Morgunblaðið - 08.11.2005, Page 6

Morgunblaðið - 08.11.2005, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR JPV ÚTGÁFA sendir frá sér á þriðju- dag bók eftir Gunnar Hersvein sem ber heitið Gæfuspor – gildin í lífinu. Í Gæfusporum fjallar Gunnar Her- sveinn um mannkosti og tilfinningar, stríð og frið og ham- ingju og rósemd af hugkvæmni og varpar oft óvæntu ljósi á rótgróin hugtök. Markmið bókar hans er m.a. að sýna hversu mikilvægt er að rækta tilfinningar sínar, það er forsenda fyrir velferð hverrar persónu og árangri í lífi og starfi. Í bókinni er einnig fjallað um hvernig einstaklingar geta brugðist við amstri og streitu nútímalífs með viðhorfi sínu til tímans og vilja til að stjórna dagskrá eigin lífs. Mark- miðið er að tendra leiðarljós og brýna lesandann til að leita svara við lífsgátunum upp á eigin spýtur. Fjallað er á skýran og greinilegan hátt um tæplega 50 hugtök sem brenna á fólki á lífsleiðinni. Tilfinn- ingar eins og ást, einmanakennd, afbrýðisemi, þakklæti og fyrirgefn- ingu. Dyggðir eins og hugrekki, sjálfsaga og heiðarleika. Lesti eins og hroka, leti og þrjósku. Nýjar bækur JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér Í fylgd með fullorðnum eftir Stein- unni Ólínu Þorsteinsdóttur. „Ég dáist að fólki sem man hluti sem geta komið að gagni. Fólk sem romsar upp úr sér staðreyndum. Sérstaklega öf- unda ég þó fólk sem man eftir sjálfu sér. Man hvað það hugs- aði þegar það var þriggja ára. Hvenær það fann ástina í fyrsta sinn. Fólk sem tekur iðulega þannig til orða: „Ég man það eins og það hefði gerst í gær.“ Eitthvað sem gerðist fyrir löngu. Það er ekki margt sem ég man með þeim hætti. Meira svona eins og það hafi gerst í fyrradag. Eða daginn þar áður. Af hverju er ég að hugsa um þetta núna? Ég hef ekki leitt hugann að þessu árum saman. Enda vil ég ekki hugsa um það. Langar alls ekki að muna það. En þegar öllu er á botninn hvolft, hvað man maður svo sem?“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er löngu landsþekkt fyrir störf sín á sviði leikhúsanna og í sjónvarpi. Hér þreytir hún frumraun sína sem rithöfundur. VARLA er við öðru að búast en rit- höfundar freistist til að skrifa lykil- skáldsögur um þá atburði sem dunið hafa yfir okkar blessuðu þjóð að und- anförnu. Varla hefur sá fréttatími í sjónvarpi eða útvarpi lið- ið sem ekki hefur borið okkur tíðindi af átökum auðherra og stjórnmála- manna. Átökin tengjast þeirri hröðu upphleðslu auðmagns sem orðið hef- ur á Íslandi síðustu ár og breyttum valdaafstæð- um sem vöxtur hinna ný- ríku hefur fætt af sér. Það er augljóst að þessi átök eru ekki einungis átök milli stjórnmála- manna og auðherra heldur líka á milli nýs og gamals auðmagns ef hægt er að tala um auð- magn með þeim hætti. Á bak við þessa umræðu eru meint undirferli hinna nýju auðherra og viðbrögð hins þjóðfélagslega valds við þeim. Þetta er það sögusvið sem Þráinn Bertelsson grípur á lofti í skáldsögu sinni, Valkyrjum. Hún er háðsádeila sem byggist á þessum átökum. Þrá- inn velur að klæða umfjöllun sína um þessi mál í búning sakamálasögu. Sannast sagna er sú glæpasaga nokkuð vel heppnuð ef sagan er skoð- uð út af fyrir sig. Hún er klassísk að byggingu. Þráinn kann vel til verka, byggir upp spennu m.a. með frestun atburða. Persónur hans eru dregnar upp með skýrum hætti. Við fáum inn- sýn í líf sakamannnanna og lögreglu- mannanna sem rannsaka glæpina og hann afhjúpar listilega stjórnmála- mennina og peningamennina. Hann er leikinn í að lauma siðferðislegri af- stöðu sinni inn í orðræðu ólíklegustu manna þannig að eftir henni verður tekið, jafnvel úr munni ruglaðs glæpamanns eða ritstjóra slúður- blaðs. Saga Þráins byggist á flókinni sögufléttu þar sem tvær aðskildar glæpasögur tengjast í gegnum mergjaðan vef atburða. Það sem tengir þessar sögur saman er morð á feminískri