Tíminn - 11.10.1970, Blaðsíða 2
f r ’ ' r ! r
' 1 r i ■ r • f ■
TÍMINN
M ' • f r r
SUNNUDAGUR 11. október 1970.
AMERÍSK POPPÓPERA, SEM
TEKUR „HAIR“ ALGERLEGA FRAM
Fyrir nokkrnm mánuðum
skrifaði ég grein i þáttinn
M.U.F., um hvað bandarískar
kvikmyndir eru frámunalega
lélegar, en nýjustu kvikmynd-
ir Ameríkana eru ekki svo
slæmar (að mínu áliti og eftir
því, sem ég hefj séð af þeim).
Og svo skeði það fyrir
skömmu, að ég sá e’-nhverja
stórbrotnustu og áhrifamestu
sýningu, sem ég hefi séð til
þessa. Það var hin nýja banda-
ríska poppópera .,STOMP“
(traðk) og hvassari þjóðfélags
ádeilu hefi ég aldrei séð.
Leiksviðið var ekkert annað
en nokkrir hallandi pallar
(eins konar lítil gólf) og risa-
stórt kvikmyndatjald, sem
myndaði rúmlega hálfhring ut
an um áhorfendasalinn eða
þakti þrjá veggi.
Áhorfendur sátu sitt hvoru
megin við gólfið en svo sem
á gólfinu líka og sat ég með-
al þeirra síðarnefndu.
Verkið ætlaði aldrei að geta
byrjað, því of margir áhorfend
ur reyndust vera í salnum —
álitlegur hópur hippa hafði
einhvern veginn svindlað sér
inn.
Það var ekkj fyrr en gest-
irnir voru góðfúslega beðnir
að yfirgefa salinn (sem þeir
gerðu um stundarsakir) að
verkið gat hafizt — en ógern-
ingur hefði verið að sýna verk
ið fyrir troðfullu húsi, þar sem
leikarar, söngvarar og dansar-
ar þurftu að nota mikinn hluta
af gólfplássinu.
Hjns vegar var nauðsynlegt
að láta nokkra áhorfendur
sitja á gólfinu, því þeir áttu
að taka þátt í sýningunni.
Ég reyni ekki að lýsa öllu
því, sem fram fór, því atburða
rásin var með afbrigðum hröð
og fjölbreytt — eins konar
risaútgáfa af íslenzku popp-
óperunni ÓLA.
Ljósatæknin var svo tækni-
leg, að ég hefi aldrei séð ann-
að eins: Stundum var sýnd
kvikmynd á öllu tjaldinu, eins
og það lagði sig eða þá að
hraðar og ruglingslegar skyn-
villumyndir (psychodellic
effects) flugu um alP húsið.
í meginatriðum fjallaði
stykkið um reiði vellauðugra
foreldra yfir sjálfstæðum
mannúðarhugmyndum unga
fólksins, sjúklegum siðvenjum
í sambandj við þjóðernisskyld-
ur (sá, sem ekki fer í herinn
til að drepa fólk eða verða
drepinn ella, skal settur í fang
elsi eins og ótýndur glæpa-
maður), hallelújavæl og yfir-
borðskennda ,.guðhræðslu“
efnishyggjufólks, ófrelsi i ást-
um og ýmislegt annað, sem
er rotið í stóru velferðarríki.
f einum af söngvunum fjall
ar texlinn um svalt og kyrr-
látt fljót, þar sem fólk getur
farið og drekkt sér af frjáls-
um vilja. Það sé þó betra en
að fara þangað, ef ríkisvaldið
skipar manni að gera það . . .
og allt í einu hlaupa nokkrir
af leikurunum með hálfgagn-
sæjan plastdúk yfir alla áhorf-
cndurna, sem sitja á gólfinu.
