Tíminn - 20.11.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.11.1970, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 20. nóvember 1970. 18 TfMfNN JÓLABÓKIN til viná erlendis Passíusálmar (Hymns of the Passion) Hallgríms Péturssonar í enskri þýðingu Arthur Gook með for- mála eftir Sigurbjörn Einarsson, biskup. Bókin fæst í bókaverzlunum og í HALLGRÍMSKIRKJU — Sími 17805. Hundar Framhald af bls. 20. sagði og, að félagið réyndi nú að fá þessum aðgerðum gegn hundum frestað, að minnsta kosti þar til boirgarráð hefur svarað bréfi fé- lagsins. Blaðinu hefur borizt greinargerð frá hundavinafélaginu. Þar segir meðal annars, að hugtakið „hunda hald“ sé mjög misskilið hér á landi, fólk álíti það sama og öng þveiti. Félagið tekur fram, að það haldi ebki uppi neinum vörn um fyrir kærulausa hundaeigend ur og kveðst hafa farið þess á leit við yfirvöldin, að þau fjar lægðu hunda sem gengju lausir og ekki væri hirt um. Hins vegar ekki þá hunda, sem vel er gætt, eins og nú er byrjað á líka. Þá segist félagið hafa beðið um 2—3 ára reynslutíma á grundvelli þeirra reglna, sem félagið hefur samið og að þeim tíma liðntrm megi endurskoða málið og taka ákvörðun um leyfi samkvæmt fenginni reynslu. Félagið er þeirr ar skoðunar, að það væri æski lagri lausn, en að hefja þegar í stað blóðbað, án tiilits til þess, hvort hundanna sé vel eða illa gætt. Reglurnar, sem félagið hefur sett saman, eru strangar, mun strangari en þær reglur, sem gilda á Norðurlöndum og hafðar eru til hliðsjónar. Landfari Framhald af bls. 17 þá væri málunum nú betur háttað í dag en raun ber vitni. Dettur þeim t.d. í hug að við trúum því, að bezta ráðið til sameiningar sé að stofna fleiri vinstri flokka. Og skyldi þeim líka detta það í hug, að við tökum eitthvað mark á þessu sameiningarkjaftæði. Verkalýð- urinn fer ábyggilega að verða búinn að fá nóg af þessum sameinuðu sundrungarmönnum og sameinar sig áreiðanlega bet ur án þeirra aðstoðar. Og bezta ráðið fyrir þessa menn, ef þeir hafa áhuga á sameiningu verka lýðsins (sem ég tel mjög vafa samt), væri að þeir drægju sig hljóðlega i hlé og virtu fyrir sér afrekin, sem þeir hafa unn- ið að sameiningu verkalýðsins á þeim árum eða áratugum, sem þeir hafa verið í aðstöðu til að vinna í verki að þessu aðalmáli verkafólks. íhaldsöflin græða Nei, sameining verkalýðsins er ekkert annað en slagorð hjá þessum mönnum, og áróð- ur hjá hverjum fyrir sig, sér og sínum til framdráttar. — Eða hverjir hafa sundrað okk ur í marga pólitíska smáhópa, sem gera okkur svo vanmátt- uga til að vinna að okkar mál- um. Eru það ekiki einmitt menu irnir, sem nú hrópa sameining. Og hverjir hafa staðið fyrir stofnun nýrra flokka til að berjast fyrir verkalýðinn. Eru það verkamennimir sjálfir? Nei, þeir hafa ekki staðið i því að stofna flokka sér og sínum til framdráttar. En hverjir eru það, sem hafa hvað mest grætt á þessum vinnubrögðum? Era það ekki einmitt íhaldsöfliu í landinu. Þau öfl, sem vinstri flokkarn- ir ættu að vera í andstöðu við, og era ekki einmitt íhaldsöfl- in einu pólití.sku öflin sem eru sameinuð, og þá sameiningu eiga þaú sundrungu vinstri afl anna að