skáldkonu, Freyju Hilm- arsdóttur, sem samið hefur viðtals- bók við tvær fyrrverandi eiginkonur þekktra manna, annars vegar stjórn- málamanns sem fallið hefur af stalli og lifir í útlegð sem sendiherra Ís- lands í Kanada og hins vegar auð- herrans sem stjórnar Mínus-veldinu, Mínus-group. Sú bók er eiginlega sagan inni í sögunni og nefnist að sjálfsögður Valkyrjur. Í henni er ber- sýnilega eitthvert eldfimt efni því að bókin hverfur við dauða og verður til- efni annars glæpaferils. Um allt þetta er mjög margt gott að segja. Þráinn er fjölhæfur rithöf- undur og kann vel til verka. Hvergi er eiginlega slakað á listrænum kröf- um. Það er þó tvennt sem mér finnst rétt að gera að umræðuefni varðandi þessa skáldsögu. Ann- ars vegar er það sú leið sem höfundur vel- ur að gera hana farsa- kennda, einkum þegar á hana líður, og hins vegar þau áhrif sem það val hefur á boð- skap sögunnar. Vera má að þeir atburðir sem eru kveikjan að þessari bók séu svo farsakenndir að ekki sé annað hægt en að skrifa farsakenndan texta um þá. Þráinn velur altént þá leið. En hann býr þá við það að skáldsöguformið er fremur stirt. Það tekur langan tíma að skrifa skáldsögu. Á meðan á ritun þessarar skáldsögu stóð hafa allir helstu spaugarar þjóðarinnar, ekki síst þeir sem kenndir eru við Spaug- sofu eða Baugsstofu, verið iðnir við að draga upp sams konar farsamynd- ir og birtast í þessari bók, hvort sem það er af forsætisráðherra, Mínus- forstjóranum, dómsmálaráðherran- um eða ríkislögreglustjóranum borðalagða. Ef til vill má kalla þetta seinheppni Þráins en ávallt er hætt- an þegar menn velja að skrifa lyk- ilskáldsögur að þessi verði reyndin. Þetta dregur svo sem ekki úr listgildi sögunnar eða spennugildi hennar. En í þessu efni verður Þráinn ekki sakaður um frumleika. Hitt er svo annar þáttur en þó ná- tengdur þessu vali Þráins, að þjóð- félagsgagnrýni hans í þessari skopá- deilu verður fyrir bragðið dálítið óljós og klisjukennd. Mér er þannig ekki alveg ljóst hvort hann er að beina athygli sinni að siðleysi auð- herranna eða meintri spillingu ráða- manna nema hvort tveggja sé eða jafnvel mannlegu eðli almennt, að það sé grimmt og heimskulegt. M.ö.o. mér finnst ádeila hans ekki ýkja hvöss. Valkyrjur standa þó vel fyrir sínu sem vel skrifuð sakamálasaga. Þetta er skemmtileg bók aflestrar enda þótt efnið sé nokkuð mikið notað af öðrum nútímahöfundum og boðskap- ur sögunnar sé ekki ýkja hvass. Mínusveldið BÆKUR Skáldsaga Valkyrjur eftir Þráin Bertelsson, 332 bls. JPV-útgáfa. 2005 Skafti Þ. Halldórsson Þráinn Bertelsson ÁRIÐ 1966 kom út tímamótaskáld- sagan Tómas Jónsson metsölubók eftir Guðberg Bergsson. Án þess að fara náið út í þá sögu, enda gerist þess vart þörf, segir sú saga á brota- kenndan, gróteskan og hefðarbrjót- andi hátt frá Tómasi Jónssyni. Nú bregður svo við að þrjátíu og níu árum eftir Tómas Jónsson met- sölubók lítur annar Tómas Jónsson dagsins ljós í skáldsagnaformi. Í annarri skáldsögu Kristjóns Kor- máks Guðjónssonar, Frægasti mað- ur í heimi (Óskaslóðin frá 1997 er hans fyrsta), segir einmitt frá al- nafna hugarfósturs Guðbergs. Tóm- as „yngri“ er tuttugu og átta ára, frá- skilinn og býr einn með fjögurra ára dóttur sinni, Rósu. Kona hans yfirgaf hann fyrir nokkru og tók með sér eldri tvíburadætur þeirra. Hefir hún nú tekið upp sambúð við annan mann. Heitasta ósk Tómasar er að sameina fjölskylduna og er sú viðleitni rauði þráður bókarinnar, enda er hann þeirrar skoðunar að fólk eigi að vera saman hvað sem gerist. Besta verkfærið til að ná konu sinni aft- ur er að mati Tómasar sjónvarpið, enda vill hann meina að kona sín taki ekki mark á neinu nema það „birtist á sjónvarpsskjá“ (37). Þar af leiðandi ákveður hann að gerast viðfang í raunveruleikaþættin- um „Frægasti maður í heimi“. En ekki er allt sem sýnist. Frá fyrstu síðu má draga sannleiksgildi atburðarásarinnar í efa; á þetta sér raunverulega stað, er umhverfið ekki bara, líkt og í raun- veruleikaþáttum, tilbúið? Eins og með sögu Guðbergs er hér nýstárleg saga á ferð. Það sem helst dregur til tíðinda er að raunveruleg- ar persónur úr íslenskum samtíma eru dregnar inn í söguna. Kristjón Kormákur tók nefnilega upp á því að búa til netfang (og bloggsíðu www.raun- veruleiki.blogspot.