Tíminn - 20.11.1970, Blaðsíða 4
TÍMfNN
Sebastien Japrisot;
Kona, bíll, gleraugu og byssa
47
— Ég sé, að hann hefur lána'ð
yðuir bílinn.
— Þekkið þér hann?
— iMaurice Kaub? Ég get
varla sagt bað. Heilsa honum á
götu. Hann fer stundum á skytt-
irí með manninum mínum. Er
hann kominn hingað núna?
Ég vissi ekki, hverju svara átti.
f fyrsta skipti varð ég efins um,
að ókunni maðurinn í _ skottinu
væri Maurice Kaub. Ég ’kinkaði
litillega kolli. Ég borgaði reikn-
inginn, sagði takk fyrir og gekk
út. Hún kallaði á eftir mér og
sagði ég hefði gleymt skipti-
myntinni, húfunni, Gitanerett-
unum og bíllyklunum.
Domaine Saint-Jean: hnýflótt
jámhlið, malbikuð heimkeyrsla
og gegnum vínvið og síprustré sá
ég glitta í lágreist hús með flísa-
þaki. Meðfram veginum voru
önnur einbýlishús, en ég rakst
ekki á nokkra sálu, fyrr en ég
stóð við hliðið í síðdegissólinni.
— Það er enginn heima, made-
moiselle. Ég er búin að gá þrisv-
ar.
Ég snerist á hæli. Ljóshærð
stúlka um tvítugt studdi báðum
höndum á steinvegg hinum megin
við brautina. Hún var fríð í and-
liti. Augun skær.
— Ertu ekki að gá að Maurice
Kaub?
— Jú, einmitt.
— Hann er ekki heirna, en þú
getur sosum farið inn. Það er
allt í lagi. Það er allt opið.
Ég gekk yfir brautin að veggn-
um. Hún klöngraðist yfir hann.
Hún var eilítið minni en ég og
með sítt, ljóst hár eins og stúlka
í sænskri kvikmynd. Hún var
hvorki sænsk né ættuð frá Avign-
on. Hún var fædd í Cachan og
hafði veriö í skóla í Aix-en-
Provence. Hún hét Catherine
(Kiki) Aupieu. Hún rölti að
Thunderbirdinum. Hún sagðist
hafa ekið í honum með Maurice
Kaub fyrir nokkrum vikum, í
júní hélt hún. Hann hefði leyft
henni að aka alla lcið til For-
calquier. Væri ég nokkuð reið?
— Hvers vegna ætti ég að vera
það?
— Ertu ekki kærastan hans?
— Kannastu við mig?
Hún stóð aftur við hliðina á
mér. Ég sá, að hún roðnaði.
— Ég hef séð myndir af þér,
sagði hún. — Mér finnst þú sæt,
voða sæt. Þetta er alveg satt.
Sannast sagna var ég viss um, að
þú kæmir. Þú mátt ekki hlæja,
þó að ég trúi þér fyrir dulitlu.
Þú ert miklu sætari, þegar þú
ert nakin.
Hún var galin.
— Svo að þú kannast þá við
mig?
— Ég hlýt að hafa séð þig
koma hingað áður. Heyrðu. mikið
er þetta sniðug húfa.
Ég var brot stundar að átta
mig. Meðan settist ég í bílinn og
bað hana að opna hliðið. Hún
gerði það. Þegar hún kom aftur
að bílnum, spurði ég, hvað hún
væri að gera hérna. Hún var í
sumarleyfi og bjó hjá frænku
sinni hinum megin við holtið.
Eg spurði, hvers vegna hún væri
svona viss um, að enginn væri í
húsinu hjá Maurice Kaub. Hún
hikaði.
— Þú getur þó ekki verið af-
brýðisöm, sagði hún loks. — Þú
veizt nú, hvernig hann er.
Á laugardagskvöld hafði hún
ekið með annarri konu hérna inn
um hliðið og að húsinu. Það var
rauðhærð pía úr sjónvarpinu. Þá
hefðu allar dyr verið opnar, en
enginn heima. Konan hefði
farið, en komið aftur seinna og
fengið sömu móttökur. Síðan
hefði hún ekki látið sjá sig.
— Hefur hann ekki þjónustu-
fólk? _
— Ég sá ekki kjaft, þegar ég
læddist hingað í morgun.
—• Hvað varstu að gera?
— Ég var svolítið áhyggjufull.
Maurice kom heim á föstudags-
kvöld. Ég er viss um það, hárviss.
Ég heyrði til hans. Ég hef bara
áhyggjur út af svolitlu, en það er
nú kannski tómur barnaskapur.
— Áhyggjur út af hverju?
— Ja, það skaut einhver úr
riffli þarna í húsinu á föstudags-
kvöld. Ég var á gægjum í ólífu-
lundinum bak við húsið. Þrír
hvellir. Ég veit, að Maurice er
alltaf að dunda sér við byssur og
þess háttar, en klukkan var orðin
tíu, og mér stóð barasta ekki á
sama um þetta.
— Þú hefur ekki athugað þetta
betur?
