Morgunblaðið - 08.11.2005, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 5
BÆKUR
nokkrum árum og standi enn.
„Þó verður eiginlega að segja að samhliða því
leyfist allt. Höfundar eru ekki bundnir af neinni
stefnu eða viðhorfum í skrifum sínum fyrir börn í
dag. Það er allt í gangi. Efni myndabókanna er
stundum kallað fantasía en oft væri nær að kalla
þær dæmisögur, þar sem verið er að kenna börnum
ákveðin grundvallaratriði með frásagnaraðferð æv-
intýrisins. Bók Ragnheiðar Gestsdóttur um regn-
bogann er ágætt dæmi þar sem frumlitirnir eru kát-
ir krakkar og markmið bókarinnar öðrum þræði að
kenna börnunum litablöndun. Þegar Rauður og
Gulur renna sér saman þá verður röndin appels-
ínugul. Boðskapurinn er að saman getum við annað
og meira en hvert fyrir sig. Svo má ekki gleyma því
að vinsælasta bókin í fyrra var bók Guðrúnar
Helgadóttur sem er best lýst sem raunsæissögu úr
Reykjavík. Hið sama má segja um Fíusól. Sögur
sem gætu gerst heima hjá mér og þér. Engir töfrar
og engir galdrar. En bráðskemmtilegar. Fant-
asíubækurnar eru engu að síður óskaplega vinsælar
enda töfrar og aðrir heimar heillandi söguefni.“
Undirbúningur fyrir allt
Hvar dragið þið svo línuna í efri aldursmörk-
unum?
„Við gefum auðvitað út bækur sem við ætlum
unglingum og eru flestar reyndar þannig að full-
orðnir hafa líka gaman af þeim. En við viljum brúa
bilið betur á milli unglinganna og hinna fullorðnu
því það er mjög misjafnt á hvaða stigi í lestri ung-
lingar á aldrinum 13–16 ára eru. Við vildum þó
gjarnan sjá að fullorðna fólkið héldi bókum meira að
ungling um því lestur dettur talsvert niður þegar
börnin komast á unglingsár. Minna þó eftir því sem
þau hafa vanist meira á lestur. Það er staðreynd
sem við hömrum stöðugt á. Bóklestur er undirbún-
ingur fyrir allt sem barnið mun síðar taka sér fyrir
hendur í lífinu. Það gildir jafnt um tök á tungumál-
inu og hæfni í stærðfræði og allt þar á milli. Illa læs
einstaklingur í nútímasamfélagi er verulega fatl-
aður. Þess vegna er ekki til betri undirbúningur fyr-
ir börnin en að byrja að lesa fyrir þau sem fyrst og
halda því áfram á hverjum degi þangað til þau eru
orðin vel læs. Síðan að halda bókum að þeim uppfrá
því. Það er besta gjöfin sem við getum gefið börn-
unum okkar og hún þarf ekki að kosta mikið. En
það þurfa auðvitað að vera góðar, skemmtilegar og
fallegar bækur.“
orðin svo mikil í því að segja sögur með myndum að
það er ekki óalgengt að myndirnar verði til um leið
og textinn. Oft er það líka þannig að sami listamað-
ur er höfundur bæði mynda og texta. Sigrún Eld-
járn, Áslaug Jónsdóttir og Björk Bjarkadóttir eru
góð dæmi um slíka höfunda. Þar má segja að mynd-
irnar beri uppi frásögnina og textinn styður við.
Dæmi um samstarf þar sem myndir og texti verða
nánast til samtímis og í samvinnu rithöfundar og
myndlistarmanns er bókin Rissa vill ekki fljúga eft-
ir Kristínu Steinsdóttur og Höllu Sólveigu Bald-
ursdóttur sem áður unnu saman verðlaunabókina
Engill í vesturbænum.“
Myndasögur fyrir eldri börn
Eftir því sem börnin eldast og lestrarkunnáttunni
fleygir fram eykst vægi textans og myndum fækkar
þó þær hverfi engan veginn alveg úr bókunum.
„Góð dæmi um þetta er Steinhjartað, þriðja bók
Sigrúnar Eldjárn um systkinin Stínu og Jonna sem
Sigrún myndskreytir sjálf og önnur bók Kristínar
Helgu Gunnarsdóttur um Fíusól, gleðisprengjuna
sem náði einstaklega vel til krakka í fyrra og síðan
hefur ekki linnt fyrirspurnum um hvort komi nú
ekki örugglega framhald. Þar á textinn meira pláss
á síðunum en myndir Halldórs Baldurssonar eru
einstaklega húmorískar og bæta alltaf einhverju
við.“
Sigþrúður bætir því við að myndir skipi sífellt
stærri sess í bókum fyrir stærri krakka. Hún bendir
á bókina Dýr sem Halldór Baldursson hefur mynd-
lýst. „Þetta eru geysilega fallegar myndir og sög-
urnar eru alls ekki fyrir unga krakka, stundum ansi
safaríkar og jafnvel hrollvekjandi. Myndirnar und-
irstrika það og t.d. er ein sem sýnir leðurblökur á
knæpu og það er ekki oft sem slíku umhverfi er
myndlýst í barnabók!“ Enn ein útfærslan á mynd-
skreytingum eru myndasögur Emblu Ýrar Báru-
dóttur og Ingólfs Arnar Björgvinssonar eftir Njálu.
