Tíminn - 07.08.1970, Qupperneq 1

Tíminn - 07.08.1970, Qupperneq 1
173. tbl. — Föstudagur 7. ágúst 1970. — 54. árg, Björgunar- sveit við björgun bifreiöa SS-Höfnum, miðvikudag. Björgunarsveitin Eldey í Höfn- um var beðin um aðstoð í dag. þessu tilviki var ekki um sióslys 'að ræða lieldur 'bílslys. Málsat- 'vik voru þau að bandarísk kona og mágur hennar koinu hingað , og sögðu að þau hefðu verið á • jeppabifreið niðri á Sandi sem ',er milli Hafna og Reykjaness og ifest bifreiðina í flæðarmálinu og ^ næðu henni ekki upp. ■ Björgunarsveitin brá skjótt við | og fór suður að Sandi. Þá var svo ikomið að flæddi umhverfis jepp- ' ann, en það tókst þó að draga hann upp. Þegar búið var að , bjarga jeppanum undan sjó kom á ‘ staðjnn stór krani frá Keflavík- xurflugvelli, sem átti að bjarga ) bifreiðinni. Ekki tókst þá betur ,til en svo að farið var með kran- rann niður að flæðarmáli og þar , festist hann. Björgunarsveitinni 't<&st að draga hann upp •með • Difreið sinni. Það eru eindregin tilmæli Björg unarsveitarinnar að fólk sem ferð ast á bifreiðum á Reykjanesi, , fari ekki niður á sandinn. Þar ^hafa áður festst bifreiðir. Flest- 1 ar hafa náðst upp í tíma, með , aðstoð björgunarsveitanna, en aðrar hafa horfið í sand • og sjó. Til dæmis festi Banda- 'ríkjamaður jeppa sinn þarna i ’sandinn s.l. vetur og náðist hann ,ekki undan flæði. Síðan hafa 'fundizt brot úr honum hér og ! þar. Sandarar mótmæla hækkunum KJ—Reykjaví'k, cniðvikudag. Blaðinu barst í dag mótmæla- ályktun frá Verkalýðsfélaginu Aft ureldingu á Hellissandi, þar sem ‘mótmælt er_ harðlega þeim haekk- unutn á vöruverði sem orðið hafa að undanförnu. Var samþykkt á fjölmennum miðvikudaginn í fyrri viku, og fer hún hér á eftir. „Fundurinn mótmælir harð- lega þeim margvíslegu hækkun- um á vöruverði sem orðið hafa að undanförnu og kunna að verða og sagðar eru stafa af kauphækkun launþega. Fundprinn telur slíkar hækkanir vera beina árás á kaup- mátt launanna. Einnig telur fund- urinn það vera mjög óeðlilegt, að kaupmenn skuli fá, — svo til orða laust —, að hækka vöruverð hlut fallslega jafn mikið, eða meira en sem svarar þeirri launahækkun, setn launþegar hafa orðið að berj ast fyrir með margra vikna verk- föHum. Fundurinn skorar á forystu al- þýðusamtakanna að gera nú þcgar ráðstafanir er duga til að hefta það, að launhækkun verði e.nn einu sinni eyðilögð með þessum hættL“ riUÚPST Á BfiOTT AF HRÆDSLU EFTIR MORDIN SB—Reykjavík, fimmtudag. Dómarinn í Manson-Tate mál- inu lýsti þvj yfir í gær, að þar sem kviðdómendurnir væru þegar búnir að sjá dagblöð með yfirlýs ingu Nixons og fullyrtu að það hefðj engin áhrif á úrskurð þeirra, yrði réttarhöldunum hald ið áfram. Hann sagði, að það hefðu verið aðstandendur einnar stúlkunnar, sem kröfðust frestun- ar, vegna þess, að þeir segðu ákærðu ekki geta fengið réttlát- an dóm eftir þessi orð forsetans. Linda Kasabian eitt aðalvitnið sagði við yfirheyrslu, að hún hefði orðið viti sínu fjær af skelfingu, þegar hún varð vitni að fyrstu morðunum. Henni varð fyrst á að hugsa, hvað yrði um ‘hana og dóttur hennar, Tanyu, sem þá vat 18 mánaða, ef hún segði frá því sem hippafélagar hennar höfðu aðhafzt. Daginn eft ir La Bianca-morðin var Linda send í erindum hippafjölskyldunn ar í dómsh'öllina, þar sem réttar höldin fra nú fram. — Datt þér í hug þá, að segja einhverjum, sem þú hittir