Tíminn - 18.09.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.09.1970, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGCR 18. sepember 1970 TIMINN 3 VAR HEIMABRUGG ORSOK NORÐURPÓLSMORÐSINS? SB—Reykjavík, fimmtudag. Eins og Tíminn hefur sagt frá áður, var framið morð í námunda við Norðurpólinn í jálí sJ. Nú hefur einn af með- limum leiðangursins Mario Jamie EscamiÚa frá Virginíu verið ákærður fyrir manndráp ið, en það var leiðangursstjór inn Bennie Lightsy, sem skot- inn var til bana. Rannsókn málsins hefur fram til þessa farið fram fyrir lok uðum dyrum, en áreiðanlegar heimildir segja, að við rann- sóknina hafi komið fram, að Lightsy hafi verið skotinn, þeg ar hann var að reyna að stilla til friðar meðal leiðangurs- manna, en þeir hafi rifizt all- harkalega út af 56 lítrum af heimabruggi. Fyrstu upplýsingarnar um morðið voru mjög takmarkað- ar, en þær bentu til, að Lightsy hefði verið skotinn vegna þess, að hann var óvenju harður hús- bóndi. Dennie Lightsy t.v. og Mario Escamillia Bændur við Mývatn kæra Laxárvirkjun og segja að STÍFLURNAR HAFA VALDIB STÚRKOST- LEGU ÚBÆTANLEGU TJÓNI Á SILUNGI Ákj Pétarsson jarð- sunginn í dag Áki Pétursson verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni kl. 13,30. ÁM var sonur Péturs Zophanias- sonar ættfræðings og Guðrúnar Jónsdóttur. Hann var stúdent frá MR 1935 oig starfsmaður Hagstofu íslands 1937 og síðan. Stunda- kennari var hann við Gagnfræða skóla Reykjavíkur í nobkur ár, og við rðnskólann í Reykjavík. Organisti frá Dómkirkjunni í Sydney Miehael Deasey, organisti frá Dómkirkjunni í Sydney, heldur organtónleika í Dómkirkjunni í I Reykjavík laugárdaginn 19. sept.' fcl. 18 og í Neskirkju sunnudag- i inn 20. september kl. 17. í Dómkirkjunni verða á efnis-; skránni m. a. verk eftir J. Pachel- [ bel, G. A. Homilius og Passacag- lia og fúga í c-moll eftir J. S. Barh. Þá má geta nútímaverks- ins „Fæðingin11 eftir Jean Langla- is og Fantasíu og fúgu um nafnið BAOH eftir F. Liszt. Á efnisskránni í Neskirkju eru m. a. verk eftir F. Couperin, Buxte hude og Preludia og fú-ga í D-dúr eftir J. S. Bach. Þá verk eftir Samuel Wesley, Fantasía I f-moll K608 eftir Mozart o. fl. Michael Deasey er aðeins 23 ára gamall, en hefur þegar verið aðstoðarorganisti við Dómkirkjuna í Sydney, þar sem hann hefur hald ið tónleika, svo sem einnig í Þýzka landi og Englandi. Hann er með- limur „Trinity College of Music“ í London (F. T. C. L.) og Kon- unglega Tónlistarskólans (A. R. CM.). í fyrradag barst embætti sak- sóknara ríkisins kæra frá Félagi landeigenda á Laxársvæðinu vegna stíflugerðar Laxárvirkjunar við Mývatn. Segir í kærunni, að stífl- urnar, sem smíðaðar voru 1960 og 1961, hafi verið gerðar án leyfis réttra umráðamanna landsins. Kveða bændur stíflurnar hafa al- gerlega rofið frjálsa för göngu- silungs milli Laxár og Mývatns, en með því hafi verið valdið stór- kostlegu, óbætanlegu tjóni á sil- ungsstofninum, sem frá fornu fari hafi verði itil miíkilla búdrýginda. Segja bændur aldrei hafa verið rætt við alla þá fjölmör.gu veiði- réttareigendur, er þar hafi hags- muna að gæta. Þá segir í kærunni, að stíflurnar hafi valdið þvi, að Mývatn hafi frosið á vetrum alveg að stífilun- um, en áður hafi stmumvatnið UTANRIKISRÁÐ HERRA FER Á ÞING SÞ Utauríkisráðherra, Emil Jóns- son, mun fara til New York á Alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna í byrjun næstu viku og taka þar þátt í honum almennu umræðum í upphafi þings. Sendinefnd fslands á 25. Alis- herjarþinginu verður skipuð eft- irtöldum mönnum: Jón Sigurðs- son, formaður Sjómannasambands íslands, Jónas G. Rafnar, alþing- ismaður, Björn Fr. Björnsson, al- þingismaður, Gils Guðmundsson alþingismaður, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, fulltrúi, Hannes Jónsson, sendiráðunautur, Tómas A. Tómasson, skrifstofustjóri og Hannes Kjartansson, ambassador, og er hann varaformaður sendi- nefndarinnar. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 17. september 1970. út í kvíslar Laxár haldið opinni vök, þar sem álft og húsönd hafi náð í æti, þegar vatnið var víðast annars staðar ísi lagt. Hafi afleið- ingin orðið sú, að álft og húsönd hafi fallið úr hor unnvörpum á vetrum, síðan stíflurnar voru sett- ar. Þá segir í kærunni til saksókn- ara, að ráðuneytisleyfið til stíflu- gerðarinnar hafi orðið til með ólögmætum hætti, þar sem það hafi verið gefið að þeim öllum fornspurðum, er hagsmuna hafi að gæta. Loks er í kærunni krafizt opin- berrar rannsóknar á atferli stjórn- ar Laxárvirkjunar öllu, og áð höfð- að verði opinbert sakamál á hend- ur stjórninni. Er vitnað í kærunni til ákvæða almennar hegningar- la-'a um brot í opinberu starfi og til ákvæða um refsingar fyrir skemmdarvcrk og eignasvipingu. Segja kæruaðilar, að brot stjórnar Laxárvirkjunar sé varanlegt brot, sem staðið hafi yfir öll síðustu 10 ár. (Fréttatilkynning frá Félagi landeigenda á Laxársvæðinu). nytsöm framleidsla neytendum í hap FATAVERKSMIÐJAN HEKLA AKUREYRI Ný von glæðist Samstarfsmenn og stuðnings- menn núverandi ríkisstjórnar, Alþýðuflokksmenn norðan Iands, lýstu yfir því, að fram- kvæmd dómsmála og refsimála hér á landi væri þjóðarskömm í höndum dómsmálaráðherra þess, sem setið hefur á tróni um hrið. Gylfi líflæknir ríkis- stjórnarinnar lagði blessun sína yfir þessa ályktun með nær- veru sinni í fundinum eða gauk aði henni inn á fundinn. Síðan hélt hann suður og gerði þjóð- skammarhandhafann að forsæt isráðherra. Eftir það var von á nýjum dómsmálaráðherra, og þar sem nú hefur frétzt, að hann verði virðuleg kona, sem væntanlega vill ekki láta sinn ráðherra- dóm, hinn fyrsta í íslenzkri kvenréttindasögu, verða álika þjóðarskömm á ábyrgð kven- þjóðarinnar, hafa vonir manna glæðzt um að nú verði stung- ið á einhverjum kýlum, sem birgð hafa verið inni i tíð fyrr- verandi dómsmálaráðherra. Von andi verður þessi Auður svo djúpúðug að draga fram skúffu fyrirrennara síns og taka upp eitthvað af þeim málum, sem þar hafa verið geymd. Eitt smáblóm Eitt þeirra smáblóma, sem Auður hlýtur að finna í skúffu Jóhanns, er ávæningur um fjár málaóreiðu við embætti húsa- meistarar ríkisins. Sá kvittur kom upp fyrir aUlöngu í blöð- um, en af einhverjum dular- fullum ástæðum fór aldrei fram nein opinber hreinsun í því máli. Fjármálaráðherra gaf að vísu út einhverja grunn- færnislega yfirlýsingu um ráð- stafanir, sem dómsmálaráðherra hefði gert, en sá síðarnefndi virðist lítt hafa viljað við kann ast, enda hafa þau verk verið þögul. Morgunblaðið birti á sínum tíma af þessu t'Iefni viðtal við húsameistara ríkisins, og lýstf hann þar yfir, að yfirleitt gæti hann ekki fylgzt með hvað væri að gerast við embættið svo nákvæmlega, að hann vissi um hverja hreyfingu, en væri citthvað athugavert, ætti hann þar enga sök á. Nú væri það vel gert af hinum nýja dómsmálaráðherra að lyfta hulunni af þessu máli, firra húsameistara ríkisins og samstarfsmenn hans fleipri í felum, sva oe starfsmenn hans aðra, en leiða sökudólga fram, ef einhverjir eru. Ef til vill gæti Tíminn orðið nýja dómsmálaráðherranum hjálplegur við að minna á fleiri smámái. sem gætu legið á skúffubotni Jóhanns. Slagbrandur Gylfa Fyrir síðustu alþingiskosn- ingar fór Gylfi formaður Al- þýðuflokksins ekki dult með það, að hann væri fús til áfram haldandi stjórnarsamvinnu við íhaldið. Þó setti hann fyrir dyr sínar einn voldugan slagbrand. Hann var sá, að ekki kæmi til mála áframhaldandi st’órn arsamvinna, nema landbúnaðar stefnunni væri breytt. Eftir kosningarnar tók Gylfi þennan slagbrand orðalaust Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.