Tíminn - 16.07.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.07.1970, Blaðsíða 3
BraramjÐA«UR i«. j«í ím TÍMINN 3 OÓ—Reykjaivík, miðvikudag. Margir fulltrúar erlendra rfkja, sem verða við útför forsætisráð herrahjónanna og dóttursonar þeirra, komu til landsins í dag. Flestir þeirra komu með þotu FÍ, sem lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 7 í kvöld. Meðal þeirra voru Per Borten, forsætisráðherra Noregs og frú, Sven-Eric Nilson, settur forsætisráðherra Svíþjóðar og frú og Knud Thestrup, dóms málaráðherra Danmerkur. Auk þeirra komu með vélinni amb- assadorar og fulltrúar ríkisstjórna Per Borten forsætisráSherra heilsar Jóhanni Hafstein forsætisráðherra og Birni Bjarnasyni viS komuna tn Keflavfkurflugvallar. (Tímamynd: OÓ). GOÐAFOSS KOM f GÆR FB-Œteykjavík, miðvikadag. Goðafoss, fyrsta skipiS af þrem ar, sem undanfarið hafa verið í smíðum hjá Álborg Værft AS í Álaborg, fyrir Eimskipafélag fs- lands, kotn til Beykjavíkur í morg un. Skipið er smíðað samkvæmt sfcröngustu fcröfum Lloyd’s Regist er of Shipping og styrkt til sigl- inga í ís. Það er úr stáli með tjveimur þilförum, sem ná eftir því endilöngu. Miðað er við, að nota megi skipið, hvort heldur sem er opið eða lokað hlífðarþii- farsskip. Skipstjóri á Goðafossi er Magnús Þorsteinsson; yfirvélstjóri Ámi Beok. I. stýrimaður Bj6m Kjaran, IL vélstjóri Kristján Wendel; loft skeytamaður Bo,gi V. Þórðarson og bryti Einar Sigurðsson. Yfirbygging skipsins er aftast, en framan við hana era tvær vöru lestar. Þær eru einangraðar til flutninga ó frystivörum, og rúm- mál þeirra samtals um 150 þús. teningsfet Lestaropin eru tvö, hvort 6 m. á breidd og 17 m. á lengd. Lestarnar eru einangraðar með glerull, klæddar innan með alumíní-jm og trélistum. Kælivél amar eru frá Saibroe í Árósum og geta haldið 25 st. frosti í lest- unum, þótt sjávarhiti sé 32 st. og lofthiti 35 st. Hitastilling er sjálf- virk og má fylgjast með henni á hitamælum á stjórnpalli og í véiarrúmi. Á skipinu eru þrír vökvadrifnir kranar, tveir miðskipa og einn aftan við aftari lúguna. Hver krani getur lyft 5 tonna þunga. Kranana tvo, sem em miðskipa, má tengja saman og getur þá einn maður stjómað þeim báðum. IÞeir geta sameiginlega lyft 10 tonna þunga. Einnig er hægt að nota 30 tonna lyftiás (þunga- bómu) með krönunum tveimur og getur þessi samstæða þá lyft sameiginlega 40 tonna þunga. — Kranamir þrír geta sameiginlega lyft 15 tonna þunga. Skipið er búið tveimur lyftiás- um fyrir 5 tonna þunga og ein- um 30 tonna lyftiási. Aflvél skipsins er smíðuð hjá Burmeister & Wain, og er 5 strokka tvígengis Diesel-hreyfill, 2860 hestöfl. Má gera ráð fyrir 14 sjómílna ganghraða þegar skip ið er fullhlaðið. — Það er at- hyglisverð nýjunig, að aðalvél skipsins er stjórnað frá brúnni. Þar er stórt stjórnborð útbúið fullkomnum tækjum til þess að stjórna vélinni. Er Goðafoss fyrsta íslenzka skipið, sem hefur skír- teini til að mega sigla um lengri eða skemmri tíma án þess að vakt sé í vélarrúmi. Þessu fylgir, að sjálfvirkni er' á öllu, sem að stjórn vélarinnar lýtur, og er sérstakur stjórnklefi í vélarrúpi- inu með sjálfvirkum tækjum, sem senda aðvörunarmerki með ljósi. eða hljóðmerki upp í brúna, í setu 'stofurnar,’ matsalina, herbergi vél -stjóra- og í. vélarrúminu, ef eitt- hvað bregður út