Tíminn - 16.07.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.07.1970, Blaðsíða 1
Dr. Bjarni Benediktsson Benedikt Vilmundarson Frú Sigríður Björnsdóttir Forsætisráðherrahjónin dr. Bjarni Benediktsson og frú Sigríður Björnsdóttir * Kveðjuorð frá formanni Framsóknarflokksins Þegar sorgartíðindin um hið sviplega fráfall forsæt- isráðherrahjónanna spurðust s- 1. fðstudagsmorgun, áttu orð Jónasar skálds Hallgrímssonar áreiðanlega við: Nú reikar harmur í húsum og hryggð á þjóðbrafutum. Svo djúp voru áhrif þeirrar harmafregnar. Og í dag eru forsætisráðherrahjónin, Bjarni Benediktsson og Sigriður Björnsdóttir, og dóttursonurinn ungi, kvödd af þjóðinni allri. Á þeirri kveðjustund er margs að minnast, en í fáeinum kveðjuorðum verð- ur fátt eitt sagt. Með dr. Bjarna Benediktssyni er hniginn í valinn einn svipmesti stjórnmálamaður þjóðarinnar. Hann hefur í störfum sínum komið víða við og markað hér dýpri spor en flestir aðrir samtímamenn hans. Síð- asta áratuginn hefur hann óefað verið valdamesti og áhrifaríkasti stjórnmálamaður landsins. Þegar slík- ir menn hverfa af sjónarsviðinu, verður skarð fyrir skildi. Bjarni Benediktsson átti að baki óvenjulega glæsi- legan starfsferil. Hann varð ungur að árum kennari í lögfræði, borgarstjóri í Reykjavík liðlega þrítug- ur að aldri, var ráðherra um tuttugu ára skeið, og þar af síðustu sjö árin forsætisráðherra. Alþingis- maður var hann frá því 1942. Formaður Sjálfstæðis- flokksins var hann frá 1961, en hafði þá áður um árabil verið varaformaður. Auk þess gegndi hann fjölmöcgum trúnaðarstörfum öðrum, sem hér verða eigi rakin. Öll starfssaga hans ber því vitni, að allt frá unga aldri og æ síðan naut hann mikils og óvenju- legs trausts þeirra, er þekktu hann bezt. Ég held og, að ekki sé ofmælt, að stjórnmálaandstæðingar hafi almennt virt hann og viðurkennt, þrátt fyrir allt sem á milli bar. Allt frá æskuárum hafði Bjarni Benediktsson rika hneigð til fræðimennsku og stjórnmálastarfa. Má vera, að framan af hafi þessir þættir nokkuð togazt á um hann. En allan síðari hluta ævi hans sátu stjórn- málm í fyrirrúmi, og hans er er nú fyrst og fremst minnzt sem stjórnmálamanns. Þó hygg éjg, að fræði- störfin hafi jafnan átt í honum rikan þátt. Og honum auðnaðist að inna af hendi fræðistörf, sem lengi halda gildi. Lagadeildin sýndi honum því verðskuld- aðan sóma, er hún sæmdi hann doktorsnafnbót. Hygg ég, að honum hafi þótt vænt um þann virðingarvott. Ég kynntist Bjarna Benediktssyni fyrst sem kenn- ara í lögum.' Ég var nemandi hans öll námsár mín í Háskólanum. Á ég um hann góðar minningar frá þeim árum. Hann var góður kennari, skýr, ákvcðinn og þungur á bárunni. Það varð síðar hlutskipti mitt að fást sérstaklega við þau fræði, er hann kenndi, og hefi ég á ýmsan liátt stuðzt við þann grundvöll, er hann lagði. Eftir að ég kom á Alþingí, og reyndar áður, átti ég við hann margvísleg samskipti á stjórnmálasvið- inu. Þar vorum við á öndverðum meiði, og sá ég hann því auðvitað frá annarri hlið en samherjar, og er mín mynd af honum því eðlilega önnur en þeirra. Hann var sterkur pólitískur ’andstæðingur, skapheit- ur baráttumaður, slyngur málafylgjumaður og gat verið harðskeyttur og þykkjuþungur, ef því var að skipta. Ilann var ágætur og rökfastur ræðumað- ur, hafði frábært minni og gott vald á íslenzku máli. í málflutningi hans var oft mikill þungi og undiralda mikilla skapsmuna. Hann var margreynd- ur maður og vitur, en bar eigi tilfinningar sínar á torg. Hann var alla tíð starfsmaður mikill. Hann var tvímælalaust fremstur sinna flokksmanna að mfo- um dómi. Dr. Bjarni Benediktsson var umdeildur eins óg aðrir stjórnmálaleiðtogar. Um slika menn stendur oftast stormur og styrr í lifandi lífi. Þeir njóta sjaldnast sannmælis fyrr en siðar, er sagan leggur dóm á verk þeirra, og er sá dómur þó enganveginn alltaf óskeikull. Það liggur í hlutarins eðli, að stjórnmálaandstæðingar líta öðrum augum á ýmis stjórnmálastörf Bjarna Benediktssonar en skoðana- bræður hans. Þeir gagnrýna þau mörg, og verður þar sjálfsagt engin breyting á. En hvað sem öllum ágreiningi um stjórnmálastefnur og dægurmál líður, munu allir á einu máli um það, að Bjarni Benedikts- son hafi verið mikilhæfur stjórnmálaforingi. Hann var einn þeirra manna, er settu hvað mestan svip á þjóðlífið síðustu árin og hafði úrslitaáhrif á fram- vindu margra mála. Að honum er mikill sjónar- sviptir. Alþingi verður svipminna án hans. Allir — jafnt stjórnmálaandstæðingar sem samherjar — munu sakna þess að fá ekki fraihar að sjá hann eða heyra í sölum Alþingis. Frú Sigríðul- Björnsdóttir, forsætisráðherrafrú var greind kona og myndarleg, og var af öllum, er ttl þekktu talin ágætiskona og bezta húsfreyja. Hún var manni sínum traustur lífsförunautur og stoð í Fraimihald á bls. &

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.