Tíminn - 18.09.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.09.1970, Blaðsíða 12
„Og enn kvað hann” - Sjá bls. 6 SÍLDAR- AFLINN AÐ OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Aflabrögð íslenzku síldveiðiskip anna í Norðursjó eru mikið að glæðast og hefur aflinn verið ágæt ur það sem af er vikunni og sölur góðar. í síðustu viku lönduðu skipin 830 ,'estum af síld og fengust fyr- ir það magn samtals 12,8 millj. kr. Það sem af er þessari viku er búið að landa 1690 lestum síldar af íslenzkum skipum, og er sölu- verðið 28,4 millj. kr. Afls lönduð- uðu 28 skip í vikunni. Borgarembættismenn mega bera starfs- menn sína órökstuddum sökum, — segir íhaldsmeirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur. — Úrskurður í prófmáli. AK- Uvík, fimmtudag. — Er borgarembættismanni heimilt að bera á undirmenn sína á opinberum vettvangi, óskil- greint brot á trúnaðar- og þagnarskyldu í starfi, án þess að gera þeim nánari grein fyrir því í hverju það sé fólgið, að beiðni þeirra? Já, sagði meiri- hluti borgarstjórnar Reykjavík ur í úrskurði, sem hann felldi á borgarstjórnarfundi í _kvöld og gaf þar með sjálfum sér óvenjulegt si’ðgæðisvottorð. — Þetta var prófmál, sem aðrir borgarembættismenn geta dregið lærdóm af. Málavextir vora á þessa lund: Morgunblaðið birti 30. maí í vor viðtal við Gústaf E. Páls- son, borgarverkfræðing, þar sem hann segir m.a.: „Á vinnuborðum stofnunar- innar liggja framtni tillögur, sem bæði eru raunhæfar og einnig hugmyndaflug, sem ekki er fullmótað. Út frá þess- um hugmyndum skapast svo endanleg tillaga, sem lögð er fyrir borgaryfirvöld. Það get- ur verið mjög óþægilegt þegar slíkt hugmyndaflug er tekið og borið upp sem tillaga, eða berst út og er tekið til um- ræðu áður en endanlega er gengið frá málinu. Þetta kem- ur því miður fyrir, þótt allir starfsmenn hér eigi að vera bundnir þagnarskyldu". Einnig segir borgarverkfræð ingur, að mál, sem í rannsókn sé, hafi „síazt út og verið not- að í vafasömum tilgangi“. Um miðjan júní skrifa átta verkfræðilegir starfsmenn borgarverkfræðingi bréf og lýsa óánægju sinni yfir þessum ummælum og biðja um leið- réttingu og skýringu á þeim. Eramhald á bls. 10 FSstudagur 18. septembér 1970. Flóð á leiksýninp Keðjubréfunum fjölgar: Lögregfan lokaði keðjubréfa- miðstöð í Hafnarfírði SB—Reykjavík, fimmtudag. Þegar leikarar í „Kristni- haldi undir Jökli“ komu niður í Iðnó í gærkvöldi, máttu margir þeirra taka til liöndum við að dæla vatni og vinda tusk ur til að komast hjá að vaða um búningsherbergin, því ein- mitt um þetta leyti var stór- straumsflóð og yfirborð Tjarn arinnar hækkaði svo mikið, að hún tók að flæða inn í Iðnó. í viðtali við Tímann í dag, sagði Guðmundur Pálsson, leik ari, að fyrst hefði orðið vart við vatn í kjallaranum milli kl. 7 og 8 og þá í miðstöðvar- herberginu. Svona flóð kæmi yfirleitt einu sinni til tvisvar á ári. Þegar vatnið í Tjörninni hefur náð vissu hámarki, fer að síga gegn um veggina og steypuna í kjallaragólfinu. Guð mundur sagði, að vatnið hefði ekki náð nema í ökla í mið- stöðvarherberginu og minna í búningsherbergjunum sjálfum. Einn maður dældi upp af gólf inu og í vaskinn, en nokkrir undu tuskur og björguðu skó- taui og öðru á þurrt. Um 10 leytið hætti að flæða inn. Þeg ar leiksýningin byrjaði, varð að hætta að dæla, því dælan hefur of hátt. OÓ-Reykjavík, fienmtudag. Peningakeðjubréf hafa farið eins og eldur í sinu