Tíminn - 07.11.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.11.1970, Blaðsíða 14
[ 14 TÍMINN LAUGARDAGUR 7. nóvember 1970 Verðstöðvunin /ramhald af bls. 1 eins og ráS er fyrir gerf í gildandi lögum og kjara- samningum. Á þessu stigi er ekki unnt að reikna út, hve miklu þessi kjara- skerðing launþega nemur. © í greinargerð frumvarps- ins er spáð aukinni innan- landsneyzlu landbúnaðar- vara, sem spara á 130 milljónir í útflutningsupp- bótum. • Sagt er frá nýfundnum, duldum sjóðum í fjárhirzl- um ríkisins, sem ekki var vitað um, þegar fjárlaga- frumvarpið var lagt fram fyrir skömmu! • Bændum er ætlað að taka á sig bótalaust allverulega hækkun kjarnfóðurs. • 2 vísitölustig nema álíka hárri upphæð í niður- greiðslum og tekjur ríkis- sjóðs af 1.5% launaskatti. • Hækkun áfengis og tóbaks er talin gefa 190 milljón króna tekjuauka í ríkis- sjóð. • Fjölskyldubætur hækka og verða 8 þúsund krónur með hverju barni, en voru áður 4356 með fyrsta barni og 5532 með síðari börnum. Nánar er rætt um kosninga- verðstöðvunina í forystugrein blaðsins í dag. Þrjár tegundir tungl- grjóts komu til jarð- MELAVÖLLUR KL. 14.00 — ÚRSLIT í dag, iaugardaginn 7. nóvember, leika til úrslita Fram — I.B.V. Komið og sjáið síðasta stórleik ársins! MÓTANEFND HAFNARFJORÐUR Samkoma í Gó'ðtemplarahúsinu sunnudaginn, 8. nóvember kl. 20.30. Sigurður Bjarnason talar um efn- ið: „Er endurreisn ísraelsríkis tímanna tókn?“ „Er stórtíðinda að vænta frá löndunum við Miðjarð- arhafsb.otn?" Einsöngur: Árni Hólm. — Ailir velkomni:-. MESTA GEIMFERÐ SÖGUNNAR SigurSur Bjarnason talar urn þetta efni í Aðventkirkjunni, Reykjavík, sunnudaginn 8. nóvember, kl. 5 síðd. Einsöngur: Árni Hólm. — Allir velkomnir. Hjartans þakkir vinum og vandamönnum fyrir heim- sóknir, gjafir, skeyti og hlýhug á áttræðisafmælinu. Sérstakar þakkir kvenfélaginu á Bíldudal fyrir kær- komna gjöf. Guð blessi ykkur. Rebekka. Hjartans þakkir til allra nær og fjær fyrir hlýjar kveðjur, gjafir og vinarhug á áttræðisafmæli mínu 31. október s.l. Valgerður Lýðsdóttir. Systir okkar, Guðríður Sigurðardóttir andaðist a3 Landakotsspitala fimmtudaginn 5. þessa mánaðar. Guðfinna Sigurðardóttir, Ólafía Sigurðardóttir. ar í Apolló 11. íl víí'wíf. 1 •'/i4'. •-/;'Mi týfhf • >' + A’ 1/ \J ' a n a \ / A n r\ þ A K K AR A\ 'ORP -> r / \ l\ 1 ’ t / i i\» » * 24. júlí 1969 lenti Apolló 11. í Kyrrahafi með 22 kg. farm af tunglbergi. Sýnum þessum var dreift meðal meira en 500 vís- indamanna í 140 rannsóknarstof um í 9 þjóðlöndum. Til að fyrir byggja tvíverknað hafði hlutverk um verið skipt mörgum árum áð- ur og tíminn notaður til að byggia upp sérhæfðan tækjakost, aðstöðu og rannsóknafimi stofnanna. Fyrstu rannsóknarniðurstöðurn ar voru ræddaa- og kynntar á tunglþingi í Houston í janúar 1970, og birtar skömmu síðar í límaritinu Science. Við rannsóknirnar var beitt öll um þeim vélum og kunmáttu, sem þróazt hefur í jarðfræðum síðasta áratuginn, auk klassiskra aðferða. Fram til þessa tíma þyggðust hugmyndir manna um uppruna og eðli sólkerfisins að miklu leyti á rannsókn og efnagreiningu loft steina, en hátt á annað þúsund steinar hafa verið ýtarlega kann aðitr. Tunglsýnin komu í fl’estu á óvart. Rannsókn þeirra hefur leyst ýmsar gátur, en þó vakið fleiri. Yfirþorð tunglsins skiptist í hálendi og láglendar flatneskjur eða sléttur, sem nefndar eru maria eða höf. Apolló 11. lenti í Mare tranquillitatis — Hafi kyrrðarinnar — en Apolló 12. á hálendi. Hefur lítið kvisast um Pekingstjórnin sem leggur bann við sendingu hers úr landi. NIXON forseti hefur einnig stungið upp á nýrri ráðstefnu um málefni Indókína, og ætlast greinilega til að í henni caki aðrar og fleiri þjóðir þátt en í Genfarráðstefnunni um árið. Þetta hefur vakið mikinn áhuga í Japan og virðist svo sem leið togar þeirra velti fyrir sér, — án þess að það hafi komið opinberlega fram, hvort beim sé ætlað að taka þátt i slíkri ráðstefnu eða eiga þar aðeins áheyrnarfulltrúi. Einnig hefur verið vakið imáls á þvi í Tokyo, hv.ort Kín- verjar kynnu ekki að hafa áhuga á þátttöku í slíkri ráð- stefnu, eða hvort Nixon forseti sé ef til vill að reyna að efna til friðarráðstefnu án þátttöku Kínverja, úr því að hann ræði ekki um ráðstefnuna sem endui tekningu eða framhald Genfar ráðstefnunar Sumir leiðtogar Japana gætu efalaust sem bezt sætt sig við, að Kínverjar væru ekki hafðir með í ráðum, en nokkrir af ráðgjöfum Satos leggja sig eflaust fram am að færa honum heim sanninn um. að samkomulaz um málefni Indókína væri hvorki fugl né fiskur án þátttöku Kínverja. og háskalegt væri fyrir Japam að horfa framhjá þessari grur.d- vallarstaðreynd. niðurstöður rannsókna úr ferð hins síðarnefnda enn sem komið er. Bergfarmur Apolló 11. skiptist í 3 flokka: basiskt gosberg (blá- grýti eða grágrýti), ryk og fín- gert þursaberg, sem er sam breyskja smákorna af ýmsum upp runa. Steinn sá, sem hingað er kominn, er úr fyrsta flokknum. Aldur þursabergsins og ryksins reyndist vera um 4500 milljón ár, eða svipaður aldri jarðar og sól- kerfisins. Hraunlagið, sem undir liggur, er hins vegar 3700 milljón ára, eða 800 milljón árum yngra. Við fyrstu sýn líkist gosbergið venjuliegu jarðargrágrýti — frum steinar þess eru hinir sömu, þótt í öðrum hlutföllum séu. En þó er mikill munur á, og veldur þar einkum tvennt. Tunglbergið inni heldur miklu minna vatn, og miklu meira títan en jarðarberg. Vatnsleysi’ bergkvikunnar olli afarlágum súrefnisþrýstingi, sem leiddi til óvenjulegrar steinefna- samsetningar. Þrjár áður óþekkt ar steintegundir hafa fundizt í tunglberginu, en þær eru til orðn ar vegna hins lága súrefnisþrýst ings. Ýmsar aðrar steintegundir, sem eru afarsjaldgæfar í jarðar- bergi, eru algengar þar af sömu ástæðu. Tilraunir með tunglberg sýna, að það storknaði að mestu milli 1200 og 1060 °C, sem er svipað hitastigi hraunkviku á jörðinni. Þær hafa ennfremur leitt í ljós, að tunglkvikan var mjög þunn fljótandi, svo að engir hraun- jaðrar mynduðust. Aðalrökin gegn því að „höfin“ væru hraunflóð hafa einmitt verið þau, að engir hraunjaðrar eru sýnilegir. Hins vegar mátti vænta þess. að hraun með seigju jarðarkviku hefðu háa jaðra í hinu veika þyngdarsviði tunglsins. í Mare tranquillitatis eru tvö lögmál jarðfræðinnar brotin: Ryk ið og þursabergið er eldra (4500 milljónir ára) en hraunið, sem undir liggur (3700 milljónir ára), og eðlisþyngd yfirþorðshraunanna er meiri en meðal-eðlisþyngd tunglsins sjálfs. Af hinu síðar nefnda er sú ályktun dregin, að samsetning gosbergsins í Mare tranquillitatis gefi ekki rétta hug mynd um samsetningu tunglsins. Flestir munu hallast að því, að árekstrar við stóra loftsteina hafi valdið myndun ,,hafanna“ enda má ætla, að meiri óreiða hafi ríkt i sólkerfinu í árdaga en nú, og reikistjörnurnar hafi á fvrstu þúsund milljón árum ævi sinnar „sópað upp“ meiri hluta þeirra stóru loftsteina sem á sveimi voru. Talið er að 1000 til 10.000 tonn af loftsteinum og „geimryki“ falli inn í andrúmsloft jarðar á degi hverjum. Mestur hlutinr, brennur upp í andrúmsloftinu. Á tunglinu er engin slík vörn, enda ber yfir borð bess merki slíkrar loftsteina hríðar, sem staðið hefur j 4500 milljón ár. Þursabergið og rykið, sem þekja gosbergið í Mare tran- quillitatis, eru af þessu tagi: sam sett úr brotum loftsteina, tungl hrauna og bergtegunda, sem tald ar eru ættaðar úr hálendum tunglsins. U.m uppruna tunglsins eru fjór ar meginkenningar: a) Tunglið „rifnaði út úr“ jörðinni, b) jörð in og tunglið mynduðust saman sem „tvístirni", c) tunglið mynd aðist annars staðar í sólkerfinu, en lenti síðar innan þyngdarsviðs jarðar, og d) tunglið myndaðist utan sólkerfisins og barst inn í það sjðar. Ferð Apollós 11. hefur ekki leyst þessa gátu. Þó bendir aldur mánans til þess, að hann hafi myndazt með sólkerfinu. Ef hann rifnaði frá jörðinni, átti sá aðskilnaður sér stað mjög snemma. Tungiið er „dauður hnöttur“, og hefur verið það lengi. f berg inu er vottur af segulmögnun, sem gæti annað hvort hafa mynd azt í seguTsviði jarðar, þegar tunglið og jörðin voru nær hvort öðru, eða á þeim tíma, er tunglið hafði bráðinn kjarna eins og jörð in. Þrátt fyrir víðtæka leit hafa engar lífverur né verksummerki lífs fundizt á tunglinu. Elzta berg jarðarinnar er um 3500 milljón ára, eða u.þ.b. jafn gamalt og yngsta berg tiinglsins. Þannig mun tunglið veita mikil væga vitneskju um fyrstu 1000 milljón ár sólkerfisins. Ef höfin á tunglinu aru 3700 milljón ára. og sum jafnvel yngri, og mynduð í árekstrum við stóra loftsteina. hefur jörðin væntanlega orðið fyrir sama aðkasti fram til þess tíma, Virðist ekki hafa verið væn legt fyrir myndun lífs á jörðinni fyrr en dró úr loftsteinahríðinni. en af þeim niðurstöðum má marg- an lærdóm draga. Jarðfræðin er gömul vísinda girein. Eftir áratuga rannsóknir á jörðinni hefur margt skýrzt, þótt enn sé mikið starf fyrir hönd um. Þess er vart að vænta, að nákvæm rannsókn á 22 kg. af bergi frá smásvæði á tunglinu geti leyst allar gátur þess hnatt ar. En merkilegt skref hefur verið stigið. Kvikmyndaklúbbur- inn sýnir Október Kvikmyndaklúbburinn byrjar vetrarstarfið í Norræna húsinu laugardaginn 7. nóvember n.k. kl. 15,30 með sýningu á mynd Eisen- steins OKTOBER, sem gerð var ár ið 1027. Myndin var frumsnd 1928. Hún er gerð í tilefai af 10 ára afmæli byltingarinnar eftir bók Reeds: „Tíu dagar, sem skóku heiminn á grunni“. Ný félagsskírteini verða af- greidd kl. 2 á laugardag í Norræna húsinu. Kvikmyndaklúbburinn. Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3. Garðar neitaði þá að taka sætl á listanum og færðist Ásberg við það upp. Þorvaldur Garðar hefur síðan unnið að því að komast að nýju í framboð og getur nú sannarlega harmaö. að skapferli skyldi koma f ve>i fyrir að hann þæði 3ja sæíi. Matthías Bjarnason hefur graí- ið undan Þorvaldi þetta kjör- tíimabil og mun meðal annars hafa unnið Arngrím skólastjóia á Núpi til íiðs við sig, en Aro- grímur var áður talinn einn dyggasti og traustasti stuðnin-s maður Þorvaldar. Og nú er svo komið. að það er Arngrímur, sem orðinn er skæðastur kenpi- nautur Þorvaldar og Ásberffs um sæti á Hstanum, en Matthí- as glottir, gulltryggur í bak og fyrir. — T.K.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.