Tíminn - 11.11.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.11.1970, Blaðsíða 16
 MlSvfkudagur 11. nivember 1970. Umræður á Alþingi - Sjá bls. 8 800 börn sáu umferðar- leikritið: KRAKKAR I KLÍPU SKORA Á STJÓRNVÖLD AÐ LÁTA FARA FRAM ENDURSKOÐUN VIRKJANAÁÆTLANA KJ—‘Reykjavík, þdðjudag. Á Kjördæmisþingi framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra, sem haldið var á Aíkureyri á laugardaginn, var einróma sam- þykkt að endurskoða áætlanir um orkuöflun fyrir kjördæmið, og einnig hvetur þingið til sátta milli deiluaðila í Laxárdeilunni. Sáttafundinum frestað KJ—Reykjavík, þriðjudag. Að ósk iðnaðarráðherra Jó- hanns Hafsteins hefur sáttafund- inum í Laxárdeiiunni nú verið frestað til föstudagsins 20. nóv- ember, en áður hafði verið lagt til að fundurinn yrði hér í Reykjavík, þriðjudaginm 17. nóv. Fundinn á eftir sem áður að halda í Rvík, en ekki mun liggja fyrir endanlegt svar landeigenda, um hvort þeir muni mæta á þess- um sáttafundi. Áætlunin um raforkumál, sem gerð var á þinginu fer hér á eft- ir, en hún var samþykkt sam- hljóða. „Kjördæmisþing framsóknar' manna í Norðurlandskjördæmi eystra á Akureyri, 7. nóvember 1970, skorar á stjórnvöld ,’andsins að láta nú þegar fara fram endur- skoðun þeirra áætlana, sem fyrir liggja um virkjun Jökulsár á Fjöll- um við Dettifoss, og að láta fara fram rannsóknir á Skjálfanda- fljóti, jarðhitasvæðum á austan- verðu Norðurlandi, og öðrum möguleikum til orkuöf’unar fyi’ir kjördæmið. Kjördæmisþingið skorar á al- þingi og hlutaðeigandi stjórnvöld að sjá svo um, að öll byggð býli í kjördæminu, þar sem þess er óskað, fái raforku frá orkuveitu á eigi lengri tíma en næstu þrem ár- um, og að nýbýli og býli, sem byggj ast á ný, eigi líka kost á raforku með sama hætti, þegar hennar verður þörf. Ennfremur leggur þingið áherz’u á, að haldið verði áfram og lokið á næsta ári lagningu orkulinu frá Laxárvirkjun um Kópasker og Raufarhöfn til Þórshafnar. Þá harmar kjördæmisþingið þann undirbúning nýrra virkjana í Laxá, sem reynzt hefur ófullnægjandi og m. a. hefur leitt af sér hinar hörðu deilur milli Laxárvirkjunarstjórn- ar og Félags ,’andeigenda við Laxá og Mývatn. Þingið hvetur eindregið til sátta milli deiluaðila, lýsir fylgi við hin almennu náttúruverndarsjónarmið og styður þær vatnsborðshækkanir einar í Laxá, vegna raforkuöflunar, sem samkomulag næst um milli dei’uaðila að undangenginni líf- fræðilegri rannsókn á vatnasvæði Laxár og Mývatns. Kjördæmisþingið telur nauðsyn- legt að endurskoða reglur um eign- araðild að Laxárvirkjun og gefa öilum sveitarfélögum á orkusvæð- inu kost á aðild.“ SB—Reykjavlk, þriðjudag. Mikið var um að vera í Aust- urbæjarbíói í dag, þegar sýnt var leikrit f^rrir bömin. Það er um- ferðamefnd Reykjavikurborgar og lögreglan, sem standa fyrir leiksýningunum, og fjallar leikritið um böm og umferðareglur og er anzi skemmtilegt. í dag komu 800 börn, 6 og 7 ára gömul, úr Árbæjar- og Breiðholtsskóla og Austurbæjarskóla tiT að sjá leik ritið. Strætisvagnar Reykjavíkur flutitu börnin ofan að, en hin komu gaogandi. Ekki dugðu minna en 6 strætisvagnar undir hópinn úr Árbæ og Breiðholti. Leikritið, sem sýnt var við mikinn fögnuð, heitir Krakkar í klípu og er eft- ir Ármann Kr. Einarsson. Efni þess er að tveir krakkar eru að læra umferðareglurnar en geng- ur misjafniLega. í>au lenda í kasti við tröll og lenda í ýmsum ævin- týrum. Allt fer þó vel að lokum og sjaldan hafa verið önnur eins fagnaðarlæti í Austurbæjarbíói og þegar Dísa og Dóri sluppu frá tröllunum. Myndin hér var tek- in í dag, þegar sýningunni var lokið og sýnir börnin taka í hönd Arnþórs Ingólfssonar, varðstjóra- og þakka fyrir sig. Leikritið verð ur væntanlega sýnt 4 sinnum. Blaðburðarfólk óskast Njálsgötu, Grettisgötu, Snorrabraut, Sólheima. <9 '9 FLEIRI SLYS URÐU VIÐ VINNU VIÐ DRÁTTARVÉLAR EN VIÐ AKSTUR ÞEIRRA S.L. 3 ÁR — sýnir rannsókn Umferðarráðs á dráttarvélaslysum KJ—Reykjavík, þriðjudag. Á laugardaginn var haldinn á Selfossi fræðslufundur um með- ferð og öryggisbúnað dráttarvéla, en fundur þessi var haldinn á veg um Slysavarnafél. íslands og um- ferðaröryggisnefndanna í Ái sýslu. Á fundinum voru lagðar fram skýrslur um könnun á ástandi dráttarvéla í Áirnessýslu og Rang- árvallasýslu, en könnun þessi fer nú fram í 20 hreppum landsins Hér á eftir fara niðurstöður \rnes- úr sfíkri könnun í einum hreppi, en þess ber að geta að þetta eru bráðabirgðaniðurstöður, en gefa þó nokkra hugmynd um < hvernig ástandi di’áttarvélar eru, og hvar skórinn kreppir helzt að. Alls voru 49 dráttarvélar skoð aðar. 1. 54% véla í notkun eru eldri en 10 ára. 2. Stýrisbúnaður í ólagi á 17% vélanna, eða 1 af hverjum 6. 3. Um 20% véla mega teljast með ófullnægjandi hemlun, eða ein af hverjum 5 vélum. 4. Um 28% dráttarVéla hafa engin aðalljós, og 25% þeirra, er Ijós hafa, eru með bau í ólagi. 5. 56% véla hafa ekki vinnu- ljós, og fjórðungur þciira véla. er þau hafa, eru mfeð þau í ólagi. 6. 14% véla hafa hins vegar stefnuljós. (7 vélar af 49). 7. 20% véla eru frá 1966 og nýrri og eru allar þessar vélar moð öryggisgrindur. Engin pldri Framhald a bls 14 Vilhjálmur Pálmason, deildnrstjóri hjá Dráttarvélum hf., (t. h.) leiðbeinir um öryggisbúnað dráttarvéla á fundinum á SelfossL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.