um landið undanfarið. Eru keðjubréfin bæði af erlendum og innlendum upp- runa. í dag var haldin hjá bæjar- fógetaembættinu í Hafnarfirði dómsrannsókn, vegna keðjubréfa, seim stofnað var til suður þar. Síðari hluta dags í gær fóru bíl- ar að streyma að eyðibýlinu Stekk, sem er skammt frá kirkju u garðinum. í morgun hélt bíla- straumurinn áfram Og var svo kotnið að öll umferð suður á nes var að stöðvast. Fór nú lögreglan á staðinn og í Stekk voru rekin mikil keðju- bréfaviðskipti. Kostaði kr. 1000,00 að taka þátt í þessu gamni, en eins og skýrt hefur verið frá í Títnanum, eru leikreglur þannig, að hver þátttakandi útvegar fjóra nýja, og margfaldast með þessu þær peningaupphæðir, sem lagðar eru fram, það er að segja ef enginn slítur keðjuna. í húsinu var starfsfólk önnum kafið að skrifa nöfn á ritvélar og taka á móti peningum. Talið er að í morgun hafi fleiri hundruð manns komið þarna suður eftir til að taka þátt í gullæðinu. En lögreglan stöðvaði viðskiptin, og í dag var haldin dómrannsókn í máli þeirra, sem stóðu fyrir keðjubréfunum. f morgun var síðan stofnað ann að fyrirtæki í Reykjavík, sem kallað var OK. Voru þar enn keðjubréf á ferðinni, og kostar 500 krónur að taka þátt í OK- keðjubréfastarfseminni. Fyrstu bréfakeðjunnar varð vart í vor. Var það mál afhent sakadómi og voru keðjubréfin stöðvuð á póststofunni meðan málið var í rannsókn. Danskur maður, sem búsettur var hér á landi kom þessari keðjubréfa- keðju af stað, en fór nokkru síðar til Danmerkur og hélt hann starf seminni áfram þaðan. Síðan hafa fleiri fyrirtæki kom ið af stað peningakeðjtrbréfum, og mun Investo í Málmey vera hvað stórtækast. Saksóknari hefur nú gert kröfu til að keðjubrófin séu gerð upp- tæk, en peningar í bréfunum verði endursendir sendendunum, eftir því sem við verður komið. Saksóknari hefur beðið saka- dómara að rannsaka fleiri keðju- bréf sem nú eru í umferð. Radar togarans sýndi of lítið KJ—Reykjavík, fimmtudag. í dag skoðuðu sérfróðir menn þau radartæki varðskipsins Óðins og skozka togarans Ben Gulvain, sem notuð voru á þriðjudagskvöld ið er togarinn var tekinn að meint um ólöglegum veiðum við Hval- bak, og reyndist radar togarans sýna 0.7% minna en á korti mið- að við 14.5 mílna fjarlægð, og þýðir þetta að togarinn hefur frekar verið nær landi en fjær. Hinir dómkvöddu radarskoðunar- menn voru Baldur Böðvarsson út- varpsvirkjameistari í Neskaup- stað og Arnþór Ásgrímsson lög- giltur rafvirkjameistari á Eski- firði. Lögðu þeir skýrslu sína fyr- ir réttinn í kvöld, en í skipunar- bréfi þeirra var sérstaklega far- ið fram á að mælinákvæmni rad- artækja skipanna sem notuð voru á þriðjudagskvöldið væru athuguð. Prófun tækjanna fór fram í Eski fiarðarhöfn, og var mælt að fjöru borði við Grímu og i Skrúð, að því er Gísli Einarsson dómsfor- seti skýrði Tímanum frá í kvöld. Á varðskipsradarnum mældist vegalengdin í Skrúð vera 14.65 sjómílur, á togararadarnum mæld ist vegalengdin 14.40 mílur, en miðað við sjókort þá mældist vegalengdin 14.50 mílur. Virðist Framhald á bls. 10 Stekkur vi8 HafnarfjörS. Nokkrir vonsviknir viSskipta vinir snúa frá eftir að lögreglan stöðvaSi keðjubréfa- söluna. Það varð algjört umferðaröngþveiti á Suðurnesjaveginum ofan við Hafnarfjörð i gærmorgun, er keðjubréfafarganið gekk hvað bezt. Varð lög. reglan að skerast í lelkinn og koma lagi á umferðina. (Tímamyndir Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.