Tíminn - 07.11.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.11.1970, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 7. nóvember 1970. TlMINN SNARPIR JARÐ- SKJALFTA- KIPPIR FB—Reykjavík, föstudag. Margir snarpir jarðskjálftakipp- ir hafa fundizt og mælzt á jarð- skjálftamæla veðurstafunnar 1 dag. Hafa jarðskjálftarnir fundizt á Reykjanesvita, í Höfnum, á Snæ- fellsnesi og austur í Flóa. Kipp- irnir mældust fyrst um kl. 20 í gærkvöldi, en flestir kippir mæld- ust á tímabilinu milli kl. 7 og 8 í morgun og aftur milli 10 og 12. Snarpasti kippurinn mældist kl. 11.25 og reyndist hann 4.5 stig á Richterkvarða. Upptökin mældust hafa verið um 70 km. frá Reykjavík, í vest- ur eða norðvestur. HLAÐA BRANN I ÁLFTAVERl EJ—Reykjavík, föstudag. Síðdegis í gær kom upp eldur í hlöðu á bænum Holti í Álftaveri, en í hlöðunni voru um 100 hest- ar af heyi. Er talið, að um helm- ingur„heysins sé ónýtur, auk þess sem þak hioðunnar má heita ónýtt. Það var um þrjúleitið í gær, að fólk á næsta bæ varð vart við eld í hlöðunni á Holti, en hlaðan er þannig staðsett, að ekki sézt til hennar frá íbúðarhúsinu þar á bæ. Var Páll Böðvarsson, bóndi á Holti, strax látinn vita, og eins var kallað á slökkvilið í Vík, sem er um 40 km. frá Holti. Heimilisfólkið hóf þegar að reyna að slökkva eldinn með snjó, og var búið að slökkva í þakinu að mestu þegar aðstoð barst frá Vík. Talið er, að kviknað hafi í út frá heyblásara. Þeir standa fyrir fundinum í Sigtúni. Frá vinstri: Eina r Páll Smith g jajdkeri skólafélags MH, Gylfi Kristjáns- son, forseti Framtíðarinnar, MR, Vilhjálmur Bjarnason, forseti MFM'H, og Kjartan Gunnarsson, gjaldkeri Fram- tíðarinnar. (Tímamynd Gunnar) Almennur fundur um náttúruvernd og mengun SB—Reykjavík, föstudag. Almennur borgarafundur um náttúruvernd og mengun, verður í Sigtúni á mánudagskvöldið. Skólafélagið Framtíðin í MR og Málfundafélag Menntaskólans við Hamrahlíð gangast fyrir fundin um. Sérfróðir menn um fundar efnin munu flytja erindi og síð an verða almennar umræður. Meðal ræðumanna verða Bald ur Johnsen læknir og forstöðu maður heilbrigðiseftirlits ríkisins, sem f.jalla mun um mengun, vítt og breitt, Hörður Þormar efna- verkfratðingur talar um mengun andrúmsloftsins, Sigurður Péturs Aðalfundur í Keflavík Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavíkur verður haldinn í Aðal- veri, Keflavík, laugardaginn 7. nóv. og hefst kl. 14 e. h. — Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Kjördæmisþing Kjördæmisþing Framsóknar manna i Norðurlandskiördæmi eystra, verður haldið að Hótel Varðborg, Akureyri. laugardaginn 7. nóvember og nefst ki 10 ár- degis. Fulltrúar eru beðnir að mæta stundvíslega. Stjórnin. Góð gjöf til sjúkrahúss Akraness AG—Akranesi. Fimmtudaginn 5. nóv. s. 1. af henti Lions-klúbburinn á Akra nesi Sjúkrahúsi Akraness að gjöf kr. 150,000,00 og skal fjárhæð inni varið til áhaldakaupa fyrir sjúkrahúsið. Gjöfina afhenti fyrir hönd klúbbsins Jósef H. Þorgeirs son, en Gylfi ísaksson bæjarstjóri, formaður stjórnar Sjúkrahússins, og Einar