Tíminn - 21.11.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.11.1970, Blaðsíða 1
Samþykkt félagsfund- ar í Iðju í Reykjavík: Bókhald Iðju síðustu átta árin í opinbera rannsókn EJ—Reykjavík, föstudag. í gær var haldinn félagsfund ur í Iðju, félagi verksmiðju- fólks, og þar samþykkt tillaga þess efnis, að reikningar félags ins nú og siðustu átta árin yrðu teknir til opinberrar rannsókn ar. Félagsfundurinn í gær ,ar hafdion til þess m. a. að fjalla um aðild félagsins að Alþýðu bankanum, en brátt hófust þar umræður um reikninga félags ins. Voru umræður hvassar á köflum, en eftir nokkra stund flutti Björn Björnsson, stjórn arformaður í Iðju, frávísunar tillögu, þar sem lagt var til að málið yrði tekið út af dag- skrá, þar sem reiknimgar fé- lagsins væru í fulfkomnu lagi og þar að auki búið að aam þykkja þá á aðalfundi. Þessi tillaga var kolfelld. Því næst flutti einn fundar Framhald á bls. 14 T ry ggingargjaldið hækkar um 30% TK—Reykjavík, föstudag. Við lokaafgreiðslu á verð- stöðvunarfrumvarpinu á - Al- þingi upplýsti Einar Ágústsson það í umræðunum, að áætlað væri að hækka tryggingarið- gjöld 1. janúar nk. um 30%. Þessar upplýsingar voru veitt- ar á sameiginlegum fundi fjár- hagsnefnda beggja þingdeilda, þegar verðstöðvunarfrumvarpið var til afgreiðslu. Eins og kunn ugt er, verða allir, sem orðnir eru 1G ára að aldri, að greiða tryggingargjöld. Tryggingar- gjöldin voru felld niður úr vísi- tölunni með samþykkt verðstöðv unarfrumvarpsins. Verður þessi hækkun því ekki reiknuð inn í kaupgjaldsvísitöluna. Sjá nánar Á víðavangi — bls. 3. Kaffi hækkar um 30 krónur EJ-—Reykjavík, föstudag. Ákveðið hefur verið nýtt verð á brenndu og möluðu kaffi frá U innlendum framleiðendum. — 1 Hækkar kílóið í smásölu um 30 I krónur, í 220 krónur-, og er það I 15,6% hækkun. Nýja heildsölu- I verðið er 170 krónur pr. kíló. 8 Leggur SAS niður allt áætlunarflug hingað? Mikill flugvélaskortur hjá SAS vegna Austurlandaflugs N^vwsw s ssss.sss.ssssss-^s\s\_ssss,ss ^ssssssssss; ss- ^ * *•** UmferðarmiSstöðin. Ræsið frá þessari miðstöð opnast í Tjörnina í Reykjavík. Miklar umræður um mengunarmál í borgarstjórn: MENGUNIN I liMHVERFI BORGARINNAR SlVAXANDI AK, Rvík, föstudag. — f um- ræðum um mengunarmál í Reykja vík og nágrenni í borgarstjórn í gærkveldi vegna fyrirspurna borg avfulltrúa Framsóknarflokksins komu m.a. þessar staðreyndir skýrt í Ijós: 8 Holræsakerfi borgarinnar er i óviðunandi og hættuiegu ástandi. 8 Mengunin í umhverfi borgar- innar fer slvaxandi. 8 Seinagangar á undirbúningi að varanlegum úrbótum er óþol- andi. 8 Úrvinnsla straummælinga dregst úr hömlu. 8 Athugunum og úrbótum við Elliðaárnar aær ekkert sinnt. 8 Vatnsþól borgarinnar enn í hættu. 8 Fjörutía útrásir holræsakerfis- ins í Reykjavík halda áfram að menga voga, sund og Ell- iðaárnar. 8 Stór holræsi liggja út í mýr- ar (Vatnagarðar). 8 Holræsi frá stórum almanna- stöðvum (slökkvistöð og ucn- ferðarmiðst.) liggja út í Vatns- mýri og skurð rétt við skóla- garðana, eða jafnvel í Tjörn- ina, djásn Reykjavfkur, sem virðist eiga að gera að kolmeng uðum forarpolli. 