Tíminn - 11.11.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.11.1970, Blaðsíða 8
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 11. nóvember 1970 MNGFRÉTTIR RÆKJUVEIDAR SJÁ BLS. 2 IB—Ileykjavík, þriðjudag. 1. umræða um verðstöðv- jnarfrumvarp ríkisstjórnar- nnar var fram haldið { dag jg lauk umræðunni á áttunda ímanum í kvöld, og þá /ísað til 2. umræðu og fjár- /eitinganefndar. Fór meirihl. ingtímans í dag í umræðu >essa og var hiti mikill í ræðumönnum. Tómas Árnason (F) var fyrsti naður á mælendaskrá og sagði lann að þessi verðstöðvunarráð- tafanir ríkisstjórnarinnar væri íara sýndarmennska ein, eins og 960 og aðeins til þess gerð að leyta málum þjóðarinnar fram 'fir kosningar. Hefði í haust átt )ð efna til kosninga í stað þess- í \ra ráðstafana, svo að hsegt hefði J verið að ráðast að meinsemdun-i im þegar í stað með breyttri og •aunhæfri stefnu. Tómas minntl i að frá 1960 fram í nóvember '968 hafi gengi krónunnar farið 'tr 10,38 í 88,10 gagnvart Banda- íkjadollar og að frá nóvetnber 938 til 1. sept. 1970 hafi vörj- erð oe þjónusta hækkpð um 37%. Harðar deilur á Alþingi í gær um verðstöðvunar- sýndarmennsku stjornarinnar Frá 1. sept. hafi svo orðið stór- hækkanir, — hranadans verðbólg- unnar verið stiginn tryllingslegar en nokkru sinni áður fram til 1. þ.m. — Síðan kom Tómas inn á hinar fyrirhaguðu kosningar í haust, og sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði haldið því fram að þær kosningar ættu að fara fram, vegna þjóðarhagsmuna. Ai- þýðuflo'kkurinn hefði hins vegar ekki viljað kosningar Alþýðu- flokkurinn vildi halda í samstarfið með Sjálfstæðísflokknum fram til vors, svo að hann hefði tíma til þess jafnframt, að ræða við vinstri flokkana og tryggja sér stjórnarsetu áfram, eftir kosning ar. Pínulitli flokkurinn hefði ver ið tekian fram yfir þjóðarhags- muni, þar secn hann fékk að ráða því, að ekfci var efnt til kosninga. Hins vegar sagði Tómas að Sjálf- stæðisflokkurinn þyrfti að svara því sjálfur, hvers vegna það hefði verið í samræmi við bjóðhags- muni, að efna til kosninga í haust. Eðvarð Sigurðsson (Ab) minnt- ist þess atriðis í ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar daginn áður, er hann, sagði að þegar 6 vísitölustig voru j t.ekin af launþegum 1956 hefði um I svipaða ráðstöfun verið að ræða i og nú. Sagði EðvnrS. að viðhorfin þá hefðu veiúð allt önnur. Vinstri stjórnin hefi tefcið á málunum á annan hátt en nú væri gert. Land búnaðarvörur hefðu þá verið mik- ill þáttur vísitölugrjndvallarias. Með bráðabirgðalögum. í ágúst 1956, hefði verið ákveðið að taka 6 vísitölustig af launþegam 1. sept., og var það gert í samráði við öll verkalýðsfclög í landinu. Hefðu verkalýðsfélögin samþykkt með yfirgnæfandi meirjhluta að samþykkja þessi lög, vegna þess, að nokkrum dögum eftir 1. sept. áttu iandbúnaðarvörur að hækka mikið í verði ,en með bráðabirgða lögunum var tekið fyrir þessa hækkun landbúnaðarvara. Nú væri um annað að ræða, slitnað hefði upp úr viðræðum milli ASÍ og ríkisstjórnarinnar, og ríkis- stjórnin ekki haft samráð við verkalýðsfélögin þegar sú visitölu skerðing, sem felst í frumvarpi ríkisstjórnarinnar var ákveðin. Jón Skaftason (F) deildi hart á aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og sagði að til- gangur verðstöðvunarinnar nú væri að dylja enn um sinn hvern