Helgason, yfirlæknir, þökkuðu hina höfðinglegu gjöf. Lionsklúbbur Akraness hefur þá gefið Sjúkrahúsi Akraness sam tals kr. 750,000.00. Félagar í Lionsklúbbi Akra- ness munu n.k. þri'ðjudagskvöld selja ljósaperur á Akranesi til ágóða fyirir Áhaldakaupasjóð Sjúkrahúss Akraness. og er ek'ki að efa, að bæjarbúar munu taka beim vel. Myndin er af Jósef H. Þorgeirs syni (t. h.) afhenda Gylfa ísaks syni (t v.) gjöfina. (Ljósm. Ólafur Árnason). /I son, gerlafræðingur um mengun í ám og vötnum og Vil'hjálmur Lúðvíksson, sem talar um hvers skuli taka tillit til, þegar reistar séu verksmiðjur. Á eftir þessum framsöguerindum verða almenn ar umræður og gefst þá ýmsum, sem sérstaklega hefur verið boð ið til fundarins, kostur á að taka til máls. Meðal þeirra, sem boðið hefur verið til fundarins eru Al- þingismenn, Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSAL, Gunnar J. Frið riksson forstjóri Félags ísl iðn rekenda og fulltrúum frá Orku- stofnun og Landsvirkjun. Ennfrem ur munu fulltrúar náttúruverndar ráðs vea-ða á fundinum. Styrkir í m.irmingu Nightingaie Rauði kross íslands hefur feng- ið tilkynningu um að íslenzkutn hjúkrunarkonum gefist kostur á að sækja um FNINA námsstyrk- inn sem veittur er í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu Fl'orence Nightingale. Styrkurinn er að upphæð kr. 105.000,— Er hann veittur til rannsókna eða framhaldsnáms í hjpúkrunarfræðum, stjórnsýslu eða fræðslu. Þá gefst hjúkrunarkonum og kostur á að sækja utn Florence Nightingale styrk brezka Rauða krossins til náms í stjórnsýslu, hjúkrunarkennslu og/eða hcilsu- NAUÐLENTI k REYKJAVÍKUR- FLUGVELLI SB—Reykjavík, föstudag. Flugvél frá flugmálastjórn nauðlenti á Rcykjavíkurflugvelli í gær. Flugmaðurinn ætlaði áð lenda í Reykjavík, en þegar lend- ingarhjólin fóru niður, kviknaði aðvörunarljós í mælaborði og var þá flogið til Reykjavíkur, en þar sáu menn á jörðu niðri ekkei-t at- hugavert við hjólin. f vélinni var einn farþegi auk flugmanns. Flugvél þessi er af gerðinni Beechcraft Bonanza og tekur sex farþega, Flugmaðurinn var Sigur- jón Einarsson, en farþeginn var flugstjóri frá bandarísku flugmála stjórninni. Það voru lendingar- hjólin vinstra megin, sem bilað höfðu, þannig að þau gáfu eftir, þegar vélin snerti jörðu. Sigurjón lenti á hægri brún flugbrautarinn ar og þegar flugvélin stöðvaðist, var hún komin alveg út á vinstri brúnina. Flugvélin Skemmdist lítið og flugmann og farþega sakaði ekk- ert. vernd. Styrkur þessi er metinn á kr. 168.000,—. Upplýsingar um styrki þessa Og umsóknarskilyrði eru gefnar í skrifstofu Rauða kross íslands, Öldugötu 4,’ReykjávIk. Umsóknir skulu hafa borizt skrifstofunni eigi síðar en 15. desember n.k. Frá Rauða krossii íslands. Jón Maríasson bankastjóri látinn FB—Reykjavík, föstudag. Látinn er í Reykjavík Jón G. Maríasson bankastjóri. Hann fædd- ist á ísafirði, 24. sept. 1898, sonur Maríasar Guðmundssonar kaupmanns og Hólmfríðar Sigurð- ardóttur konu hans. Hann lauk námi hjá Brödrene Páhlmans Handelsakademi, í Kaupmanna- höfn 1917. Síðan vann hann sem