Morgunblaðið - 08.11.2005, Side 8

Morgunblaðið - 08.11.2005, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR STÖNG útgáfufélag hefur sent frá sér bókina Við ævilok – hvað gerist þá? Miðillinn frægi og Íslandsvinurinn Craig Hamilton-Parker sviptir í bókinni hul- unni af leynd- ardómum fram- haldslífsins. Craig styðst við upplýs- ingar sem fengist hafa frá andaheim- inum og þeim sem verið hafa við dauð- ans dyr, enn fremur dulspekikenningar austurlenskra arfsagna. Þú færð svör við fjölmörgum spurningum um líf og dauða, þar á meðal: Hvernig veistu hvort þú ert dáinn? Get ég haft samband við ástvini mína sem enn eru á jörðinni? Eru vernd- arenglar til? Hvað gerist þegar einhver verður bráðkvaddur? Get ég beitt vilja- styrk mínum til að snúa aftur? Fjallað er um hið mikla hjól fæðingar og dauða sem og endurfæðingar. Leggðu þig fram um að gera hið besta úr lífinu meðan þú ert enn á jörðinni og taktu næsta tilverustigi fagnandi. Craig er einnig höfundur hinnar vinsælu bókar Draumar, að muna þá og skilja sem kom út í fyrra. Bókin er 144 bls. Myndskreytingar: Steinar Lund Verð 3.490. Nýjar bækur EFST í hægra horninu á forsíðu Fréttablaðsins hafa undanfarið birst litlar rauðar auglýsingar sem inni- halda upphrópanir og speki af www.rokland.blogspot.com. Eigandi bloggsíðu þessarar er Böðvar Hall- dór Steingrímsson, fyrrum kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, aðalpersóna í nýrri skáldsögu eftir Hallgrím Helgason. Sagan ger- ist á Sauðárkróki þar sem Böddi glímir við lífsgátuna niðri í kjallara í húsi aldraðrar móður sinnar, skrifar meinyrta pistla, föndrar við þýskar ljóðaþýðingar og les Nietzsche, fer á skrautleg fyllerí og elskar álfamey úr fjarlægð. Hann hatar bæði sjón- varp og útvarp, popptónlist er „verk- smiðjugarg“ í hans eyrum og bíó- myndir eru bara fyrir „vídeómerar“. Þegar hann er rekinn úr FNV verður hann verulega skeinuhættur á blogg- síðunni, enda er hann Byggðahreins- un Skagafjarðar (BHS) holdi klædd, og eftir því sem sögunni vindur fram stefnir Böddi í óumflýjanlegt upp- gjör við sjálfan sig og samfélagið. Í Roklandi kraumar frásagnar- gleði og húmor. Eldfjörugur sögu- þráðurinn er kryddaður með fjöl- mörgum frábærum persónulýsing- um, drepfyndnum og eðlilegum sam- tölum (sem eru alltof sjaldgæf í íslenskum skáldsögum) og neyðar- legum uppákomum. Böðvar er miðja frá- sagnarinnar og sér- viskuleg sýn hans á mannlífið og sjálfan sig er í senn fyndin, sönn og brjóstumkennanleg. Hann gengst upp í því að vera bæði sveita- maður og heimsborg- ari, spámaður og tagl- maður, ógnvaldur staðarins. Hann er sjálfskipaður útlagi sem fyrirlítur meðal- mennskuna, smáborg- araháttinn, fjölmiðlana og firringuna. „Íslend- ingar eru feitir fiskar í eldiskví. Þeir synda bara hring eftir hring og allir í sömu átt. Láta bara mata sig og fitna dag frá degi. Láta allt yfir sig ganga. Segja aldrei neitt“ (41). Böddi vill ekki vera neinn þvögusleikir (67) eins og sjá má í mögnuðum bloggp- istlum hans sem hrella penar sam- félagssperrur og prúða sveitar- stjórnarmenn. Aukapersónurnar eru svo ljóslif- andi og dæmigerðir Íslendingar að allir hljóta að hafa hitt þær einhvers staðar. Móðir Bödda er „hin