8 Reykjavík heldur áfram að stækka og er að verða væ:i borg, en með algert öngþveiti og úrræðaleysi við stjórn í þessum mikilvægu málum. (Sjá frásögn á bls. 16). KJ—Reykjavík, föstudag. Forráðamenn SAS flugfélagsins íhuga nú, hvort hætta beri með öllu um tíma áætlunarflugi félags- ins til fslands, en félagið hefur haldið uppi áætlunarflugi hingað til lands frá því sumarið 1968. — Þetta þýðir þó ekki, að félagið hafi misst áhuga á íslandsflugi, heldur mun orsakanna til þessara íhug- ana vera að leita til þess, að fé- lagið verður á næsta sumri í flug- vélavandræðum. Að því er blaðafulltrúi SAS, Sör- en Bertelsen, tjáði fréttamanni Tímans í dag, standa yfir umræður um það, innan SAS, hvort hætta beri íslandsffugi um sinn. Sagði blaðafulltrúinn, að emgin iflsa- ákvörðun hefði verið tekin í mál- inu, en margt hefði áhrif á þá ákvörðun. Þá ræddi fréttamaður við Birgi Þórhallsson, framkvæmdastjóra SAS skrifstofunnar í Reykjavík, og sagði hann eins og blaðafulltrúinn, að rætt hefði verið urn að hætta áætlunarflugi til ís’ands fram til ársins 1972 eða 1973. Birgir sagði, að fc lagið hefði fyrir nokkru ákveð ið að hætta íslandsflugi yfir vet- urinn, og hefði sú ákvörðun tekið gildi um síðustiu mánaðamót. — Hvað svo yrði í vor, sagðist Birgir ekki vita, en málið væri til með- ferðar í höfuðstöðvum SAS. Aðspurður um hvernig flugið hjá félaginu hefði gengið í sumar til Islands, sagði Birgir, að að meðal- tali hefðu verið 80—90 farþegar til og frá íslandi með hverri SAS flugvél, auk farþega, sem hefðu verið á leið til og frá Grænlandi — eða yfir’eitt fullar flugvélar. Aðalorsökin fyrir því, að SAS íhugar nú að hætta íslandsflugi mun vera sú, að félagið er í flug- vélavandræðum. Félagið fær fyrstu Boeing 747 þotuna (jumbo) afhenta í febrúar, en unnið er nú að samsetningu hennar, og á hún að vera fullsamsett 18. desember, Framhald á bls. 14. Skipulagsmál borgarinn- ar eru sem f álm í myrkviði AK—Reykjavík, föstudag. Á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í gærkvöldi urðu miklar og athyglisverðar umræður.um skipu- lagsmál, en fundurinn stóð fram yfir miðnætti. Kom gerla í ljós í þessum umræðum, hve skipulags- mál borgarinnar eru mikill myrk- viður, sem borgaryfirvöld og em- bættismenn þeirra eru að villast í. Svo er að sjá. að aðalskipulag borg arinnar, sem unnið var fyrir all- mörgiim árum. sé nú í verulegri hættu og sú mikla vinna, sern í það var lögð, fari að verulegu levti í súginn vegna þess, að því er ekki fylgt eftir með áframhaldandí skipulagsvinnu. Er þetta viður- kennt af borgarverkfræðingi sjálf- um og hefur hann bcnt á þessa hættu í bréfi. Umræður þessar spunnust af til- lögu Guðmundar G. Þórarinssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokks- ins, um kosningu 5 manna nefndar til þess að leggja drög að eflingu skipuiagsdeildar borgarinnar með setningu nýrrav reg.’ugerðar um starfssvið hennar og starfshætti með hliðsjón af örum vexti og breyttuin aðstæðum. Guðmundur fylgdi tillögunni úr hlaði með ýtarlegri ræðu, j ar sem hann rökstuddi þessa þöri mjög sterklega með ákveðnum dæmum og tilvitnunum. Hann vitnaði í bréf borgarverkfræðings um það, -ð aðalskipulaginu væri ekki fylgt nægilega eftir. Hann sýndi fram á það, að almennar kannanir til und- irbúningsákvörðunar um þjónustu- stofmanir. svo sem ver7,.’anir, væru alls ófullnægjandi, og nefndi Foss- vogshverfið sem dæmi. Á eftir framsöguræðunni tóku bæði borgarstjóri og Gísli Hall- dórsson til máls og reyndu aí hrekja ýms atriði í ræðu Guð- mundar. vildu m. a. halda því fram, að allmargar og góðar verzlunarkannanir hefðu verið gerðar, en voru staðnir að fleipri um þessi efni. Einnig tók Einar Ágústsson til máls um þetta efni. Ræðc Guðmundar um .Tkipulags- málin verður birt hér í blaðinu á sunnudaginn og þriðjdaginn, en eft ir það verður ef til vill vikið að umræðum, sem af henni spunnust.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.