Tíminn - 11.11.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.11.1970, Blaðsíða 14
14 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 11. nóvember 1970 Dráttarvélar Framhald af bls. 16. vél er með grind, en ein vél (í eigu opinbers aðila) er með húsi, árgerð 1963. Sú vél er bó hvorki með stefnuljós eða flautu. 8. Um 75% vélanna hafa e’k'ki •glitaugu áð aftan. 9. Aðeins 2% véla hafa bak- sýnisspegil. 10. 20% véla hafa flautu. 11. Aðeins ein vél af 49 var með sæti fyrir farbega. 12. Af tengitækjum, sem skoð- uð voru, var 21 tengivagn. Eng- inn bessara vegna hefur hemla- útbúnað. Þriðjungur beirra hef- ur ekki rauð glitmerki að aftan, og fjórðungur beirra hefur ekki hvít glitmerki að framan, eins og reglugerð mælir um. 13. Hlífar voru ekki fyrir hendi á 2 af hverjum 5 heyblásurum, né heldur á 4 af hverjum. 5 sláttu- vélum. Eigendur tækjanna tóku skoð ' unarmönnum hvarvetna vel, og hvöttu til skoðunar tækjanna að vorinu til. Af viðtölum við bænd ur virðast beir telja eðlilegt að upp verði tekin árleg skoðun á .dráttarvélum í náinni framtíð, segir í fréttatilkynningu frá Slysa varnafélaginu. Á fundinum á Selfossi flutti fulltrúi Umferðarráðs skýrslu um nýafstaðna rannsókn á dráttar- vélaslysum, en bar vakti hvað mesta athygli, að fleiri slys hafa orðið á undanfarandi bremur ár- um í sambandi við vinnu við drátt arvélar en orðið hafa við akstur vélanna. Fulltrúi Bifreiðaeftirlits ríkis-- ins, GUðni Karlsson, fræddi fund armenn um skipulagsatriði varð- andi nýupptekna skoðun á drátt- arvélum í Svíbjóð, bar sem vélar eru flokkaðar eftir notkun og skoð aðar og skattlagðar samkvæmt bví. ' ' Árni Jónasson, erindreki Stétt arsambands bænda, flutti greinar- gerð um viðleitni bændasamtak- anna til að útvega bændum örygg isgrindur á allar vélar með sem hagstæðustumb kjörum. Öryggis- grindur á allar vélar með sem hagstæðustum kjörum. Arnór Val- geirsson, framkvæmdastjóri Drátt arvéla h.f., flutti greinargott er- indi um meðferð og viðhald vél- anna, en bauð fundargestum síð- an að skoða fjölbreyttan öryggis- búnað fyrir dráttarvélar, ásamt tveimur vélum, annarri með hús en htnni með öryggisgrind. Auk Vilhjálms Pálmasonar, deildar- stjóra hjá Dráttarvélum h.f. voru tveir tæknilegir leiðbeinendur, er sýndu fundargestum tækin og svöruðu fyrirspurnum jafnharð- an. Tvær kvikmyndir voru sýndar, öonur um dráttarvéTar, en hin um hættur í umferðinni. Guðbjartur Gunnarsson frá SVFÍ og Jón Guðmundsson, yfir lögregluþjónn á Selfossi sáu um framkvæmd fundarins. Rækjuveiði Framhald af bls. 2 veiðum bar á grunnsh, bví að rækjan veiðist yfirleitt þarna inn í fjörðum og á gruansævi — hlyti að valda því, að ef um mikla göngu væri að ræða, eins og nú væri álitið, af þorsk- og ýsuseið- um, þá veiddist mikið af þessum seiðum, jafnframt því, sem rækj- an er gegndarlaust veidd. Síðan sagði Bjarni Guðbjörns- son: „Það hefur verið í langan tíma cnikil óánægja með það, hvernig þessum leyfisúthlutunum1 í ísa- fjarðardjúpi hefur verið ráðstaf- að, en út í það viðkvæma mál skal ég ekki fara hér. Það er sjálfsagt hægara um að tala en í að komast. En það sjá allir, að slík aukning á þessum veiðum hlýtur að hafa í för með sér, — mér liggur við að segja, rányrkju, því að það er ekkert, »em ég hef séð, sem liggur því til grund- vallar, að óhætt sé að nær tvö- falda það veiðiimagn, sem