Tíminn - 07.11.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.11.1970, Blaðsíða 7
■ \ . 1 LAUGARDAGUR 7. nóvember 1970. TÍMINN (LBOBSlíflOS GAGNRÝNI EG VIL EKKI Þjóðleikhúsið ÉG VIL! ÉG VIL! Texti: Tom Jones Tónsmíði: Harvey Schmidt Upprunaiegt leikrit: Rekkjan, eftir Jan de Hartog. Leikstjóri: Erik Bidsted Leikmynd: Lárus Ingólfsson. HljómsveitarstjóH: Garðar Cortes. Enda þótt Jan de Hartog kafi ekki sérlega djúpt, þá hefur samt Rekkjan hans ótvíraett afþreyingar gildi fyrir obbann af leikhúsgestum eða að minnsta kosti frumsýningar- gestina. Óhætt er að fullyhða. að flestir þeirra geti haft kvöldlangt gaman, en þó áreiðanlega ekki meira, af lýsingu hans á veltugangi hjónabandsins, unaðsstundum þess og skakkaföllum. >ar sem frum- leikanum er ekki fyrir að fara, hafa sálarlífslýsingar höfu-ndar á sér helzti hversdagslegan blæ og væmnilitaðan. Það er greinilega ekki ætlun hans og ásetningur að segja sögu stórbrotinna örlaga eða lýsa hjónalífi af gjörhygli og djúp- stæðum og inæmirm skilningi ;á VW-’; fangsefnimu. Það er ekki skoðað ofan í kjölinn af vísindalegu vægð- arieysi eins og stór&kálda er hátt- ur. Hitt mun vera naglahöfðinu nær, að Hollendingurinn setji tnarkið ekki hærra en að draga upp litla og smábroslega mynd af hvers dagsfólki með meðalháa greindar- vísitölu, broddborgaralegan smekk og lítil lífsviðhorf. Leikurinn gerist í svefnherbergi Mikaels og Agnesar. Hann hefst á brúðkaupsnótt þeirra og spannar yfir hvorki meira né minna en næst um því hálfa öld og lýkur ekki fyrr en á efri árum hjónakornanna. Á langri lífsleið er allra veðra von, þar skiptast á skin og skúrir eins og gengur. Lagt er af stað í sólskini og sunnangolu og bjartar vonir brosa við hjójiunum ungu, enda brennur eldur í æðum, en þegar líða tekur á lífdaga þeirra, kernur smákul og vonirnar fölna og víkja úr vegi fyrir vonbrigðum. Agnes og Mikael fara vill vegav og stíga víxlspor. Þau býsnast og skammast- faðmast og sættast. Gamni og alvöru er blandað sam- an í misríkum mæli, en það verður að segja það hispurslaust, að mjög eru hollenzka leikskáldinu mislagð ar hendur. Það er t. d. ekki á þess færi að blása slíkum lífsanda í sam ræður persónanna tveggja að á því verði nokkur sannfærandi blær né listrænt lag. Skopskyn þess svo og mannþekking öll er af svo skorn- um skammti, að persónusköpunin er ekki annað en fálm eitt og flaust ur á ytra borði. A þessum grunni og engu öðru er sörgleikurinn „Ég vil! Ég vil!“ síðan reistur. Þótt sumir menn vilji nú ólmir skilja orð frá æði og einblína í þess stað á látbragð leikenda og svip- brigði, hreyfingar þeirra og sam- eiginleg spor eða einstök, í þeim „fornættaða listdansi“ er leiksýn- ing heitir og stýrt er með nokkuð misjöfnum árangri, að vísu af þeim mikilsvirta og mikilsvirka og upp- lýsta einvalda, er leikstjóri nefn- ist eða stórmeistari, sem að jafn- aði þykist eiga heimtingu á því, að hvert handayik hans sé sam- vizkusamlega getið í gagnrýni og tiijhdaið,'jjá hýgg égkámt áð eftir- fárándi orð Shakésþeares séu þrá’ff fyrir allt enn í fullu gildi: „Látið athöfn samþýðast orði og oröið at- höfn“. Úthýsið því aldrei orðinu, vegna þess að í upphafi var orðið og orðið v-ar hjá guði og reyndar ekki aðeins hjá honum heldur llka hjá fornum leikhúsmönnum grísk- um. Gleymi menn gildi orða og