Tíminn - 05.09.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.09.1970, Blaðsíða 10
10 TIMINN LAUOARDAGUK 5. september 1970. Linden Grierson: UNGFRÚ SMITH 21 beðið aðeins eftir að komast til baka hingað. . . . — Sleppið mér! — Éig ætla að. . . . Þá kom Pat í dyrnar. — Rusty, slepptu ungfrú Smith, og það strax! — Átt þú hana kannske? laum- aði Rusty hæðnislega út úr sér, en hörfaði undan þegar Pat nálg aðist hann. — Allt í lagi, ég skal fara. Rusty hafði fengið að kenna á hnefum Pats áður og þótt hann hefði margsinnis lent í slagsmál- um í bæjarferðum sínum, kærði hann sig alls ekkert um það aft- ur. Hann fór út og Pat á eftir honum. Enginn gaf sér tíma til að koma inn í eftirmiðdagskaffið, því allur mannskapurinn var önnum kaf- inn við að rífa niður girðingarn- ar, svo að tré eða aðrir hlutir á reki, eyðilegigðu þær ekki, ef flóð ið kæmi. Joy sar hjá Anne, meðan hún útbjó kvöldmatinn og allt stóð tiibúið á borðinu, þegar mennirn ir. allir dauðuppgefnir, komu loks ins inn að borða. Anne gretti sig þegar hún leit niður á gólfið. Það Var sama, hversu mikið hún skúr- aði, aldrei gat hún haldið gólfinu hreinu stundinni lengur, því þeir drógu með sér óhreinindin inn. Hún leit ekki einu sinni á Rusty. en gerði sér grein fyrir, að ein- hver spenna lá í loftinu og bæði ' hann og Pat voru í illu skápi. Næsta morgun hlustaði Anne á útvarpið, meðan hún tók til morg unmatinn og veðurfregnirnar voru langt frá því að vera upp- örvandi. Ofar við ána hafði rignt geysilega um nóttina og ekkert útlit var enn fyrir uppstyttu. Fólk, sem bjó niðri á sléttunni hafði verið aðvarað, því nú var flóð- hættan orðin mikil. — Það kemur að því, sagði Dick. — Áin hefur vaxið um þrjú fet í nótt og vonandi er til nóg- ur matur í húsinu, ungfrú Anne. — Þetta, sem þið komuð með úr bænum, verður áreiðanlega nóg, svaraði Anne — og við eig- um nóg kjöt. Nú ef í nauðirnar rekur, getum við líklega slátrað nokkrum hænum. Það er engin hætta á að við sveltum. — Ég get ekki hugsað mér verri dauðdaga, sagði Dick glettn islega og til þess að koma í veg fyrir slíkt, borðaði hann eins og hann gat í sig látið áður en hann fór út til vinnu sinnar ásamt hin- um. Rétt á eftir kom Alan inn með grænmeti og ekki var beint gott í honum hljóðið. — Ef áin vex öllu meira, sagði hann, — þá eyðileggst garðurinn. Kannske Pat geti byggt stíflu. . . Hann tautaði fyrir munni sér á leiðinni út aftur og þegar Pat kom, minntist Anne á þetta með stífluna. — Það verður að bíða síns tíma, svaraði hann önugur. — Ég get ekki verið alls staðar á sama tíma. — Þú ert hræddur og þreyttur. sa’gði Anne og gekk til hans og ' lagði handleggina um háls hon- '• um. — Bætir nokkuð úr skák. að ég elska þig? — Því máttu treysta, svaraði hann og kyssti hana. — Þú ert skeggjaður, sagði hún eftir litla stund. — Fyrirgefðu, en ég mátti bara alls ekki vera að þvj að raka mig í morgun. Er það mjög slæmt? — Mér er alveg sama, hvort þú ert skeggjaður eða ekki. Ég á þig samt! — Alltaf, hvíslaði hann og kink aðj kolli. Pat var í góðu skapi, þegar hann fór út og hann var á leið- inni að jeppanum, þegar hann sá bíl koma heim að. Pat sá að þetta var bíli, sem átti heima lengra úti, þar sem engin hætta var á flóðum. — Hvert ert þú eiginlega að fara í þessu veðri? spurði Pat hissa. Maðurinn tók ferðatösku út úr bílnum. — Þetta er taskan, sem elda- buskan þín týndi. Farðu varlega. hún er alveg að hrynja i sundur. — Hvar fannstu hana? — Kaupmaðurinn minn fann hana í brautarskurðinum og kon- an mín sagði mér að fara með hana yfir, áður en vegurinn lok- aðist. — Ungfrú Smith verður líklega fegin, þó taskan sé hálf full af Ieðju, sagði Pat. Maðurinn leit á Pat, með svip, sem hann skildi ekki, en svo dró hann fram stóran pakka. — Ég tók með