ig komið væri í efnahagsmálum. Ilalldór E. SiguFðsson (F) gerði athugasemd við málflutning Gylfa Þ. Gíslasonar frá deginum áður, og lýsti því á skemmtilegan hátt, hvernig Gylfi hefur svo oft lýst því yfdr á opinberum vettvangi, að þessi og þessi ráðstöfun ríkis- stjórnarinnar væri sú eina rétta, en svo jafnvel fáum mánuðum síðar kæmi í ljós hjá ráðherran- um, að hún hafi ekki verið rétt, heldur kæmi ný efnahagsráðstöf- un, sem stangaðist á við þá fyrri (Sjá dæmi um það í greininni um verðstöðvunina 1966).' Þá minnti Halldór á þá stefnu Framsóknar- flokksins, að draga sem mest úr framleiðslukostnaði, og koma at- vinnuvegunum þannig á traustan grundvöll. Auk þess tóku til máls í um- ræðunum Lúðvík Jósepsson, Hanni bal Valdimarsson og Jóhann Haf- stein. imsaaa Jvosmngaverostoovun „viöreisn- ar“ 1966 og afleiðing hennar f ræðu sinni í fyrradag um kosningaverðstö>ðvun ríkjr,- stjórnarinnar ræddi Halldór E. Sigurðsson nokkuð um sams konar verðstöðvun ríkisstjórnar innar 1966, og hvað við tók að þeim loknum. - Ástæða er til að birta þann kafla úr ræðu Halldórs, svo menn geti nokkurn veginn geti'ð sér til, hvað við muni taka 31. ágúst 1971, þegar verðstöðvun- inni, sem nú er vcrið að gera að lögum á Alþingi, verður af- Iétt, ef sú ríkisstjórn sem nú situr að völdum, ræður þá enn efnaliagsmálum þjóðarinnar. Halldór E. Sigurðsson sagði að á fyrri hluti árs 1966 hafi verið keppzt við það af hálfu ríkisstjórnarinnar að fella nið- ur niðurgreiðslur af ýmsum vörum, sem áður höfðu verið niðurgreiddar. Talið var að þessar niðurgreiðslur kæmu ekki að sök, þólt hækkanir yrðu á vöruverði, fengju iaun- þegar það aftur bætt með vísi- tölunni . . . . Oir niðurgreiðsl- ur voru felldar niður svo að nam tugum milljóna króna. • Seinni hluta árs 1966 var blaðinu svo snúi'ð við. Þá var allt í einu ákveðið að auka niðurgreiðshirnar að miklum mun, og það var þá, sem ríkis- stjórnin taldi hagkvæmt að fara nú að ræða um verðstöðv- un. Síðan var farið út í verð- etöðvun, enda kosningar að vori og ekki stóð á yfirlýsing- um ríkisstjórnarinnar, að þetta væri varanleg verðstöðvun og svartsýni af Framsóknarflokkn um a'ð halda því fram að nm væri að ræða víxla, sem fram- tíðin þyrfti að borga. Og sama svartsýnin að halda því fram, að hér væri um kosningaverð- stöðvun að ræða og að hún væri ekki raunhæf. Efnahags- erfiðleikarnir stöfuðu af afla- Ieysiuu og verðfalls á erlend- um mörkuðum, og verðstöðvun væri rétta leiðin til að bjarga öllu. ic f júlí 1967 voru kosning- ar afstaðnar og í ágúst kom Gylfi Þ. Gíslason í sjónvarpið og tilkynnti þjóðinni að erfið- leikarnir væru mun meiri en við hefði mátt búast, og þrátt fyrir jákvæð vottorð upp á framtíðina frá Jóhannesi Nor- dal, seðlabankastjóra, og öðr- um efnahagssérfræðingum. En eitt var það sem Gylfi lofaði bjóðinni: Gengisbrevting væri ekki rétta leiðin til að leysa vandann og því yrði hún ekki farin, en vandinn væri tnikil). ■k f nóventber var annað hljóð knmið í strokbinn. Þá var gengisbre.vting. Þá var sú leið hin rétta og „sérstaklega vel undirbúin“. Tveir mánuðir voru liðnir frá s.jónvarpskomii Gylfa. ★ Þá kom desember og fjár- lagaafgreiðslan. Gefið var út fyrirheit um, að tollar yrðu Iækkaðir um 250 millj. kr. Slíkt væri hægt að gera vegna gengisbreytingarinnar. Ríkis- sjóður hefði það mikið hærri tekjustofna en