þakka. í fáum orðum sagt: Forystu menn vinstri afla síðustu árin hafa unnið dyggilega að sam- einingu íhalds og auðvaldsafla á íslandi. Björn Arnórsson járnmsður. My Lai Framhald af bls. 13. ir My Lai. Daniel fór fram á, að kortið yrði lagt fram sém sönnunargagn. Umræður og dei.hr um kortið tóbu tvær klukkustundir og síðan var haldið áfram að deila um ýmis atriði og mjög ítarlega er farið út í hvern einasta punkt. Hvergi má vera eitt einasta vafaatriði og þar sem svona vinnubrögð taka langan tíma er víst, að Calley muni sitja á ákærenda- bekknum í minnst tvö ár. Þar næst var kallað á fyrsta vitnið, sem var til staðar og sá atburðinn, Roger Alaux. Hann var beðinn að segja, hvað liann sá mörg lík og merkja við á kortinu, hvar þau voru. Fleiri sjónarvottar verða kallaðir til og látnir draga hringi á kortið utan um líkhrúgurnar. Ef nægi- lega mörgum sjónarvottum ber saman, getur farið svo, að Cal- ley verði dæmdur til dauða. Verði svo, verður hann annað hvort skotinn eða hengdur, sennilega hengdur, sagði tals- maður einn á fundi með frétta- mönnum. Ernest Medina, höfuðsmaður, kemur fyrir réttinn næstur á eftir Cal.'ey, en verjendur hans eru enn að reyna að fá ákær- una fellda niður eða mildaða. í röðum æðri embættismanna hersins hefur verið rannsakað- ur ferill 15 manna, sem álitið er, að hafi vitað, hvað var að gerast i Víetnam, en leynt því. Fallið er frá ákæru á hendur átta þeirra, en mál hinna eru enn í rannsókn. Einn þeirra er Samuel Koster, hershöfðingi. Hamn mun koma fvrir réttinn seinna. Margir álíta Calley eins kon- ar fórnarlamb, sem taka eigi á sig sökina, ekki aðeins fyrir sínar eigin syndir, heldur margra annarra. Verði hann dæmdur sekur, er ekki um ann- að að ræða en fífstíðarfangelsi e@a dauðann fyrir hann. — S.B. Sovét Framhald af bls. 13. ar í Sovétríkjunum, er þekbtast uir þeirra vísindamanna sem rita nafn sitt undir skjalið. Hann er einnig þekbtur fyrir tvær athyglisverðar yfirlýsing ar, sem hann hefur lagt fram. 1968 lagði hann til að sovézkir og bandarískir vísindamenn skiptust á upplýsingum og að tekin yrði upp nánari samvinna milli þjóðanna á sviði vísinda legra rannsókna. í aprílmánuði s.l. sendi hann frá sér yfirlýs ingu þess efnis, að aukið lýð- ræði og tjáningarfrelsi væri það eina sem ráðið gæti bót á „samdrætti og kyrrstöðu" í efnahagslífi Sovétríkjanna og hinni djúpu gjá, sem er milli ríkisins og hins upplýsta hluta þjóðarinnar. Hinir vísindamennirniir sem rita undir plaggið eru V. N. Chalidze, eðlisfræðingur, sem einnig hefur áður ritað undir móttnælayfirlýsingar, og A.N. Tverdokhlebov, sem er óþekkt ur meðal erlendra fréttamanna í Moskvu. Rithöfundasamtök Sovétríkj anna og stjórn Kommúnista- flokksins í Moskvu héldu fundi í síðustu vifcu og fjallað var um hugmyndafræðileg efni. Hefur síazt út, a’ð á fundunum hafi verið rætt um að gera strang ari kröfur um að menntamenn haldi sig við hugmyndafræði lega réttlínu flokksins. Jafn framt var eitt af leikhúsum Moskvuboirgar gagnrýnt fyrir að hafa vikið út af línunni og fleiri menningarstofnanir voru gagnrýndar. Þeir, sem til þekkja, telja að úthlutun bókmenntaverðlauna Nóbels