Tíminn - 20.05.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.05.1970, Blaðsíða 2
m. TIMTNN i r • * • v» f • r; > f , , (» »■ * r T 'r »;> 1 *» .1 1' • MIÐVIKUDAGUR 20. maí 1970/ Launagreiðslur Kaupfélags Skagfirðinga námu 50 milljönum króna á síðasta ári Kaupfélag Skagfirðinga er lang stærsta fyrirtækið á Sauðárkróki og í Skagafjarðarsýslu. Eru lið- in rúm 80 ár frá stofnun þess og stendur hagur kaupfélagsins og fyrirtæk.ia þess með ágætum. Má marka stærð kaupfélagsins og þeirra fyrirtækja sem rekin eru á þess vegum, á því að á síðasta ári var velta 405 millj. kr,- Launa- greiðslur námu 50 miilj. kr. og alls voru um 800 manns á launa skrá. Tíminn hafði tal af Sveini Guð- mundssyni, kaupfélagsstjóra, en hann hefur stjórnað fyrirtækinu s. 1. 25 ár. Hver eru helztu fyrirtæki, sem rekin eru á vegum Kaupfélags Skagfirðinga? Öll fyrirtæki kaupfélagsins eru staðsett hér á Sauðárkróki, nema víða um héraðið. Hér er Fiskiðj-1 an, mjólkursamlag Skagfirðinga,' bifreiða- og vélaverkstæði, og þar með talið rafmagnsverkstæði kjötvinnsla, —_ trésmíðaverkstæði og sláturhús. Útibú hefur kaupfé- lagið á Hofsósi og Varmahlíð og Sameiginleg lækna- þjónusta á sjúkrahúsinu Sjúkrahús Skagfirðinga og Sauð árkróks er staðsett á Sauðárkróki og eru sýsla og bser eigendur i>ess. Tók sjúkarhúsið til starfa í nýtízkulegri byggingu árið 1961. Ólafur Sveinsson hefur verið sjúkrahúslæknir þar síðan. Sagði hann Tímanum, að rúm væri fyrir 40 sjúklinga og skipt- ist sjúkrahúsið í tvær deildir, hjúkrunardeild sem ætluð er lang legusjúklingum og sjúkradeild. Starfseoni sjúkrahússins er tviþætt það er að taka við og annast sjúkt fólk og heilslugæzla, en Starfsemin er nokkuð óvenjuleg að því leyti, að heimilislækningar eru reknar í sjúkrahúsinu. Þar hefur héraðslækniánn, Friðrik J. Friðriksson, aðsetur og lækninga- stofur okkar eru hér í húsinu. Allar spjaldskrár varðandi sjúkl- inga og sjúkdóma eru sameigin- legar, og fólk getur komið og talað við hvorn okkar sem er. Þriðji læknirinn Bjarni Þjóðleifs- son bættist við í vetur. Teljum við nauðsynlegt að hér starfi að minnsta kosti þrír læknar, bæði vegna heimilislækninga og anna meinsfélag Skagafjarðar hefur rek ið leitarstöð frá 1963. Starfsemi sjúkrahússins hefur aukizt mj'ög undanfarið og brátt fer ^ð verða fullþröngt og þyrfti að stækka húsið. Sérstaklega vant ar oft rúm fyrir langlegusjúkl- inga. Við sem hér störfum lítum á þetta sem læknamiðstöð. Er sjúkrahúsið sæmilega búið tækj- um, en lengi má bæta við og gömul tæki ganga úr sér. Ólafur Sveinsson sjúkrahúslæknir á sjúkrahúsinu. Öll heilbrigðis- starfsemi í bænum fer fram hér. Héraðslæknirinn annast berklaeft- irlit og heilsugæzlu og Krabba- þungavöruuppsátur á Skaga, en þangað eru fluttar vörur á haust- in og er það talsverð stoð þeim Vifilstaðahreppsbúum. Kaupfélag- ið rekur níu sölubúðir og eru margar þeirra sérverzlanir. Á síðasta ári var Kaupfélag Skagfirðinga á Hofsósi sameinað Kaupfélagi Skagfirðinga. Þegar félagssvæðið var stækkað, var sú breyting gerð á stjórninni, að