Tíminn - 04.06.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.06.1970, Blaðsíða 6
TIMINN FIMMTUDAGUR 4. júní 197» Nú IBður varla síú vika, að ekki sé skýrt frá því í fjölmiðl- uinartækjum, að flugvélarán eða önnur afbrot í loftferðum hafi verið framin og væri því skemmtilegt að athuga aðeins lagalega hlið málsins, sem al- menningur hefur ldtið heyrt um a.m.k. hérlendis. Oftast ex það þannig, þegar flugvélarán er framið, að flug- stjórinn eða áhöfnin er neydd •til þess alð fljúga ftagvélinni til annars ríkis en heimaríkis síns. Flugvélaránið varðar því heimaríkið, ríkið eða ríkin, sem flogið''er til eða yfir, og síðast en ekki sízt ríki það, sem sak- borningurinn eða sakborning- arnir eru ríkisborgarar í. Koma því til álita lög hvers einstaks ríkis og alþjóðadög. Ætla ég þá fyrst að víkja að lögum ein- staks ríkis, og þar sem hver er sjálfum sér næstur, er hendi næst að skýra nokkuð frá ís- lenzkum lögum. íslenzk lög: Það fyrsta, sem finna má í ís- lenzkum lögum er í lögum um loftferðir nr. 32 frá 1929 II. kafla um fluglið. Þar segir í 18. gr., að flugstjóri hafi skip- unarvald í loftfari gagnvart flugliði og farþegum, en komi fleiri en einn úr flugliði til greina við stjóm loftfars á sá að hafa skipunarvald, er eig- andi eða vörzluhafi hefur kveð- ið til þess. Á þessum tíma er ekkert sagt um það í hverju skipunarvaldið er fólgið eða á hvern hátt fylgja skal valdinu fram. Varla er von til þess, að svo hafi verið, þar sem flug hér á landi (og reyndar alls staðar í heiminum) var lítt á rekspöl komið. Það var hinn 1. maí 1928, sem hið síðara Flugfélag íslands var stofnað. Hið fyrra var stofnað 1919, en flug á þess vegum var ekki starfrækt nema frá 3. september 1919 og til hausts 1920. Ný loftferðalög voru sett af Alþingi hinn 21. maí 1964 og eru þau nr. 34. í þeim eru nýj- ar og miklum mun ítarlegri reglur en í „gömlu“ lögunum. í 1. málsgr. 45. gr. laganna seg- ir: „Flugstjóri hefur undir sinní forsjá loftfar, áhöfn, far- þega og farm.“ í sömu grein og 46. og 47. gr. eru svo nánari ávæði um vald flugstjórans. Samkvæmt þeim hefur hann rétt til þess að þröngva mönn- um með valdi til hlýðni við sig, enda sé það nauðsynlegt til uppihalds á góðri hegðun og reglu í loftfari. Ef neyðarástand rikir má flugstjórinn beita hverri þeirra aðferð, sem nauð- synleg er til að koma á reglu og hlýðni. 1 47. gr. 1. og 2. málsgr. seg- ir orðrétt: „Nú er í loftfari framið stór- fellt lögbrot, og ber flugstjóra að gera, eftir því sem kostur er ,þær ráðstafanir, sem nauð- synlegar eru til öflunar réttr- ar vitneskju um málið og eigi má að meinalausu fresta. Flugstjóri skal, svo sem kost ur er, annast um, að hinn seki komist eigi undan, og er flug- og afbrot í flugvélum Gísli G. ísleifssou, hæsta- réttarlögmaður, hefur ritað fyr- ir blaðið stuttan greinaflokk um afbrot í flugvélum og flug- vélarán. Flugvélarán hafa eins og kunnugt er færzt mjög í vöxt að undanförnu og eru að verða eins konar tízkufyrirbrigði í nú- tíma-afbrotum. Þessi mál hafa verið mjög til umræðu að und anförnu um heim allan enda ofarlega á dagskrá hjá ýmsum alþjóðasamtökum. M. a. voru hér á ferð fyrir skömmu full- trúar alþjóðasamtaka flug- manna, en af skiljanlegum ástæðum líta flugfélög og flug- áliafnir þróun þessara mála og tíðni afbrota af þessu tagi mjög alvarlegum augum. í greinaflokki sínum fjallar Gísli ísleifsson um hina laga- legu hlið þessara mála. Er ekki að efa að marga mun fýsa að skoða málið frá þeirri hlið í þessum greinaflokki Gisla. stjóra rétt, ef nauðsyn ber til, afð setja hann í gæzlu, unz hanr, verður afhentur lögreglu á Is- landi eða yfirvöldum, er í hlut eiga erlendis". Af þessu sóst, að vald flug- stjóra um borð í flugvél sinni er mijög mikið. Þessi ákvæði eru, að segja má, nákvæmlega samhljóða dönsku, finasku, norsku og sænsku ákvæðunum, enda höfðu Norðurlöndin sam- ráð um setningu loftferðalaga sinna. Rétt er að geta þess í Leiðinni, a@ lög flestra anm-rra landa s.s. Bandaríkjanna, Eng- lands, Frakklands og Japans eru mjög á sama veg. Refsingar fyrir brof varðandi loftferðir Lýst hefur nú verið laga- reglum um vald flugstjórans, en það er að sjálfsögðu veiga- mikill þáttur þess, sem við er- Fyrri hluti um að ræða um. Skulum við nú snúa okkar að refsiákvæðunum, en þau fyrstu varðandi loftför í íslenzkri löggjöf eru í 42. gr. „gömlu“ loftferðalaganna sem áður voru nefnd. Þar er talað um. m. a., að sá, sem af ásettu ráði truflar ferðir loftfars með því að gefa röng merki eða á annan hátt, skuli sæta fangelsi ekki skemur en 3 mánuði. Er þar með upptalið, sem segir £ þeim lögum um þetta atriði. Islenzku hegmingarlögin nr. 19 frá 12. febrúar 1940 hafa ákvæði, sem varðar efni þetta í 4. gr. laganna, er segir svo: Upp á síðkastið hafa flugvélarán verið næstum daglegt brauð — og ógnað farþegaflugi I helminum. 1. Fyrir brot framin innan íslenzka ríkisins. Sé brot frarn- ið af starfsmanni eða farþega erlends skips eða loftfars, sem hér er á farð, gegn manni, sem með farinu fylgist, eða hags- mununum, sem við farið eru nátengdir, skal þó því aðeins refsa hér, að dómsmálaráð- herra fyrirskipi rannsókn og málshöfðun. 2. Fyrir brot, framin á ís- lenzkum skipum eða í íslenzk- um loftförum, hvar sem þau hafa þá verið stödd. Hafi brot verið framið á stað, þar sem refsivald annars ríkis nær til að þjóðarrétti, og af manni, sem hvorki var fastur starfs- maður nú farþegi á farinu, skal þó ekki refsað hér, nema heim- ild sé til þess eftir 5. og 6. gr.“ Það væri of langt mál í þess- ari smágrein að fara að lýsa reglum 5. og 6. gr. og sleppi ég því. Hver yrSi refsing flugvéla- ræningja eftir íslenzkum lögum? Af siðastnefndri grein sést hversu víðtækt refsivald ríkis- ins er, en hún segir okkur ekki fyrir um það, hvaða refsingu flugvélaræningi mundi hljóta eftir okkar lögum. Fer þetta allt eftir eðli brotsins Það er þó vist, að hann kemur í Ijós: í 2. málsgr., að dæma mætti j hann í ailt að 16 ár eða ævi-! langt fyrir flugvélarrán, en það j er sama hámark og fyrir morð. Ef flugvélaræninginn hefur1 veitt einhverjum áverka eða’ jafnvel drepið hann, þá yrði' einnig beitt þeim lagagreinum,! sem við það eiga, en hámark er það saman og var nefnt rétt i í þessu. Ástæða ér til þess að í vekja athygli á því að 16 ára' fangelsi er ekki sama og ævi- j langt fangelsi. 16 ára fangelsi i er lengsta fangelsi, sem hægt i er að tiltaka í áraf jölda. Það i er t. d. ekki hægt að dæma mann í 20 ára fangelsi, en ævi- i langt fangelsi er ævilangt þ.e. til þess tíma, er ævinni lýkur.; Refsingunni, ævilöngu fangelsi mun ekki hafa verið beitt hér, > svo mér sé kunnugt. Þá yrði að sjálfsögðu beitt lagagreininni um rán, sem er 252. gr. hegn- ingarlaganna og varðar fangelsi ekki skemur en 6 mánuði og allt að 10 árum. Sést af þessu, að bezt er að ala ekki með sér neinar hugsanir um flug- vélarrán til þess að spara sér. fargjald milli landa!! Við skulum nú snúa okkur að alþjóðlegu hlið málsins, þar sem aðalatriði þjóðlegu Iiliðar- innar er lokið. Alþjóðalög Alþjóðaflugmálastofnunin ICAO byrjaðj þegar á árinu 1950 að athuga hver væri rétt- arleg staða flugvélar, ef orða má það svo. Síðan var skipuð undirnefnd 1953 og hún ákvað á fundi í Genf 1956 að tak- marka athuganir sínar við refsi réttarlega hlið málsins. Vinnu við þetta var síðan haldið stöð- ugt áfram og leiddi hún til þess að gerð voru drög að samningi í Róm 1962 um lögbrot og aðra verknaði framda um borð í flugvél. „Draft Convention on Offences and Certain Others Acts Committed on Board Air- craft.“ Var síðan boðað til fund ar um endanlegan frágang al- þjóðasamnings á grundvelli þessara dnaga. Sr fundur var haldinn í Tokyo I ágúst til september 1963 A fundinum undirrituðu þessi 16 ríki hinn 14. september 1963 síðan samn- ing byggðan á nefndum drög- um: Kongó (Brazzaville), Vest-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.