Tíminn - 23.05.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.05.1970, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 23. maí 1970. TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFIWU m? I ÞaS er niaöur að spyrja, hvort við eigurn nokkurt gull cða silfur, en hann getur líka notað péninga. Jón Pálmason alþinigi&maður var eitt sinn í sparnaSarnefnd. Einn nefndarmanna hafði orð á því að stúlioir á Landssíma- stöðinni vœru ekki valdar eftir hæfileikum, heldur eftir sex- appeal. Þá segir Jón: — Ja, mér finnst nú nóg að þær hafi aðeins fjögur eða bara tvö. Og þetta samdi cg svo vorið 1917! Hjón nokikur voru á skemmti göngu hér í borg. Þau mættu stólku, og heilsaði bóndinn henni, en konan þekkti hana ekki. — Hvaða kvenmaður er þetta? spyr konan. — Það er sbúika, sem ég þékkti dálítið, áður en við kynntumst, segir hann. — Nú, já, svarar konan þá. — Svo að þú hefur veriö farinn að vera mér ótrúr áðar en við kynntumst. Drykkfelldur maður hætti allt í eiau að drekka. Kunnin'gi hans spurði, hverju það sætti. — Ja, ég skal segja þér, svaraði hann, — ég var farinn að sjá tvœr tengdamæður. Það var heppilegt, að tvíbura- bróðir þinn kom í heimsókn. Þá þurfa nágrannarnir ekkert að vita. Halldór Kr. Friðriksson, yfir- kennari var bráðlyndur nokkuð og hætti stundum til mismæla, ef honum rann í skap. Hann var einu sinni að graf ast fyrir um skemmdir, sem gerðar höfðu verið i bekk ein- um í Latínuskólanum, en það var venjan, að bekkurinn í heild var látinn borga, ef ekki varð uppvíst um söfcudólginn. Halldóri varð ekkert ágengt í rannsófcn sinni. Hann varð reiður mjög og sagði í 'bræði: — Þá bekkjar borgin. DENNI DÆMALAUSI Nei, cg er hvorki lögreglu- i, né flugkafteinn. Ástralíumenn stæra sig af því að eiga elztu stai'fandi hjúkrunarkonuna. Hún er frú Lillian Carlin og er 96 ára gömul. Lillian hefði getað hætt fyrir löngu og farið á eftirlaun, en hún bað um að fá að starfa, og fékk leyfið. því lífsgleði hennar og kraftur hefur svo góð áhrif á sjúkling- ana. Frú Carlin hefur nú starfað sem hjúkrunarkona í 68 ár. Hún var sæmd heiðursmsrki fyr ir frábæra framkomu í heims- styrjöldinni . . þ.ea.s. heims- styrjöldioni 1914—1918. Douglas Fairbanks jr. og Dav id Niven eru meðlimir eins sér- lega virðulegs sjentilmanna- klúbbs í London. Bing Crosby hefur og oft komið í klúbbinn, þó ekki sé hann meðlimur, en hinum virðulegu klúbbfélögum þótti vist nóg komi'ð af fólki úr skemmtiiðnaðinum, þegar Fairbanks bauð þangað Frank nokkrum Sinatra og sýndi hon- um húsakynni hinna virðulegu sjentilmanna i kránni White's. Sagt er að hinir virðulegu jarl ar af Westmoreland og Perth hafi sett upp fyrirlitningarsvip er Sinatra bar að garð,i og einn íhaldsmaður hreytti út úr sér: „Doug var gamalt fífl að gera þetta. Allt í lagi með Crosby. En aUt öðm máli skiptir með hann þennan". Miklar mótmælaaðgerðir gegn innrás herja Bandaríbjamanna í Kambódíu fóru fram í Lond on helgina 9. og 10. maí. Að sjálfsögðu lét leikkonan Van essa Redgrave sig ekki vanta, en á þessari mynd situr hún við ræðustólinn sem reistur var á Trafalgartorgi í London. Vanessa situr við hlið Madame Linh Qui frá Hanoi, en karlmað urinn hinu megin við leikkon- una er Ian Hall, ræðumaður á fundinum. Á spjaldinu sem Van essa styður við, stendur „Strið er ekki heilsusamlegt fyrir börn og aðrar lifandi verur“. Eftri fundinn gekk Vanessa að styttu Roosevelts heitins Bandariíkjaforseta og lagði þar blómvönd til að heiðra minn- ingu stúdentanna fjögurra sem féllu er bandarískir varðliðar skutu á hóp stúdenta sem stóðu Margrét Bretaprinsessa hef- ur skipt um hárgreiðslumeist- ara. Og orsökin: Jú, hún heyrði fyrir skömmu, áð hárkolla, gerð af hári hennar sjálfrar hefði verið seld í New York fyrir morð fjár. Þær upplýs- ingar voru prinsessunni nóg, og hún skildi að rakarinn hefði jafnan safnað saman háiiokk- unum sem hann skar af henni, og að lokum gat hann gert úr þeim hárkollu. . . Það er víst hægt að græða á flestu. —i Sophia Loren hin ítalska er ætíð jafn glæsileg, þó áð ald- urinn færist yfir hægt og hægt. Þarna sézt hún með helzta mótleikara sínum, Marcello Mastroianni, en þetta er ein- mitt eitt atriðið í nýjustu mynd þeirra skötuhjúa, en myndin heitir „Eiginkona prestsins". en í myndinni herar Sophia enn einu sinni sína gerðarlegu fæt- ur og klæðist áherandi pínu- pilsi. Myndin sem þau Sophia og Marcello leika saman í að þessu sinni er gerð eftir sögu Rugg- era Marsari og Bernardino Zarboni. Leikstjóri er Dino nokkur Risi. Myndin var tekin þann 11. maí s. I.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.