Tíminn - 16.07.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.07.1970, Blaðsíða 2
ölfusá er gjöful Mi'ki'ð líf hefur verið yfir Ölfus ánui það sem af er og segja veiði menn óvenjugóða veiði þar. Á veiðisvæðinu við Ölfusárbrúna veiddist t.d. 21 lax á þrjár steng rar í fyrradag, en á því veiðisvæði veiddi Karl Guðtnundsson úrsmið ur á Sglfossi 24 punda lax þann sjötta s. 1. og mun það vera sá þyjigsti sem veiðzt hefur úr ánni á sumrinu — en eflaust eiga þeir eftir að veiðast þyngri síðar í sumar. Hins vegar eru laxarnir sem þar hafa veiðzt yfirleitt 10— Sinfóníuhljómsveit Höfðaborgar Lausar stöður Auglýst er eftir umsóknum um þessar stöður. . Laun samkvæmt reynslu og hæfileikum. Laun: E 4.080— R 5.700 ★ Kontrabassi, önnur fiðla, óbó, klarinett, trálba, slagverk. Laun: R 3.300 — R 5.700 ★ Laun: R 2.820 — R 5.100 ★ Selló, kontrabassi, slag- venk og básrána. Laun: R 2.700 —R 4.260 ★ Fyrsta og önnur fiðla, vióla, selló. Laun: R 1.860 —R 4.080 Hækkuð laun sfc Engin ferðalög sfc Eftirlaun óg læknishjálp s£ Ákjósanleg veðrátta og fagurt umhverfi. Aðstoðarhlj óms veitar- stjóri. Fyrstu og aðrir menn Fyrsti fagottleikari Uppfærslumenn Almennir hljóðfæra- leikarar Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra hljóm- sveitarinnar: Orchestral Director, City Hail, Cape Town, South Africa. Afh.: R W) jafngildir 1.215 ísl. kr. TIMINN FIMMTUDAGUR 16. júlí 1970. MILU HEIMS OG HEUU EFTIR GASSPRENGINGU KJ—Reykjavík, miðvikudag. Þrjátíu og sjö ára gamall mað- ur, Elías Árnason, liggur nú milli hcims og helju, eftir að hafa lent í gassprengingu á heimili sínu, Álfheimum 23, s.l. nótt. Elías var einn heima er slysið varð, og er því enginn til frá- sagnar um aðdragandann. Hann ætlaði í ferðalag á föstudaginn, ásamt fleira fólki, og var að huga að gaseldunartækjum sínum í hús- bóndaherberginu í íbúðinni, en það var á milli stofu og svefn- herbergis. Um klukkan hálf fjögur í nótt heyrði fólkið á hinum hæðunum í húsinu mikla sprengingu, og þusti í íbúð Elíasar. Var þá eld- ur laus í húsbóndaherberginu, og dyraumbúnaður hafði nærri hrokk ið úr dyraopinu við sprengingu, sem þarna hafði orðið. íbúar húss ins kölluðu strax á slökkviliðið og lögreglu, jafnframt því sem þeir gengu rösklega fram i að slökkva eldinn, og höfðu lokið því að mestjd er slökkviliðið kom á vettvang. Elías var strax fluttur á sjúkrahús, og var það illa hald inn í dag, að rannsóknarlögregl- an hafði ekki fengið að tala við hann. Mun hann mjög illa brennd ur og sérstaklega á fótunum. Við athugun á slysstaðnum kom í ljós, að þar voru þrír gaskútar, tveir litlir og einn stór, auk eld- unarhellu. Kútarnir voni heilir, 16 punda. Ágæt veiði er á öðrum veiði stöðvum árinnar, t. d. hefur ver ið mokveiði í net. Er nokkuð ó- venjul. að svo vel veiðist úr ánni á þessum tíma, en yfirleitt kem ur ekki aðalgangan í ána fyrr en um 20. júlí, svo að vafalaust er að yænta enn þá betri veiði þá úr Ölfusá. l»vi miður hefur Veiðihorninu ekki reynzt unnt að fá upp, hvað mangir laxar hafi veiðzt úr ánni samtals, frá því hún var opnuð, en á veiðisvaeðinu við Ölfusár- brrána munu nú vera veiddir nokk uð á annað hundrað laxar. 760 laxar úr NorSurá í fyrradag Að sögn ráðskonunnar í veiði húsi þeirra Norðurármanna hef ur verið heldur dauf veiði yfir Norðurá undanfarna daga, en á hádegi í fyrradag voru alls 760 laxar komnir á land úr ánni. Líf legast mun hafa verið yfir ánni rétt eftir mánaðamótin síðustu. en sem kunnugt er var áin opn- uð 1. júní og voru þá fyrstu dag ana 5 stengur í henni, síðan urðu þær 6—8 en eftir mánaðamót hafa þær verið 9. Þeir laxar sem úr ánni hafa veiðzt undanfarna daga, eru yfir- leitt 4—6 punda, en stærð þeirra mun hafa farið alit niðjir I eitt og hálft pund, sem vafalaust er eins árs lax, er bemskustöðvar sin ar hefur átt í smávatnsföllum er netma í Norðorá. — E£. og hafa þeir því ekki sprungið. Talið er, að Elías hafi verið að prófa tækin fyrir ferðalagið, gas- loft hafi komizt