Tíminn - 26.05.1970, Qupperneq 8

Tíminn - 26.05.1970, Qupperneq 8
20 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 26. maí 1970. Maysie Greig ÁST Á VORI 47 — Hverjir ætla að koma og sjá mig? — Hr. Dillan er búinn að hringja nokkrum sinnum, og sömu leiðis hr. Christopher Land- our, sagði hjúkrunarkonan. — Svo hefur Sally Human hringt og einhver maður, sem segist heita dr. Frank Richard, og segir að hægt sé að ná í sig á lækninga- stofunni. — Mig langar til þcss að sjá þau öll, sagði Beth. — Mér er ekkert illt í höfðinu lengur. — Ágætt. Litla h.|úkrunarkon- an brosti glaölega til hennar. — Hvern viljið þér sjá fyrst, ungfrú Rainer? — Að sjálfsögðu hlytl hún að vilja sjá Tom fyrst, og þó. Enn einu sinni sá hún Chrís Ijóslifandi fyrir sér, þar sem hann laut nið- ur að henni rétt í því, að hún var að missa meðvitund. Hún varð að fá að vita, hvort það hafði verið hann, og hvernig i ósköp- unum hann hafði komið til Ito hússins. — Ég held ég vilji sjá hr. Land our, muldraði hún. — Hann skildi eftir einkasíma- númer sitt, sagði hjúkrunarkonan. Ég skal fara og hringja til hans þegar í stað. Um leið og hjúkrunarkonan fór til þess að hringja í Chris fann Beth bæði til reiði og sektar. Það 3á í augum uppi, að hún hefði fyrst átt að hitta Tom. Hún var ekki einungis starfsmaður hans, heldur var hann líka hér á hótel- inu. Og ofan á, allt þetta bættist, að hún elskaði hann — eða gerði hún það ekki? En þessa stundina fannst henni bún vera of þreytt til þess að svara þessari spum- in-s^ Hjúkrunarkonan hafði hringt, og 'kom aftur með snyrtitösku Beth. — Þig langair áreiðanlega til þess að snyrta þig svolítið áð- ur en herrarnir koma, sagði hjúkr unarkonan og skríkti. Það var ekki löng leið úr Marunouchi hverfinu að Imperíal hótelinu. Chris hlýtur að hafa lagt öll störf til hliðar um leið og sím- inn hringdi, því hann var kominn á au'gabragði. Hún leit á grannan likama hans, toginleitt andlitið og <íökkt hárið og þessi undarlega bláu augu. Hjartað fór að slá örar — hættulega hratt. Svolitla stund átti hún erfitt með að mæla. — Gott er, að þér skuli vera farið að iíða betúr, Beth, sagði Ohris kæruleysislega. — Já, mér líður miklu betur núna. Henni fannst hjartsláttur- inn hafði minnkað. — Chris, hún rétti fram höndina, og kom við handlegg hans, — ég er orðin snarvitlaus, eða var það í raun og veru þú, sem lauzt niður að mér hjá Ito í gærkvöldi, eftir að Wang hafði ráðizt á mig? — Já, víst var það ég, sagði hann og brosti hálf skömmustu- lega. — Og ég er sannarlega glað ur yfir, að ég skuli hafa komizt til þín í tæka tíð. Örfáum augna- blikum síðar hefði það verið orð- ið of seint. , — En ég .skil qkki, hvernig stóð á því, að þú kömst þangáð. — Það er í rauninni mjög ein- falt. Hann yppti öxlum. — Ég var aldrei rólegur út af því, að þú i skyldir búa í þessu húsi, eins og þú veizt. Ég hafði samband við lögregluna, og sagði þeim allt af létta, og í gærkvöldi stóðu nokkr- ir hraustlegir japanskir lögreglu- þjónar vörð fyrir utan