mér svolítið smjör líka, ef ykkur skyldi vanta. Já, svo ók ég fram úr bíl á leið- inni, það var kona við stýrið og hún sagðist vera á leiðinni hing- að. Eigið þið von á gestum? — 1 þessu veðri? Pat brosti og leit upp í himininn, sem var óð- um að dökkna. — Nei. hingað kemur enginn í bráðina. — Hún var á leiðinni hingað, það er heldur enginn heima á Riverwiev. Ef hún fer ekki að birtast, held ég að þú verðir að fara og líta eftir henni. — Fjandinn sjálfur! Ég hef í nógu að snúast. Hvað finnst þér annars, Jack? -— Það verður flóð. — Eins og það síðasta? — Líklega verra. En nú verð ég að fara heim aftur. Pat varð að ýta bílnum, til að hjálpa Jack að komast burtu og svo tók hann töskuna undir aðra hendina og smjörpakkann undir hina og gekk heim að húsinu. Ilann var rétt kominn upp á veröndina, þegar ferðataskan hreinlega datt í sundur. Hann missti hana og innihaldið dreifð- ist um allt gólfið. Pat lagði smjör ið á stól Oíg fór að safna dótinu saman. Þegar hann sá vegabréfið, opnaði hann það og brá í brún. Myndin var svo góð, að ek-ki var minnsti vafi á, hver átti vegabréf ið, en þegar hann las undirskrift- ina, settist hann niður, ,,Anne Oarringron-Smythe“! Skriftina kannaðist hann við af vörulistun- um og þarna voru stimplar úr ferðalögum um allan heim. Svo fann Pat flugmannsskírtein ið og varð svo gram-ur, að hann vöðlaði því saman og k-astaði því eins langt og hann gat frá sér. Það var þá satt. Þessi stúlka, sem hann var ástfanginn af, var eiig- andi Gum Valley — konan, sem hann hataði svo innilega. Hvers vegna í ósköpunum var hún hér? Hún sem átti svo mikla peninga, var hér að elda ma-t- En svo datt honum j hu-g lög- fræðingurinn, sem var alveg viss um að eitthvað væri í ólagi með bókhaldið. Kannske var hún hér til að njósna. Hún var að minnsta kosti búin að fara svo á bak við hann, að hann skyldi aldrei fyrir- gefa henni. Það var komin ausandi rigning og Pat safnaði dóti-n-u niður í tösk una og slengdi svo öllu saman upp á borð. Svo veifaði hann til Alans. — Biddu cldabuskuna að koma hingað! ■% Garðyrkjumaðurinn heyrði - röddinni, að það var betra að hlýða strax og tíu mínútum seinna, þegar þoiinmæði Pats þoldi varla meira, kom Anne inn. — Fyrirgefðu, að ég lét þig bíða vinur, sagði hún. — en ég var að. . . . Hún þa-gnaði snög-glega þegar hún sá hvað lá á borðinu. — Tazkan min! — Einmitt, ungfrú Carrin-g- ton-Smythe, svaraði Pat fskalt — Pat- hrópaði hún. Þau stóðu lengi og störðu hvort á annað, hún var svo þurr í munn inum, að hún kom ekki upp einu einasta orði. Þa’ð var efcki vandi að sjá, hvað hann hugsaði, og hún harmaði að þetta skyldi komast -upp á þennan hátt. — Það er þá, satt! hreytti hann út úr sér. — Já, en ég skai útskýra. . . . — Það verður svei mér að vera -góð Skýring! Hann stóð fyrir fr-a-man fiana og það rifaði aðeins í au-gu hans og það fór hrolltir u-m Anne, þeg ar hún sá glampann í þeim. Hún gekk að honum og lagði höndina á handiegg hans. — Pat, þú veröur að hlusta á mi-g. Ég ætlaði að segja þér það sjálf. . . — Hvenær? — Á jólunum, þeg-ar við sátum saman úti í garðinum um kvöldið, en svo gat ég ekki eyðilagt allt, það var svo dásamleg-t. Efcki horfa svon-a á mig! Hann hristi hönd hennar af sér. — Hvers vegna komuð þér hing að sem un-gfrú Smith? —Ég skal segja þér það og þú verður að trúa mér. Ég ikom vegna þess, að ég gat ekki haidið áfram að lifa þessu lífi í Sidney. Það var svo tómt og tiigangslaust og ég var orðin leið á því og vinum er laugardagur 5. sept — Bertinus Tungl í hásuðri kl. 16.37. Árdegisháflæði í Rvík kl. 8.16. HEILSUGÆZLA Slökkviliðið og sjúkrabifrciðu. Sjúkrabifreið í Hafnatfirði. s|mi 51336. fyrir Reykjavík og Kópavog sími 11100. Slysavarðstofan í Borgarspíti. ínum er opin aUan sólarhringinn. Að eins