Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 3
ÞRHWUDAGUK 27. október 1970. TÍMINN 15 MNGFRÉTTIR Jafnréttisaðstaða skólanema í landinu verði að raunveruleika í?B—Reykjavík. Frumvarp til laga um stofnun námskostnaðarsjóðs var til 1. um- ræðu í neSri deild Alþingis i gær. Flutningsmenn frumvarpsins eru Sigurvin Einarsson og Ingvar Gíslason. Hefur efni frumvarps- ins verið rakið áður hér í blað- inu. Sigurvin Einarsson (F) fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Sagði hann að það megin sjónarmið skyldi ráða við úthlutun námsstyrkja úr sjóðnum, að jafna svo sem verða mætti, námskostnað þeirra nem- enda, sem dvelja fjarri heimil- um sínum, og hinna sem stunda nám heiman frá sér daglega. Sigurvin sagði m.a.: „Menntun er nauðsyn og það munu allir viðurkenna. Æskufólk, hvar sem er í landinu á að hafa jafnan rétt til náms í þeim menntastofn- unum, sem þjóðfélagið hefur kom ið upp. Þar á ekki einr, að hafa forréttindi fram vfir aðra. Þá á heldur enginn ao vera hornreka sem hæfilei'ka hefur til náms. En skólum verður ekki dreift um landið eins og likamiiegum nauðsynjum manna. Alltaf verður mi'kill fjöldi æskufólks, að sæta i því að vistast að heiman mikinn! hluta árs við skólanám. Þetfa veld-! ur þeim nemendum miklum kostn- aði umfram hina er nám stunda í heimangönguskólum. Þegar þessi kostnaður er orðinn slíkur, að foreldrar neyðast til að neita börn um sínum um skóilamenntun, er mikil alvara á ferðurn. Þá er þjóð- félagið farið að bregðast þeinri skyldu sinni, að veita öllum þegn unum sama rétt til hinna andlegu lífsnauðsynja. Á síðasta þingi var frumvarp- ið um námskostnaðursjóð sent nokkrum aðilum til mrtis Mjög var liðið á þing, svo að fyrir bing- slit höfðu áðeins boriKt að ég ætla, umsagnir frá Stúdentaráði Háskóla íslands og frá Búnaðarfé- lagi íáiands. Báðar bessar stofn- anir mæltu með frumvarpinu. Auk bess bafa fundarsamþykktir verið gerðar víðsvegar um land, þar seui lýst er nauðsyn þess að jafnaður verði aðstöðumunur nem- enda '.dð nám, þ, a. m. þing Sam- band ísl. sveitafélaga á s. 1. sumri. Það virðist því vera alm. skoð- un manna utan þings, áð um að- \ ÞIIMGPALL! k Þingsályktunartillaga um leit að bræðslufiski hefur verið lögð fram á Alþingi. Fluiiúngs- menn bennar eru Eysteinn Jónsson, og 7 aðrir þingaienn Framsóknarflokksins. Tillagan er þess efnis, að Alþingi álykti, að fela ríkisstjórninni að láta efla skipulega leit og rannsókn- ir, ásamt veiðarfæra- og veiði- tilraunum í því skyni að auka veiðar á bræðslufiski og gera þær veiðar fjölþættari. Athug- um þessum verði einkum beint að loðnu, kolmunna, spærlingi og sandsíli. k Halldór E. Sigurðsson, Ing- var Gíslason og Ágúst Þorvalds- son endurflytja frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90 frá 1965, um tekjuskatt og eignarskatt. Eru breytingarnar fólgnar í því, að fram skuli fara ítarleg rannsókn á framtölum 10% allra framtalsskyldra aðila. Skulu þau framtöl valin með úrdrætti úr öllum framtölum landsins af Hagstofu fslands samkvæmt reglum, sem hún setrur. Framtöl þau, seun tekin eru til rannsóknar, skal athuga vandlega, rannsaka bókhald og