Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 7
I MtlÐJUDAGUR 27. október 1970. TIMINN 19 Þetta er eitt af þeim örfáu tilfellum sem ég var á ferð me3 Magnúsi lækni, að ég sá á honum þreytumerki, og að jafnaði fannst mér hann fast- ast sækja þegar veður og færi var illt og leiðin lá til sjúkl- ings úti í héraSi. Aldrei kom þaö fyrir, að hann léti hilbug á sér finna að leggja út í tví- sýnu, hvort sem var á sjó e3a landi. Eggjaði fremur hverrar farar og var æðralaus þótt á bjátaði. Landshættir á 'Ströndum eru þannig, að póstleiðin lá utn flesta bæi byggðarinnar, eink- um þegar norðar dregur. Það nrðu því margir til að biðja póstinn að taka fyrir sig lyf, eða læknirinn fól honum að flytja þau. Þessum þætti heilbrigðis- þjónustunnar í Strandahéraði er Benedi'kt Benjamínsson allra manna kunnugastur og er sú saga alkunn meðal Stranda- manna, að einhverju sinni, þeg- ar krankfellt var í héraði, hafi pósturinn verið búinn að koma fyrir svo miklu af lyfjum í töskum sínum, bæði að þyngd og fyrirferð, að honum hafi orðið tregt um að koma fyrir póstinum, og hafi þá haft á orði, að enginn mundi verða að aldartila, þótt pólitíkin biði næstu ferðar. — Já, og oft tók ég öll þessi meðöl hjá Magnúsi Péturssyni, án þess að greiðsla kæmi fyrir fyrr en löngu síðar. Hann kvað það mestu máli skipta, að lyfin kæmust til viðtakanda í tæka tíð og kæmu að tilætl- uðum notum. — Þú hefur nú fylgt fleiri læknum en Magnúsi Péturs- syni? — Já, já, en engan þeirra tel ég komast til jafns við hann sem ferðamann, enda á seinni áram allt aðrar og betri að- stæður til ferðalaga en á hans tíð. Mér er óhætt að segja það, að þegar Magnús Pétursson lét laust læknisembættið á Strönd um, þá vakti það almeaua hryggð í héraðinu. Fólkið treysti honum og mat hann að verðleikum. Enda þótt hann um árabil sæti á Alþingi, útvegaði hann alltaf staðgengil og fylgdist með öllu, sem heilbrigðisþjón- ustunni við kom. Þess ber líka að geta, að á „Ekki get ég neitað því, að stundum var snjóhengjan í brúnunum meðfram Veiðileysufirðinum fremur óhugnanleg á að líta, og fyrir kom það, að ég þurfti ekki annað en blása hressilega í póstlúðurinn, svo bún hlypi fram.” Alþingi var hann ötull fulltrúi Strandamanna og vann vel að þeim málum, sem hann taldi byggðinni til hagsbóta. í heil- brigðismálum var hann hollur ráðgjafi þjóðarinnar allrar. Ég heyrði frá þvi sagt, að einhverntíma á Alþingi, þegar hann sótti um læknisvitjana- styrk fyrir Árneshrepp, en þaðan var örðugast að ná til læknisins, hafi Sveinn Ólafs- son, alþingismaður í Firði hald ið uppi málþófi gegn þessari fjárveitingu og talið að hún væri hugsuð sem kosninga- beita. Þá hafi Magnús svarað á þá leið, að hann gæti full- vissað háttvirtan þingmann um það, að hann ætti óskipt fylgi í þessari sveit, hvort sem þrjú hundrað króna f járveiting feng ist eða ekki. — Ója, honum var víst óhætt að fullyrSa það, blessuðum. Kaldbakskleif. Þau ár, sem Magnús Péturs- son var héraðslæknir á Strönd um og jafnframt þingmaður kjördæmisins, voru Stranda- menn afskiptir um flest er auð- veldað gæti baráttu fyrir batn andi hag. Leiðir byggða á milli voru víðast óruddir troðning- ar og innan sveita óbrúaðar ár, gil og lækir. Siglingaleiðir með ströndinni voru ómældar og illa eða ekki lýstar. Þessu til viðbótar lá svo byggðin utan þjóðbrautar, þannig, að ekki var líklegt að. fé það, er veitt yrði til framkvæmda á Strönd um, kæmi öðrum til góða en þeim, sem þar voru búsettir. Það þurfti því meiri en meðal mann til að fá hér miklu um þokað, hvort sem var heima í héraði eða utan þess. — En ef til vill gæðir nátt- úran útskagabúann einhverjum þeim eigindum, sem herðir hann til því meiri sóknar, sem hann á örðugra um vik, en aðrir sem betur eru settir. Flestir meiriháttar embættis menn, sem starfað hafa á Ströndum, hafa verið aðkomn- ir og sennilega alizt upp við önnur oe betri skilyrði en sú byggð hefur að bjóða. Þrátt fyrir það, hafa margir þess- ir menn starfað þar og gegnt forystuhlutverki um tugi ára, héraðinu til blessunar og sjálf um sér til aukins frama. Því að enda þótt ýmsir gefi óhýrt auga þessum útskagabyggðum, mun sá hvergi talinn meðal- maður, sem þar gerir stóra hluti. f hópi þessara manna ber Magaús Pétursson hátt, ekki sízt vegna þess, að starfsvett- vangur hans var fyrst og fremst meðal þess fólks, sen> þjáðist af sjúkleika 02 var sjálfu sér ónógt, en gat alltaf treyst því að njóta þeirrar beztu hjálpar, sem unnt var að veita. — Gamall maður, sem náin kynni hafði af lækninum, hef- ur sagt, að fólk hafi tekið óumflýjanlegum dauða með meira jafnaðargeði eftir að hann (læknirinn) var komian að banabeði þess. Um sjálfan mig skulum viS ekkert tala núna. — Fóstferðir mínar heima á Ströndum eru flestum kunnar, því að um þær hefur bæði verið ritað og rætt. — Hér í Reykjavík, — já, ég hef kynnzt mörgu góðu fólki og hafði mér holla vinnuveit- endur meðan ég gat eitthvað gert. En mér þótti vænt um að fá tækifæri til að rifja upp minningar frá samskiptuni mín um við Magnús minn, blessað- an. — Þ. M. Háþrýstar 1” Miðstöðvardælur fyrirliggjandi á hagkvæmu verði. S M Y R I L L, Ármúla 7, sími 84450. S í MI 8 4 3 2 0 SÓLNING HF. Sólum allar tegundir af hjólbörðum fyrir vöru- og áætlunarbifreiðir. Pósthólf 741. Meðfram ströndinni imdir þcssum fjöilum lá leið Benedikts 1 hverri póstferð sumar og vetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.