Bláum, grænum og gráleitum
ljósum er varpað á dúkinn að
©fanverðu og dúkurinn fer að
hreyfast í bylgjum á meðan
hann hækkar. Þegar maður 'ít
ur upp, lítur hann út eins og
yfirborð ólgandi vatns, séð frá
árbotni — og áhorfendur hafa
það á tilfinningunni, að þeir
liggi á botnj hins svala fljóts
og ho-fði á vatnið streyma
fram hjá.
Dúkurinn hverfuv og úr
miðjum áhorfendahópnum á
gólfinu rís stúika, sem syngur
svo hjartnæmt ljóð um óham-
ingju sína, að hún tárfellir ae
áhorfendur drjúpa höfði.
í næstu andrá heyrast skot-
hvellir og skjannahvítt ljós
blaktir um salinn, svo að all-
ar hreyfingar áhorfenda verða
krampakenndar (svipað og í
eldgömlum Chaplin-mynd-
um) er þeir fara fálmandi um
salinn og detta niður, hver af
öðrum, í hvert skipti sem rauð
ur blossi og sprengjuhljóð birt
ist í andrá.
Annars er söngleikur þessi
ekki allur tóm skelfing. Hann
er oftast nær fylltur gaman-
sömu háði, sem áhorfendur
geta ekki annað en hlegið að.
f upphafi leiksins gengur
stúlka með barn, sem er óskil
getið, svo hún mætir liatri o '
skilningsleysi. Barnið fæðist —
og frá þeim kafla er verkið
óhemju líkt poppóperunni
Óla: Leikir, uppeldisvanda-
mál, undarlegt skólakerfi
o.s.frv. — þar til alvara lífs-
ins og þióðfélagsskyldurnar
fara að segja til sín.
Mörg lög í verkinu eru gull-
Framhald á li síðu
Aleinn ég um nætur
ég star‘ á myndina af þér,
því ástin, sem ‘að ég gaf þér,
í friði mig ekki lætur.
Ég hugsa ekk‘ um annað.
En alltaf mér þú bannar
að vera við þig góður.
Ég er aö verða
óður — af ást.
Andlit mitt ég væti
í tárum og ég gæti
mig lífi svift af harmi,
því sorg ég ber í barmi.
Ég vil þér vera nærri,
en þú ert alltaf fjarri.
Ég lifi af því að þrá þig
og nærist af að sjá
þig — af ást.
Þó þú ei mig viljir,
þá vil ég að þú skiljir,
að ef ég dey á morgun,
þá verður það af sorgum.
En hugsað' ekki um það.
Þú skalt mér bara gleyma. . .
Mér tár úr augum
streyma — af ást.
(sniff, sniff).
Jimi Hendrix hélt hljóm-
leika hérna í Berlín — aðeins
hálfum mánuði áður en hann
dó. Eftir því sem söngvarinn
Eric Burton segir fyrirfór
hann sér — hafði fyrir löngu
ákveðið með sjálfum sér að
deyja ungur og frægur.
The Rolling Stones héldu
líka hljómleika hér í Berlín
fyriir skömmu — og urðu sér
svo gersamlega til skammar,
að útséð er að þeir koma hing-
að aldrei aftur.
Orðhragð heirra og æði á
hljómleikunum var fyrir neð-
an allar hellur — og ef þeim
líkaði ekki við matinn á hótel-
inu, sem þeir bjuggu á, þá
snéru þeir diskunum (fullum
af mat) við á borðunum, svo
að spaghetti og annar matur
lak af borðum þeirra og nið-
ur á góllf.
Paul McCartney e- mörgum
poppfræðingum ráðgáta þessa
dagana, vegna bréfs, sem hann
sendi Melody Maker fyrir all
nokkru.
Þar segist hann alls ekki
hugsa sér að byrja aftur með
Bítlunum — en undir undir-
skrift hans er teiknað skringi-
legt bros. . . og nú velta popp-
fræðingar fyrir sér hváð þetta
glott eigi að þýða: Hvort Paul
hefur verið að segja allan
sannleikann i hréfinu.
Annars setti Paul heimsmet
í plötugróða nú fyrir skömmu.
