Tíminn - 11.09.1970, Qupperneq 12
FöshwJagur 11. september 1970.
Dagskrá Hljóðvarps og Sjónvarps fylgir
Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga um skattamálin:
Hækkun fasteignaskatta verði
mætt með lækkun annarra skatta
EJ—Reykjavík, fimmtu-dag.
Landsþing Saimbands ísl. sveit-
arfélaga, sem lauk í dág, f-jallaði
m. a. um skattamál, og ályktaði
á þá leið, að nú sé nauðsynlegt
„að gerð verði víðtæk athugun á
tekjuöflunarkerfi hins opinbera til
undirbúnings nýskipunar skatta-
mála. og hlýtur tekjuöflun sveit-
arfélaga að verða einn liður í þess
ari endurskoðun".
Lögð er áherzla á nauðsyn þess,
að sveitarfélögunum verði tryggð
ir traustir tekjustofnar í samræmi
við þau verkefni, er þeim her að
annast í þágu íbúanna.
Um skattamálin segir annars
m. a. í ályktun þingsins:
Hið nýja fasteignamat mun gjör
breyta þeim skattstofni, sem fast
eignaskattar og ýmis fleiri gjöld
eru miðuð við, og verður því
nauðsynlegt að breyta þeim ákvæð
um laga um tekjustofna sveitarfé-
laga, er um fasteignaskatta fjalla.
Við væntanlegar breytingar á
álagingu fasteignaskatta við lög
festingu nýs fasteignamats er
nauðsynlegt að leggja áherzlu á,
að almennur fasteignaskattur verði
áfram sjálfstæður tekjustofn sveit
arfélaga. Einnig verði stefnt að
því að hlutur fasteignaskatta í
heildartekjum sveitarfélaga hækki
nokkuð frá því, sem nú er. Fram
búðarskipan fasteignasköttunar
hlýtur hins vegar að bíða þeirrar
heildarendurskoðunar á tekjuöfl-
unarkerfi rikis og sveitarfélaga,
sem nú er í undirbúningi.
Nauðsynlegt er. að á móti hækk
un fasteignaskatts komi lækkun
annarra skatta til sveitarfélaga,
þannig að heldarskattbyrði verði
sem næst óbreytt. Slfk lækkun
verður bezt framkvæmd með breyt
ingu á núgildandi útsvarsstiga,
er tryggi það, að útsvarsálagning
á meðaltekjur og lágtekjur lækkí
frá því sem nú er.
Jafnframt lagfæringum á nú-
Framhald á bls. 10
Skoðanakönnun Framsóknarmanna
í Reykjavík
Kynningarfundur
Uppstillinganefnd fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í
Reykjavík heldur kynningarfund frambjóðenda í Fram-
sóknarhúsinu við Fríkirkjuveg þriðjudaginn 15. þ.m.
kl. 20.00 stundvíslega.
Frambjóðendur í skoðanakönnuninni, er fram fer 18.
til 20. þ.m., halda stuttar ræður og svara fyrirspurnum
á eftir. — Uppstillinganefndin.
Eruð þér á
kjörskrá ?
Þeir, sem áhuga hafa á að taka
þátt í skoðanakönnun Framsókn-
armanna í Reykjavík, sem fram
fer 18—20, september næstkom-
andi, en ekki hafa enn gengið í
*
Islenzkir hestar
leika í danskri
kúrekakvikmynd
FB—Reykjavík, fimmtudag.
fslenzkir hestar verða stöð-
ugt vinsælli erlendis eins og
sjá má á því, að þeir eru nú
farnir að leika í kvikmyndum
í Danmörku. Blaðinu barst í
dag „prógramm" af dönsku
kvikmyndinni Preriens skrappe
drenge, sem er verið að sýna
þessa dagana í Danmörku, og
á forsfðu þess er mynd af
fjórum kúrekum á íslenzkum
gæðingum.
Preriens skrappe drenge er
kúrékamynd, og fer danski gam
anleikarinn Dirch Passer með
aðalhlutvemkið. f prógramm)-
in kemur fram. að hestarnir,
sem í myndinni leika, og erti
allir íslenzkir, eru í eigu
danska hrossakaupmannsins
iBeirt Jöinsson firá Lönholdt.
Jönsson þessi var hér á fs-
landi í sumar í þeim tilgangi
að kaupa hér hross, og fór
héðan flugleiðis með um
hundrað hesta til Danmerikur.
Þess má m. a. geta, að Tím-
inn birti viðtal við Jönssou
í sumar, þar sem hann hvatti
íslendinga til þess að leggja
meiri rækt við val þeirra
V
hesta, sem héðan eru seldir úr
landi, til þess að spilla ekki
áliiti því, sem menn hafa feng
ið á ný á íslenzka hestinum,
en hann var orðinn heldur
lágt skriíaður í Danmlöriku
fyrir síðari heimsstyrjöldina,
aðallega vegna þess. hve lé-
legir hestar höfðu verið seldir
þangað, og hve ungir þeir'
voru, þegar þeir fóru héðan.