af. Hjálparvélar eru 3, einnig af Burmeister & Wain gerð og smíð- aðar þar. Þær eru hver 375 hest- öfl, tengdar 325 KVA rafli, sem framleiðir 380 volta riðstraum. S'kipverjar eru 22 og búa allir í eins manns herbergjum. Veggir í íbúðarherbergjunum og setu- stofum eru klæddir með þiljum úr óeldfimu plasti. Sömuleiðis eru húsgögn gerð úr efnum, sem ekki geta bmnnið. Upphitun og loftræsting í skip- inu er með svoqefndu GW- kerfi. Af siglingatækjum má nefna ratsjá, Gyro-áttavita með þremur álestrarskífum, sjálfstýritæki, bergmálsdýptarmæli, og kerfi til að vekja skipverja á vaktaskipt- um. Loftskeytastöðin er smíðuð hjá M.P. Pedersen í Kaupmanna- höfn. Tveir björgunarbátar úr plasti eru á skipinu, sem hvor um sig rúmar 36 manns, o^ er annar þeirra vélknúinn. Auk þess er skipið búið tveimur 20 manna gúmmíbátum. ........................................... Nýi Goðafoss í Reykjavíkurhöfn. (Tímamynd Gunnar) nokkurra annarra landa. f nótt milli kl. 4 og 5 eru fulltrúar Nix- ons Bandaríkjaforseta væntanleg ir til landsins. Þeir eru Winton M. Blount, dómsmálaráðherra, Gale W. McGee, senator og Gor- don Allott, senafcor. Þá verður Luther I. Reploge, ambassador, einnig fulltrúi Bandaríkjaforsefca við útförina. Fulltrúi Færeyinga við útförina verður Kristján Djur huus, lögmaður. Þegar gestirnir stigu út úr þot unni, tóku Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu og sendiherrar og ræðis menn viðkomandi ríkja á móti þeim. Inni í flugstöðvarbygging unni heilsuðu Jóhann Hafstein, forsætisráðherra og Bjðrn Bjarna son, sonur hinna látnu forsætis ráðherrahjóna gestum. Þar voru einnig Anna Bjarnadóttir. dóttir forsætisráðherrahjónanna og Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, og fleiri. Eftir að gestum hafði ver i0 heilsað, óku þeir til Reykja- víkur. Auk þeirra sem að framan eru taldir, komu með Gullfaxa eftir- taldir fulltrúar erlendra ríkja: Hans Heinrich vo:i Bittenfeld fyrr verandi ráðuneytisstjóri frá Þýzkalandi, Pentti Soumela, amb- assador Finnlands, A. J. Clasen, ambassador Luxemborgar, Leon A. Van den Berghe ambassador F»-amhald á bls. 14. Sven-Eric Nilson, sel+ur forsætisráðherra SvíþjóSar og frú. : Knud Thestrup, ciómsmálará’ðherra forsætisráöherra. Danmerkur, og Jóhann Hafetein LOKAÐ vegna sumarleyfa dagana 18. júlí til 10. ágúst. GLER OG LISTAR H.F. Skúlatúni 6. Sími 12155 Minningarkort * Slysavarnafélags íslands * Minningarsjóðs * Barnaspítalasjóðs Háteigskirkju Hringsins * Borgarneskirkju * Skálatúnsheimilisins * Hallgrímskirkju * Fjórðungssjúkrahússins * Akraneskirkju Akureyri * Selfosskirkju * Sjálfsbjargar * Helgu ívarsdóttur * Sálarrannsóknarfélags * Maríu Jónsdóttur íslands * Sigurðar Guðmunds- * Styrktarfélags van- sonar, skólameistara gefinna * Minningarsjóðs Steinars * S.Í.B.S. Richards Elíassonar * Krabbameinsfélags * Kapellusjóðs Jóns fslands Steingrímssonar, * Blindravinafélags Kirkjubæjarklaustri íslands * Minningarsjóðs Árna * Flugbjörgunarsveitar- Jónssonar, kaupmanns innar * Helgu Sigurðaraarasir, * Rauða kross íslands skólastjóra * Sjúkrahússjóðs Iðnaðar- * Ástu M. Jónsdóttur mannafél. á Selfossi * Minningarsjóðs séra * Líknarsjóðs kvenfélags Páls Sigurðssonar Keflavíkur Fást í MINNINGABÚÐINNI Laugavegi 56. Sími 26725.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.