Tíminn - 10.07.1970, Page 8
8
TIMINN
FÖSTUDAGUR 10. júlí 1970.
LÁRUS JÓNSSON:
Allt er þegar þrennt er, seg-
ir máltækið. Jólabréf í körfu
ritstjórnar, páskabréf lagt til
hliðar. Að afstaðinni Jónsmessu
sem er mikil hátíð með Svíum,
geri ég nú þriðju thraunina, til
þess að þrengja mér uppá les-
endur Tímans.
.Stundum vekur það með mér
kátínu, hve hörundsár íslenzk
blöð eru gagnvart flestu því,
sem erlend blöð skrifa um ís
land og ísitnzk málefni.
Þess vegna ætla ég að segja
nokkuð frá árangrinum, þegar
Industria, tímarit nákomið sam
tökum iðnrekenda, sendi blaða-
konu, Lenu Svanberg. til ís-
lands, til þess að kynna síðar
lesendum t.ímaritsins hinn nýja
EFTA-lim. Það gerir hún á 9V2
af 112 gljápappírsíðum maí-heft
Isins í ár. Helmingurinn eða
meira er myndir, litmyndir,
fallegar myndir, ekkert eldgos,
en vissulega sauðarhausar i
mörgum myndum, sviðnir og á-
fastir skrokkunum. Þar eru
Gylfi og Jóhann.
Það er skemmst frá að segja,
að greinarnar eru óhemjumagn
af vel íramsettu, læsilegu, veit
ingahúsaslúiðri. Varla nokkur til
raun gerð, til þess að tengja
saman þræðina, eða fylgja eftir
hugskotunum. Þar við bætist, að
fræðendur hennar hafa að öll-
um líkindum verið kratar, ef
dæma má af því hvemig hún
talar um bændur og fram-
sóknarmenn.
„Öll samtöl á íslandi byrja
og enda á síld.“ Mikill hluti
fiskaflans er annar fiskur, „en
það er um síldina sem maður
talar“. Islendingar eru vitlaus-
ir í apparöt: „AB sjóða kaffi-
vatnið á stóru flotr.u eldavél-
inni er alltof einfalt, sérstakur
rafmagnsketill verður það að
vera“.
„En íslendingar væru engir
sannir áhættuspilarar, ef beir
væru ekki bjartsýnastir í heim-
inum. Tvær gengisfellingar á
einu ári, sem láta sparifé og
laun falla saman eins og mis-
heppnað frauð (sufflé), hefðu
getað fengið hvern sem er að
stinga sér í hafið og synda til
betri veraldar. En betri veröld
er ekki til fyrir þann sem hefir
hlotið hnossið að fæðast á ís-
landi og þar að auki er meistari
ekki aðeins. í að, skrifa sögur
heldur og í að skrifa víxla (Sex
þúsund víxlamál á ári fyrir
rétt í Reykjavík er algengt —
46 í Stokkhólmi í fyrra).“,
„Kemur síldin nokkurn tím-
ann til baka til íslands? Vísinda
mennirnir eru sannfærðir um,
að of nasrri stofninum hafi ver-
MIKILL HALLI Á REKSTRI
VISTHEIMILIS VERNDAR
AðaLfundur Félagasamtakanna
Verndar var haldinn fyrir
körrnnu. Formaður félagsins Þóra
Einarsdóttir setti fundinn og flutti
kýrsiu stjórnar og fulltrúi sam-
akanna Svavar Björnsson flutti
skýrslu um stárfið.
Samtökin reka skrifstofu að
G-rjótagötu 14 og einnig reka þau
/istheimili fyrir 15 menn að
Grjótagötu Í4B. í ársreikningum
'íom fram að mikill halli varð á
rekstri vistheimilisins. Starfs-
fólk á skrifstofu samtakanna veit
ir þeim sear þangað leita marg-
vísleg aðstoð, bæði félagslega og
í öðrum sviðum. En vegna afar
slæms fjárhags hefur þessi að-
stoð þó ekki verið eins mikil og
nauðsynlegt væri.