- com) fyrir persónu sína þannig að hún gæti staðið í samskiptum við nafntogað fólk eins og Dr. Gunna, Jakob Frímann Magnússon o.fl. gegnum tölvupóst. Þau samskipti eru svo skrifuð óritstýrð að mestu inn í söguna og hafa áhrif á söguþráð- inn. Úr verður eins konar raunveruleika- bók sem kallast bæði á við falda myndavél og raunveruleikasjón- varp. Að auki státar bókin af auka- efni sem einna helst er að finna á mynddiskum; um gerð bókarinnar, annar endir, ónotaðir kaflar o.fl. í þeim dúr. Á bókin sér svo einnig heimasíðu www.raunveruleiki.com þar sem meira aukaefni er að finna. Þessi hugmynd er hvorki meira né minna en frábær! Hér er settur á svið leikur með raunveruleikahug- takið sem býður upp á fjölmargar til- vistar- og samtímalegar vangaveltur auk þess að vera fínn vettvangur fyr- ir ádeilu. T.d. um vægi sjónvarps í sköpun merkingar, almenn lífsvið- mið og hvernig þau hafa breyst, hvernig markaðurinn stjórnar þörf- um fólks og hvort raunveruleikinn eins og hann er birtur á þeim vett- vangi sé eftirsóknarverðari en sá sem er. Úrvinnsla þessa er bara ekki nógu góð. Sem persóna er Tómas Jónsson með tilvist sína á nokkrum plönum. Plönum sem eru innbyrðis ólík eins og t.d. e.k. utangarðssamfélags- ádeilupredikari og sjónvarpsstjarna sem gengst inn í sömu viðmið og pre- dikarinn gagnrýnir. Þetta væri í sjálfu sér í lagi ef ekki væri fyrir að flæðið milli þessara plana sögunnar er allt að því stíflað. Skilin milli plan- anna verða þannig of skörp líkt og um mismunandi persónur sé að ræða. Einnig hjálpa ekki til klaufa- legar stafsetningar-, setninga- og málfræðivillur. Að vísu falla þær vel að forminu þegar kemur að tölvu- póstssamskiptunum, þar sem slík samskipti mora iðulega í villum, en skemma fyrir þar fyrir utan. Það er líka eins og höfundur viti ekki hvert skal stefna með söguna. Hún er hvorki skýr né þokukennd, vel skrifuð né illa, missir hvorki sjón- ar á veruleikanum né ekki … Þar af leiðandi nær hún ekki almennilega risi. Ádeilan birtist lítt dulbúin og á tíðum á hún einhvern veginn meira skylt við pistla en skáldsögu. Reynd- ar nær frásögnin sér vel á skrið kringum miðbik sögunnar þar sem textinn rennur vel smurt áfram auk þess sem sum tölvupóstssamskiptin virka mjög vel. En þegar kemur svo að lokunum er eins og textinn missi aftur flugið og verði hvorki fugl né fiskur á ný. Þegar þetta er tekið saman þá er spurningin hvort meta eigi viljann fyrir verkið. Hér er frábær hugmynd en miður góð úrvinnsla. Í þessu til- felli er það viljinn. Hugmyndin er það góð að hún á skilið að henni sé gefinn gaumur. Það er bara vonandi að næst, sem samkvæmt höfundi verður á næsta ári, takist honum bet- ur upp og hafi jafn góða eða betri hugmynd til að vinna úr. Frábær hugmynd BÆKUR Skáldsaga Frægasti maður í heimi Eftir Kristjón Kormák Guðjónsson. 218 bls. Isabella gefur út. 2005 Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Kristjón Kormákur Guðjónsson FLESTIR Íslendingar þekkja senni- lega eða kunna jafnvel utan að ein- hverjar þulur. Þulurnar eru romsu- kennd ljóð í frjálsu formi, með mislangar ljóðlínur, án erindaskila. Bragregl- ur elstu þulanna eru fáar, stuðlasetningin er óregluleg og oft engin. Þulurnar hafa oft endarím en yfirleitt ekkert innrím. Þekkt- ar eru íslenskar þulur sem tilheyra flokki þjóðkvæða og eiga sér fornar rætur í ís- lenskri kvæðahefð, meðal annars eru þul- ur í Snorra-Eddu. Gamlar þulur eru oft romsur af