hægt er að taka upp úr Djúpinu á ár- inu 1970 rjmfram það, sem var á árinu 1969. Ég skal ekki leggja neinn dóm á þær deilur, sem kunna að vera milli þeirra manna, sem fluttu frágreinda tillögu á LÍÚ-fundin- um og hinna, sem heima eru og stunda þessar veiðar. En ég vil þó aðeins benda á, að hinn 20. október s.l. rannsakaði Hafþór, eftir ákveðinni beiðni, seiðamagn í skammti, sem hann fiskaði upp úr Djúpinu og eftir því, sem ég veit bezt, þá fékk hann 10,5 kg. af ýsu- og þorskseiðum á móti 126 kg. af rækju. En ég vil undir- strika, að það er mjög kærkom- ið að þessi veiðlskapur þarna í ísafjarðardjúpi verði rannsakaður nákvæmlega og því verði verð- skuldaður gaumur gefinn, sem þarna á sér stað, því að rækju- veiðarnar í ísafjarðardjúpi eru mjög þýðingarmikill atvinnuveg- ur fyrir öll sjávarplásin við Djúp. En eins og nú horfir, sé ég vart fram á annað en þarna verði veiðisvæðin svo ráneydd, að það sé ekki aflavon þar innan nokk- urra ára. Aðallega er það í Arnarfirði og ísafjarðardjúpi, sem rækjan veið ist. í Arnarfirði hefur ekki borið svo mjög á þessu rnikla magni af ýsu- og þorskseiðum, eins og getið er um í ísafjarðardjúpi, eftir því, sem ég bezt veit. Þó kann það að vera eitthvað meira en hefur áður verið. Sjómenn segja, að þetta stafi m.a. af því, að um sé að ræða óvenjusterkar göngur af þorsk- og ýsuseiðum. En það er jafn framt bent á, og því haldið fram í sambandi við landhelgismálin, þegar þau voru til umræðu á Alþingi, að hætta væri á, að um ofveiði yrði að ræða á smáfiski á Vestfjarðamið- um. Ég er hræddur um, að sú skoðun, sem þá var látin I ljósi, að þetta mundi hafa skeðvænleg áhrif sé nú m.a. að koma fram, og það væri vel, ef Hafrannsókn arstofnunin eða þeir aðilar, sem um þetta mál eiga að fjalla, sýndu þessu tilhlýðilega athygli. Ég get ekki látið hjá líða að minna á, við höfum flutt hér tvelr þing- menn Framsóknarflokksins, tillögu til þingsályktunar um heildarend- urskoðun á fyrirkomulagi stjórn- kerfis sjávarútvegsins. Einmitt þar kemur fram, hve sjávarút- vegsráðuneytið er fámennt og lítt megnugt að sinna þeim störfum, sem þurfa að eiga sér stað. Það er lífsspursmál að gera þessar stofnanir þannig úr garði, að þær geti sinnt þeim verkefnum, sem þær þurfa að framkvæma. Þá ætti sennilega ekki að huga að koma til slíkra atburða, sem hér eiga sér stað. Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3. sérstakan áhuga á því að halða vorðlagi í skefjum og hafi alltaf haft. Og löggjöfin, sem setja á, mun grundvallast á því að skerða þá samninga stór lega, sem verkalýðshreyfingin gerði við atvinnurekendur i vor og ógilda vísitölusamningana, sem verkalýðshreyfingin þurfti að fórna svo miklu fyrir. — Verðhækkunarflóði ríkisstjórn- arinnar í sumar getur enginn mælt bót og meira að segja LÍÚ samþykkti á aðalfundi sín um harðorða gagnrýni á fram komu ríkisstjórnarinnar f verð- lagsmálum í sumar. — TK íþróttir Framhald af bls. 13. í þeirri keppni á móti Frökkum og mun leikið heima og heiman í maí og júní 1971. ic Ritarafundur Norðurlanda Á Knattspyrnuráðstefnu Norður- landa 1970, sem ha’din var hér á landi í sumar, var m. a. samþykkt að kalla saman ritara og fram- kvæmdasljóra á fund síðla þessa árs. Fundur þessi hefur nú verið boðaður síðarihluta þessa mánað- ar (nóvember) og verða þar m. a. rædd útvarps- og sjónvarpsmál knattspyrnusambandanna