Hæggenga platan hans (sem
heitir McCartney) hefur nú
selzt í urn 3 milljónum ein-
taka — og þar sem Paul samdi
öll lögin og textana sér um
allan undirleik og á þar að
auki álitlegan hluta af fyrir-
tækinu, sem gaf plötuna út.
þá reiknast mönnum til að
hann hafí grætt a.m.k.
500.000.000.00 — fimm hundr
uð milljónir — krónui’ á henni.
Eftir því. sem ég bezt veit.
þá var hann ekkert sérstak-
lega lengi að setja þessa plötu
saman — þó að venjulegur
maður með sæmi-lega gott
kaup þurfi að vinna stanzlaust
: 2000 ár tii að ná þessari
svimandi upphæð. ,
Þau hréf, sem ég hef fengið
hjá lesendum M.UF.. undanfar
ið hafa yfirleitt veriu svo auð-
sjáanlega skrifuð eingöngu til
mín, að ég hef ekki séð ástæðu
til að birta þau, þótt ég hafi að
visu haft mjög gaman af flest
u-m þeirra.
Nú hefur mér dottið í hug
að efna til einskonar samr
keppni um bezta bréfið til þátt
arins.
Það bréf, sem mér finnst
skemmtilegast aflestrar (og
birtingarhæft), frumlegt eða
upphyggilegast — eða þetta
allt í senn, verður verðlaunað
með einhverri jólagjöf frá
mér. Ekki veit ég ennþá,
hvernig sú jólagjöf verður —
það er nofckuð undir hréfinu
komið — en minna en stór
hljómplata af beztu gerð má
það varla vera.
Og þar með er keppnin haf-
in: einn, tveir og þrír.
Hér er eitt dæmi um bréf,
sem é-g hef nýlega fengið:
„H-alló Steinó Róbertó
Grilló!
Við erum í alveg æðislegu
stuðj að hlustó á „Vakna Dísa“
með Steina á Selfossi, en eins
o-g þú veizt er þetta truflað
lag. Það er geggjaðra en „Það
er svo geggjað“ mieð F-losa
poppara.
Ertu ekkj í brjáiuðu lista-
mannastuði þarna í Germaníu?
Hurðu, hvernig er það með
þessa plötu sem þú ætlar að
syngjá inn á?
Ég var að lesa þá kjafta-
sögu í Vikunni um þig.
Keypturðu þér stígvél áður
en þú fórst út? Það eru komn-
ar svo agalega flottar „búss-
ur“ í kaupfélagið. Ég ætilaði að
gefa þér einar, en svo tímdi
ég því ekki.
Hefur ekki einhver Þjóðverj
inn spurt þig hvort þú værir
frá íslandi? Hann ætti að
þekkja þig á skegginu (hí-hí).
Hós-sí-ló lagsmaður. Við er-
um orðnar galtómar eins og. ..
Guten nagth (eftir fram-
burði).
Þrjár skógarsúkkulaðidísir
að austan.
P.S.
Afsakaðu skriftina, stafsetn-
inguna og bullið Við eru
ekki svona vitlausar, eins og
við lítum út fyrir að vera.
Þær sömu —L.BG..“
Jú, ég er í „ofsa“ listamanna
stuði hérna. Bráðum búinn að
mála úr mér allt vit, að ég
tali nú ekki um alit bullið, sem
ég skrifa.
En — ég er nú ekki búinn
að syngja inn á þessa plötu
ennþá.
Mig vantar útsetningarnar,
því að ég kann ekki að skrifa
útsetningar að því, sem ég set
saman í tónum. Vonandi verð-
ur ekkert úr þessu — og þó. . .
Nei. Ég keypti mér engin
stígvél. Það er búið að vera
svo heitt hérna í sumar, að ég
hef oftastnær gengið berfætt-
i ramhald á II. síðu
h '' -; t v ; n itít t y\rm"TT-T.T~it
, ■ r< y y r' r' r '•
I ’ ’’ ' .
V 7.