íslenska þolinmóðir“ (19) holdi klædd. Dag- björt, barnsmóðir Böðvars, fellur hvorki undir „brúnku né belju“ skv. umdeildri skilgreiningu hans sjálfs á kvenfólki en er að mörgu leyti í sömu sporum og hann, einmana rekald á rótlausum tímum. Samfarasena þeirra Bödda við Reiðhöllina er al- gjörlega óborganleg. Viðar bróðir er á framabraut í auglýs- ingabransanum og skiptir ört um konur: „Viddi bróðir var hætt- ur að leika. En hafði í staðinn gert líf sitt að leikriti. Allt þetta enda- lausa nýja parket var bara sviðsfjalir. Sem hann þurfti sífellt að framlengja. Undir nýja mótleikara.“ (22.) Ein eftirminnilegasta auka- persónan er hótelstjór- inn Keli, breyskur sagnaþulur og athafna- skáld. Í persónu hans er fléttað saman harmi og fyndni á ógleymanlegan hátt, „engin miskunn!“ Hallgrími tekst vel að fanga and- rúmsloftið í plássinu, þennan sérís- lenska dreifbýlisanda sem bæði heillar og hrellir. Bæjarbúar þekkja söguna, eiga sína sögu og segja sög- ur og allir eru uppnefndir. Allt er á sínum stað: Rúnturinn, vídeóleigan og sjoppan, hótelið, sjúkrahúsið, kaupfélagið, gamli og nýi bærinn. Lýsingar Hallgríms á umhverfi sög- unnar, veðurfari og landslagi eru frumlegar og myndrænar, það eru engar þreyttar eða væmnar náttúru- lýsingar í Roklandi. Líkingarnar ganga upp, myndhverfingarnar virka og mynda nýgervingar: „Skagafjörður var breiður fjörður og inn af honum gekk dalur sem var í raun of víður til að kallast dalur; þetta var eitt blómlegasta hérað landsins. Það mátti líkja því við gríð- arstóran íþróttaleikvang. Meðfram honum stóðu fjöllin líkt og áhorf- endastúkur bláar af fjarlægð; hinni miklu breidd vallarins. Leikvangur- inn var opinn til norðurs, fyrir firði og hafi, og um suðurendann sá inn á öræfin, framhjá Mælifellshnjúk; háu keilulaga fjalli sem gnæfði í suðvest- urhorni vallarins og vakti yfir honum líkt og stigavörður. Niðri á grasinu kúrðu sveitabýlin á víð og dreif og vatnsfallið breiddi úr sér eftir föng- um. Í norðvesturhorni vallarins kúrði síðan kaupstaðurinn og bar nafn með rentu: Krókurinn. Væri myndavélinni beint þangað risu íbú- arnir á fætur og veifuðu“ (12). Drangey og Málmey, sem prýða bók- arkápu og sérhvert kaflaupphaf á smekklegan hátt, eru bardömur, for- eldrar eða bræður eftir hentugleik- um, „náttfjöllin“ eru innilega samúð- arlaus og trén standa í görðunum „jafn kyrr og húsin – laufið var sem á ljósmynd“ (297). Endalausir mögu- leikar tungumálsins og ljóðræna þess eru nýtt til hins ýtrasta: „Bláleit vornóttin var full af brimi og brumi sem hvort tveggja var svo fíngert að það minnti helst á hópsöng ána- maðka“ (67). Stíllinn á Roklandi er grípandi og morar af snjöllum orða- leikjum, stuðlun, hnyttnum mynd- hverfingum, nafnskiptum og mein- legu háði. Og jafnmagnaðar lýsingar á brjálsemi hafa ekki sést síðan í Englum alheimsins. Böddi er ástlaus og einmana upp- reisnarmaður sem þrífst aðeins í kröminni, vörninni og einsemdinni. Hann er dæmdur til að hrekjast því þrátt fyrir allan mótþróann kemst hann ekki undan því að taka þátt í lágmenningunni, fjölskyldufasism- anum og fjölmiðlafárinu. Hann gláp- ir á klám á netinu, býður barnsmóður sinni sambúð til þess að sonur hans geti