leita upplýsinga um hvaðeina, sem máli skiptir. •k Þingsáliktunartillaga um skipulag vöruflutninga og jöfn- Un flutningskostnaðar liefur ver- ið lögð fram á Aiþingi af Vil- hjálmi Hjálmarssyni og S öðrum þingmönnum Framsóknarflokks ins. Tillagan er svohljóðandi — Alþingi ályktar að kjósa 5 manna milliþinganefnd til þess að athuga vöruflutninga lands- manna og gera tillögur um bætta skipan þeirra, Stefna beri að því, að gera flutningakerfið sem hagkvæmast og liraðvirkast án óhæfilegs tilkostnaðar. Leita skal leiða til jöfnunar á flutn- ingskostnaði, svo að allir lands menn sitji við sama borð í þeim efnumi, eftir því sem við verður komið. -A- Viihjálmur Hjálmarsson og 6 aðrir þingmenn Framsóknar- flokksins hafa lagt fram frum- varp til laga um breytingu á orkulögunum, sem er í því fólg in, að orkusjóður skal endur- greiða vexti af lánum þeim, er sveitarfélög eða einstaklingar hafa tekið — eða kunni að taka — og endurlána héraðsrafmagns veitum í því skyni að flýta fyr- ir dreifingu raforku um heima- byggð. k Þá hafa þeir Ásgeir Bjarna son, Helgi Bergs og Bjami Guð- björnsson lagt fram á Alþingi fnunvarp til laga um breytingu á vegalöguim. Miða breytingar m.a. að því, að láta sýsluvega- sjóð bera kostnað á vegum að öllum býluin sem eru yfir 200 metra langir. Ennfremur er lagt til í frumvarpinu, að heimila sýslunefndum að miða tekjur sýsluvegasjóðanna við andvirði fjögurra dagvinnustunda á íbúa í stað þriggja. Geti hækkun þessi talwert greitt fyrir vega- gerð sýsluveganna, því að mót- framlag vegasjóðs samkv. 28 gr. vegalaga er ekki minna en tvöfalt á við tekjur þær, sem tiltækar eru hehna fyrir, á meðan vegir eru ekki fullgerð- ir. ★ Vegna þrengsla í blaðinu i dag, verður ítarlegra sagt frá fyrrgieindun, frumvörpum og þingsályktunartillögum í blað- inu síðar. kallandi réttlætismál sé að ræða, að koma á námsstyrkjakerfi, þeijn skólanemendum til handa, sem engra styrkja njóta, en bera þung- ar fjárhagsbyrðar umfram aðra skólanemendur. Og Alþingi hef- ur reyndar viðuirkennt þörf á slík um námsstyrkjum með smávægi- legri fjárveitingu á síðasta þingi, þótt sú fjárveiting sé varla nema viðurkenning ein. Það er nú senn komið heilt ár, síðan sú fjárveit- ing var samþykkt, en námsstyrík.i- um er engum farið að úthluta enn. Mér eff tjáð, að það verði ekki gert fyrr en til kemur önnur fjárveiting og þá báðum úthlutað í einu. Ég gat þess í þingræðu í fyrra, að sú 10 milljón kr. fjárveiting, sem þar var samþykkt til að jafna aðstöðumun nemenda, væri svo lítilfjörleg, að enginn yrði öfunds- verður af því, að Skipta þeirri f jár- hæð milli allra þeirra, er siðferð- islegan rétt ættu til námsstyrkja, Ég hef orðið helzt til sannsspár, þar sem nú þarf að draga saman tveggja ára fjárveitingu svo unnt verið að skipta. En í ofanálag á að útiloka aila nemendur í öðrum skólum, ef þeir eru í heimavist, að undanteknum einhverjum ferðastyrkjum. En þeim, sem þessari tilhögun ráða er ekki láandi. Fjárveitingin var svo lítilfjöx-leg, að til bessara éða annarra slíkra aðgerða burfti að grípa. En þetta ætti að vera nægiileg vísbending um það, hvort fjárhagsTeg vandamál