í ár hafi mikil áhrif á bæði' þá, sem vilja meira frjálsræði innan Sovétríkjanna og á Rithöfundasambandið, sem er aldrei kröfuharðara um að menn haldi sig á mottunni og þegar einhver sovéthöfundur hlýtur viðurkenningu, sem efcki' er undirskrifuð af sambandinu og flokknum. Pravda lagði á það áherzlu s. 1. sunnudag að markmið bók mennta og lista innan Sovét ríkjanna ætti að vera að styrkja flokkinn til að ala upp sósíalistiska þjóðfélagsþegna og að lýsa þeim af fullri virðingu. Marijuana Framhald af bls. 13. að næturlagi verða nu stöðugt tilgangslausari, að því er skýrsl ur segja, og nálgast að vera hlægilegar. Þegar eftirlitsmennirnir yfir gefa stöðvar sínar um nætur til þess að gera óvininum skrá veifu, fer æ oftar svo, að þeir leita uppi þægilegt skógarrjóð ur, koma sér þar fyrir, og reykja marijuana, þar til dag ur rennur. Þá snúa þeir aftur til stöðvanna, og gefa skýrslur um „fallna óvini“. Skýrslurnar eru svo senda'r afram til yfir herstjórnarinnar í Saigon — þótt yfirmennirnir viti fyrir víst, að þær eru hreinn upp- spuni. Þannig er ástandið á bar dagasvæðunum. Atvinnuliðs foringjarnir láta sig dreyma um Útför konu minnar. Guðrúnar Kristjánsdóttur, Lióshoimum 12, Reykjavík, verður gerS frá Dómkirkiunnl, mánudaginn 23. nóvember, kl. 13,30. Fyrir hönd vandamanna, Áskell Snorrason. hernðaraðgerðirnar frá 1967— 69, sem „hina gömlu góðu daga“, en vandinn er tvenns konar. Annars vegar er póli- tískur þrýstingur frá Hvíta húsinu með boðskap uim að draga sem mest úr mannfall inu, því nú ríður á að fá fólk ið heima í Bandaríkjunum til þess að trúa því, að verið sé að draga úr hernaðaraðgerðum, óvinurinn sé að gefast upp og stríðið sé að komast út á mýj- ar brautir. Það voru hinar höirðu árásir á óvininn, sem leiddu til þess að mannfallið komst upp í 300 til 400 manns á viiku, en nú nemur mannfall ið aðeins 30 til 40. Hins vegar er sá vandinn, að meira og meira ber á hermönn um, sem vilja efcki leggja líf sitt í hættu. Nú eru auk þess aðeins örfáir, ef til vill aðeins ein tyilft hermanna í herflokki, sem hefur gengið í herinn af fúsum og frjálsum vilja, með það fyrir augum, að gera her me.insfcuna að ævistarfi. Af- gangurinn er ungir menn, sem kallaðir hafa verið í herinn, háskólastúdentar, sem margir hverjir eru algjörlega mótfalln ir stríðsaðgerðunum. Þeir eru f fæstum tilfellum fúsir að hætta lífi sínu í styirjöld, sem er komin út á villigötur, og þar sem takmarkið er ekki lengur að „sigra“. Það gerist nú æ oftar, að hermennirnir koma sér undan að hlýða skipunum, eða ein- faldlega sækja ekki fram til árása, þótt til þess sé ætlazt. Ekkert er við því að gera, því afleiðingin getur oirðið sú, að uppreisn verður í liðinu, eða bandarísk handsprengja eða byssukúla verður liðsforingjan um að fjörtjóni á einhverjum frumskógarstígnum. Það hafa alltaf verið til ó- vinsælir liðsforingjar, sem hafa viljað beita þá miklum her- aga. En það er fyrst nú, að frásagnir eru farnar að birtast um ögranir hermannanna í bandarískum blaða- og útvarps fréttum. Koma þessar fréttir á sama tíma, og sagt er frá áhugaleysi landhersins, sem flýr stríðið — og lætur flugher og