alist upp í venjulegri vísitölufjöl- skyldu, semur minningargreinar og hvað er bloggið annað en fjölmiðill? „Þið búið í Rokklandi. Ég bý í Rokk- landi. Ég er andófsmaður í Rokk- landi. Þetta er fyrirlestur á rokk- lensku. Skilaboð mín eru skemmd af þeirri tungu sem þau mælir. Bylting- artilraun í Rokklandi mun ætíð mis- takast. Þegnarnir munu aldrei heyra í mér í gegnum hávaðann. Eina leiðin til að ná eyrum þeirra liggur í gegn- um rokkið. En ég mun aldrei rokka. Ég verð aldrei rokkari. Því mun ég deyja í Rokklandi. Nema landið verði hernumið af fokklenska hernum“ (210). Í beiskjuþrungnu bloggi Böðv- ars er að finna skarpa samfélags- ádeilu. Spjótum er beint að markaðs- og efnishyggju, lágmenningu og landlægu meðvitundarleysi. Einn berst Böddi gegn þessum hroða, riddarinn hugumstóri sem fer ríð- andi til Reykjavíkur til að gera bylt- ingu, einfari sem hefur glatað öllu og leitar réttlætis og hefnda, líkt og í nútímavestra. Það er táknrænt að skilaboð hans til fjöldans ná ekki eyr- um sjónvarpsáhorfenda fyrir auglýs- ingunum. Hann sjálfan hefði senni- lega aldrei órað fyrir því að hróp hans í eyðimörkinni yrði notað í aug- lýsingaherferð í Fréttablaðinu. Hvöss norðanátt BÆKUR Skáldsaga Rokland eftir Hallgrím Helgason. 391 bls. Mál og menning 2005 Steinunn Inga Óttarsdóttir Hallgrímur Helgason ÚT ER komin hjá Bókaútgáfunni Sölku metsölubókin FISKUR! í þýðingu Sigríð- ar Á. Ásgrímsdóttur. FISKUR! eða FISH! er heiti á hugmyndakerfi sem hefur bætt starfsárangur og vinnugleði fólks víða um heim. Nokkur íslensk fyr- irtæki, þar á meðal Íslandsbanki, hafa þegar unnið eftir þessari bók með frábærum árangri. Höfundar fengu hugmynd að bók- inni þegar þeir kynntust hinni feiki- vinsælu fiskbúð Pike Place í Seattle í Kanada. Í bókinni er tekið á helstu vandamálum í stjórnun og starfs- mannahaldi svo sem starfsleiða og kulnun í starfi. Boðskapur FISKSINS! er hagnýtur öllum starfs- og iðngreinum, enda auðskilinn og hnitmiðaður. Bókin er 108 bls. og var prentuð í Finnlandi. Grímur Hjörleifsson sá um umbrot og leiðbeinandi verð er 2.290 kr. Nýjar bækur „SAGAN um Jörund hundadagakon- ung og byltingu hans á Íslandi“ er undirtitill Eldhugans eftir Ragnar Arnalds. Á titilsíðu stendur sömuleið- is: Söguleg skáldsaga. Í stuttum eft- irmála gerir Ragnar stutta grein fyrir vinnubrögðum sínum við sögulega skáldsagnagerð: „Við gerð sögulegra leikverka og skáldsagna þar sem nöfnum er ekki breytt hef ég fylgt þeirri reglu að hagga sem minnst við mikilvægum staðreyndum um megin- viðburði og skýra rétt frá um örlög helstu persóna, jafnvel þótt önnur ör- lög gætu sýnst dramatískari. En burt séð frá þessari meginlínu hef ég ekki hikað við að sviðsetja atburði og túlka þá eftir mínu eigin höfði, geta óspart í eyður og bæta við eða breyta minni háttar persónum eftir þörfum“ (266). Mörkin milli sagnfræði og skáldskap- ar geta verið óljós þegar gömul dóms- skjöl og gulnaðir pappírar eru grafin upp og söguþráður spunninn upp úr þeim. Ragnar er varfærinn og segir t.d. ekkert um stjórnarathafnir Jör- undar hundadagakonungs á Íslandi nema það sé samkvæmt áreiðanleg- um heimildum. Sagan geldur þess að nokkru leyti og hljómar á stundum eins og