Tíminn - 05.09.1970, Blaðsíða 3
MOGaEÐACajR 5. september 1970.
TÍM1NN
s
Heimsókn í
boöi ríkis-
stjornarinnar
tii 8. sept.
Framhald af bls. 1
Forseti íslands, Dr. Kristián
Eldjánr, svaráði með ræðu, og
ræddi mest um hin miklu tengsf
Kaupmannahafn-ar og Reykjavíkur,
og minntist með gleði námsára
sinna hér í Kaupmannahöfn.
Málkunnátta forsetans
vekur athygli
Þessa ræðu, eins og ræðuna sem
forsetinn hélt í konungsveizlunni,
flutti forsetinn á góðri dönsku.
Svo sem kunnugt er af fréttum
var ræðum forsetans og konungs-
ins sjónvarpað beint úr konungs-
veizlunni, og hafa sjónvarpsáhorf-
endur haft orð á því hér, hve
forsetinn talaði góða dönsku, og
hve hann flutti mál sitt vel. Eru
þeir sjálfsagt óvanir því, að er-
lendir þjóðhöfðingjar tali mál
þeirra rétt eins og innfæddir væru.
Áður en haldið var í ráðhúsið,
heimsóttu hinir tignu gestir sjón-
varsbærinn Gladsaxe, en þar stefn
ir danska sjónvarpið að því, að
hafa alla starfsemi sína, og á öllu
að vera lokið þar árið 1980. Hans
Sölvhöj, útvarpsstjóri, tók á móti
gestunum í Gladsaxe, en August
Stagerup, varaformaður danska
útvarpsráðsins, ávarpáði gestina
og rifjaði har.n upp kynni sin af
íslenzkum útvarps- og sjónvarps-
mönnum. Minntist hann líka á þau
nánu og sérstöku tengsl, sem ís-
lenzka og damska sjónvarpið og
útvarpið hafa sín á milli.
Það sem einna mesta athygli
vafcti hjá gestunum í Gladsaxe,
var að koma í þá deild danska
sjónvarpsins, þar sem fram fara
tilraunasendingar með litsjónvarp,
en litsjónvarp er á tilraunastigi í
Danmörku, og eru sendingar að-
eins stutta stumd á degi hverjum.
f útvarpshúsinu í Gladsaxe var
boðið upp á kampavím og kökur
áður en haldið var í Rúðhúsið.
Frá Glasaxe var farið í Ráð-
húsið, og þar var þoðið upp á
kampavin og kökur. Voru urn
300 manns viðstaddir þá móttöku.
Hádegisverður í veiðihúsi
konungs.
Síðan var haldið í veiðihús kon-
ungsins, þar sem snæddur var há-
degisverður. Voru þar aðeins kon-
ungsfjölskyldan og forsetahjónin
ásamt fylgdarliði þeirra frá ís-
landi. Hádegisverðurinn var snædd
ur í Eremitage-höll í Dyrahaven
fyrir norðan Kaupmannahöfn, um
20 mínútna akstur frá miðborg
Kaupmannahafnar.
Að loknurn hádegisverðinum
óku forsetahjónin að d’Angleterre
hótelinu, þar sem þau dvöldust og
hvíldu sig eftir þeytinginn og
veizluhöldin undanfarua daga.
f boði ríkisstiórnarinnar
Á morgun, laugardag, hefst hin
óformlega heimsókn forsetahjón-
anna í boði dönsku ríkisstjórnar-
innar. Fyrsti liður á þeirri dag-
skrá er móttaka í íslenzka sendi-
ráðinu, en þangað eru boðnir m.a.
aliir ræðismenn íslands í Dan-
mörku, sem munu vera 10 eða 11
talsins. Alls verða í þessu boði
um 40 manns.
Á sunnudaginn verður haldið
snemma af stað frá d’Angleterxe
hóteli og skoðaðar hallir í ná-
Framhald á bls. 14.
;
:
’• m ;Lu
..
Frá veizlunni í Fredensborgarhöll. Við háborðið eru frá vinstri, Ingiríður drottning, Dr. Kristján Eldjárn, forseti
íslands, Friðrik konungur, frú Halldóra Eldjárn og Hendrik prins.
’i. •. i •-
Dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands, og Friðrik Danakon ungur, ganga fram hjá lífverði konungs er forsetahjónin
komu til Kaup mannahafnar.