilegur í umgengni
við undirmenn sína og því vel
látinn af þeim. Hann er mynd-
arlegur og virðulegur í sjón.
Um margt er hann sagður
minna á skyidurækinn og ná-
kvæman prússneskan embætt-
ismann, sem heldur sér jafnan
innan ákveðinna takmarka.
Þetta á sinn þátt í því, að um
hann hafa aldrei skapazt nein-
ar sögur eða skrítlur, en þær
er ýmsar til um Ulbricht. Um
einkalíf hans vita menn sára-
lítið. Svo virðist sem hin hæg-
láta og formfasta framkoma
Stoph falli landsmönnum hans
vel í geð og hann sé því einna
bezt látinn af foringjum komm-
únista.
Stoph hefði áreiðanlega ekki
náð svo langt, sem raun ber
vitni, ef hann hefði ekki reynzt
slyngur skipuleggjari og góður
starfsmaður. Margt bendir þvi
til, ad hann muni erfa sæti Ul-
brichts, a. m. k. eins og staðan
er nú. Þess vegna er hann nú
sá valdamaður Austur-Þýzka-
lands, sem mest athygli bein-
ist að, þegar Ulbricht er undan
skilina. Þ. Þ.