endursögn úr mannkynssögu- bók en fer þess á milli á gott flug með léttri kímni og skemmtilegum þjóð- lífslýsingum. Sögumaður sér í huga allra persón- anna og þekkir bæði fortíð þeirra og framtíð. Mikið er lagt í að skapa trú- verðugt andrúmsloft í sögunni, bæði með lýsingum á híbýlum, mataræði, klæðnaði o.fl. og því virkar það trufl- andi þegar sögumaður hefur ekki hemil á samtíðarþekkingu sinni og segir t.d. „en hún hlaut síðar nafnið Hafnarstræti“ og (44), eða „sem seinna hlaut nafnið Lækjartorg“ (90). Aukapersónurnar eru líflegar, t.d. auðtrúa kaupmaðurinn Phelps, Trampe greifi sem er einarður fylg- ismaður einokunarstefnunnar enda græðir hann mest á henni sjálfur, hin vergjarna frú Vancouver og Jón stúd- ent en hann eygir loksins tækifæri til að komast áfram í lífinu þegar Jör- undur býður honum ýmsar vegtyllur. Jörundur sjálfur náði einhvern veg- inn ekki að heilla mig, og ekki heldur Guðrún, heitkona hans, sem minnir mest á Sölku Völku í útliti. Þau eru einhvern veginn alveg blóðlaus og það vantar í þau alla ástríðu. Það er ekki fyrr en í norðurferð þeirra sem Jör- undur sýnir loksins af sér einhverja karlmennsku og alvöruleiðtogahæfi- leika. Þá stendur tildragelsi þeirra sem hæst en ástarsen- urnar eru svo sveitaleg- ar að þær ná ekki að lifna almennilega. Sú mynd sem dregin er upp af höfuðstað Ís- lands og íbúum hans um aldamótin 1800 er raunsæisleg og sann- færandi; dönsk pakkhús við moldargötur, örfá lágreist steinhús, krað- ak af torfkofum þar sem lúsugir tómthúsmennog skeggjaðir bændur híma undir vegg og taka í nefið og óþrifalegar verkakonur stafla salt- fiski með kuldabólgnum höndum. Einokun Dana á allri versl- un við Íslendinga hefur dregið allan kjark úr landsmönnum og þeim finnst hreinlega ekkert athugavert við það þótt verð á lýsi og saltfiski standi allt- af í stað meðan innflutningsvörur eins og korn og kaffi hækka í verði eftir geðþótta yfirvalda (98). Það er von að Jörundi blöskri þessi eymd og fá- fræði, fyllist eldmóði og vilji rífa þjóð- ina upp úr aldalangri stöðnun og fá- tækt; kollvarpa yfirráðum Dana á Íslandi og setjast sjálfur á valdastól. Í sögunni er Íslandsför Jörundar upp- haflega hugsuð sem ævintýri og gróðabrall. Þegar Jörundur kemst til valda greiðir hann vissulega fyrir blómlegum viðskiptum en að auki leggur hann sig fram við að stjórna landinu í anda þeirra hugmynda sem ríktu í Evrópu í kjölfar amerísku og frönsku byltinganna. Hann er upp- fullur af fögrum hugsjónum um lýð- veldi, frelsi og bræðralag og jafnan rétt öllum til handa. Samkvæmt stefnu hans áttu t.d. allir þegnar landsins að hafa atkvæðisrétt og kjör- gengi, bæði ríkir og fátækir. Það ber mikið í milli þegar þeir Magnús Stephensen skiptast á skoðunum um heppilegt stjórnarfar fyrir Íslend- inga; annars vegar ættstór og lög- lærður embættismaður sem styður upplýst einveldi og hins vegar ungi lýðveldissinninn, sjómaður, drabbari og úrsmiðssonur frá Kaupmannahöfn (158–159). Framfarahugmyndir Jör- undar eru góðar og gildar og ganga m.a. út á bættar samgöngur, skóla- og heilbrigðismál og eflingu atvinnuveg- anna. En Íslendingar eru ekki reiðubúnir, þeir eru eins og barðir þrælar sem óttast frels- ið og sjálfstæðið. Eitt gamalmenni segir þó við hann áður en hann klöngrast um borð í skipið sem flytur hann til Englands: „Þér tókst á sex vikum það sem öðrum mistókst á sex öldum!