Tíminn - 27.09.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.09.1970, Blaðsíða 7
SUNNTJDAGUR 27. september 1970. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvsemdastjóri: Kristján Benediiktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason, Ritstjómar- sikrifstofur i Edduhúsinu, súnar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523. ' ABrar sikrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innaniands — í lausasölu kx. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Alvarleg tíðindi Það eru alvarleg tíðindi, að niðurstaða rannsóknar, sem þekkt amerískt neytendablað hefur gert, hefur leitt í ljós, að íslenzkir fiskstautar eru meðal þeirra lélegustu og óvönduðustu, sem seldir eru á Bandaríkjamarkaði. Þessi tíðindi þurfa hins vegar ekki að koma á óvart. Hér í blaðinu hefur hvað eftir annað verið bent á, að mjög skorti vöruvöndun, jafnt á sviði fiskveiða og fisk- vinnslu. Fiskurinn, sem hraðfrystihúsin nota, er oft orð- inn ailtof gamall, marinn og kraminn og er því ekki lengur hæfur til að gera úr honum góða vöru. Þetta gildir sérstaklega um netafiskinn svonefnda. Af opinberri hálfu hefur hvergi nærri verið gert nógu mikið að því að hamla gegn þessu, enda skort á þessu skilnmg hjá skipstjórum, útgerðarmönnum og hraðfrystihúsaeigend- tun. Þessir aðilar hafa lagt meiri áherzlu á magnið en gæðin. Fiskeftirlitið hefur svo verið alltof veikt og undan- látsamt til að hamla nokkuð að ráði gegn því óheilbrigða gróðasjónarmiði, sem hér hefur ráðið ríkjum. Það er þess vegna rétt að gera sér ljóst, að fisk- stautamálið, sem nú er komið til sögunnar vestanhafs, er ekki nema örlítill angi af margfalt stærra máli. Það er á svo fjölmörgum öðrum sviðum, sem vöruvöndun- mni er ábótavant, eins og rakið er hér á undan. Þess vegna á þetta fiskstautamál að leiða til allsherjar endur- skoðunár og aðhalds, jafnt á sviði fiskveiðanna sem fisk- vinnslunnar. Það verður því miður ekki annað sagt en að yfir- völd okkar hafa verið ákaflega dauf og sljó á þessu sviði. Fyrir ekki löngu reyndist saltfiskfarmur að mestu eða öUu óseljanlegur vegna verkunargalla Þess var þá krafizt hér í blaðinu, að það mál yrði upplýst til fulls. Opinberlega hefur það ekki verið upplýst enn, hver orsökin var né hver eða hverjir báru ábyrgð á henni. íslenzki fiskurinn er sennilega bezta hráefni sinnar tegundar í heiminum. Það á að vera hægt að vinna úr honum vörur, sem eru viðurkenndar gæðavörur á heims- markaðnum. Þetta gera íslendingar ekki nægilega nú. Það er meira hugsað um magnið en gæðin. Þeirri stefnu verður að breyta. Annars getur vofað hætta yfir íslenzk- um sjávarútvegi og fiskiðnaði, sem getur reynzt engu betri en versti aflabrestur, en er að því leyti verri, að hún er sjálfskaparvítL Þ.Þ. Lofsvert Ttrúnaðarbrot‘ Sá atburður gerðist á kosningafundi hjá Kaupmanna- samtökum íslands, í tilefni af prófkjöri því, sem nú fer fram um helgina hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, að formaður samtakanna, Hjörtur Jónsson, kaupmaður, flutti fundarmönnum skýrslu um gang viðræðna þeirra, sem ríkisstjórnin hefur átt undanfarið við aðila vinnu- markaðarins. Öll gögn, sem hafa verið lögð fram í þessum viðræðum, hafa verið gerð að trúnaðarmálum. Almenn- ingur hefur ekkert mátt vita. Fulltrúar verkalýðsfélag- anna hafa látið drepa sig í slíkan „trúnaðardróma“, að umbjóðendur þeirra, launþegar í landinu, hafa ekkert mátt vita um afstöðu þeirra eða þær upplýsingar um þróun verðbólgunnar, afkomu útgerðar, frystiiðnaðar og svo framv., sem þeim eru veittar í þessum viðræðum. Að þessu athuguðu ber Hirti Jónssyni sérstakt hrós fyrir það „trúnaðarbrot“, að veita almenningi nokkrar upplýsing- ar um þessar viðræður, þótt eftir krókaleiðum sé, og á kosningafundi. Jafnframt verður þetta „trúnaðarbrot“ að teljast áskorun til fulltrúa launþega um að þeir geri grein fyrir sínum sjónarmiðum og sinni afstöðu. T. K. TÍMINN Ritstjórnargrein úr The New York Times: Edvard Hambro - forseti þings Sameinuðu þjóöanna Hann var einróma tilnefndur af Vestur-Evrópuríkjunum. Sameinuðu þjóSunum í New Yorfc 15. sept. ÞtEGAIR stungið var upp á því fyrir nokfcrum mánuðum, að dr. Edvard Hambro frá Noregi yrði forsetí allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna á tuttugu og fimm ára afmæl- inu, komu andmæli aðeins úr einni átt. „Konan mín gall undir eins við“, segir Hambro brosandi: „Hvers vegna viit þú verða forsetí? Þú veizt að þér leið- ist að þurfa að hlusta á of margar og langar ræður. Ástæðan getur efcki verið nema ein, sem sé hágóma- -gimd“. Hambro svaraði blíður í bra-gði: „Vildir þú heldur að einhver annar yrði forseti?" Þar