á Norð- urlöndum og gerðar tillögur um tímasetningu landsleikja milli Is- fands og hinna Norðurlandanna, eu á Norðurlandaráðstefnunni hér í sumar náðist samkomulag um að einhv4r ein Norðurlandaþjóðanna léki árlega heima og heiman gegn tslandi, og nær þetta samkomulag til ársins 1978. Knattspyrnuþjálfararáð- stefna og stofnun Knatt- spyrnuþjálfarafélags íslands Stjórn KSÍ hefur unnið a® pví að skipuleggja má.’efni knatt- spyrnuþjálfara, bæði hvað snertir menntun þeirra og starfsgrundvöll, oa hefur stjórnin notið aðstoðar Tækninefndar sambandsins við að vinna markvisst að endurbólum í þessum málum. Fyrsta áfanga þessa undirbún- ingsstarís er nú lokið, og hefur verið boðað lil Knattspyrnuþjálf- araráðstefnu, sem haldin verður í kvikmyndasal Austurbæjarskólans í Reykjavík, föstudaginn 13. nóv- ember nk., kl. 20,00. A knattspyrnuþjálfararáðstefn- unni mypu m. a. þeir Úli.p. Jóns- son og Ríkarður Jónsson skýra frá þjái’fararáðstefnu, sem þeir sóttu í Berlín í sumar á vegum KSÍ, síð- an verða málefni knattspyrnuþjálf- ara rædd og stofnað verður Knatt- spyrnuþjálfarasamband íslands. Frá KSÍ Þjóðarsorg Framhald aí bls. 1 erfiðleikum, sem kallar fram hug dirfsku og snýr undanhaldi í sig- ur. De Gaulle kom af víðsýni auga á meginatriði sögunnar þegar aðrir hugsuðu eingöngu um at- burði augnabliksins." Edward Ilambro, forseti alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna: ,,De Gaulle var von Evrópu á dimmasta augnabliki siðmenning arinnar, þegar meginlandið var í hlekkjum nazista.“ Georges Pompidou, forseti FrakkTands: „De Gaulle hershöfð ingi er látinn, Frakkland er ekkja.“ Með þessum orðum hóf hann ræðu til frönSku þjóðarinn- ar í sjónvarpi. Hann hvatti Frakka til að muna alltaf de Gaulle og það sem hann kenndi þeim: „Ár- ið 1940 bjargaði de Gaulle heiðri Frakklands. 1944 leiddi hann okk ur til frelsis og sigurs og 1958 bjargaði hann landinu frá borg- arastyrjöld og stofnaði Fimmta Týðveldið. De Gaulle gef Frakk- landi stofnanir þess, sjálfstæði og núverandi stöðu meðal þjóðanna. Heitum því að við verðum verð- ugir þess sem de Gaulle gaf okk- ur. Megi hann lifa að eilífu í sál þjóðarinnar.“ Edward Heath, forsætisráðherra Breta: „Frakkland hefur alið upp mörg mikilmenni, en í sösrunni mun de Gaulle verða með þeim fremstu. Þegar Evrópa var í rúst um, ógnað af nazistískri ógnar- stjórn. var de Gaulle sem klettur. ákveðinn í að frelsa og endur- reisa frönsku þjóðina. Sömu ákveðni sýndi hann er hann stofn aði Fimmta lýðveldið." Willy Brandt kanslari V.-Þýzka lands: „Starf hans mun lifa að eilífu í sögu Evrópu og sögu heims ins“, sagði hann og lýsti þakk- læti þýzku þjóðarinnar til þess franska stjórnmálamanns, sem rétti erkióvini sínum, Þýzkalandi, vinarhönd og tengdi þjóðirnar vin áttuböndum. David Ben Gurion fyrrum forsætisráðherra ísraels: „De Gaulle er mesti Frakki þessarar aldar, og fyrsti stjórnmálamaður inn á heimsmælikvarða sem lýsti því yfir opinberlega að hann væri vinur fsraels. Það er hörmu legt að heyra um fráfall hans, ég hef alltaf virt hann svo mikils.