Tíminn - 27.09.1970, Side 7

Tíminn - 27.09.1970, Side 7
HVERS VEGNA HRAFNINN MISSTI ALLA VINI SÍNA Langt norður í Asíu bjó fyr ir nokkrum árum hrafn sem hét Krumma-Maja. Það er ó- hætt að segja, að Maja hafi verið falleg, kolsvört frá toppi til táar, og méð leiftrandi augu, sem ekki misstu af neinu. Það var sjón að sjá hana, þeg ar hún sveif um loftið. Milli vængbroddanna var heill metri og þegar sólin skein glitraði á fjaðrirnar, svo þær sýndust bæði silfurlitar og gyUtar. Krumma-Maja hefði senni lega verið uppáhald allra fugla ef hún hefði ekki haft einn Ijótan galla. Ilún talaði nefni lega ekki um neitt nema siálfa sig allan daginn. í fyrstunni, þegar Krumma- Maja var lítil, fannst hinum fuglunum bara gaman að hlusta á hana. En þegar hún varð eldri, fannst þeim hún verða frekar leiðinleg. — Þú talar bara um sjálfa þig, kvörtuðu þeir. — Þú hlý'tur að geta fundið eitthvað annað til að tala um, en bara hvað þú sjálf ert að gera. Við gerum til dæmis ým- isleg-t líka. Krumma-Maja móðgaðisl við þetta, því að hún gat ekki skilið, að hinir fuglarnir hefðu rétt fyrir sér. Hún hélt, að þeir væru bara að vera leiðin- legir við hana. Lengi talaði hún alis ekkert við þá, og hún hélt. að þeir myndu sakna þess að heyra ekki í henni. En fugfLarnir voru bara fegnir. Svo gerðist það einn dag- inn, að Krumma-Maja hitti hrafn, sem hún varð ástfang- in af og þau giftu sig. Hún verpti eggjum og lá þolinmóð og þögul á þeim í 21 dag. Loksins kom að því, að Krumma-Maja, fann að eitt- hvað merkilegt hafði gerzt. — Hún var hætt að hugsa um sjálfa sig. Þá gleymdu líka hinir fugl- arnir í Asíu, að hún hafði ver- ið svona leiðinleg og alltaf ver ið að hrósa sjálfri sér. Og þeir fóru að heimsækja bana í hreiðrið. Ungarnir skriðu úr eggjunum, en héldu sig heima við í 40 daga. Á meðan höfðu Krumma-Maja og maðurinn hennar meira en nóg að gera við að útvega ungunum mat og passa þá. En þegar hér var komið sögu, gat Krumma-Maja ekki stilt sig lengur, og byrjaði að montast aftur. — Ungarnir mínir eru fall- egusitu ungar í heiminum, sagði hún, og — ungarnir mínir eru vitrastir af öllum ungum. — Við eigum Jíka fallega unga, kvökuðu hinir fuglarn- ir, og það var ekki laust við, að þeim sárnaði. — En ekki eins fallega og vitra og mínir eru, svaraði Maja. — Við eigum ljka fallega og vitra unga, svöruðu hinir fugl- amir og nú voru þeir orðnir reiðir. Þeim kom saman um, að eitthvað yrði að gera og svo stofnuðu þeir nefnd, sem kom sér saman um, að í hvert sinn, sem Krumma-Maja ætlaði að segja eitthvað, yrði gripið fram í fyrir henni. Þá fékk Maja að upplifa það að kom- ast ekki að með mál sitt. — Þið eruð heimskir. . . heimskir. . . heimskir, hrópaði hún bálreið — En þið skrökv ið. ég er fallegasti fuglinn í heiminum og ég á fallegustu ungana. Þá litu hinir fuglarnir von- sviknir hver á annan og þerm skildist, að þetta hafði mistek- izt. Þeir gátu ekki komið Krumma-Maju í skilning um, hvað þetta var heimskulegt, þvj hún vildi alls ekki hlusta á neinn, nema sjálfa sig. Og