merkingu, er hætt við, að þeir vill- ist í mengaðri hugþoku einhvers hæpins núisma eða þræði að öðr- um kosti andlegt einstigi og lendi þar með út í fáránlegu kargaþýfi og verði þar afvelta og andlega ó- sjálfbjarga. Minnizt þess, að eng- inn ismi eða liststefna er í sjálfu sér annarri æðri, þótt hins vegar sé óhætt að fullyrða, að einn lista- maður sé öðrum fremri og gáfaðri. Andi eða innblástur er megin- kjarni hvers hugverks. Efni og form eru eitt og verða því ekki „ð- skilin néma með því móti að vinna stórspjöll á listaverki. Af þessum sökum verður framlag skálds aldr- ei sniðgengið, hunzað né þagað í hel. Leikstjóra og leikendum, hversu frábærlega snjöll sem þeir kunna annars að vera, er því gjör- samlega um ipegn að ljá lágkúru vængi eða hefja hana upp í æðra veldi. Lágkúra er og verður alltaf lágkúra, þótt færum og fagmann- legum höndum sé um hana farið, eins og sannast enn einu sinni og það heldur eftirminnilega á þeim söngleik, er frumfluttur var illu heilli í Þjóðleikhúsi Islendinga á laugardaginn var. Léttmeti á borð við Ég vil! Ég vil! hefði sómt sér ólíkt betur á skytningi eins og t. d. Sigtúni eða Röðli. Það er sama til hversu snjallra og fjölbreytilegra ráða er gripið, grundvöllurinn eða réttara sagt flatneskjan verður aldrei falin, hvorki með dýrindis tjöldum lir silki og purpura, né dýsætri tónasúpu, sem ausið er í ríflegum skömmutum upp úr grunnri gryfju, né heldur glæsileg- um búningum og gervum, né fis- léttum sporum og fjaðurmögnuð- um, stignum af hlutgengustu leik- endum í ,,listdansi“ eða „leiksýn- ingu“ undir stjórn færasta meist- ara á því sviði, þar sem er Erik Bi^sted. ' Söngleikurinn Fiðlarinn á þak- inu var frábær, enda gerður úr ágætisefniviði. Að semja söngleik upp úr Rekkjunni er svo fráleit hugmynd, allra hluta vegna og ekki sízt vegma persónufæðar, að ekki tekur nokkru tali, enda verður ekki eytt mörgum orðum í það hér. Það er alkunna, að mannlegum mætti ér ofvaxið að slá vatn úr kletti. en þetta hefur þeim félög- um, Harvey Schmidt og Tom Jon- es ekki verið fyllilega ljóst. Þrátt fyrir vitinu og vilja, getu og góðan ásetning eða með öðrum orðurn sagt, þrátt fyrir alhliða ágæti og frábæra frammistöðu að- alleikendanna, þeirra Sigriðar Þor- valdsdóttur og Bessa Bjarnasonar í kröfuharðri sérgrein sinni, er allt þetta mikla tilslamd unnið fyrir gýg að mér finnst. Ýmsir munu ef- laust vera annars sinnis og eftir undirtektum alls þorra frumr/1- ingargesta að dæma, er ekki frá- leitt að ætla, aið Ég vil! Ég vil! eigi óþrjótandi vinsældir í vænd- um. Vonandi blandast engum heil- vita manni lengur hugur um, að frumkvöðull þess lífs, sem kveikt er á leiksviði er, að öllum öðrurn skapandi og vel starfandi leikhús- mönnum ólöstuðum, fyrst og fremst leikskáldið sjálft og enginn annar. Halldór Þorsteinsson Ifeifflboð til Husqvarna Við Bjóðum yður að koma í verzlun okkar að Suðurlandsbraut 16 og kynna yður kosti þá sem einkenna HUSQVARNA FRYSTIKISTUR. Þér munið sannfærast um, að Husqvama frystikistur eru í sérflokki. Husqvama — á undan tímanum. Husqvarna frystiskápar Umboðsmenn um Iand allt uníittí c9Us:áiböm h.f. SUÐURLANDSBRAUT 16 SIMI 3 52 00 UR OG SKAHTGhíPlfr KORNELÍUS JONSSON SKÖIAVÖRÐUSTÍG8 BANKASTRÆTI6 í-»18588'18600 POSTSENDUM —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.