Ársrit samtakanna kom út á
árinu. Þá gáfu samtökin út í sam
vinnu við Áfengisvarnarráð
fræðslurit um áfengisvandamálið.
I samtökunum munu nú vera
um 600 einstaklingar og hátt á
annað hundrað félög, einkum kven
félög. Þá eru einnig allmörg fyrir
tæki í Reykjavík og víðar, sem
styrkja starf samtakanna dyggi-
lega og hafa sum gert allt frá
byrjun.
Aðalfundurinn samþykkti eftir
farandi ályktanir:
Aðalfundur Verndar beinir
FramhaM á bls. 15.
IÐSUAÐUR OGTÆICN!
Nú á dögunum var svonefnd
„Hagsveifluvog iðnaðarins" enn
á ferðinni og skýrt frá ástandi
og horfum i almennum iðnaði
á fyrstu þremur mánuðum
þessa árs, 1. ársfjórðungi. Er
þetta úrtakskönnun, sem nær
til 24 iðngreina. Misjafnt er,
hversu stór hluti fyrirtækja 1
hverri iðngrein er með í athug
uninni. Er þetta mælt sem hlut
fall af vinnuvikufjölda í hverri
íðngrein, og stærð úrtaksins í
hverri grein því mæld í pró-
sentum af heildarfjölda vinnu-
vikna í greininnJL
Er úrtakið að þessu sinni frá
6% (bifreiðaviðgerðir) uppí
97% (Kemískur undirstöðuiðn-
aður). í þremur iðngreinum er
hlutfallið innan við 20%.
GEFUR VÍSBENDINGU
Félag íslenzkra iðnrekenda og
Landssamband iðnaðarmanna
sjá um framkvæmd þessarar
könnunar og birtir hana árs-
fjórðungslega, hvað gert hefur
verið nú nokkrum sinnum. Er
það til fyrirmyndar, og mættu
aðrir aðilar feta í fótspor iðn-
rekenda og fylgjast með þróun
ið gengið. En íslendingarnir
hlusta ekki mikið á kunnáttu-
menn. Því síld er ekki þekk-
ing — heldur trú, von og á-
hættuspil."
Svo snýr Lena sér að land-
búnaðarmálunum:
„Fyrsta umferð í EFTA-
leiknum venður gegn sauðfénu
— sem er margt og valdamikið.
Fáir íslendingar geta staðið á
móti biðjandi augnaráði dap-
urrar útilegukindar. Sér í lagi
þá kosningar nálgast. Bændum
er í stjórnarskránni tryggður
miklu meiri hlutur á Alþingi
en aðrar stéttir hafa (överre-
presentation).“
„Að vera fjandsamlegur í
garð landbúnaðar er pólitískt
sjálfsmorð. Sá eini, sem opið
lýsir yfir, að bændurnir fái í
helvíti of miklar niðurgreiðsl-
ur — bara aðstoðin til útflutn-
ings landbúnaðarafurða er þrí-
tugföld á við alla aðstoð við iðn
aðinn — er . . . Gylfi Gíslason.
Svo er flokkur hans minnstur
á íslandi.“
„Laxness hefir einnig tekið
til orða: Það væri ódýrara að
halda alla íslands bændur á
vistheimilum en á jörðum
þeirra.
En hann er bara skáld og
nóbelsverðlaunahafi, ekki stjórn
málamaður“.
Og Lena, hún fjallar og um
önnur málefni. Framsóknar-
menn eru bændur. Það eru
bændurnir, sem hafa helmingi
fleiri þingsæti en kratar, það
eru bændaflokksm., sem ryðj-
ast inná Lenu á Borginni. til
þess að spila vist.
„Stjórnarsamstarfið er niður
staðan af „trial and error“ —
tilraunir með hreinan borgara
legar stjórnir hafa verði hreint
eyðileggjandi, þær hafa aldrei
orðið ásáttar um nokkurn hlut.
„Þaið er þröngt milli síldar-
verksmiðjanna og frystihús-
anna í fiskihöfnunum — í dag
standa margar þeirra tómar.