svo flugu aliir fuglamir í burtu, eins langt og þeir gátu. Svo langt, að þeir heyrðu ekki til hennar, þótt hún hrós- aði sjáifri sér eins og hún hafði rödd til. Síðan hefur Krumma-Maja verið einmana fugl, þvi hún Framhald á bls. 22 Svo kemur að því, að fjöl- skyldan stækkar. Kvendýr- ið gengur með í 65 daga og svo fæðast 2—4 ungar, sem eru smækkuð mynd af foreldr unum um leið. Vissara er að taka pabbann í burtu meðan börnin fæðast, því hann hefur ekkert vit á smábörnum. Að lokum alvöruorð. Að vera gæludýr er ekki það sama og að vera leikfang. Nag grísinn, blíður og góður, eins og hann er, hefur oft orðið illa úti í samskiptum sínutn við lítil börn. Margir naggrís- ir hafa átt leið til dýralækn- is og það . er allt annað en skemmtileg sión, að sjá þetta indæla dýr með skelfingu í fallegu svörtu augunum. Naggrísir hafa fengizt í Beykjavík. í Fiska- og fugla- búðinni á Barónsstí'g og kosta milli 4 og 500 krónux. Næst verður sagt frá páfa- gaukum. * Jabba-dabba-dú! Sennilega er bara til einn skurðgröfustjóri, sem er heims frægur fyrir það starf. Hann heitir Fred Flintstone og á konu sem heitir Vilma. Stein- aldarmennirnir litu fyrst dags- in i’jós í bandarísku sjónvarpi fyrir 10 árum og hafa siðan gengið yfir allan hinn vest- ræna heim og lagt hann að fótum sér. Hanna og Barbera, höfund- ar teiknimyndanna um Fred og félaga hans eru löngu orðn- ir margfaldir miUjónamæring- ar á því að teikna steinaldar- mennina. Nú eru þeir hættir að teikna þessar myndir, en hafa samt nógar tekjur af þeim. því alltaf er verið að sýna þær einhvers staðar. Nú er komið litasjónvarp til Sögunnar og þá verða steinald- anmennirnir bara sýndir aftur, Framhald á bls. 22 Naggrís sem. gæludýr Naggrísir eru vinsæl gælu- dýr, að minnsta kosti í ná- grannalöndum okkar, en hér hafa þeir fengizt líka og öllum krökkum finnst gaman að þeim. Naggrísir eru lítil, mjúk og blíðlynd dýr. sem gera engurn neitt og láta ekki mikið - í sér heyra. Þau eru góð við börn og bíta afar sjaldan, en passa verður, að litlu börnin séu þó ekki of góð við nag- grjsinn sinn. Naggrísir eru til í mörgum litum og bæði síðhærðir og stutthærðir. Þeir vilja búa í almennilegu húsi. eins og reyndar flestir aðrir og finnst þá beztur stór trékassi með vímeti eða rimlum að ofan. Þvj stærri sem kassinn er, því betra. Eiginlega er of lítið, að hafa naggrisinn bara einn, honum finnst skemmtilegra að hafa félagsskao. Tvö karldýr slást yfirleitt, bezt er að hafa par, en líka er gott að hafa eitt karldýr og fleiri en eitt kvendýr. í botn kassans er bezt að hafa sag eða spæni og hey ofaná. Um mataræði naggrísanna er það að segja, að þeim finnst gu'lrætur mjög góðar, einnig salatblöð og fíflablöðk- ur, maís, hafrar og fleira. Munið. að grænmeti sem fryst hefur verið, má aldxei gefa naggrís, það er lífs- hættulegt fyrir naggrisamaga. Vatn þarf líka að vera í kassanum. Sumir naggrísir drekka ekki með grænmeti, en það er samt vissara að hafa vatn hjá þeim.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.