Tíminn - 14.06.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.06.1970, Blaðsíða 14
14 Gistihúsið Varmá MOSFELLSSVEIT Opið 15. júní — 1. september Gisting — Matur — Sundlaug — Hestaleiga — Tjaldstæði — Svefnpokapláss. Sími 66156 ® Skrifstofa V.R. flytur ^ css;i t Skrifstofa Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður lokuð mánudaginn 15. júní 1970, vegna flutnings. Skrifstofa félagsins verður opnuð þriðjudaginn 16. júní að HAGAMEL 4. Athygli skal vakin á breyttu símanúmeri skrif- stofunnar sem verður framvegis 26850. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Frá Húsmæðra- kennaraskóla íslands Umsóknarfrestur um skólavist næstkomandi vet- ur, rennur út 1. júlí. Þeir umsækjendur sem leggja vilja fyrir sig forstöðu mötuneyta, láti þess sérstaklega getið í umsókn. SKÓLAST J ÓRI. i SAFNVÖRÐUR Starf safnvarðar við byggðasafn, sýsluskjalasafn og héraðsbókasafn Borgarfjarðar er laust til um- sóknar. (Fyrst um sinn er gert ráð fyrir hálfu starfi). Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Umsóknir sendist Sigurþóri Halldórssyni skólastjóra, Borgarnesi, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. VEIÐiVÚTN Stangveiði hefst í Veiðivötnum á Landmanna- afrétti, þriðjudaginn 23. júní. Stangafjöldi takmarkaður. Öll veiðileyfi seld í Skarði í Landssveit. Tekið á móti pöntunum í síma kl. 10.30—12.30 og 6—7 síðdegis. TÍMINN SUNNUDAGUR 14. juní 1970. Hár hvaða máli skiftir það? Framtiald af bls. 3. Franska hárgrc'.'dan, mynd fjögur, virðist geta passaö á hvern sem er, cn svo er þó ekki. Fólki með þunnt eða fínlegt andlit fer betur að vera með stutt eða frekar stutt hár. Ef þið berið saman myndir númer 5 og 7, (sem eru af sama andlitinu) þá sjáið þið að sítt liár fer ekki hverjum sem er. Andlitið á mynd númer 7 er full pempíulegt með svona mikið hár. Ef við tökum hins vegar andlitið á mynd númer G og 8, þá sjá- um við hins vegar að það fer ekki öllum að hafa stutt liár heldur — eða hvað finnst ykkur? Hvernig þið gi-eiðið ykkur — það er auðvitað undir ykkur sjálf- um komið, en það sakar ekki að taka eins alvarlegan hlut og hár- greiðslu dálítið vísindalega einstöku sinnum. (Ég vona að stelpur geti haft jafn mikil not af þessari grein og strákar). LAUGARDALSLAUGIN LANDSKEPPNI í SUNDI ÍSLAND - SKOTLAND í DAG KL. 15. Síldin komin á miðin fyrir austan ÞÓ—Nc.skaupstað, laugardag. Þrír bátar hafa nú orðið varir við síld fyrir austan land, á um 40 mílna svæði. Stígandi frá Ólafsfirði var um kl. 23 í gær staddur á 64.2 gráðum norður breiddar og 11.45 gráðum vestur lengdar, og var þá réttvís- andj 65 sjómílur frá Gerpi. Varð' hann þá var við mikla vaðandi síld, og gizkaði skipstjórinn á að þar væru um 30—40 torfur. Asdic- tæki bátsins var bilað, en hann reyndi að sigla yfir torfurnar og mæla þykkt þeirra meS dýptar- mælinum. Gizkaði hann á, að þykkt in væri um 12 faðmar. Sigurður Bjarnason var á leið til Englands um sama leyti nokkru vestar og var® hann var við síld. Þá varð Sigurbjörg frá Úlafsfirði vör við síld, er báturinn var um 130 mílur norðaustur af Færeyj- um á leið til íslands. Árni Friðriksson var væntanleg- ur á þessi mið um sjöleytið í kvöld. „Höfum sigSt í Síðast unnum vi8 Dani. Teksf okkur að vinna Skota? S.S.I. JARÐVINNA Tilboð óskast í að fjarlægja jarðveg úi; grunni vegna stækkunar Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi. Áætlað magn er 7000 m3. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn 1.000,00 króna skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 olíu í 27 daga<á NTB—New York, laugardag. Thor Heyerdahl, sem er kom- inn vel álciðis yfir Atlanzhafið á papýrusbátnum „Ra“, tilkynnti í dag, að Suður-Atlanzhafið væri meira og minna óhreint af olíu. Hann sagði, að síðustu 27 dagana hefði báturinn oftsinnis siglt gegn- um olíubrák, sem sums staðar væri líkust tjöru og í sjógangi skoluð-- ust tjöruklumpar á stærð við kart-’ öflur umivörpum um borð í bát- inn. i — Við höfum siglt 2.240 kíló- metra í olíu hér úti á opnu hafi, sagðj Heyerdahl og bætti við, að það væri erfitt stundum að komast í bað fyrir þessum óhreinindum. Hann lýsti oliunni þannig, a® þetta væru eins og stórir svartir svampar, sem flytu á sjónum. Á sumum væri þang og krabbar, en nokkrir væru glijáandi og vírtust nýir. — Heilu dagana sjáum við ekki annað en olíumengaðan sjó, sagðj Heyerdahl að endingu. Led Zeppelin , Nágranni minn, Rúnar Júlíus son í Trúbroti, hefur séð hljóm sveitina „trcZs upp“, svo ég spurði hann um daginn, hvern ig þeir stæðu sig á hljómleik um. „Það er allt á fullu — og ekkert stopp. Þeir halda manni í stuði allan tímann — gætu spilað í fimm til sex klukku- tíma þess vegna. Ég sá þá úti í New York — það voru eitt- hvað í kringum fimmtíu þús- und áhorfendur — og allt snar vitlaust. Fólkið ætlaði aldrei að geta hætt að klappa þá upp“. í tilefni af komu hljómsveit arinnar birti ég hérna mynd af Robert Plant, sem rnargir telja komast næst Jimmy Page að vinsældum innan hljómsveit arinnar. IÐNAÐUR - HÚSNÆÐI - HAGNAÐUR í kauptúni á Norðurlandi er til leigu tæplega 300 ferm. húsnæði fyrir léttan iðnað. Húsnæðið leigist aðeins fyrir upphitunarkostnaði. Þeir sem áhuga hafa, leggi inn nafn heimili og símanúmer á af- greiðslu Tímans, Bankastræti 7, merkt: „1122“. KÆRU BÆNDUR Ég sendi ykkur þessar línur í þeirri von, a8 þi8 gætuS ef til vill séS aS einhverjum jarSarskika, helzt meS gömlu húsi, til fólks, sem þarf aS eiga sér athvarf í sveit. SendiS mér bréf á afgreiSslu Tímans, merkt: „Samvinnukona". i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.