Sagan um Einar ríka, sem á
ellefu börn og ellefu frystihús,
til þess að koma í veg fyrir
rifrildi um arfinn, er ekki bara
brosleg."
„Yfirleitt hefir allt, sem gert
hefir verið fyrir iðnaðinn hing
að til, verið stjórn- og skipulags
laust. Bankarnir — þrír ríkis
og þrír einkabankar — virðast
hafa lánað öllum dálítið, en
engxun nóg.“
„Lánahringekjan snýst þann
ig hratt, allir, frá hinum litla
íbúðareiganda eða atvinnurek-
anda til hins stóra ríkis lifa
stöðugt á mínús.“
„í staðinn fyrir landshöfð-
ingja hefir íhaldið (högern),
sócialdemókratarnir og bænd-
urnir sinn bankastjórastólinn
hver í sérhverjum ríkisbankan-
um. Svo bankaviðskipti eru
meira spursmál um pólitíska
refskák en efnahagslega þekk-
ingu“.
Til viðbótar þessu kann Lena
frá að herma efnahagslegum
tengslum íslands og Bandaríkja
N.-A., frá Keflavík, frá Straums
vík, gúr, rafmagnsverði, her-
þjónustuleysi og menningunni:
sjónvarp og sextíumenningar,
útisundlaugar og Þjóðleikhús:
„Hvar annars staðar en í Reykja
vík getur þjóðleikhússtjóri
gefið ungri eiginkonu sinni hlut
verk greifynjunnar í Brúðkaup
Figarós í morgungjöf. Frum-
hlutverk á sviði og í söng, sem
fékk Reykvíkinga að segja, að
ástin er ekki bara blind held-
ur og heyrnarlaus.“
Um Alþingi: „Ég fór út af
Borginni og yfir torgið . . . inn
í hið litla Alþingishús, sem enn
þá ber hina dönsku konunga-
krðnu á þakinu. Hér inni
standa kaffiborðin stöðugt til
reiðu og þar angar sem í köku
búðum bernskunnar- Trúin, a@
það séu konur, sem eru sér-
legar kaffikerlingar, er því
fölsk. Því að pað er aðeins
ein kona meðal 59 karlmanna á
Alþingi íslendinga. Ekki einu
sinni hin stórkostlegustu skatt-
tríðindi geta lokkað konur til
pólítískra starfa . . .“
Um kvenfólkið: „íslenzkar
konur finnur maður sem flug-
freyjur og skrifstofustúlkur, en
þær finna sinn hjartagosa fljót
lega og eftir það sjást þær bara
á laugardagsböllunum með
djörfustu hárgreiðslur í heimi.
Þess á milli eru þær heimavið
og ala börn — þær eru dugleg
astar við það í Evrópu, auk
þess byrja þær fyrst og halda
áfram lengst. Hvað virðist vera
heilsusamlegt, því að engar kon
ur verða svo gamlar sem þær
íslenzku, samkvæmt tölfræð-
inni.“
Hér hefir aðeins verið stikl
að á stóru. Það er ástæðulaust
fyrir mig að fara orðum um
þennan hræring af sannleiks-
kornum, hálfsannleika og vill-
andi samanburði. En það er
fróðlegt að sjá hvers konar upp
lýsingar erlendir blaðamenn fá
um fsland frá íslenzkum aðil-
um. Þó er sjálfsagt afgerandi
vilji og dugur blaðasnápsins að
sjá samhengi, tengja saman upp
sláttarenda og ekki hvað sízt að
taka alvarlega á hlutverki sínu.
Annað rit, sem tekur á ís-
lenzkum málum nýlega er viku
blað samvinnusambandsins, Vi.