húsið með •mér. — En ég sem hélt, að þú hefð- ir ætlað í leikhúsið með Sally? Hann glotti aftur. — Þú ættir ekki alltaf að vera að hugsa um þetta, Beth. Þú ættir að vita bet- ur. Uppástungan um, að við Sally færum í leikhúsið var ekkert nema yfirskin. Hann bætti við — Við stóðum þarna klukkustund um saman, allt var kyrrt og hljótt. Við vorum í þann veginn að fara, þegar við heyrðum alit; í einu veikt kall um hjálp. Við | biðum ekki eftir, að okkur væri | boðið inn, það get ég fullvissað J þig um. Við ruddumst beint innj í húsið og þutum upp stigann, en • þaðan heyrðist okkur kallið koma. Svo rifum við upp dyrnar, og að lokum fundum við ykkur John Chao liggjandi á gólfinu. Hinn Kínverjinn gerði tilraun til þess að stinga okkur með hnífi. Þá var það, sem einn lögreglumannanna skaut hann í handlegginn. Þú brostir til min, og misstir svo meðvitund —Ég hafði þá á réttu að standa eftir allt saman, stundi hún. — Það varst þú, Chris? — Ég var þarna kvöldið áður líka, sagði hann. — Ég var stað- ráðinn í að koma í veg fyrir, að eitthvað kæmi fyrir þig í þessu íhÚSÍ: ....- -rr'—r-rr-.-.:--: Hún tók fastar utan um haríd- legg hans. — Þú ert mjög góð- ur, Chris. Röddin var í þann veg- inn að brestá. mmmmmmummmmmmmmmm — Einhver verður að gæta þín, sagði henn reiðilega. Þú getur lent í svo að segja hverju sem er. Michiko er ekki eins mikið á móti Band aríkj amönnum og fóst- nrforeldrar hennar eru, sagði Beth hægt. — Ég held hún vildi gjarnan hitta föður sinn .En hvar er hún? Hún kom ekki til kvöld- verðar í gær. Hún var ekki heima, þegar ég fór niður til John Chao. Það var þess vegna, sem ég fór til hans, til þess að reyna að fá | fréttir af henni hjá honum. — Það er allt í lagi með Mic- hiko, sagði Chris. — Lögreglan: tók frú Ito fasta, og yfirheyrði hana kröftuglega. Hún hefur ját- , að að hafa sent stúlkuna til heim- ilis foreldra sinna í Kyoto, til þess að koma henni í burtu frá þér. Beth andaði léttara. — Tom hlýtur að hafa létt? — Honum létti bæði hvað þér við kemur og Michiko. — Og John Chao? spurði hún áköf. — Er hann enn á lífi? — Það er varla hægt að segja það, en hann berst hraustlega fyr ir lífi sínu. Við ættum að heyra meira frá honum seinna í dag, og ég vona að við fáum þá góðar fréttir. Frændi frú Ito og Kín- verjinn Wang Lee, hafa verið | handteknir, ákærðir fyrir morðtil i raun. Mér hefur skilizt, að þeir liggi undir frekari ákærum, ekki léttari. Tom vill endilega fljúga til Kyoto til þess áð komast þar í samband við Michiko. Strax og þú ert orðin nægilega hraust til þess, Beth, þá sting ég upp á, að við förum þangað öll fjögur. Þú manst, að ég var búinn að stinga upp á því áður. Hún kinkaði kolli. — Ég man það, en Tom hafði ekki áhuga. Hann vildi ékki fara frá Tokyo vegna Michiko. Hvernig líkar Sally þessi uppástunga? — Hvers vegna ætti hún að hafa eitthvað áTfttóti henni? Þá sér hún bæði Kyotö og Nara. Það eru tvær athyglisverðustu borgirn I ar í öllu Japan. Báðar þessar borg ^HSSEBSBi ir eru frægar fyrir hin