skólanem- enda verði leyst með slílkri fjár- veitingu sem þessari. Sá mikli mismunur, sem er á námskostnaði skólanemenda, eftir því hvort þeir eru búsettir langt eða skammt frá skóla, er fyrir löngu farinn að hafa þau áhrif, að í hið lengra og dýrara nám fara fyrst og fremst þeir, sem gengið geta í skólana heiman frá sér daglega. Þeim verður námið ódýrara en hinum. Og því lengra sem þróuin heldur í þessa átt með sívaxandi námskostnaði á verð- bólgutímum, því hraðar nálgast sjálfkrafa sú skipan, að skólarn- ir verði aðalega fyrir næsta ná- grenni þeirra. Hins vegar munu menn viðurkenna, að skólar eigi að vera jafnt fyrir allt æskufólk hvar sem það er búsett á landinu. En það er ekki nóg að viðurkenna það, þegar þróunin gengur í öfuga átt, án þess að ráðin sé þar bót á. Ég hef aflað mér upplýsinga um það, nú á þessu hausti hvern- ig nemendur menntaskólanna skiptast í byrjun þessa skólaárs. Heimangönguménn, b.e þá sem sótt geta skóla daglega heiman frá sér og dvalarnemendur, þ.e. þá sem verða að vista sig fjarri heimilum sínum. Af þessari at- hugun kemur i ljós m.a.: í menntaskólum Reykjavíkur, þar meðtalin menntadeild Kennara skólans og lærdómsdeild verzlun- arskólans eru nemendur 2248 af 2941 menntaskólanem. í öllu land inu, eða um 76%. Þegar þess er gætt að utan Reykjavíkur býr um 60% þjóðarinnar, en þar eru við nám, aðeins 24% af menntaskóla- nem. í landinu, verður ekki sagt að landsbyggðin utan höfuðoorg- Frv. Framsóknarmanna um Framleiðnisjóð landbúnaðarins: Fóðuröflun og heyverkun sitji fyrir öðrum verkefnum Frumvarp tU laga um breyt- ingu á lögum nr. 89 frá 1966 um Framleiðnisjóð landbúnaðarins er nú endurflutt á Alþingi af Stef- áni Valgeirssyni, ViLhjálmi Hjálm- arssyni, Ágústi Þorvaldssyni, Magn úsi H. Gíslasyni og Sigurvin Ein- arssyni. Frumvarpið er þess efnis: f 1. lagi að tilraunir um inn- lenda fóðuröflun og heyverkun sitji fyrir öðrum verkefnum um fyrirgreiðslu frá Framleiðnisjóðn- um. — f 2. lagi: Að % af því fé sem ráðstafað er á hverju ári. verði veitt í styrki í stað % áður. Telja flutningsmsnn núverandi heimild um styrkveitingu of þrönga og fara því fram á þessa hækkun, með tilliti til þess, að sjóðurinn rynni í vaxandi mæli til tilraunastarfsemi og uppbygg- ingu sláturhúsa. — í 4. lagi leggja flutningsmenn til, að framlag rík- issjóðs til Framleiðnisjóðs skuli ákveðið í fjárlögum hverju sinni. Þó s'kuli framlagið aldrei nema lægri upphæð en 25 milljón kr. á ári. Leita skuli umsagnar Bún- aðarfélags íslands og Stéttarsam- bands bænda um hvaða verkefni séu brýnust. Skelfiskveiðarnar í Breiðafirði Jónas Árnason (Ab) kvaddi sér Mjóðs utan dagsskrár í neðri deild Alþingis í gær, vegna skel- fiskveiðanna í Breiðafirði. Sagði hann, að 13 bátar stunduðu nú slíkar veiðar við Stykkishólm og veiddu þeir um 50 tonn af skel- fiski dag hvern. Af þessu magni færi ekki nema 10% til vinnslu þar fyrir vestan, sem nú fer éin- ungis fram í Stykkishólmi. Færi aðalmagnið suður til vinnslu. Jón- as rakti efni þingsályktunartil- lögu, sem Friðjón Þórðarson, Jón Árnason og Ásberg Sigurðsson, hafa lagt fram um rannsókn og skipulag skelfisk- og rækjuveiða