í leiðara, sem fjallar um þing
sænska samvinnusambandsins
(þing, sem er mjög alþjóð-
legt), segir Per Erik Lundmark
sem eitt af fleiri dæmum upp
á ólík sjónarmið samvinnu-
manna í ýmsum löndum:“ Is-
land setur fram ákyeðnar kröf-
ur um að viðhalda viBskipta-
jöfnuði. En það er bændahreyf
i ng með allt annan hugmynda
fræðilegan grundvöll (bak-
grund) en t. d. sænska og
danska samvinnuhreyfingin.“
Ég les Vi reglulega og hefi
fengið álit á Lundmark sem
ábyggilegum og athugulum
blaðamanni. Hvaðan fær hann
það að SÍS sé bændahreyfing?
Ekki veit ég, en kannske hefir
ræða Erlendar Einarssonar á
nefndu þingi átt þátt í þeim
misskiíningi. Hann mun hafa
talað um örðugleika bænda
vegna Heklugoss og útflutnings
vandamál.
Eiginlega finnst mér hitt um
hugmyndafræðina miklu verra.
Kannske á hann bara við, að
ísl. samvinnuhreyfingin er
blönduð, samtök bæði neytenda
og framleiðenda landbúnaðar-
vara. I Svíþjóð eru þessar
greinar aðskildar með öllu og
ekki ávallt vinsemd á milli. Ég
hefi oft á fundum með fólki
frá framleiðendasamvinnu á
Norðurlöndum mætt tortryggni
í garð þessarar blöndunar, eða
a. m. k. furðu á að hún skuli
geta gengið. Mín persónulega
hugmyndafræði ef, að þessi
blöndun sé styrkur fyrir bæði
neytendur og framleiðendur,
sem í samtökunum eru.
Eitt er ljóst, að þa@ er að
þekking sænskra samvinnu-
manna á ísl. samvinnuhreyfing
unni og hugmyndafræðilegum
grundvelli hennar er sáralítil.
alltof lítil. Því það er þó aldrei
svo, að samvinnuhreyfingin ísl.
hafi vanrækt hugmyndafræð-
ina? Ég hefi ekki verið maður
til þess að fylgjast svo vel með,
að ég viti það, en ég vil gjarn-
an trúa að svo sé ekki.
Beztu kveðjur.
Lárus Jónsson.
atvinnuvega og veita lands-
mönnum upplýsingar þar um.
Þessi könnun gefur ekki ná-
kvæmar tölulegar upplýsingar.
en hins vegar gefur hún vís
bendingu um hvernis þróunin
er í hverri iðngrein fyrir sig;
er um afturkipp að ræða eða
framþróun. Slíkar upplýsingar
koma að margvíslegu gagni,
ekki sízt fyrir þá sem stjórna
málum þjóðarinnar á hinum
ýmsu sviðum fjármála- og at-
hafnalífs.
BENDIR TIL AUKNINGAR
Þessi síðasta könnun bendir
til þess, að í heild sé um all-
nokkra framleiðsluaukningu að
ræða hjá iðnfyrirtækjum í
flestum greinum. Éf miðað er
við sama tíma í fyrra, þ. e.
fyrsta ársfjórðung, var heildar
framleiðslan nú 10—15% meiri,
samkvæmt áætlun. Er þetta
vissulega framþróun.
Hins vegar var framleiðslan
nú nokkru minni en á síðasta
ársfjórðungi 1969, og mun þar
væntanlega ráða mestu um
þær verulegu árstíðasveiflur,
sem enn eru í íslenzkum iðn-
aði. Framleiðslumagn mjög
margra iðngreina er mjög
breytilegt eftir árstímum, og
þar sem okkar iand er lítið og
iðnaðurinn í samræmi við það,
þá segja þessar árstíðasveiflur
mjög til sín í heildaryfirliti.
Því er það, að þótt um all-
nokkra (10—15%) framleiðslu
aukningu sé að ræða miðað við
1. ársfjórðung 1969, þá er sú
aukning samt ekki svo mikil,
að vegi upp á móti árstíða-
bundinni aukningu síðustu mán
uði síðastliðins árs.
Þá er spáð mjög verulegri
aukningu á iðnaðarframleiðsl
unni á öðrum ársfjórðungi
þessa árs,' þannig að um til-
tölulega stöðuga þróun virðist
vera að ræða í aukningarátt.
E!; Tónsson.