þar sitja nú sjö rnanns í stað fimm áður. Á döfinni er nú breyting á fóðurvörus'ölu. Og er kaupfélagið að undinbúa kornmölun. Hér hef- ur lengi verið starfrækt fóður- blöndun en í undirbúningi er að auka þá starfsemi mjög og taka hingað ómalað korp. Auk fyrrnefndra fyrirtækja sér kaupfélagið um olíudreifingu um héraðið og rekur alhliða skipa- afgreiðslu. Kaupfélagið er stærsti atvinnu- veitandinn í héraðinu. Fastir starfsmenn hjá KS eru 110—120, en á launaiista hjá kaupfélaginu og fyrirtækjum þess eru mun fleiri eins og að framan greinir, og eru þá. ekki meðtaldir verk- takar, sem unnið hafa ýmis verk á vegiun KS. Áður er getið um veltu félagsins og launagreiðsl- ur en því má bæta við, að opinber Sveinn Guðmundsson kaupféla'gsstjóri gjöld til sveitarfélaga og ríkis voru á s. 1. ári 9.4 millj. kr. Sfðasta aldarfjórðung hefur KS lagt fram miklar fjárupphæðir til menningarmála, en kaupfélagið hefur sérstakan menningarsjcð sem veitt er úr til stofnana og félaga. Á s. 1. ári var framlagið í menningarsjóðinn 500 þús. kr. en í sjóöinn er veitt árlega ákveð inni upphæð á aðalfundi. Stærsta upphæðin sem veitt hefur verið er til sjúkrahússins, það fékk 300 þús. kr. til tækjakaupa. Ung- mennasambandi Skagafjarðar voru veittar 50 þús. kr. Aðrir stýrk- þegar eru safnaðarheimilið á Sauð árkróki, þá er veitt til útgáfu- starfsemi bóka og skjalasafn Skag firðinga hefur hlotið veitingu úr sjóðnum. Svartárvirkjun mun tvöfalda raf- orkuframleiðslu á orkusvæöinu Með fjölgun fyrirtækja og vax- andi iðnvœðingu á Sauðárkróki er mikil þörf á aukinni orku. Helgi Riafu Traustasou er formaður raf- veitustjórnar og bað Tírninn hann að segja nokkuð frá þeim HÆKKUN ÞUNGASKATTSINS KEMUR NIÐUR A ALMENNINGI Kristján og Jóhannes heitir flutn ingafyrirtæki á Sauðárkróki og eru eigendur þess brqpður sem fyrirtækið heitir eftir. Kristján Hansen, sem er annar eigenda, sagði Tímanum að fyrirtækið hafi verið starfrækt í 16 ár og haldið uppi ferðum á vöruflutningabílum milli Sauðárkróbs og Reykjavífcur. — Við höldum uppi tveim föstum ferðum í viku og svo eru oft auka- ferðir þegar mikið er um flutn- inga. Aðallega flytjum við vörur milli Sauðárkróks og Reykjavíkur en einnig tökum við að okkur vöruflutninga á öðrum leiðum þeg ar þörf er á. Við fiytjum varning fyrir verzlanir og verkstœði og einnig er mifcið um flutninga fyrir almenning, og þá aðallega bygg- ingarefni alls konar. — Reynt er að hafa föstu ferð- irnar sem tryggastar svo að fóik geti treyst á þær með flutninga, en oft er erfitt að komast á milli vegna færðar og slæms vega- ástands. Þetta er nú orðið mun skárra en áðrr var, því oft þurfti maður að vera einn að moka sig áfram í vondum veðrum á Holta- Kristján Hansen bifreiðastjóri * vörðuheiði, en nú höfuin við yfir leitt fleiri samffot saman og Vega- gerðin aðstoðar bílana við að kom ast yfir. En það sem kemur okkur verst núna eru þungatakmarkan irnar, sem oft eru í 5—6 vikur. Nú hafa til lærnis verið þunga- tabmarkanir á vegunum í 2 vikur, en þær eru nokkuð árvissar en standa