á Breiðafirði, þar sem lagt etr til að Alþingi álykti að skora á sjáv- arútvegsmálaráðherra, að beita sér fyrir því, að settar verði nú þegar reglur um skelfiskveiðar á Breiðafirði. Jafnframt verði áherzla Tögð á aukna ieit að rækju, skelfiski og öðrum slíkum verðmætum á þessum slóðum með skynsamjega hagnýtingu fyrir augum. Taldi Jónas þessa tillögu gagns lausa vegna þess hve langan tíma það tæki að ræða hana innan AJþingis. Yrði þegar að taka þetta arinnar sé ofhláðin af mennta- skólum. Af þessum 2248 mennta- skólanemum í Rví'k, er 1891 nem., eða 84% þeirra af svokölluðu Reykjavíkursvæði, þ. e. þaðan sem nemendur geta sótt skóla daglega og þurfa því ebki að vista sig fjarri heimilum sínum — f Há- skóla fsl. eru hlutföllin þau að samtals eru stúdentar, sem stunda nám hér heima 1555 og af þeim eru af Reykjavíkursvæðinu 1182 eða um 76%. Rektor Háskólans getur þess í bréfi, sem fýlgdu þessum upplýsingum til min, að tölurnar virðast gefa til kynna að stúdentar taki sér lögheimili ' Reykjavík eftir að nám er hafið, m. a. af þeirri ástæðu að nærri helmingur þeirra er í hjóna- bandi. Háskólastúdentar hafa notið námslána um alllaogt árabil, en áður voru það nSmsstyrkir. — Auk þeira njóta nú námslána nemendur í menntad. Kennaraskólans, nem. i Tækniskóla ísl. og nem. i fram- haldsd. br 4askólans á Hvanneyri, þ.e.a.s. þegar þessir nemendur eru að komast á lokastig námsins. Eftir þeim upplýsingum að dæma scm ég hef fengið frá skrifstofu Náms- lánasjóðs, hafa námslán á síðasta skólaári, handa einhl. stúdentum við nám hér heima á 1. námsári, numið um 25—40 þús. eftir ástæð- um, og þá miðað við um 40% af svokallaiðri umframfjárþörf. Stund um lægri en þetta og stundum J'ramhald á bls. 22 mál föstum tökum hjá sjávarút- vegsmálaráðuneytinu. í þessu sam bandi gat Jónas þess, að 250 tonna bátur frá Reykjaví'k væri nú að leggja upp til skelfiskveiða á Breiðafirði, og ennfrémur að um helmingur af því magni sem veidd ist af skel'fiski þar vestra VEri hent aftur sökum þess að skelin væri brotin. Væri því um 100 tonn af skelfiski, sem veiddur væri þar vestra daglega og því um augljósa hættu á ofveiði að ræða. Friðjón Þórðarson (S) sagði þingsályktunartillögu ekki gagns- lausa, yrði hún hvatning til þess að kippa þessu máli i lag. Gylfi Þ. Gíslason (A) sagði að sökum þess, að sjávarútvegsmála- ráðherra væri sjúkur og því frá störfum, mundi hann sjálfur sjá til þess að málið yrði tekið fyrir í sjávarútvegsmálaráðuneytinu. í þessu sambandi ska! þess get- ið að Sigurvin Einarsson (F) hefur lagt frani á Alþingi breytingartil- lögu við fyrrgreinda þingsályktun- artillögu. Leggur Sigurvin til að við þingsályktunartillöguna bæt- ist eftirfarandi: Jafnframt ályktar Alþingi, að leyfi til þessara vciða á Breiða- firði beri e*ngöngu að veita þeim útgerðarmönnum, sem búsettir eru við Breiðafjörð og landa aflanum þar til vinnslu. Tekur sæti á Alþingi Tómas Árnason, 1. vara þingmaður Framsóknar flokksins í Austurlandskjör- dæmi, tók i gær sæti á Al- þingi í stað Vilhjálms Hjálm arssonar, sern verður frá þingstörfum um skeið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.