Tíminn - 21.05.1970, Blaðsíða 2
TIMINN
FIMMTUDAGUR 21. maí 1970
/<•*>
mSSTARFIÐ
Kosn i ngaskr if stof u r
B-listans í Reykjavík
eru á eftirgreindum
stöðum
Fyrir Mela- og Miðbæj-
arsvæði:
Hringbraut 30, símar: 25547,
24480. Opin frá kl. 14 til 22 dag-
lega.
Fyrir Austurbæjar-,
Sjómanna- og
Álftamýrarsvæði:
Skúlatúni 6, 3. hæð, símar:
Fyrir Austurbæjarkjörsvæði
26673, fyrir Sjómannaskólakjör-
svæði 26674 og 26676, fyrir Álfta-
mýrakjörsvæð: 26672.
Aðrir simar: 26671 og 26675.
Opin alla daga frá kl. 14 til 22.
Fyrir Laugarneskjör-
svæði:
Laugarnesvegur 70, sími 37991.
Opin frá kl. 14 til 22 alla daga.
Fyrir Breiðagerðis-
; kjörsvæði:
' 1 ’Grensásvegiir 50, símar: 35252
og 35253. Opin kl. 17—22 daglega.
Fyrir Langholtskjör-
svæði:
Langholtsvegur 116 b, sími
36543. Opin frá kl. 17 til 22 dag-
lega.
Fyrir Breiðholts-
kjörsvæði:
Tungubakki 10, sími 83240.
Opin kl. 17—22 daglcga.
Fyrir Árbæjarhverfi:
Selásbúðin, sími 83065. Opin kl.
17—22 daglega.
Stu'ðningsmenn B-litans! Haf-
ið samband við skrifstofurnar og
skráið ykkur til starfs á kjördag.
FRAM TIL SÓKNAR FYRIR
B-LSTANN!
Neskaupstaður
Framsóknarmenn hafa opnað
kosningaskrifstofu að Hafnarbraut
6 (Brennu) annarri hæð. Skrif-
stoftin mun verða opin alla daga
frá kl. 20 til 22 og á öðrum tím
um eftir ástæðum. Stuðningsfólk
er gæti veitt u dýsingar, er vin-
sa'mlega bejðið um að hafa sam-
band við skrifstofuna. Síminn er
194.
SELTJARNARNES
Skrifstofa H-listans í Seltjarn-
arneshcrppi er að Miðbraut 21
sími 25639. Stuðningsmenn eru
hvattir til að koma á skrifstofuna.
KEFLAVÍK
Kosningaskrifstofa B-listans,
lista Framsókn laganna í Kefla
vík við bæjarstjárnarkosningarn-
ar 31. ma: n. k. er að Hafnar-
götu 54 í Keí.avík sími 2785.
Skrifstofan er opin daglega kl.
10—12, 13,30—9 og 20—22.
Stuðningsmenn 'r'r;' --s"'K3nd
við skrifstofuna 11 ra í'yrst.
B-listinn Keflavik
SJÁLFBOÐALIÐA
VANTAR
Kosningaskrifstofu Framsókn-
arflokksins að Skúiatúni 6 vant-
ar sjálfboðaliða í kvöld og næstu
kvöld milli kl. :7 og 23. Fjöl-
mennið til starfa.
Kosningahappdrætti
Framsóknarflokksins
og Fulltrúaráðsins
í Reykjavík
Kosningahappdrætti er nú hafið
til styrktar Framsóknarflokknum
og Fulltrúaráði Framsóknarfélag
anna í Reykjavík, vegna bæja- og
svcitastjórnakosningauna, sem
framundan eru. Hafa happdrættis-
miðar verið sendir til stuðnings-
fólks og viðskiptamanna happ-
drættisins um allt land og er heit-
ið á alla að bregðast nú vel við
og vinna ötullega að sölu miðanna.
Til vinninga er mjög vel vand-
að eins og vinningaskráin ber
með sér, sem prentuð er á mið-
ana og verð hvers miða er 100
krónur.
Kosninganefnd Framsóknarfé-
laganna í Reykjavík vill sérstak-
lega minna alla þá stuðningsimenn
flokksins, setn fengið hafa miða
senda frá kosningahappdrættinu.