í herbergið og síðan hafi kviknað í því af ein- Samúðarkveðjur Til viðbótar þeim samúðarkveðj um, sem þegar hefur verið skýrt frá, til forseta Islands, ríkisstjórn arinnar og barna Sigríðar Björns- dóttur og Bjarna Benediktssonar, hafa borizt kveðjur frá eftir- greindum aðilum: Frá forsætisráðherrum: Koreu, Tékkóslóvakíu, Túnisíu og Manitobafylkis í Kanada. Frá formanni ráðherranefndar EFTA, viðskiptamálaráðherra Portúgals. Frá Efnahags- og markaðsmála- ráðherra Danmerkur. Frá forseta Alþjóðabankans. Frá erkibiskupinum í Kantara- borg. Frá ambassador Egyptalands. Frá ræðismönnum íslands í Dublin og Madrid. (Frá skrifstofu forseta Islands og ríkisstjórninni). Reykjavík, 15. júlí 1970. hverjum orsökum, og sprenging orðið. Elías er kvæntur og rekur Mat arbúðina, Austurgötu 47 í Hafn- arfirði. LOGBANNS- BEIÐNIN TEKIN FYRIR í GÆRDAG EJ—Reykjavík, miðvikudag. í dag var tekin fyrir á Húsavík lögbannsbeiðni Félags landeig- enda við Laxá vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Laxárvirkjun. Lögfræðingur félagsins er Sigurð ur Gizurarson, hdl, en Friðrik Magnússon, hrl., mætti fyrir hönd virkjunaraðila. Lögðu báðir aðil- ar fram göng sín í málinu í dag. Jafnframt var þess krafizt af hálfu gerðarbeiðanda, að Magnús Thoroddsen. víki úr málinu sem dómari, þar sem hann sé skyldur Sigurði Thoroddsen, verkfræðingi, sem hafi verið einn ákafasti stuðn ingsmaður Laxárvirkjunar og hafi verkfræðiskrifstofa hans m. a. hannað mannvirki þau, sem reisa á. Verður ákveðið á morgun, hvort verða skal við þessari beiðni gerð arheiðanda eða ektó. NTB—Lagos — Tveir fyrrum offiserar í Bíafra voru um helg ina teknir af lífi í Owerri, eftir að þeir höfðu verið sekir fundn ir um rán. Þeir voru skotnir á golfvelli bæjarins að viSstödd- um fjölda áhorfenda. NTB—London — Viðskiptajöfn uður Bretlands var í júnfmán- uði óhagstæður um 51 millj- ón punda, en það er það mesta á 16 mánuðum. Nýju ráðiherr- árnir í Bretlandi kenna það að sjálfsögðu f jármálapólitík fyrri valdhafa. NTB—Lofidon — Málverk eft- ir snillinginn Raphael, sem tal- ið er síðan 1611 eða 1612, hef- ur hangið á ómerkilegum stað í Listasafninu í London í 146 ár, vegna þess a® það var álit- ið eftirlíking, en er í rauninni upphaflega málverkið. Brezkir og ítalskir sérfræðingar hafa rannsakað myndina nákvæm- lega. Ekki er vitað, hvað mynd þessi af Júlíusi páfa II., er mikils virði, en gizkað er á milljón pund. NTB—Washington — Leslie Groves, yfirhershöfðingi, and- aðist í Washington á mánu- daginn. Hann var einn þeirra manna, sem í síðari heimsstyrj öldinni vann að gerð atóm- sprengjunnar. NTB—Ontario — Níu manns, þar á meðal kona og barn drukknuðu, þegar kanadískur flutningabátur sökk í fyrradag í St. Lawrence-skurðinum. 12 manns gátu haldið sér í mastr ið, þar til hjálp barst. NTB—Nairobi '— Ársgamalt smábarn og 10 ára drengur urðu nýlega soltnum hýenum að bráð, lifandi. Þetta, gerðist nálægt landamærum Kenya og Etiópiu. NTB—Washington — Thor Heyerdahl hefur boðizt til að gefa sérstakri nefnd frá banda rísku öldungadeildinni upplýs- ingar um olíubrákina, sem hann varð var við alla leiðina yfir Atlantshafið á dögunum. NTB—Pan's — Tízkusérfræð- ingar hafa nú fengið að gægj- ast inn um skráargötin hjá kóngunum í París. Eftir því að dæma, sem þeir sáu, eiga fót- leggir kvenfólksins að hverfa aligjörlega á næstunni, það er að segja innan í fötin. Allir, meira að segja mini-kóngamir, teikna nú síð pils og buxur. Háu stúlkurnar eiga að hafa mitti, breið belti og langar erm ar. Um buxurnar er það helzt að segja, að þær eru víðar nið- ur að hnjám, en þar fyrir neð- an eru þær ofan í hnéháum stígvélum. Mini-síddin er sögð búin að vera og vetrarpilsin verða sem sé öll neðan við hné. NTB—Oslo — Norðmenn sjá nú fram á að geta fíutt vatn- ið sitt út. Útflutningsráð Nor- egs hefur undanfarið kynnt .sér möguleika á að Danir og Bretar kaupi af þeim lindar- vatn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.