„Við renndum algjörlega blint í sjóinn með hvern-
ig þessu yrði tekið en skemmst er frá því að segja að
Njálumyndasögur þeirra, Blóðregn og Brennan
slógu algerlega í gegn og nú er þriðja bókin, Vetr-
arvíg, komin út. Aðferð þeirra Emblu og Ingólfs er
að taka efni Njálu og beygja það að teiknimynda-
söguforminu, stundum mjög frjálslega en þeim
tekst þetta alveg einstaklega vel.“
Þegar talið berst að sjálfu efni bókanna segir Sig-
þrúður að sannkölluð fantasíubylgja hafi hafist fyrir
og fallegar bækur
Morgunblaðið/Þorkell
bóka hjá Eddu útgáfu.
dór Baldursson og Tove Appelgren.
Risaeðlur í íslensku samhengi. Risaeðlutíminn eftir Ingibjörgu Briem og Maribel Gonzalez Sigurjóns.
Þór í vagni sínum með hafrana góðu. Úr Völuspá eftir Þórarin Eldjárn og Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur.
Í kjölfar einstakra vinsælda Da Vinci
lykilsins og Engla og djöfla hafa aðrar
spennubækur eftir Dan Brown klifrað
upp í efstu sæti
metsölulista um
allan heim síð-
ustu misseri.
Þeirra á meðal er
Blekkingaleikur
(Deception Point)
sem Bjartur hefur
nú gefið út í ís-
lenskri þýðingu
Karls Emils Gunn-
arssonar. Í Blekk-
ingaleik mynda nútíma geimrann-
sóknir og bandarísk
samtímastjórnmál umgjörð um æsi-
lega atburðarás með óvæntum upp-
ljóstrunum og ófyrirsjáanlegum endi.
Bandaríska geimferðastofnunin
NASA þykist hafa himin höndum tekið
þegar gervihnöttur á hennar vegum
gerir merka uppgötvun yfir Norð-
urheimskautinu.
Stofnunin á undir högg að sækja og
uppgötvunin er ekki aðeins líkleg til
að greiða fyrir frekari geimrann-
sóknum heldur hafa afdrifarík áhrif á
bandarísku forsetakosningarnar. Í
Hvíta húsinu er ákveðið að biðja Rac-
hel Sexton, unga konu sem starfar við
að skrifa njósnaskýrslur, um að
greina fyrirliggjandi gögn um málið.
Fyrr en varir er Sexton komin út á
kaldan heimskautaklakann ásamt
hópi sérfræðinga, þeirra á meðal hin-
um þekkta sjónvarpsmanni Michael
Tolland. Þau verða þess fljótt vör að
uppgötvun NASA byggist á vísinda-
legum blekkingum – blekkingum sem
gætu hleypt heimsmálunum í bál og
brand.
Prentun: Bookwell í Finnlandi.
Kápuhönnun: Ásta S. Guðbjartsdóttir.
Verð kr. 4.280.
Nýjar bækur
Sunnlenska bókaútgáfan á Selfossi
hefur gefið út ljóðabókina Einnar
báru vatn eftir Sigríði Jónsdóttur,
bónda í Arnarholti í Biskupstungum.
Þetta er fyrsta bók höfundar en í
kynningu útgefanda segir m.a.:
„Ljóðin eru þroskuð og vel ort. Þau
ganga nærri lesanda vegna þess
hvað þau eru persónuleg, hlý og op-
inská: Ljóð sem verða lesin aftur og
aftur. Í ljóðum Sigríðar renna saman
tveir heimar, tungutak vorra daga og
viðfangsefni þúsund ára bændaþjóð-
ar.“
Sunnlenska hefur einnig gefið út
Þykkskinnu hina síðari eftir Helga
Hannesson (1896–1989) sem er
safn sagnaþátta úr Rangárþingi.
„Bókin er sjálfstætt framhald Þykks-
kinnu eftir sama höfund sem kom út
haustið 2003 og var vel tekið. Í skrif-
um Helga fara saman sagnagleði
höfundar, frábær tök á íslenskri
tungu og hispursleysi í frásögnum
sem á fáa sína líka. Bókina prýða
einstakar ljósmyndir úr safni Helga.“
Útkall útgáfufélag hefur sent frá sér
bókina Líkami fyrir lífið fyrir konur eft-
ir Pamelu Peeke í þýðingu Guðjóns
Guðmundssonar. Metsöluhöfund-
urinn og lækn-
irinn Pamela
studdist við nýj-
ustu rannsóknir
þegar hún lagaði
aðferðirnar úr Lík-
ami fyrir lífið að
þörfum kvenna.
Bókin er sniðin að
hormónabúskap,
efnaskiptum og lífeðlisfræðilegum
þörfum kvenna. Bókin kennir þér að
jafnvægið milli æfinga og næringar
skiptir mestu máli. Á öllum aldri. Þú
borðar fimm til sex litlar máltíðir á dag
og verður aldrei svöng. Þú velur
gæðaprótín, fitu og kolvetni en slepp-
ir ruslfæðinu. Þannig færð þú orku til
að brenna líkamsfitunni með hreyf-
ingu og styrkjandi æfingum. Konur
þurfa ekki að óttast að verða of vöð-
vastæltar – þær hafa einfaldlega ekki
genin í það. Með þessu móti nærðu
varanlegum árangri og gefst ekki upp.
Bókin er 260 bls. Verð: 4.490 kr.