Jönsson taldi, að væru of ung
ir hestar seldir héðan, þeir
teknir og tamdir í gjörólíku
umhverfi, því, sem þeir eiga
að venjast hér, gæti það orð-
ið til þess að brjóta niður
andlegt atgjörvi þeirra, svo
þeir töpuðu þeim eiiginleik-
um, sem menn hafa metið
hvað mest til þessa.
Præriens skráþp^ drenga er
framleidd hjá Mefry Film, og
er þetta litmynd. Leikendur
eru rúmlega 20 taldir upp í
skránni. og eru Dirch Passer,
Willy Rathnoy og Paul Hag-
en einna þekktastir. Þá má
nefna Sisse Reingaard og Ove
Sprogöe, sem einnig munu
vera þekkt meðal kvibmynda-
húsgesta. ' '
NÝJU SÍMASKRÁNNISEINKAR!
SB—Reykjavík, fimmtudag.
Allmikil seinkun verður að lík-
iudum á útkomu nýju símaskrár-
innar, en áætlað var að hún kæmi
út nú um næstu mánaðamót.
Ástæða seinkunarinnar er sú, að
tengingum í nýju Grensástöðinni
er ekki lokið og því ekki hægt að
gefa skrána út strax, þar sem
4—500 númer yrðu enn sambands
laus.
Hafsteinn Þorsteinsson, ritstjóri
símaskrárinnar. sagði blaðinu í
dag, að í Reykjavík bættust við
1000 númer í nýju Grensásstöð-
inni, og eru þau frá 85000—85999.
Ekki er enn búið að úthluta nema
um helmingi þessara númera,
þannig að ef þau kæmu nú út í
nýrri símaskrá, yrði enginn til að
svara hringingum í þau. Meðal
þessara númera eru nokkur hjá
stórum fyrirtækjum og það yrði
ótækt, að gefa út símaskrá með
skökkum númerum í marga mán-
uði. Símaskráin kémur því ekki
út, fyrr en öllum þessum breyt-
ingum er lokið, en Hafsteinn sagði
að ekki væri mögulegt, að segja,
hvenær það gæti orðið.
Þegar nýja símaskráin kemur,
verður hún í höfuðatriðum svipuð
þeirri síðustu. nema hvað hún
stækkar eins og venjulega. Götu-
og númeraskrá kemur ekki út á
næstunni, sú síðasta er síðan í
maí, og sagði Hafsteinn. að hún
væri ekki orðin mikið skökk
ennþá.
Skoðanakönnunin í Reykjavík
Utankjörstaðarkosning
hefst n.k. mánudag
Framsóknarfélögin í Reykjavík,
geta útfyllt intökubeiðnir á skrif-
stofu flokksins að Hringbraut 30.
Skrifstofan er opin á venjulegum
skrifstofutíma.
Einitngis þeir, sem eru félags-
I 'nn í Framsóknarfélögunum, hafa
ogheimili í Reykjavík oo hafa |
náð 18 ára aldri, þegar skoðana-
könnunin fer fram, hafa rétt til
þátttöku í skoðanakönnuninni
Skoðanakönnun Framsóknar-
manna í Reykjavík fer fram dag-
ana 18- til 20. september næst-
komandi. Kjörstaður er að Hring-
braut 30.
Ákveðin hefur verið utankjör-
staðakosning vegna skoðanakönn-
unarinnar, og fer hún fram sam-
kvæmt eftirfarandi reglum:
1- Þeir, sem rétt hafa til þátt-
töku í skoðanaköimuninni (Þ.e.
félagsmenn í framsóknarfélögun-
um í Ueykjavík, sem lögheimili
liafa í borginni og uáð hafa 18
ára aldri) ng verða fjarvcrandi
kjördagana, geta greitt atkvæði á
skrifstofu Framsóknarflokksins að
Hringbraut 30 frá og með mánu-
deginum 14. september til og með
fiir.mtudeginum 17 september kl.
17—18. Skal viðkomandi greiða
atkvæði hjá sérstökum fulltrúa
uppstillinganefndar, sgm verður
staddur þar á ofangreindum tima.
2. Þeir, sem rétt hafa til þátt-
töku í skoðanakönnuninni, en eru
nú fjarverandi og koma ekki til
Reykjavíkur fyrr en eftir að skoð
anakönnunin hefur farið fram,
geta cinnig greitt atkvæði, en þeir
verða að smia sér til formanns
Framhald á bls. 10