“ Fjölmargir aðrir forystumenn hafa- látið í ljósi svipaðar skoð anir á de Gaulle, bent á hið mikla hlutverk hans í baráttunni gegn nazistum og í því að efla Frakk- land og styrkja. De Gaulle Framhald af bls. 7 atkvæði og lýsti því yfir um leið, að hann myndi segja af sér yrði breytingin ekki sam- þykkt. Þrátt fyrir þetta var tilTaga de Gaulle felld 27. apríl. Dag- inn eftir tilkynnti de Gaulle, að hann hefði sagt af sér. Hann sneri aftur til Colom- bey-Deux-Eglises og dvaldi þar síðasta árið sem hann lifði og hóf enn að rita endurminning- ar sínar. Fyrsta bindið kom út fyrir nokkrum vikum og náði metsölu. Hann var að vinna við annað bindið þegar hann lézt. — E.J. Framhald af bls. 1 , gengið lengra en greiðslugeta sjávarútvegsins nær. Fundurinn átelur hvernig þjónustufyrirtæki og hið opin- bera hafa hömlulaust velt öll um hækkunum á rekstrarút- gjöldum út í verðlagið. Þeir einu, sem raunverulega kaup- hækkun taka á sínar herðar eru sjávarútvegurinn og sá vísir, sem nú er að útflutningsiðn- aði. Vegna verðhækkana á af- urðum sjávarútvegsins væntir fundurinn þess, að sjómenn geti, með hækkuðu fiskverði um næstu áramót, fengið við- unandi kauphækkun. Fundurinn lýsir fullum stuðningi við aðgerðir til að koma í veg fyrir víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags, sem verða mættu til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi verð bólgu. Fundurinn beinir þeim ein- dregnu til'mælum til hinna ýmsu útvegsmannafélaga, að þau hlutist til um. að ekki verði hafnir róðrar á komandi vetrarvertíð fyrr en fyrir liggja kjarasamningar við sjó- menn og verðákvörðun á fiski. og felur stjórn LÍÚ að vinna að framgangi þess. Jafnframt lýsir fundurinn því yfir, að ekki sé unnt að láta af hendi meiri hlutdeild í afurðaverðmætinu til sjómanna en nú á sér stað.“ Á fundinum voru samþykktar fjölmargar aðrar ályktánir og verður nokkurra þeirra getið síðar í Tímanum. Sverrir Júlíusson gaf ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður LÍÚ og var formaður kosinn með samhljóða at- kvæðum Kristján Ragnarsson, franikyæmdastjóri bátadeildar LÍÚ. Á fyrsta stjórnarfundi ný kjörinnar stjórnar var Loftur Bjarnason kjörinn varaformað- ur. □ ©imnTQjj Á ári hverju einu sinni alla menn ég sæki heim, þá sem ei mig eiga í minni ég óvörum finn, og hverf frá þeim. Ráðning síðustu gátu: Steðji Hvítur á leik og vinnur. Lítið vel skákina áður en lengra er lesið. 1 He2 — Dg8 2. Rg7. Spil nr. 31 í leik Islands og Frakk’ands 1967 var þannig: S Á1032 H 10 3 2 T Á83 L DG 6 S D876 S G954 H G H K 6 5 4 T 10 7542 T 9 6 L 9 7 5 LK10 4 S K H Á D 987 T KDG L Á 8 3 2 N/S á hætfcu. Á borði 1 opnaSi S á 1 L (sterkt) og N sagði 1 gr. (4 kontról). S sagði 2 Hj., N 2 Sp., S 3 L og N 3 Hj. Nú sagði Þórir í S 4 Hj., en Hallur bauð upp á slemmu með 4 gr. j Þórir stökk í 6 Hj. Út kom T-4, sem Þórir tók heima. Hann tók á Sp-K og síðan Hj.-Ás og eftir það er ekki hæ i að vinna spilið. Hins vegar má vinna 6 Hj., en sú lei® er mjög langt sótt. Útspilið er tekið í blind- um, og Hj.-D svínað og þegar G kemur frá Vestri er hægt að fara inn á blindan og ná Hj-K af Austri, og þá aðeins einn slagur gefinn á L. Frakkland fékk því 100 og á hinu borðinu spiluðu Frakkarnir réttilega 3 gr. og fengu 600. Frakk’and fékk því 12 stig fyrir spilið — mesta sveifla þeirra í leiknum — og staðan eftir 31 spil var ísland 78 — Frakkland 31 og eitt spil eftir. Ráðskona óskast í sveit á Suðurlandi. Má hafa börn með sér. Þarf að kunna að aka bifreið. — Tilboð sendist afgr. blaðs- ms með nafni og kaup- kröfu, fyrir 20. nóv. merkt: „Sveit 1117“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.