fögru hof og bænahús, og kirsuberjablómin. Mig hefur alltaf langað til þess að sýna þér Kyoto og Nara. Beth. Hún varð undrandi yfir ákaf- anum í röddinni, eins og það væri honum mikils virði, að geta sýnt henni þessa tvo fallegu staði. — Auðvitað hefði ég óskaplega gaman af að koma þangað, sagði hún og brosti til hans. — Þá er það fastmælum bund- ið. Hvenær heldur þú, að þú get- ir lagt af stað? Ég ætla að panta flugfarið. — Mér líður ágætlega núna. Ég ‘ er viss um, að ég get farið strax á niorgun. Hún sneri sér áð litlu japönsku hjúknmarkonunni: — Haldið þér ekki, að það verði í ' lagi, hjúkrunarkona. —Ef mann langar reglulega mikið til einhvers, þá er rétt að gera það, sagði hjúfcrunarkonan. —Þá er það afráðið. Ég tala við Tom um þetta, sagði hann ákveð- , inn. Hún hreyfði höfuðið til á kodd- • anum, eins og til að mótmæla. — 1 Nei, Chris. Láttu Tom stinga upp á þessu sjálfan. Ég vildi helzt ekki, að hann vissi, að ég væri búin að tala við þig. — Áttu við, að þú sért ekki nú þegar búin áð tala við hann. — Nei, ég' er ekki búin að því. , En mig langar ekki til þess að hann frétti af því. — Svona eru konurnar alla tið, sagði hann og hristi höfuðið með vandlætingarsvip. — Við elskum þær eða hötu-m, en getum aldrei , treyst þeim. Allt í lagi. ég læt . þig um þetta ungfrú min góð. Ég reikna ekki með, að þú sért bú- in að jafna þig svo vel, að ,ai hafir lyst á að borða með mér , hádegisverð. — Gæti ég gert það, hjúkrun- ■ arkona? Hún leit biðjandi til h j úkrunarkonunn ar. Stúlkan hristi höfuðið leið á svip. — Nei, þér verðið að vera í rúminu í dag, ungfrú Rainer.. En á morgun, ef ýður langar til. Ég held helzt, að þér verðið alveg i j i I er þriðjudagur 26. maí — Ágústínus Engiapostuli Tungl í liásuðri kl. 6.16. Árdegisháflæði í Rvík kl. 10.16. HEILSUGÆZLA Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði síma 51336. fyrir P ykjavík og Kópavog sími 11100. Slysavarðstofan í Borgarspítalanum er opin allan sólarhringinn. Að- eins móttáka slasaðra. Simt 81212. Kópavogs-Apótck og KeflavOrur- Apótck ern opin virka daga kl. 0—19 laugardaga kl. 9—14 helga daga kl. 13—15- Almennar upplýsingar um lækna þjónustu i borginni eru gefnar i símsvara Læknafélags Reykjavík- ur, sími 18888. Fa „garhe' -:,<ð i Kópav<vd. Hlíðarvegi 40, sími 4264C. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka daga frá Id. 9—7 á laugar- dögum kJ. 9—2 og á sumnudögum og öðrum helgidögum er opið írá kl. 2—4. Kópavogs-apótek og Keflavíkur- apótek eru opin virka daga kl. 9 —19 laugardaga kl. 9—14, helgi- dagá kl. 13—15. Tannlæknavakt er i Heilsiuvernd arstöðinni (þar sem slysavarð- stofan var) og er opir, iaugardaga og sunnudaga H. 5—6 e. h. Sími 22411. Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka í Reykjavík vikuna 23. maí — 29. maí annast Lyfjabúðin Iðunn og Garðs-Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 26.5. ann- ast Kjartan Ólafsson. ÁRNAÐ HEILLA SigurSnr Sigurbjömsson frá Gilsárteigi, búsettur að Hiingbraut 92a, Keflavik, verður fimmtugnr á miðvikudaginn kemur, 27. mai. FLUGÁÆTLANIR Flugfélag íslands h. f. Millilandaflug. Gullfaxi fór til London kl. 08.00 í morguiL Vélin er væntanleg aft- ur til Keflavíkur kl. 14.15 í dag Gullfaxi fer til Glasg. og Kaupm. hafnar kl. 08.30 í fyrramálið. Innanlandsflug. í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) til Vest- mannaeyja (2 ferðir) til Húisavík- ttr, Horxtafjarðar, Norðfjarðar, og Egilsstaða. Á morgum er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) til Vest- mannaeyja, Þórshafnar, Raufar- hafnar, ísafjarðar, Sauðárkróks, Eg'ilsstaSa og Patreksfjarðar. Loföeiðir h. f. Eixík'ur rauði er væntai.’egur frá NY kl. 07.30. Fer til Brussel kl. 08.15. Er væntamlegur til baka frá Brussel kl. 16.30 Fer til NY kl. 17.16. Snorri Þorfinnsson er vænlanlegur frá NY kl 08.30. Fer til Brussel kl. 09.30. Er væntanlegur til baka frá London og Glasg. kl. 00.30. Fer til NY kl. 01.30. SIGLINGAR Skipaútgerð ríkisiits. Hekla var væntanleg til Hornafj. í gærkvöld á suðurleið. Herjólfur fer frá Rvk kl. 21.00 í kvöld til Vestmannaeyja. Herðubreið fer frá Reykjavík kl. 20.00 í kvöld austur um land í hringferð. Guðrún Jóhannsdóttir fegrunarsér- fræðingur leiðbeinir konum um val á sniyrtivörum, Félagsmál. Kaffiveitingar. Kópavogsbúar 67 ára og eldri. Opið hús í Æskulýðsheimilinu við Álfhólsveg, fimmtudaginn 28. maí tol. 8. Verið öll velkomin. Nefndin. Tónabær, Tónabær, Tónabær. Félagsstarf eldri borgara. Á mið- vikudag 27. mai verður opið hús. Dagskrá: Lesið, teflt, spilað, kaffi- veitdngar, bókaútlán, upplýsinga- þjónusta, sfcemmtiatriði. ORÐSENDING Kvenfélag Háteigssóknar vffl vekja athygll á fótBnyrtingu fyrir aldrað fólk l sókninni. Uppl og pöntunum veitt móttaka fimm- tudag og föstudag kl 11—12. i sima 82959. Hvíldarvikur mæðrastyrksnefnd ar að Klaðgerðakoti byrja 19. júni og verða tveir hópar fylr eldri konur. Þá verða mæður með börn sín eims og undanfarin sumur og þeim skipt í hópa. Konur, sem ætla að fá sumar- dvöl hjá nefndinni tali við skrif- stofuna sem fyrst að Njálsgötu 3. Þar eru gefnar nánari uppl. Opið daglega frá kl. 2—4 nema laugar- daga. Sími 14349- Kvenfélag Ásprestakalls. Opið hús fyrir aldrað fólk í sókn- innd alla þriðjudaga fcl. 2—5 e. h. í Asheimilinu, Hólsvegi 17. Fót- snyrtinig á sama tima. Kvenfélagasaniband Islands. Leiðbeiningarstöð húsmæðra Hall- veigarstöðum, sími 12335 er opin alla virka daga frá ki. 3—5, nema laiugardaga FÉLAGSLIF Kvenfélag Ásprestakalls. Fundur í Áslieimilinu Hólsvegi 17 n.k. miðvikudag 27. maí kl. 8. Hjr— L BE T~"\ L : ■ r ■ r Lárétt: 1 Rannsaka. 6 Sáðkorn. 8 Skraf. 9 Höfuðborg. 10 Fæði. 11 Hvassviðri. 12 Miðdegi. 13 Nöldur. 15 Gramur. Krossgáta Nr. 543 Lóðrétt: 2 Biður forláls. 3 Röð. 4 Mat. 5 Jurt. 7 Svi- virða. 14 Tveir eins. Ráðning á gátu nr. 542 Lárétt: I Nykur. 6 Rám. 8 Veð. 9 Sko. 10 Lóa. 11 Nei. 12 Mör. 13 Nái. 15 Aginn. Lóðrétt: 2 Yrðling. 3 Ká. 4 Umsamin. 5 Ávana. 7 Kotra. 14 Ai-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.