með var það mál útrætt að því er hann segir. KONA H-ambros og dóttir þeirra Linda. tuttugu og eins árs og yngst fjögurra systkina, vorur viðstaddir í hinni bláu og gullnu samfcomuhvelfingu sam takanna, þegar Hambro var einum rómi kjörinn forsetí þingsins. Úrslit kosningarinnar voru aldrei í neinni óvissu. Komið var að Evrópuríkjunum að leggja til forsetann og Ham- bro varð fyrir valinu, en hann hefur verið formaður sendi- nefndar Norðmanna síðan ár- ið 1966. Hambro virtist glaður og reifur að fcvöldi kosningadags- ins, þar sem hann sat yið skrif borð sitt í skýjafclúf samtak- anna að Þriðju götu 825. Hann var að hugleiða hlutverk sitt við stjóm þingsins, þegar tugir helztu þjóðarleiðtoga heirns le-ggja þangað leið sína í októbermánuði tíl þess að heiðra Sameinuðu þjóðirnar á aldarfjórðungs afmæli þeirra. Orðræður Hambros og fas báru þess efcki merfci. að hann kviði langvinnum fundasetum dag og nótt eða hinum fimm eða sex leiðinlegu en „óhjá fcvæmileg-u móttökum“ dag hvern, — hvað þá maraþonræð unum, þegar hann verður að Edvard Hambro sitja augliti tíl auglitis við þingheim og leyfist ekki einu sinni að geispa í laumi. HAMBRO er fimmtíu og níu ára að aldri. en er þó rjóður og hraustlegur allt ár- ið um kring, eins og hann sé „nýkominn úr guf-ubaði”, lffct og rithöfundurinn Lillian Ross komst að orði. Hann stundar æfingar í fclúbbi sínum nokkr- um sinnum í viku hverri og síðast þegar hann gat um frjálst höfuð strokið heila helgi, fór hann í nokkrar gönguferðir um stórborgina og ritaði aufc þess grein um Al- þjóðadómstólinn, en þar gegndi hann störfum árin 1946 til 1953. Hambro segir, að gagnrýni geti verið Sameinuðu þjóðun- um gagnleg, en er mótfaMinn einhliða svartsýni og segir hana auðveldlega geta leitt til uppgiafar, „sem er ein af dauðasyndum í stiórnmálum“. En forset-anum er jafn illa við hóflausa bjartsýni, sem hann álítur „ekki til neins igagns“. Afstaða hans sjálfs er „bjartsýni með raunsæisívafi til að auka á haldgæðin“. HAJIBRO veitti blaðamönn- um viðtal, er hann var seztur við skrifborð sitt, en þar var ,.hæfileg“ óreiða. Á borðinu voru allvænir staflar af skrif- uðum orðsendingum og lúð ein tafc af stofnskrá Sameinuðu þjóðanna í vasabókarbroti. „Ég hefi búið við hana siðan í San Franciscó um árið“, sagði Hanj bro um stofnskrána, n hann átti sæti í sendinefnd Norð- manna á stofnfundinum og hef ur, ósamt öðrum, ritað bófc um stofnskrána, gagnmerfct heim- ildarrit. Það er Hambro af mörgum ástæðum fagnaðarefni að vera fcjörinn forseti allsherjarþings ins. Ein ástæðan er, að Carl J. Hambro faðir hans var for- setí Þjóðabandalagsins á sinni tíð. Hambro -gladdist þegar mjög háttsettur stjórnmálamað- ur hrósaði honum fyrir skömmu og taldi hann mjög vel agaðan mann, sem treysta mættí til að refca á eftir aUs- herjarþinginu. en á því væri fuiU þörf, þar sem það væri oft ærið hægfara. Það sýnir annars aga Ham- bros, að hann lagði — með nokkurri eftirsjá en af mik- illi staðfestu — vindlinga og pípu á hilluna fyrir tiu árum, og einnig hina sterfcu vindta, sem honum þóttí afar gott að reykja. Hann gerði þetta, þeg- ar hann sannfærðist um, að reykingar væru heilsunni hættulegar. Hann játar, að hann sé dálítið ofstækisfullur í þessu efni, biðji gestí stund- um að láta það vera að reykja, og hafi að minnsta kostí einu sinni sagt, að ef þeir gætu ekki án þess verið að reykja. vonaðist hann til að verða fyr irgefið, þó að hann tæki disfc- inn sinn og færi eitthvað ann- að. EDVARD ísak Hambro fædd ist í Oslo 22. ágúst árið 1911. Hann er sonur norsks stjórn málamann, forseta, stórþings- ins, og innlend stjórnmál og erlend voru samofin hinu dag- lega Ufi á æskuheimili hans. Þegar Hambro yngri var við laganám í Háskólanum i Oslo hlaut hann styrk frá Þjóða- bandalaginu tíl þess að stunda rannsóknir við höfuðstöðv- ar þess í Genf. Þar með hófst hinn langi starfsferill hans við alþjóðastjórnmál og leiðin lá að lokum til Sameinuðu þjóð- anna. Hambro tók í leiðinni dokt- orsgráðu I stjórnvísindum og gegndi aufc þess herþjónustu í Noregi. Þegar þýzki herinn gerði innrásina í Noreg var hann fluttur til London og fór síðar til Bandaríkjanna, þar sem hann dvaldist í þrjú ár. flutti fyrirlestra og kenndi og starfaði fyrir norsku ríkis stjórnina. Hann var kiörinn á "þing eins og faðir hans, átti þar sæti frá 1961 og þar til hann fluttist hingað. Edvard Hambro er með réttu elztur systkina sinna, en hann er ekki nema 35 mínút um eldri en Cato tvíhurabróð- Framhald á bls. 11 Fremst á myndinnl sést skrifstofubygging S.Þ., en lága byggingin til hliðar við hana er þinghöllin. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.