— Ja, ég var sko ekki alein.
Frænka mín er sannast sagna
eldri en Metsúalem eða Metú-
salem eða hvað þeir heita nú
þessir mygluðu í biblíunni, og
ef mig iangar að skemmta mér
sko með einhverjum, þá verð ég
er föstudagur 20. nóv.
— Játmundur
konungur
Tungl í hásuðri kl. 7.04
Árdegisháflæði í Rvík kl. 11.24
HEILSUGÆZLA
Slysavarðstofan 1 Borgarspitalan-
nm er opln allan sólarhringlnn.
Aðeins móttaka slasaðra. Simi
81212.
Kó. -vogs Apótek og Keflavíkui
Apótek eru opin virka daga ki
9—19, laugardaga kl 9—14.
helgidaga ki 13—15.
SSökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr-
ir Reykjavík og Kópavog. simi
11100.
Sjúferabifreið 1 Hafnarfirðl. siml
51336.
Almennar upplýslngar um lækna
þjónustu i borginni eru gefnar
símsvara Læknafélgs Reykjavík
nx, simi 18888.
Fæðingarheimilið i Kópavogi
Hlíðarvegi 40, slmi 42644.
Tanniæknavakt er i Heiisuverndar
stöðinni, þaT sem Slysavarðs:
an var, og er opin laugardrga og
sunnudaga kL 5—6 e. h. Sími
22411.
Apótek Hafnarfjarðar er opið alla
virka das' frá kl 9—7 á laua-
ardögum kl. 9—2 og á sunnu-
dögum og öðrum helgidögum er
opið frá kl 2—4.
Mænusóttarbólusetning fyrir full-
orðna fer fram í Heilsuveindar-
síc* Beykjavíkur, á mánudögum
kl. 17—18. Gengið inn frá T r-
ónsstíg, yfir brúna.
Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka
í Reykjavík vikuna 14. — 20 nóv
annast Apótek Austurbæjar og
Laugarnes-Apótek
Næturvörzlu í Keflavík 19. nóv.
annast Guðjón K’emenzson.
FLUGÁÆTLANIR
Flugfélag fslands hf.;
Millilandaflug:
Gullfaxi fór til Glasgow og Kaup-
mannahafnar kl. 08:45 í morgun og
er væntanlegur þaðan aftur til
Kefiavíkur kf. 18:45 í kvöld.
Gullfaxi fer til Osló og Kaup-
mannahafnar kl. 08:45 í fyrramál-
ið.
Innanlandsflug:
í dag er áætlað að fljúga til Akur-
eyrar (2 ferðir), til Vestmanna-
eyja, Húsavíkur, ísafjarðar, Pat-
reksfjarðar, Egilsstaða og Sauðár-
króks.
Á morgun er áæt.’að að fljúga til
Akureyrar (2 ferðir), til Vest-
mannaeyja (2 ferðir). til ísafjarð-
ar, Norðfjarðar, Hornafjarðar og
Egilsstaða.
Loftleiðir hf.:
Snorri Þorfinnsson er væntanlegur
frá New York kl. 08:00. Fer til
Luxemborgar kl. 08:45. Er væutan-
legur til baka frá Luxemborg kl.
17:00. Fer til New York kl. 17:45.
Leifur Eiríksson er væntanlegur
frá New York ki 08:30. Fer til
Oslóar, Gautaborgar og Kaup-
mannahafnar kl. 09:30.
SIGLINGAR
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla er á Vestfjarðahöfnum á
suðurleið. Herjólfur fer frá Vest-
mannaeyjum kl. 21,00 í kvöld til
Reykjavíkur. Herðubreið er á leið
frá Hornafirði til Vestmannaeyja
og Reykjavíkur.
Skipadcild S.Í.S.:
Arnarfell fór frá Svemdborg í gær
til Rotterdam og Huk’. Jökulfell er
væntanlegt til Reykjavíkur í dag.
Dísarfell lestar og losar á Norður-
landshöfnum. Litlafell fer frá Faxa
flóa í dag til Vestfjanða og Akur-
eyrar. He.'gafell er í Keflavík.
Stapafell er væntanlegt til Hval-
fjarðar á morgun. Mælifell fór frá
Kaupmannahöfn í gær til Malaga
og Barcelona. Sixtus fór frá Svend-
borg 18. þ. m. til Homafjarðar.
FÉLAGSLIF
Frá Guðspekifélaginu.
Fundur í kvöld kl. 9 í tilefni af
afmæli Guðspekifélagsins og
Reykjavíkurstúkunnar. — Dagskrá:
1 Hljómlist. Ingvar Jónasson og
Guðrún Kristinsdóttir. 2. Mynda-
sýning frá starfi Guðspekifélags-
ins.
Basar
í Betaníu. Laufásvegi 13, laugar-
daginn 21. nóv. kl. 4. Allur ágóði
rennur ti.’ kristniboðsins í Ethi-
opiu.
Konur í Styrktarfélagi
vangefinna.
Munið að skila munum fyrir fjár-
öflunarskemmtunina, sem allra
fyrst.