stórskotalið um fjöldamorð in._ A meðan þessu fer fram segja stjórnmálaleiðtogarnir, að óvinurinn sé horfinn, eða að minnsta fcosti hafi dregið mjög úr styrk hans. (Þýdd og endursögð frásögn Washingtonfréttaritara DN — FB.) Möller Framhald af bls. 13. sem Ninn-Hansen sagðist hafa áhuga á. Poul Möller fór sér samt enn hægt. Fyrstu merki þess að hann ætlaði að berjast gegn Ninn-Hansen var að hann skip- aði Knud Bro, þingmann íhalds flokksins, sem ráðunaut sinn og einkaritara í fjármálaráðu- neytinu. Átti þessi skipan mála að gefa Poul Möller rýmri tíma til að sinna stjórnmálun- um. í framhaldi af þessu fór Poul Möller að halda ræður á fjöi- mörgum fundum íhaldsmanna og tók loks þátt í sjónvarps- kappræðu við Jens Otto Krag, formann jafnaðarmanna. Daginn áður en flokksþing íhaldsmanna hófst birtist svo viðtal við Poul Möller í flokks- blaðinu, Vor Tid. Þar lýsti hann því yfir, að nann vildi mjög gjarnan vera fjármálnráð- herra í 10 ár — þótt hann gerði reyndar ráð fyrir, að yngri menn myndi ekki sætta sig við svo langa valdasetu. Þetta er alveg ný stefna hjú Eftirfarandi staða kom upp í skáfc Banks (hvítt) og Kindler á skákmóti í Whitby í ár. Hvítur á leik. Óvenjuleg staða. Hvítur á hrók yfir, en svörtu mennirnir standa vel. 13. g3? — Hf8f 14. Kgl — Bh3 og hvítur gafst upp. RIDG u D írar töpuðu leiknum gegn Belgíu á EM í Portúgal 78—61 eða 16—4, en tapi® hefði mátt brúa með þessu spili. S ÁKD842 H G 9 T 6 S 7 S 10953 H 10 86532 HKD4 TD95432 TG87 L ekkert L Á32 L D 10 7 4 S G 6 H Á 7 T ÁKIO L KG9865 Belgirnir í N-S spiluðu 6 L, sem þeir unnu auðveldlega, e*i eittbvað fór úrskeiðis hjá írunum, því þeir komust í sjö lauf. Slífct er auðvit- að ekki gott, þegar trompásinn vantar, enda hefði Austur kjark til að dobla lokasögninaí! Irarnir spiluðu „Litla-Majorinn“ hans Reese og eru sennilega enn a@ ræða um hvers vegna þeir lentu í sjö laufum. Slik mistök eru dýr og ófyrirgefanleg í sveitakeppni. Möller, því í vor lét hann að því Kggja að hann hyggðist einungis gegna fjármálaráð- herraembættimi fram að næstu kosningum, og að hann hefði ekfci áfcveðið hvort hann yrði í næstu ríkisstjóm, ef borgara- fWkkamir héldu meirihluta sía um. Mokksmenn tólbu almennt viðtalið í Vor Tid sem aðvör- un til Ninn-Hansens um að reyna ekki að ýta Poul Möller til hliðar. Það kom einoig í Ijós á flokksþinginu, að flokksmenn líta á Poul Möller sem hinn raunverulega pólitíska leiðtoga flokksins. Þannig hélt hann mikla ræðu á flokksþinginu, og það var hann sem svaraði síðan fyrir flokksforystuna. Ninn-Hansen varð hins vegar að láta sér nægja 3ja mfnútna ræðutíma í hinum almennu stjórnmálaumræðum síðasta dag flokksþingsins eims og hin- ir almennu þingfulltrúar. Það er talið táknrænt um sambandið milli Poul Möiler og Ninn-Hansen eftir valdabar- áttuna undanfarið, að Poul Möller átti að sitja við hlið Ninn-Hansens við háborðið á flokksþinginu. Hann dvaldi þó mest allan tímann við borð hjá nánustu samstarfsmönnum sía- um niðri í salnum, en við hlið Ninn-Hansen var auður stóll og á borðinu fyrir framan stóð nafnið: Poul Möller. — E.J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.