á, að gera skil hið allra fyrsta. Það
er mjög nauðsynlegt, að velunn-
arar B-listans bregfji fljótt við og
hafi samband við skrifstofuna,
Hringbraut 30, sem opin verður
í allan dag og alla daga fram að
kosningum, frá kl. 9 að morgni
til kl. 10 að ’-völdi Einnig verður
tekið á móti greiðslu fyrir miða
á afgreiðslu Tímans, Bankastræti
7, á afgreiðslutíma blaðsins og á
kosningaskrifstofu B-listans, Skúla
túni 6. frá kl. 2 á daginn til kl.
10 á kvöldin.
' ' ” seim ekki hafa tök á að
ma uppgjöri til þessara staða,
geta hringt í sím 24483 og verður
greiðslan þá sót' til þeirra.
Sumarfagnaður
Framsóknarmanna
á Suðurnesjum
Sumarfagnaður Framsóknar-
manna á Suðuruesjum verður
Stapa föstudaginn 22. tnan, Kl.
20.30. Dagskrá: Fiðrildi leika og
syngja. Ávörp: Hilmar Pétursson
og Ólafur í. Hannesson. skemmti-
þáttur Ómar Ragnairssor kynnir
Ólafur Guðmi ' 4 ,ar leika
fyrir dansi til kl. 2. Forsala
aðgöngumiða eiður á skrifstofu
B-listans i Keflavík Hafna'rgötu
54. frá kl. 17 til 19 og 20—22
daglega. Sími 2785.
Framsóknarfélögin
SKIPULEG VERKEFNALEIT
Á SVIÐI IÐNAÐAR
EJ-Reykjavík, miðvikudag.
Kristján Friðriksson (F) hefur
lagt fram í borgarstjórn eftirfar-
Aðalfundur Félags
áhugamanna um
fiskrækt
Nýlega var haldinn aðalfundur
Félags áhugamanna um fiskrækt,
og var hann fjölsóttur.
Formaður félagsins, Bragi Ei-
ríksson, skýrði frá störfum stjórn
ar og kom m.a. fram, að félagið
gaf út árbók, þar sem birtar voru
margar fróðJegar greinar, þar á
meðal greinargerð Dr. Snorra Hall
grímssonar um Laxeldisstöðina
við Keldnaholt. Þá skýrði form.
frá því, að allt frá því að stjórn
félagsins, 15. febrúar 1967, beindi
þeirri ósk til landbúnaðarráðherra
að hann hlutaðist til um að skip-
uð yrði nefnd til þess að endur-
skoða núgildandi lög um lax- og
silungsveiði, hefði stjórnin fylgzt
gaumgæfilega með framvindu
þeirra mála. Og nú nýlega hefði
landbúnaðarnefnd Neðri-deildar
sent félaginu til umsagnar frum-
varp landbúnaðarráðherra um
breytingar á lögum um lax- og
silungsveiði. Hefur stjórn félags-
ins síðan svarað nefndu bréfi.
Samþykkti fundurinn eftirfar-
andi ályktun:
„Aðalfundur áhugamanna um
fiskrækt, leggur áherzlu á, að sam-
ræipa beri ákvæði þeirra tveggja
frumvarpa, sém n'ú 'ii'ggjá fyrir
Alþíngi um lax- og silungsveiði,
sem til bóta eru fyrir fiskeldi og
fiskrækt í landinu og felur stjórn
Framhald á bls. 14
andi tillögu, setn verður til um-
ræðu á fundi borgarstjórnar a
morgun, fimmtudag:
„Borgarstjórn áikveður að beita
sér fyrir að hafin verði skipuleg
leit að nýjum verkefnum á sviði
iðnaðar. Verði leit þessi fram-
kvæmd í samvinnu við Samtök iðn
aðarins í borginni og aðra þá að-
ila, 90m ástæða þykir til að hafa
samvinnu við um þetta verkefni.“
Sjúkrahúsið á Húsa-
vík vígt á laugardag
ÞJ-Húsavík, þriðjudag.
Allir sjúklingar gamla sjúkra-
hússins á Húsavík, voru á föstu-
daginn fluttir í nýja sjúkrahúsið,
sem nú er að fullu tekið til starfa.
Þar eru 32 sjúkrarúm. Eftir er að
innrétta efstu hæð sjúkrahússins,
þar sem áætlað er að verði 35
rúm. Formleg vígsla sjúkrahússins
fer fram laúgardaginn 23. maí
næstkomandi. Yfirlæknir nýja
sjúk.rahússins er Örn Arnar.
leiðrétting
f frétt um fólkið, sem fórst á
Fimmvörðuhálsi um hvítasunnuna
var sagt, að Elísabeth Brimnes
hefði verið hjúkrunarkona, það
er ekki rétt, hún var handavinnu
kennari.