misjafnlega lengi eftir tíð- arfari. Þegar flutningarnir stöðv- ast eða takmarkast kemur það sér oft illa fyrir fólk, sem er orðið vant að fá alla vöru eftir hend- inni þegar þörf er á. Verzlunin hér er ekki svo ör að búðirnar liggja ekki með stóran lager í langan tíma. Er því mikils um vert að flutningarnir gangi greiðlega og að ekki verði mikil töf á þeim. f sambandi við flutningana erum við mjög óánægðir með þær nýju aðgerðir, sem búið er að boða, að taka þungaskatt eftir kílómetra mæli. Hækkaðir sikattar á okkur hljóta að hafa áhrif á flutnings- gjöldin, sem þýðir aukin útgjöld fyrir almenning. Það er ekki rétt að beita þessum aðgerðum gegn fáum aðilum, það er að segja flutningafyrfrtækjum og sérleyfis höfum, en sleppa minni bílum við hæfckun á flutningsgjaldi. Við höfum enn efcki fengið að vita hve hátt gjaldið verður, en það á að koma til framkvæmda 1. júlí n.k. möguleikum sem fyrir hendi eru til aakinnar orkuframleiðslu. Á undanförnum árum hafa ver- ið rannsakaðir virkjunarmöguleik- ar í Reykjafossi í Svartá í Skaga- fírði. Rennslismælingar eru til frá árinu 1936 og er óvenju jafnt rennsli í ánni að sögn fróðra manna. Virkjun við Reykjafoss getur gefið af sér milli 3.8 og 4 megavött. Þannig að með því að virbja þarna mundi orkan nánast tvöfaldast frá því sem nú er. Seinni part vetrar var fyrirtækinu Virki h.f. falið að hanna þessa framkvæmd og væntum við þess að tekin yerði ákvörðun um það alvej á næstuuni hvort virkjað verður eða orkunnar aflað eftir j öðrum leiðum. Á síðustu árum hefur verið starfandi samstarfsnefnd í raforku [ málum fyrir Norðvesturland og eru Skaigfirðingar, Sauðárkróks- búar og Húnavatnssýslurnar aðilar þar að og væntanlega munu Sigl- firðingar koma inn í samstarfið. Þessi nefnd hefur aðallega unnið að athugun á orkuöflun og á henn ar vegum flutt á þingi frumvarp um Norðvesturlandsvirkjun. Hef- ur algjör samstaða ríkt á svæðinu um þessi mál og hefur nefndin lagt höfuðkapp á að fá annan orku gjafa og ódýrari en dieselvélar. Áætlaður kostnaður við Svartár- virkjun mun vera um 70—75 millj. kr. Ef af virkj-uninni verður, teljum við eðlilegt að við verðum eignaraðilar að henni. Þörfin fyrir aukna orku er mikil, til dæmis er að skapast hér orkufrekur iðnað- ur. Eftir að Svartá hefur verið virkjuð, mun verða næg raforka á svæðinu næstu 8—10 ár, en þá þyrfti að koma viðbótarvirkjun. Kæmi þá til álita að virkja Víði- Helgi Ratfn Traustason formaður rafveitustjórnar dalsá, eða fá raforkuna með linu frá Akureyri, en þeir verða þá aflögufærir þar. Fáist samþykki stjórnvalda til að Svartá verði virkjuð, þá er hægt að hefjas'. handa um fram- kvæmdir strax, og leggjum við á- herzlu á að \ 'rkjunarframkvæmd- irnar hefjist í sumar. Talið er að verfcið taki um tvö ár. Er þegar búið að hanna verkið svo að sá undirbúningur ætti ekki að þurfa að tefja verkiJ. Verði virkjunin gerð, er reiknað með að skapa laxgönguleið upp fyrir Reykja- foss, en fram að þessu hefur lax ekki komizt lengra upp í ána.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.