mótt .a slasaðra. Simi 81212. Kópavogs-Apótek og Keflavíkur Apótek ern opin virka daga kl 9—19 laugardaga kl. 9—14. hclga daga kl. 13—15. Ailmennar upplýsingar uin lækna þjónustu 1 bbrginni eru gefnai > símsvara Læknafélags Reykjavfk ur, sími 18888. Fæðingarheimilið j Kópavogi. Hlíðarvegi 40. sími 42644 Apótek Hafnaffjarðar er opið alla vírka daga frá bl 9—7 á lausar dögum kl. 9—2 og á sunnudögunr- og öðrum helgidögum er opið frá kl. 2—4. Tannlæloiavakt er í Heilsvernd arstöðinm (bar sem - ot an var) og er opin laugardaga 02 sunnudaga kl. 5—6 e. h. Simi 22411. í dag fer fram frá Kolbeinsstaða- kirk-ju útför Bjameyjar Guðmunds dóttur húsfreyju á Álftá í Hraun- hreppi á Mýrum. Bjarney var fædd 15- nóvember 1910 á Dunk í Hörðudal, en flutt- ist þaðan tveggja ára a0 aldi-i með foreldrum sínum suöur í Hn-appa- dal. Eftirlifandi maður hennar er Guðbrandur M-agnússon bóndi á Áfftá. Þei-m hjónum varð 12 barna auðið og eru þau öll á lífi. Þau bjuggu lengst af í Tröð 1 Kolbeinsstaðahreppi, en siðustu 12 árin á Álftá. VlSA DAGSINS Brotin stoð í stafni og skut, stýrisárin farin. Krefur þó um heilan hlut hálfdrættingaskarinn. R. BLÖÐ OG TlMARIT Tímaritið Heúna er bezt, er komið út. Margar góðar greinar og sögur er í ritinu m.a.: Á slóðum Þórkötlu og Hræreks eftir Erling Davíðsison, Reynistaðabræður (Jjóð) eftir Unu Þ. Ámadóttur íslandsferð 1862 C. W. Shepherd, Erum við að týna þjóðsögunum eft ir Stefá-n Kr. Vigfússon, Prestur í píslarstól eftir Hinrik A. Þórðar- son, Kofinn Gráni eftir Jón Vig- fússon, Menntaskólinn á Akureyri 90 ára, Móaliingur, saga urn íslenzk-a hestinn eftir Lilju Þórarinsdóttir, Dægurlagaþáttur, myndasaga o. m. fl. Samtíðin er komin út, efni er fjölbreytt m.a. annars rná nefna Skáldskapur á skákborði eftir Guð- mund Amlaugsso-n. Bridge eftir Árna M. Jónsson. Hvítingjar eftir Ingólf Davíðsson. Kvikmyndaþátt- ur Kven-naþættir Freyju. Stjörnu- spá fyrir september, auk margra annara greina og sagna. KIRKJAN Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Jón Auðuns. Bústaðaprcstakal 1. Guðsþjónusta kl. 11 í Réttarholts- skóla. Séra Ól-afur Skúlason. Langholtsprestakall. Guðsþjónusta kl. 2. Predikari Séra Guðmundur Óskar Ólafssom. Sókn- arprestar. Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl. 2. Séna Garðar Þorsteins- son. Árbæjarkirkja, Holtum, Rang. Messa sunnudag k-I. 2- Séra Magnús Runólfsson. , Laugarneskirkja. Messa kl. 11. Séra Garðar Svavars- son. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11, ræðuefni Mammon Dr. Jakob Jónsson. Háteigskirkja. Messa kl. 2 Séra Guðmundur Óli Ólafsson messar. Séra Aragrímur Jónsson. Kópavogskirkja Guðsþjónusta k). 10.30. Sér-a Gunn- ar Árnason. Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Séra Frank M. Halldórsson. FÉLAGSLlF Kvenfélag óháða safnaðarins félagsfundur n.k. þriðjudagskvöld 8. sept. kl. 8.30 í Kirbjubæ. Vetrar- starfið rætt. Kirkjudagur saínaðar- ins verður sunmudaginn 13. sept. Fjölmenmið. Sóknamefnd. Ferðafélagsferðir. Á laugardag kl. 14 Þórsmörk Á sumradagsmorgun kl. 9,30: Reykjamesviti — Háleyjarbunga___ Grindavík. FerðaféJag Islands, Öldugötu 3 símar 19533 og 11798. SÖFN OG SÝNINGAR tslenzka dýrasafnið verður opið daglega 1 Breiðfirð- ingabúð. Skólavörðustlg 6B fcL 10—22. tsL dýrasafnið. Lárétt: 1 Innheimtumaður. 6 Dreif. 7 Tónn 9 Ulan. 10 Himnaveirui'nar. 11 Eins., 12 Útt. 13 Brjálaða. 15 ílátinu. Krossgáta Nr. 621 Lóðrétt: 1 Land 2 Félag. 3 Hrópaði. 4 Keyr. 5 Saman- við. 8 Fljót. 9 Kindima. 13 Sön-g. 14 Greinir. Ráðning á gátu nr. 620. Lárétt: 1 Vending.. 6 Yrð. 7 Es. 9 Mu. 10 Tvinnar. 11 No. 12 LI. 13 Aum. 15 Mau-rinn. Lóðrétt: 1 Víetnam. 2 Ný. 3 Dmemgur. 4 Ið. 5 Gaurin®. 8 Svo. 9 Mal. 13 AU. 14 MI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.