nöfnum eða einhvers konar upp- talningar, t.d. má í Vil- hjálms sögu sjóðs finna Allra flagða þulu, sem er upp- talning tröllanafna. Nöfn kúa og manna eru til í þulum og þulur með nöfnum jólasveina og afkvæma Grýlu kannast sjálfsagt margir við. Á síðari tímum hefur orðið þula verið notað um ýmiskonar bragi, oftar en ekki barnagælur en þá er stuðla- setningin reglulegri en í gömlum þul- um og rímið tengir gjarna saman mörg vísuorð. Slíkar þulur hafa verið kallaðar langlokur og eru langlokurn- ar gjarna eignaðar nafngreindum skáldum, öfugt við elstu þulurnar, sem eru höfundarlausar og hafa varð- veist í munnlegri geymd. Nálægt okk- ar tímum hafa skáld ort ljóð með formi gömlu þulanna og koma þá helst nöfn skáldkvennanna Huldu og Theodóru Thoroddsen upp í hugann. Í káputexta Romsubókarinnar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson segir að höfundur taki upp þráðinn þar sem þulum fyrri tíma sleppi og spinni upp langar romsur. Víða er komið við í þeim átján romsum sem eru í bók- inni.Þar má nefna Mannanafnaromsu þar sem talin eru upp yfir hundrað ís- lensk mannanöfn og romsur um drauga, gjafir, veður, skótískuna, ruslakompu, lestrarhesta, sérfræð- inga og fleira og fleira. Romsurnar sverja sig vissulega í ætt við þulurnar, þær eru rímaðar og oft stuðlaðar og sumar erindisskiptar. Hrynjandi romsanna er þannig að það er eig- inlega alveg nauðsynlegt að lesa þær upphátt og þær eru tilvaldar fyrir for- eldra og aðra uppalendur til að lesa fyrir börnin. Þá gefst líka færi á að út- skýra orð og hugtök og ræða efnið. Sumar romsanna eru frásagnir af at- burðum en aðrar meira í ætt við al- mennar hugleiðingar. Við lesturinn eignaðist ég strax eina uppáhalds- romsu, en það er Allraveðraromsa, sem fjallar um hve veðurlagið getur verið undarlegt en þar eru nefnd fjöl- mörg orð tengd veðurfari. Romsunni lýkur með eftirfarandi línum: Slagviðri og slydda mætast oft sliguppgefin fara burtu héðan en suddinn gerist svalari á meðan og súldin breytist hægt í þokuloft. Útsynningur eflir dáð og þrótt. Annað sem er frekar hægt að ræða andvari og dúnmjúk dalalæða dögg á grasið fellur stillt og rótt. Í vorleysingum vestanblærinn fær að vaxa þar til brestur á með regni svo flæðir yfir allt af fremsta megni flóðgátt himins stærri en endranær. Loks styttir upp og stormurinn í bráð stendur kyrr, – í logninu er friður. Ég vona að það verði fastur liður, Í veðrið geta síðan allir spáð. Myndskreytingar Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur eru frumlegar og nú- tímalegar og sérlega litskrúðugar. Þær eru undir áhrifum þeirra veggs- kreytinga sem sumir vilja meina að séu hrein skemmdarverk en aðrir kalla götulist. Myndirnar höfða áreið- anlega til barna á okkar dögum, sem eru vön að lesa úr mjög fjölbreyttu myndefni. Að hafa Öfugmælaroms- una einnig með spegilskrift er sérlega vel til fundið, mörgum krökkum finnst áreiðanlega spennandi að bera bókina upp að spegli og lesa textann. Leturgerðinni velti ég þó aðeins fyrir mér. Í millikafla í Mannanafnaromsu og Bókabéusarromsu er notað letur þar sem erfitt er að sjá mun á i og í og ég ímynda mér að það geti ruglað ein- hverja í ríminu. Heildrænt séð er Romsubókin eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson vel heppnuð barnabók, sem höfðar áreið- anlega einnig til margra fullorðinna. Romsurnar eru afar fjölbreyttar að efni, ágætlega samdar og orðaforðinn margbreytilegur. Bókin er einnig fag- urlega myndskreytt með nútímaleg- um hætti. Ég get vel ímyndað mér að Romsubókin verði vinsæl kvöldlesn- ing margra sprækra krakka og for- eldra. Ágætar langlokur BÆKUR Börn Romsubókin Romsuhöfundur: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Myndskreytingar: Halla Sólveig Þorgeirsdóttir 49 bls. Dimma 2005 Þórdís Gísladóttir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.