“ (249) En þegar skip Jörundar hverfur út við sjón- deildarhringinn ná valdastéttin og kúgar- arnir aftur yfirhöndinni og halda áfram að mergsjúga og arðræna alþýðuna. Sú mynd sem dregin er upp af Jör- undi í Eldhuganum er önnur en oftast hefur birst af honum í heimildum. Lit- ið hefur verið á hann sem hálfgeðveik- an spilafíkil með mikilmennskubrjál- æði sem ekkert mark væri á takandi. Í Eldhuganum birtist hann sem boð- beri lýðræðisins, ráðagóður og tungu- lipur, eins konar Struense á Íslandi. Gaman verður að sjá hvernig hann lít- ur út í nýrri skáldsögu Söruh Blake- well, The English Dane, sem kemur út á íslensku á næstunni. Æviferill hundadagakonungsins er litríkur og býður upp á marga möguleika og hann endar örugglega á hvíta tjaldinu áður en yfir lýkur. Þessir möguleikar eru ekki nýttir nógu vel í Eldhugan- um, það vantar eldinn, kraftinn og blóðið í aðalpersónurnar. Sagan er samt rennileg og myndræn, vel stíluð og hárfínt jafnvægi ríkir milli skáld- skapar og sagnfræði – hún er alveg jafn fáguð og smekklega hönnuð bók- arkápan. BÆKUR Söguleg skáldsaga Eldhuginn eftir Ragnar Arnalds. 268 bls. JPV útgáfa 2005 Steinunn Inga Óttarsdóttir Ragnar Arnalds „Þið munið hann Jörund …“ STÖNG útgáfufélag hefur endur- útgefið barna- og unglingabókina Fimm í fjársjóðsleit á Fagurey, eftir Enid Blyton. Hún er fyrsta bókin í bókaflokknum Fimm sem var gefin út á síðustu öld og naut mikilla vin- sælda. Bækurnar fjalla um félagana fimm, þrjú systkin, frænku þeirra og hundinn Tomma. Sagt er frá furðu- legum og spenn- andi ævintýrum þessara félaga. Hver bók er algerlega sjálfstæð saga, en þær fjalla allar um þessar sömu söguhetjur. Þegar skipsflak rekur á land í Fag- urey vakna spurningar um fjársjóð. Fé- lagarnir fimm eru spenntir að kanna málið – en þau eru ekki ein um það! Einhverjir fleiri eru einnig í leit að fjár- sjóði. Hverjum tekst að ráða í vísbend- ingarnar og verða á undan á staðinn? Bókin er 192 bls. Verð 2.390 kr. SKRUDDA hefur gefið út ævisögu John Lennons eftir John Wyse Jack- son í þýðingu Steinþórs Steingríms- sonar. John Lennon (1940-80) var stofn- andi vinsælustu popp/rokk- hljómsveitar allra tíma, Bítlanna. Hann var sannfærður um eigin snilli- gáfu frá blautu barnsbeini og í lögum sínum skoðaði hann meðal annars flókinn en hnyttinn persónuleika sinn. Til að víkka sjón- deildarhringinn og auðga list sína lagði hann stund á hugleiðslu, neytti fíkniefna og gekkst undir sálgreiningu. Ferill hans tók stakkaskiptum ár- ið 1968 þegar hann hóf samband sitt við Yoko Ono. Þegar Bítlarnir hættu og héldu hver í sína átt urðu þau John og Yoko „trúðar í þágu friðar“, og vel þekkt fyrir þátttöku í mótmælum á al- þjóðavettvangi. John átti stórmerki- legan sólóferil á áttunda áratugnum, en í skugga Imagine frá 1971, sem naut mestra vinsælda. Titillag þeirrar plötu öðlaðist sérstakan sess í huga fólks eftir að hann var skotinn til bana af geðtrufluðum aðdáanda í New York þann 8. desember 1980.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.