áður. Tollarnir yrðu lækkaðir um áramótin. ic Síðan komu áramótin. Hvað gerðist þá? Jú, þá var komið á fót uppbótakerfi. Ákveðið var að greiða atvinnu vegunum 320 millj. kr. til við- bótar við gengisbreytinguna. Sú vel undirbúna gengisbreyt- ing í nóvember, var ekki betur undirbúin en það, og allt svo vel athugað langt fram í tím- ann, að þetta „langt fram í tímann“ náði ekki fram yfir áramót. Uppbótarkerfinu þurfti að koma á fót, svo að hægt væri að koma fiskiskipaflotan- um úr höfn. ic Febrúarmánuður 1968 kom, og um leið frumvarpið um tollalækkunina. bað voru ekki 250 milljónir. eins og hafði verið lofað. heldur 150 milljónir. Ríkissjóður hafði mciri þörf fyrir peninga en reiknað var með í desember. Þess vegna varð að brevla þvi sem áður var ákveðið. •ic Marz 1968. — Ákveðið var að hækka verð á áfengi oa tóbaki vegna þarfa :-íkis sjóðs. Ekki var hægt að hues" sér að tekjur ríkissjóðs stæðu undir útgjöldum nema til þess ara aðgerða kæmi. Meiia var gert í marzmánuði: Þá kom frumvarp frá ríkisstjóminni um það hvernig ríkissjóður ætti að spara. M.a. átti að spara 200 þús. I risnu hjá ríkis- stjórninni, en raunar varð þessi risna aldrei hærri en einmitt þetta ár þegar reikningurinn kom í ljós. Þá var ákveðið að fresta því, að greiða til fram kvæmda, eins og byggingu Landsspítalans, menntaskól- anna, Kennaraskólans og fleiri slikra stofnana. Þess í stað átti að taka lán því að fram- kvæmdunum var nú ekki hægt að fresta. ★ Apríl 1968. — Ákveðið var að hækka skatta um 190 milljónir. Þar var átt við skatta sein ganga áttu í vegasjóð, og enginn gat verið á móti því. að auka fé í vegasjóð, enda var nú svo, að gengislækkunin hafffi komið við í þeim sjóði. ★ Maí og júní 1968. — Síldveiðiflotinn vaj- stopp. Þá ritaði bara sjávarútvegsráð- herra bréf um að greiða kostn- aðinn við að komn flotanum úr höfn. Það var óútfylltur víx- ill til þe-s að síldveiðiflotinn kæinist i gang. Og þetta átti sér stað þrátt fvrir gengisbrevt inauna og verðstöðvuniiia sem gilti árið áður ★ ' Jvli og ágúst 1968 — Þá var fyrirsjáanleg stöðvun hjá öllum frystihúsum í land- inu, nema þau fengju aukna aðstoð, og ríkisstjúrnin sá sig tilneydda að auka aðstoðina um 20 milljónir kr., „og taka síðan málið til alvarlegrar athugunar með tilliti til framtíðarinnar“. ic September 1968. — Ár var liðið frá því að Gylfi Þ. Gísiason vlðskiptamálaráðherra gaf út yfirlýsinguna um efna- hagserfiðleikana. Þá var ákveð inn 20% innflutningstollur af ölluni vörum til landsins svo og ferðagjaldeyri. Gert var ráð fyrir að þarna væri um 600 millj. kr. bita að ræða fyrir ríkissjóð og allt færi úr bönd- unuin ef þessar ráðstafanir biðn framkvæmda í nokkra daga. betta var í framhaldi af verðstöðvuninni. it Október 1968. — Fjárlaga frumvarpið var lagt fram, og sá galli var á því, að botninn á því var ekki eiim sinni finnan- legur í Borgarfirði. Hann var hvergi finnanlegur og sagt frá því í greinarge-ð frumvarpsins að bíða vrði seinni tíma að koma botni á fjárlögin. Nóvember 1968. — Ný gengisbreyting og jafnvel stór- felldari en nokkru sinni fyrr. var gerð Víxiar knsningaverð stö8vnndr»nnar |9fifi höfðn fa!l ið og afleiðingin var velþekkt krepmitímahi); atvinniile.vsi. sem ekkí hafði verið þekkt um árabil dpndi yfir þjóðina; hóp- ar fólks flýðu land.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.