verzlunarmaður, og bókari varð hann í janúar 1919 í útibúi Lands- bankans á ísafirði og til ársloka 1933. Skömmu síðar varð hann fulltrúi og þá aðalbókari í Lands- bankanum. Settur var hann banka stjóri í forföllum bankastjóra 1936, og þar til hann var skipað- ur bankastjóri í október 1945. Hann var bankastjóri Seðla- bankans frá stofnun hans 1957. Hann átti sæti í bankaráði Fram- kvæmdabanka íslands 1953—57 og var formaður þess fyrsta árið. Hættuleg rányrkja í ísafjarðardjúpi? Á aðalfundi LÍÚ í Vestmanna eyjum í fyrradag bar Guð- mundur Guðmundsson, formað- ur Útvegsmannafélags Vest- fjarða fram tillögu, þar sem lagt var til að rúnyrkja á þorsk fiskstofnum við rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi yrði könnuð án tafar. Sagði Guðmundur mjög hættulegt ástand vera að skap- ast við rækjuveiðarnar við ísa- fjarðardjúp. Samkvæmt laus- legri rannsókn væru dæmi um að allt að 40% af afla rækjubát anna væru ýsu- og þorskseiði. Síðan rækjuveiði hófst hefur ávallt borið nokkuð á því að lítil fiskseiði kæmu í rækju- trollin. Hins vegar hefur ýsu- og þorskseiðaveiði verið með slíkum ódæmum í haust, að um fullkomna rányrkju er að ræða, sagði Guðmundur. Hafrannsóknarstofnunin mun hafa verið beðin að segja álit sitt á þessu máli, en niðurstaða Iiggur ekki fyrir ennþá. Hér þarf að kanna strax, hvort upp- eldi fiska í ísafjarðardjúpi er stefnt í voða með þessum veið- um. Gylfi snuprar Eggert Morgunblaðið skýrði svo frá eftir aðalfund Verzlunarráðs fslands, að Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptaráðherra, hefði svarað fyrirspurn frá Björgvini Schram um afgreiðslu verð- gæzlufrumvarpsins sálaða, en marg um rædda, á þessa leið: „Hér hefði verið um að ræða tilraun af hálfu stjórnarand- stæðinga til að koma höggi á ríkisstjómina. Slíkt væri mann legt en sjálfur kvaðst hann aldrei mundu beita slíkum að. ferðum.“ Eins og kunnugt er var það Eggert G. Þorsteinpson, ráð- herra, sem felldi þetta frum- varp og réð úrslitum við at- kvæðagreiðsluna. Sagt er að Eggert hafi bætt stöðu sína f Alþýðuflokknum við þann verkn að, enda fékk hann miklu fleiri atkvæði við kjör fulltrúa á flokksþing en Gylfi sjálfur. Prófkjör Sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum Mikil harka er f prófkjöri því, er fram fer meðal Sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum um þessa helgi. Er talið að barátt- an verði mjög hörð milli þriggja manna um 2. sæti list- ans, en almennt er talið, að Matthías Bjarnason hafi tryggt sér 1. sæti listans. Þeir sem um 2. sætið keppa eru Ásberg Sig- urðsson, sem tók sæti á AI- þingi, þegar Sigurður Bjarna- son sagði af sér þingmennsku og gerðist ambassador í Kaup- mannahöfn. Ásberg skipaði 3ja sæti framboðslistans við síð- ustu kosningar. Komst hann ó- vænt í það sæti, en Þorvaldur Garðar Rristjánsson, sem skip- að hafði 2. sætið næsta kjör- t.mabili á undan, var færður nið ur f 3ja sæti en Matthías sett- ur í 2. sæti á fundi kjördæmis- ráðs um framboðið. Þorvaldur Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.