Basar Sjálfsbjargar
verður ha.’dinn í Lindarbæ sunnu-
FÖSTUDAGUR 20. nóvember 1970.
að gera það úti undir beirum.
himni. Þú virðist ekki skilja, hvað
ég meina. Er það rétt, eða þykistu
bara vera hneyksluð.
—- Nei, ég skil. Ég skil þetta
fulikomlega. Með hverjum varstu?
— Strák. Heyrðu, hvað er að
þér í hendinni? Ég krepera, ef
þú svarar eins og Béeaud.
— Það er ekkert. Hefur ein-
hver komið hingað síðan á laug-
ardag?
— Ég er ekki húsvörður hérna
í hverfinu. Ég hef reyndar nóg
með sjálfa mig.
— Þá það. Þakka þér fyrir.
Vertu sæl.
— Þú mátt kalla mig Kiki.
— Vertu sæl, Kiki.
Þegar ég ók gegnum hliðið og
heim að húsinu, sá ég í bak-
speglinum, að hún klöngraðist
aftur yfir vegginn, ljóshærð og
berfætt.
Niðurlag sögunnar um ferðina
til sjálfs mín. Þetta henti fyrir
þremur eða fjórum tímum. Ég
man ekki hvort. Ég gekk inn í
hús, sem heyrði til Maurice Kaub.
Það var opið, mannlaust og
þögult, já og kunnuglegt, svo
kunnuglegt, að strax og ég kom
í forstofuna, vissi ég, hver ég var.
Ég hafði aldrei farið úr þessu
húsi. Ég bíð í myrkrinu, greipa
byssuna skjálfandi og ligg á
köldum leðursófa. Þegar áklæðið
hitnar undir sjálfri mér, fæiri ég
mig til. Ég leita eftir kuldanum.
Þegar ég kom inn, fannst mér i
umhverfið minna á heimili Cara- '
vaillehjónanna. Lamparnir, tepp-
ið með íofnurn einhyrningum, her-
bergið, sem ég er í núna. Ég
kannaðist við þetta allt. Og á
veggnum glerþynna í gylltum
ramma. Þegar ég ýtti á hnapp,
birtist sjávairþorp á skerminum,
og síðan annað og aftur annað.
Litskuggamyndir. Eg sá strax, að
þetta var Afgacolor, því að ég er
búin að vinna svo lengi að ang-
lýsingum, að óg bemst efcM hjá
því að þefckja rauðan lit.
Dyrnar að næsta herbeBgi stóðu
opnar. Þar inni var griðarmifclð
rúm og breitt yfir það hvítt loð-
skinn. Rétt eins og ég bjóst við.
Á þilinu igegnt rúminu hékfc ljós-
mynd af naMnni stúlku, afbragðs
mynd, en þessi stúlfea sat efeM í
bríkarstól, heldur sneri hún bák-
Yokohama snjóhjólfaarðar
Með eða án nagla
Fljót og góð þjónusta
ESSO-BÚÐIN GRUNDARFIRÐI
daginn 6. des. Munum veitt mót-
taka á skrifstofu Sjálfsbjargar að
Laugavegi 120, 3. hæð, simi 25388.
Munir verða sóttir heim.
Basar Mæðrafélagsins
verður að Hallveigarstöðum sunnu-
daginn 22. nóv. Þeir, sem vilja gefa
muni, vinsamlegast hafi samband
við: Agústu, sími 24846; Þórunni,
sími 34729; Guðbjörgu, simi 22850.
Basar Kvenfélags Hallgríms-
kirkju verður laugardaginn 21. nóv.
kl. 2 e. h. Félagskonur og aðrir
vehmnarar kirkjunnar afhendi
gjafir í félagsheimilinu fimmtudag
og föstudag kl. 3—6 eða til for-
manns basarnefndar, frú Huldu
Norðdahl, Drápuhlíð 10 (s. 17007),
frú Þóru Einarsdóttur, Engihlíð 9
(s. 15969).
SÖFN OG SÝNINGAR
íslenzka dýrasafnið
er opið alla daga frá kl. 1 til 6, í
Breiiðfirðingabúð.
ÁRNAÐ HEILLA
Jóhann Pálsson, sjómaður frá
Stöðvaríirði, er sjötugur í dag,
föstudaginn 20. nóv. Hann dvelur
nú á Elliheimilinu Grund.
Lárétt:
I) Fugl. 6) Tungumál. 10) Nes.
II) Tími. 12) Anganin. 15) Dugn-
aður.
Krossgáta
Nr. 669
Lóðrétt: 2) Gruna. 3)
Svei. 4) Smá. 5) Krakka.
7) Svik. 8) Fugl. 9) Bók-
stafi. 13) Samskipti. 14)
Rani.
Ráðning á gátu nr. 668.
Lárétt: 1) Sviss. 6) Ást-
kona. 10) Te. 11) El. 12)
Afbrots. 15) Gráti.
Lóðrétt: 2) Vot. 3) Svo
4) Bátar. 5) Valsa. 7) Sef
8) Kór. 9) Net. 13) Ber.
14) Oft.