hér, hvað gerðist nóttina milli 8. og 9. ágúst? — Nei. Síðan sagði Linda, hvernig hún strauk frá fjölskyldunni þann 12. ágúst og skildi dóttur sína eftir. — Var það meining þín, að skilja barnið eftir í höndum þessa fólks, sem þú vissir, að var morðingjar? — Ég veit það ekki, ég var viss um, að henni yrði ekki gert mein. — En þú varst hrædd við þau og samt skildirðu barnið eftir? — Já. Linda sagði frá, að hún. hefði síðar fengið Tanyu aftur eftir nokkurt þref við yfirvöldin. Verj ' andinn spurði Lindu, hvort bók sú, sem hún yn-ni nú að, um ævi sína, hefði einhver áhrif á vitn- isburð hcnnar fyrir réttinum, óg neitaði hún því. Verjandinn leitaðist við að fá úrskurðað, að Linda væri óáreið- anlegt vitni, þar sem hún hefði undanfarið tekið inn eiturlyf, og ætti lil að sjá ofsjónir. Við yfirheyrsluna sagði Linda, að einu sinni hefði hún verið næst um dauð í LSD „rús“, eða henni hefði að minnsta kosti fundizt það. — Ég man, að ég lá úti á túni einhvers staðar og horfði á ský- in og mér fannst einhver hluti af mér fara úr líkamanum. . ég finn engin orð til að útskýra þetta. . . einhver sagði mér, að það væri persónuleikinn, sem dæi, þegar svona gerðist. Líkiega er; þá minn persónuleiki dáinn, sagði; Linda Kasabian að lobum. ! BÖÐULLINN í SAIGON HÆKK AÐUR í TIGN SB—■Reykjavík, fimmtudag. Maðurinn, sem vann þetta af- reksverk, að skjóta skæruliða úti á miðri götu í Saigon á sínum tíma, og varð fyrir það alræmdur um allan heim, verður. nú hækkaður í tign. Hann var lögreglustjóri í Saigon, en skal hér eftir vera ráð- gjafi varnarmálaráðuneytisins í Suður-Víetnam. Myndin, sem hér fylgir, er löngu heimsfræg. Lögreglustjórinn, Ngu yer Ngoc Loan, gerði sér lítið fyrir og stillti einum af foringj- um Þjóðfrelsishreyfingarihnar og sjálfum sér upp fyrir framan hóp sjónvarpsfréttamanna og hleypti af. Myndin birtist í ótal dagblöðum og sjónvarpsstöðvum um allan heim og mikið var rætt um grimmd lögreglustjórans. Skömmu síðar særðist Loan í götu bardögum í Saigon og varð að liggja margar vikur á sjúkrahúsi. Heyja í Grunnavík GS-fsafirði, fimmtudag. Bændur úr Skutulsfirði og Arn- ardal fóru fyrir nokkru með fjórar dráttarvélar og önnur hey skapartæki norður í Grunnavík og hafa verið þar við heyskap síðan og hefur gengið vel, því hér hefur verið þurrt, þótt fcalt sé. Grasspretta í Grunnavík er sæmileg, þótt hún sé ekki jafn- góð og í fyrra, en kuldar hafa verið miklir í sumar. En tún hér í firðinum eru mikið til ónýt vegna kals. Bændurnir ætla að’ þurrka heyið þarna fyrir vestan og binda. Síðast þegar til frétt-. ist voru þeir búnir að slá um 150 hesta. f frétt í blaðinu um daginu, um • heyskaparútlit á Vestfjörðum, var,1 sagt að fjórir bæir í SikU'talsfirði; hefðu farið í eyði, vegna sam-; gönguleysis. Var mishermt að; bæirnir væru í Skutulsfirði, enf átti að vera í Skötufirði. ___ ,___________________________________________________________________________________________v..... Á myndinni til vinstri sést Nixori Bandaríkjaforseti mæia hln frægu org sín, aS hippaleiötogimi Charles Manson væri „beint, eSa óbeint sekur um átta ástæSulaus morS“ VI8 hliS forsetans er dómsmálaráSherrann, John Mitchell. Hin myndin sýuir verjendur í réttarhöldunum yfir Manson ræða viS blaSamenn, eftir aS Nixon sleppti út úr sér sakfellingunni yfir Manson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.