Les upp úr íslenzkum
verkum í Færeyjum
SB-Reykjavík, þriðjudag.
Höskuldur Skagfjörð, leikari, er»
nú á förum í upplestrarferð til
Færeyja og mun það vera í fyrsta
sinn, sem íslendingur. sækir Fær-
eyinga heim i þessu skyni. Hösk- !
uldur kemur fram á 6 stöðum, 1
þ.á.m. Þórshöfn, Klakksvik, Vogum 1
og Fuglafirði. Einnig mun hann'
koma frám í færeyska útvarpinu. !
Efni það, sem Höskuldur tekur
til meðferðar, er 3. þáttur Gullna
hliðsins, hluti af Sölku Völlku, (
gamankvæði eftir Loft Guðmunds-
son og efni úr sögu eftir Krist-
mann Guðmundsson. f útvarpið les
hann Heimþrá eftir Þorgils gjall-
anda. Allt þetta efni les Hösikuld- .
ur á íslenzku, en auk þess les hana
3 kvæði eftir Heinesen á dönsku.
Jí. L.......
Á myndinni eru talið frá vlnst' ■
son framkvæmdastjóri Miólkurfe
í Kornhlöðunni hf.
Á miðvikudag í síðustu viku hóf-
ust framkvæmdir við byggingu
korngeyma fyrir Kornhlöðuna hf.
inni við Sundahöfn.
Hófst verkið með því, að stór
jarðýta tók fyrstu sköfuna úr
grunni væntanlegrar byggingar.
Fyrirtækið mun sjálft annast allar
framkvæmdir vi'3 fyrsta áfangann,
en það er að grafa fyrir grunni,
byggja undirstöður og steypa
botnplötuna. Mun Óskar Eyjólfs-
son, byggingameistari, sjá um þess-
ar framkvæmdir.
í byggingunni verða mörg hólf,
sem taka mis’" mandi mikið af
korni, eða frá 140 tonnum og upp
í 240 tonn hvert- Alls koma korn-
turnarnir fullbyggðir til með að
taka um 12.000 tonn.
Fyrir nokkru voru vélar og
löndunartæki boðin út. Var þá sett
það skilyrði, að sá hluti vélanna,
sem íslenzkar smiðjur hefðu tök
á að framleiða, yrði smíðaður hér
á landi. $
Tilboð hafa nú borizt í vélarnar
. og löndunartækin. Hafa þau verið
ir Jónsson, fra nkvæmdastjóri FóSurblöndunnar hf. Leifur Guðmunds- 3^,,^ og nerður á þeim saman-
.-ykjavikur og Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri SÍS stjórnarformaður burður. Guðmundur Björnsson
, I verkfræðingur, hefur annazt þær
Fram.kvænid.ir hafnar
við korngeymana
athuganir. Ákveðið hefur verið að
taka tilboði Nordisk Brown Boveri,
og er áætlað, að afgreiðsla vélanna
taki 8—10 mánu'ði. Verkfræðingar
við undirbúning þessa verks hafa
aðallega verið hr. Roesen frá Dan-
mörku og Páll Lúðvíksson hjá
Teiknistofu SÍS. Eftirlit allt, járna
teikningar og útboS munu þeir
Bragi Þorsteinisson og Eyvindur
Valdimarsson, verkfræðingar, ann
ast. Hákon Hdrteryig, arkitekt hjá
j SIS teiknaði turnana.
1 Kornhlaðan hf. er sameign Sam
i bands ísl. samvinnuféiaga, Mjólk-
i urfélags Reykjavíkur og F'ður-
blöndunnar hf.
Tiigangurinn með stofnun Korn-
hlöðunnar hf. er að vinna að auk-
inni hagkvæmni við losun á kornd,
móttöku þess og afgreiðslu.
í svo til öllum löndum heims eru
notaðar kornhlö<ður og losunarút-
búnaður svipaður því =em hér verð
ur. Er slík aðstaða og vélvæðing
forsenda fyrir því að unnt verði
að lækka fóðtirkostnað hér á landi.
Stjórn Kornhlöðunnar hf. skipa:
Hjalti Páljson, formaður.
Leifur Guðmundsson, gjaldkeri,
Hjörieifur Jónsson, ritari.